Dagsbrún - 27.08.1919, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 27.08.1919, Blaðsíða 3
DAGSBRÚK 99 Þess Yegna gaus Katla. (Æfintýri). Hallgrímur Pétursson, sálma- skáldið, meistarinn, kraftaskáldið sat við fótskör hásætisins. Hann langaði til þess, að líta ættland sitt; hann greip því hönd Drottins, og lét vísifingur hans sneita á sér ennið. Og strax birt- ist honum einkennilega lagaða ey- landið. Hann sá svört björg og hvíta jökla, grænar sveitir og hafið nmhverfis, sem endurspeglaði heið- bláma himinsins. Og hjarta hans fyltist gleði og þakklæti. „Ég vil sjá landa mína", sagði hann við sjálfan sig. Aftur greip hann hönd drottins, og aftur sá hann landið og hsfið. Hann sá fríðan flota við fiskveiðar. Hann leit á einn togarann, og sá skip- stjórann kom útsofinn og hressan upp á þilfar til þess, að herða á eftir hásetunum, sem voru búnir að vaka á annan sólarhring. Af þvl hann hélt í hönd Drott- ins, þá sá hann alt, sá að menn- irnir unnu ekki hálít verk, og að hér var verið að misbrúka hið dýrmætasta, sem þjóðin á: vinnu- aflið. „Ljótt, ljótt!" sagði sálmaskáld- ið, og sýnin hvarf, því hann slepti hendínni. En hann greip hana aftur, því hann vildi sjá eitthvað betra; og hann sá Reykjavik,' borg með 15 þúsund íbúum. Hann sá inn í kjallaraíbúð, þar sem verkamaður bjó með fjölskyldu sinni. Og af því hann hélt í hönd Drottins, þá vissi hann að and- rúmsloftið var helmingi minna í þessari íbúð en nauðsynlegt var, ef heilsan átti ekki að spillast, og hann vissi, að í svona heilsu- spillandi íbúðum elst nú upp meiri hluti af æskulýðnum í Reykjavík. „Æ1 æl Þjóðin mínl" sagði sálmaskáldið um leið og sýnin hvarf- Ennþá greip skáldið hönd Drott- ins, og leit nú niður í kirkju við Ísaíjarðardjúp, Presturinn stóð í fullum messuskrúða fyrir aitarinu, með gyltan kross bæði á bak og brjóst. Skeggið var hvítt og svart en sumt grátt, og var maðurinn hinn ásjálegasti að ytri sýn, en þó nokkuð hjólfættur. En skáldið, sem hélt í hönd Drottins, sá hið innra í mannin- um. Hann sá þar sömu litina og í skegginu á honum, svart, grátt og hvítt. Svart afturhaldið, gráa eigingirnina og hvfta eyðu mannkærlcikans. Hvernig sem skáldið skimaði, gat hann í fyrstu ekki fest sjónir á neinni sál í manninum. Loks kom hann auga á eina litla og ótótlega, en þó grimma auðvalds-senditík. En er hann sá, að af sálinni var ekki annað eftir en auðvalds-senditíkin, þá örvænti hann, tórnaði upp höndunum og hrópaði um leið og sýnin hvarf: »Vei! veil Islandil* En af því hann var kraftaskáld, þá brast hellan yfir Kötiugjá, og ógurlegt vatnsfióð æddi fram yfir sandana og bygðina lika, þar sem lægst var, en askan úr gosinu olli skemdum víða um land. Slík var afleiðingin af því, að láta hræsnarann standa fyrir fram- an altarið. I Færeyjar. Færeyingar kjósa svo sem kunn- ugt er tvo menn á danska þingið (Ríkisdaginn), Situr annar þeirra í Fólksþinginu (neðri deild) og er hann kosinn með almennum kosn- ingum, en hinn í Landsþinginu (efri deild). og er hann kosinn af Lagþinginu færeyska. í Færeyjum eru tveir pólitískir flokkar, Sambandsflokkurinn og Sjálfstýrisflokkurinn. Vill hinn sfð- arnefndi að Færeyingar fái algerða sjálfstjórn, en fyrnefndi flokkurinn vill fara langtum skemur. Foringi Sjálfstýrisflokksins er Jóhannes Pat- ursson kóngsbóndi f Kirkebö, sem nú er miðaldra maður. Hann á fs- lenzka konu, dóttur Eiríks á Karls- skála við Reyðarfjörð og dvelur dóttir hans ein hér 1 Rvík. Yið kosningarnar í fyrravor urðu Sambandsmenn í meirihluta og komu að frambjóðanda sfnum, Samúelsen, en Sjálístýrismenn urðu í meirihluta f Lagþinginu og kaus það Patursson til Landsþingsins. Mestu skiftir fyrir færeysku flokkana hvor þeirra hefir meiri- hluta í Lagþinginu. Misskilningur er það sem oft kemur í ljós bæði hjá íslendingum og Dönum að Sambandsmenn skoði sig sem Dani — þeir skoða sig sem Færeyinga engu sfður en hinir, og Færeyingar tala innbyrð- is ávalt Færeysku, en hún er svo lík íslenzku, að hver íslendingur skilur að mestu færeyskt ritmál. Fyrirspurnir, sem ég bið lögfræðinga bæjarins að fræða mig um. (Aðsent.) Heyrst hefir að kvikmyndaleik- ararnir dönsku hafi veitt óspart whisky á Keldum í Rvs. Höfðu þeir leyfi til þess eða hvaðan kom vínið? Ótrúlegt er að lögregla bæjarins gæti ekki betur en svo í farangri manna — þó í heldri röð séu, er þeir koma frá^útland- inu, en að þeir sleppi í land með heila fúlgu af áfengi? Hvað mörg slys þurfa að koma fyrir áður en aukin og bætt verð- ur hæfum mönnum lögregla þessa bæjar? Hvenær á að fara að koma skipulagi á lögregluna? Er ekki tfmi til þess fyrir haustið? Með hvað miklum hraða mega bílar fara um göturnar? Hafa bflar heimild til að vera á ferð eftir kl. 11 á kvöldin eða trufla svefn manna? Ber ekki bílstjórum að hafa einkennishúfur er þeir eru að akstri, eða mega þeir hafa hvaða pottlok sem þeir vilja? Hvenær verða menn með al- vöru farnir að láta hlýða lögun- um, eða má hver og einn lifa og láta eins og hann vill? Hvenær ætlar bæjarstjórnin að ákveða skemtanaskattinn? Hafa ekki sýslum. og lögreglu- stjórar laun sfn fyrir að gæta lag- anna, og hver á að sjá um að þeir geri skyldu sfna í því efni? Getur ekki bæjarstjórnin komið f veg fyrir þessar skrfls- og rottu legu næturferðir fólksins, sem alt ilt leiðir af. Má ekki algerlega banna alla ónauðsynlega umferð um bæinn eftir kl. 11 á kvöldin? Gjaldandi. Hr. Gjaldandi verður að fyrir- gefa þó tveimur fyrirspurnunum sé slept. Ritstjóranum finst ekki rétt að vera að ráðast á þá smáu, þó þeir eigi það skilið, þegar þeim stóru er slept. Lítil ferðasaga. Til hressingar þykja sutnar- ferðalög eitt bezta meðalið, sem kostur er að fá, og á sfðari árum hafa slík smá-ferðalög farið mjög i vöxt, sem betur fer. Og alt af fjölgar þeim stofnunum og vinnu veitendum hér f bæ, sem veita starfsmönnum sfnum frá 3 dögum og til hálfsmánaðar sumarleyfi án kaupskerðingar. — En vandinn er á voru landi, þar sem ö!l ferða- lög eru svo dýr, að nota þessi sumarleyfi án þess, að kostnaður- inn við þau verði mjög tilfinnan- legur, því þótt ekkert sé af kaup inu dregið, þá nægir það eitt ekki fyrir kostnaði við ferðalagið og heimilið, meðan heimilisfaðirinn er fjarverandi. Eg hefi í tvö sumur farið í viku- I ferðalag, og hagað ferðum mfnum eins og hér segir: Fyrra sumarið (< hitt eð fyrra): Fór með skipi til Borgarness, gisti á góðum bæ í Borgarfirði, og gangandi þaðan að Grund f Skorra- dal (gisti þar); þaðan með fram hinu undurfagra Skorradalsvatni og gisti að Vatnshorni, þaðan yfir Botnsheiði f Botnsdal og gisti þar; þaðan yfir Leggjabrjót á Þingvöll og gisti þar; þaðan að Tröllafossi og gisti á Skeggjastöðum; þaðan heim til Reykjavíkur. — Þetta mun kunnugum mönnum þykja stuttar dagleiðar, en engum vildi eg ráða til að fara hraðara yfir gangandi, ef ferðin á að vera farin með rétt takmark fyrir augum, það, að vera til hressingar. Síðara sumarið (nú f ágúst): Við feðgarnir lögðum á stað á mótorbát frá Steinbryggjunni síð ari hluta laugardags upp í Hval- fjörð. Veður var bjart og blæja- logn. Ferðinni var heitið að Hrafn- eyri (sem eins vel getur heitið Hrafns-eyri eða Hrafna-eyri, þótt mér sé það ekki kunnugt), en báturinn varð samkvæmt áætlun að koma við á Kalastaðakoti og Laxvogi, og sóttist því ferðin seint, svo að við komum ekki inn að Hrafneyri fyr en síðla kvölds. Þegar komið var nógu nærri landi skutu bændur út bryggju, og óðn í mitt læri, en ferðamenn genga þurrum fótum á land. Á Hrafneyri er verzluuarstaður og hafa bændur reist þar mynd- arlegt steinsteypuhús til vöru- geymslu, og voru, þó sfðla kvölds væri, í óða önn að vega og að- greina ull og bjástra við vörur sínar; það er kaupfétag bænda, sem þarna hefir bækistöð sfna. í bændahópnum var einn, sem sérstaklega dró að sér athygli mfna, vegna þess, að hann virtist bera höfuð og herðar yfir þá, og eins vegna hins mikla og prýði- lega skeggs, sem hann hafði, og gerði eg bæði að öfunda hann af því, og aunika hann, því mér varð á, að hugsa mér hann fann- borinn og klökugann, og hvern óratfma það tæki að þfða þetta hið feikna skegg eftir útivistina. Mér var sagt, að þessi maður væri Bjarni bóndi á Geitabergi. Skamt frá kaupfélagshúsinu hafa bændur látið gera fjárrétt mikla úr steinsteypu, og er hún sýni- legur vottur um, að þarna ráða dugandi og framkvæmdasamir menn. A Hrafnabjörgum, sem er skamt upp af Eyrinni, fengum við spen- volga mjólk að drekka, og héld- um sfðan áfram ferðinni inn að Þyrli. Þangað komum við kl. 12 um nóttina, og vorum hálfragir við að vekja upp, en hugrekkið óx þegar nær dró bænum og við urðum þess varir, að enn var fólk á fótum. Þar var okkur þegar veittur ágætur beini, og gistum við þar um nóttina. Það er fagurt á Þyrli. Að bæjarbaki er Þyrill- inn, hálf-kringlótt standberg; hann stendur þarna við túnrætur bæjar- ins eins og tignarlegur landvætt- ur, sem spyrnir fótum í jörðu, og segir við heiðar-urðina: >Hingað og ekki lengra«. — í framsýn er fjörðurinn fagur og bjartur, en fram f fjörðinn gengur Þyrilsnes og setur upp kryppu talsverða og eru á henni hnúkar tveir, sem kallaðir eru Harðarhnúkar, og á þar að hafa verið líflátinn Hörður Hólmverjakappi. Utar í firðinum er Geirshólmi, einmana og angur- blfður. Við hann stöðvast ósjálf- rátt athyglin, svo hann verður lokadepill í lýsingunni. Frá Þyrli fórum við um hádegis- bil á sunnudaginn og héldum inn að Litlabotni f Botnsdal, og gist- um hjá Þorkeli bónda og Kristfnu húsfreyju Fengum við þar, eins og á Þyrli, hinar ágætustu við- tökur og dvöldum við þar til þriðjudags, þvf illviðri var þá komið a, og var okkur ráðið frá að leggja,

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.