Dagsbrún - 27.08.1919, Qupperneq 4
100
DAGSBRÚN
á L»ggjabrjót fyr en veðrinu
slotaði.
Botnsdaiur er umgirtura háum
hömrum; rennur Botnsá ettir hon-
nm miðjum, og skógi vaxinn er
hann upp í miðjar hliðar. Skóg-
nrinn er högginn með sýmlegri
ræktarscmi, enda er hann fagur
vfða og tré meira en mannhæðar-
há. Á Botnsá er hengibrú örmjó,
cn hún hefir orðið fyrir stórum
áföllum, svo önnur brúarhliðin er
all-miklu hærri en hin, og verða
menn því að gæta allrar varúðar,
þegar yfir um er farið.
Þegar við komum upp úr daln-
nm var dimt yfir og þokuslæð-
ingur og grylti f Súlur, en þegar
upp undir Súlur kom var þokan
orðin svo dimm, að tæplega sást
frá einni vörðu til annarar, og eru
þær þó þétt settar. Samt héldum
við áfram í þeirri von, að upp
létti þokunni, og í trausti þess,
að við höfðum einu sinni áður
farið þessa leið, og mundum því
geta haldið slóðinni, en ekki skyldu
gangandi menn ókunnugir raðast
í að fara Leggjabrjót í mikilli þoku,
því óbygðir miklar eru til beggja
handa, og fremur villugjarnt.
Þegar upp undir Sandvatn kom
létti þokunni, svo vel var ratljóst,
og þegar við komum að Biskups-
keldu var þokan alveg horfin, en
dimt var yfir og suddarigning er
hélst meðan við fórum um Axar-
dal og til þess er við komum að
Svartagili. Þar fengum við mjólk
að drekka og heitt lcaffi, en enga
þóknun fengurn við að greiða
fyrir þessar góðgerðir, sem okkur
kom þó sannarlega vel að fá..
Eftir stutta hvíld héldum við svo
áfrara á Þingvöil og gistum í
Valhöll um nóttina.
Morgunina eftir héldum við aftur
á stað frá Valhöll. En þá kom
fyrir atvik, sem eg verð að
segja nánar frá. Raðsmaðurinn,
hinn góðkunni ferðalangur Tómas
Snorrason, spurði okkur hvort við
vildum ekki rita nöfnin okkar í
gestabókina, og féllumst við á það
Hann skýrði okkur frá því, að
vani hefði verið, að láta bókina
liggja frammi, svo gestir gætu
skrifað nöfn sín í hana, en dag-
inn áður hefði komið þangað
reykvískur borgari, og haft með
sér nokkra útlenda gesti, og þá
sagðist hann hafa dregið bókina
úr augsýn og geymt hnna, því
hún væri að sfnu áliti fremur ti!
rainkunar en sóma. Eg skoðaði
bókina, og komst fijótt á sömu
skoðun,- því svo er bókin útötuð
af kjánalegu kroti og teikningum
og vitleysisvaðli eftir gesti undan-
farandi ára, að eg efast um, að
á nokkru gistihúsi veraldarinnar
finnist slfkt gestabókar-afbrigði.
Eg vonast nú til, að Tómas fái
sér nýja gestabók, og sjái um,
að hún verði notuð á réttan hátt.
Við héldum nú sem leið liggur
upp fyrir Gljábakka og komum
eftir miðjan dag að Miðfelli. Á
þessari leið ættu raenn að hafa
raeð sér vatn á flösku til að svala
þorstanum, þvf engir lækir renna
á þessu svæði. Húsfreyjan á Mið-
felli bauð okkur þegar í bæinn
Cítronolía,
ágæt tegund, fæst í
Alþýönbrauðg-erðmni.
og fengum við mjólk að drekka
og kaffi með brauði. Þar hittum
við gamlan reykvíking, Hinrik
Gíslason frá Grænuborg, og hefir
hann verið þar heimilismaður um
nokkurn tfma, eftir að hann lét
af búskap f Rvík.
Eftir hafa hvílt okkur um stund
í Miðfelli, héldum við áleiðis til
Kaldárhöfða, og komum þangað
undir kvöld og beiddumst gist-
ingar og var sú bón þegar veitt.
Meðan húsfreyja mntreiddi handa
okkur gengum við niður að Sog-
inu, sem er öskamt frá bænum.
í Kaldárhöfða fengum við rausn-
arlegar viðtökur hjá þeim hjónum,
Ögmundi og Guðrúnu Elísabet,
og enginn sómamaður ætti þar
fram hjá að ganga, ef leið hans
liggur þar um.
Daginn eftir héldum við niður
að Sogsfossum, og eru þeir hver
öðrum fegurri. Efstur er Ljósifoss,
þá Irafoss og svo Kistufoss. Hann
hefir það raeðal annars til sfns
ágætis, að mönnum hefir hug-
kvæmst, að láta hann framleiða
rafmagn, og hefir útlent félag ráð
yfir honum rúmlega hálfum, en
Reykjavíkurbær hinu. Hann bíður
þarna ár eftir ár og biður um
vinnu, en enginn smnir honum,
og á hann f því sammerkt við
aðra atvinnuleysingja, og bezt gæti
eg trúað því, að næstu 10 árin
fái hann ekkert að gera. Það tek-
ur tíma á voru landi, að bolla-
leggja og rannsaka.
Frá Sogsíossunum héldum við
að Ölfusárbrú og gistum f Tryggva-
skála um nóttina. Upphafieg á-
ætlun okkar var sú, að fara út á
Eyrarbakka, en sökum þess, að
við þegar í upphafi mistum einn
dag úr sökum iliveðurs, varð ekk-
ert úr því.
Áform okkar var, að fara með
bifreið frá Ölfusárbrú og heim,
en vegna þess, að engin bifreið
var þá á ferðinni, en við tíma-
bundnir, fórum við með póstvagn-
inum. Lögðum víð af stað kl
rúmlega 7 um morguninn á föstu-
daginn og komum hingað kl. 5
síðdegis.
Lfnur þessar eiga að færa öllu
því fólki, sem við höfðum kynni
af á ferðalaginu, þakklæti okkar,
og kæra kveðju.
Ferðasaga þessi er skrifuð þeim
til leiðbniningar, snm kynnu að
vilja fara sömu leið, og eins til
þess, að hvetja þá, sem þekkja
aðrar leiðir, að segja frá þéim í
ferðasöguformi, svo það verði öðr-
um að notura eftirleiðis.
Ágúst Jósefsson.
Úr heimskautalöndum.
(Aðsent).
Það er skylda hvers manns að
vinna að heill fósturjarðarinnar,
og fjöldans er hana byggir, hvað
sem náttúran kann að hafa sagt
á fullveldishátfðinni úti í konungs-
höfn hjá S. S. Og þess vegna eru
beztu menn þjóðarinnar kvaddir
saman á hið svokallaða löggjafar-
þing, að ráða þar ráðum sfnum
og beita sér fyrir heill fjöldans
með lagabáknum er þeir þar semja
til að vernda réttindi þeirra er
landið byggja og inn flytjast og
til eflingar atvinnuvegum og nýti-
legum hugsjónum er þar myndast
f andans útstreymi löggjafanna.
Þar ma engin sjálfselska eða eigin-
hagsmunapólitfk reka upp hausinn
eins og selurinn á Fróðá forðum,
þá er Bjarni óðara búinn að þrífa
klappinn og liy/iur í hausinn og
rekur þann ósóma öfugan niður
aftur.
Er þá ekki von að vel fari,
þegar þjóðarhlutunum er þannig
stjórnað í ólgusjó á hinu pólitíska
hafi? En eitt vil ég minna á, og
það er að muna vel eftir akkeris-
festunum, að þær séu í lagi, ef
þeir kynnu að þurfa að hleypa á
ótrygga höfn, það er ekki nóg að
lásarnir séu tryggir, þó þeir séu
stórir, því ef einn lítill hiekkur
bilar, þá slitnar skipið upp, og
þá er mjög hætt við skipbroti, og
þá er öll þeirra góða stjórn á
fleytunni unnin fyrir gíg. Munið
það þingmenn, hver og einn.
H. B.
Laust og fast.
Flngvélaskýli
það sem Flugfélagið er að reisa
á hinum fyrirhugaða flugvelli f
Vatnsmýrinní, er nú iangt komið.
Stærð þess er 12 X 12 metrar.
Lóð seld við Raaðará.
Þorlákur Bjarnar, Rauðará, hefir
selt tveim mönnum 197 fermetra
úr Rauðártúni fyrir 1000 kr. Af
þeirri upphæð fær bærinn fimta-
part eða 200 kr., en bærinn hefir
upprunalega látið þetta land fyrir
ekki neitt eins og önnur erfða-
festulönd.
Mjölniseignina
hefir E. Rokstad keypt af Sturlu
Jónssyni og hefir hann jafnframt
fengið lóðina umhvefis leigða hjá
bæjarstjórn, til fiskverkunarreita
til 15 ára. Leigan á að ákveðast
með mati á 5 ára fresti.
Úr Steinsholtsbletti
hefir Jónas Jónasson lögreglu-
þjónn selt Jóni Sveinssyni og
Einari Einarssyni 1100 fermetra
lóð á 5 kr. fermetrann. Þetta er
erfðafestuland og rennur Vs verðs-
ins f bæjarsjóð.
Trygging þeirri
er Monberg hafði sett bæjarstjórn
samkvæmt samningunum um bygg-
iegu hafnarinnar hefir verið skilað
aftur, og á þó ekki að taka við
hafnarbakkanum fyr en f janúar
1920 eða jafnvel ekki fyr en 26.
aprfl, ef hafnarbakkinn heldur
áfram að sfga.
Borgarstjóri sagði á bæjar-
stjórnarfundi, að bærinn hafi
tryggingu í því fé sem Monberg
á hjá bænum, en hvernig ætli að
færi ef Monberg væri búinn að
selja þá skuld öðrum, þegar til
þyrfti að taka?
JL heilbrigðismálaþing
fóru þrír menn með Botnfu sfðast,
Agúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi,
K. Ziemsen borgarstjóri og Guðm.
Hannesson prófessor. Hinir tveir
fyrst nefndu voru sendir af bæjar-
stjórn, sem veitt hafði til utanfar-
ar þeirrar 2400 kr.
Smásíld
hefir fengist nokkuð f fyrirdrátt í
Hafnarfirði og í lagnet inni í
Sundum. Hefir hún verið seld hér
í Rvík á 6 aura hver, og er það
mikið verð.
Munninn fnllann
tók Sigurður prestur í Vigur f
þinginu þegar launalögin voru á
dagskrá. Hann sagði sem sé:
„laun verkamanna hafa ferfaldast,
fimmfaldast eða jafnvel sexfaldast
sfðustu árin“. Kaup verkamanna
hér í Reykjavfk ætti eftir því að
vera nú frá 1 kr. 40 aurar upp í
2 kr. 10 aurar um tíman. Sfra
Sigurður kann vafalaust málshátt-
inn um að fáir Ijúgi meiru en
helmingnum, en telur sig vafalaust
með þeim fáu.
Sitt hvað úr sambandsríkinu.
Józknr háskóli.
Langt er síðan farið var að
tala um að setja á stofn háskóla
í Jótlandi, en fram að þessu hefir
ekkert orðið úr framkvæmdum.
Nú virðist vera komið töluvert
skrið á málið, og er búist við að
niðurstaðan verði sú, að háskóli
verður reistur í Árósum. Varla
verður það þó fyr en eftir nokk-
ur ár.
Æfintýri á göngnför
ætlar konunglega leikhúsið f Khöfn
að leika f haust. Hlutverk Krans
birkidómara, sem Olaf Paulsen
hefir leikið hingað til, leikur nú
Cajus Bruun, en Malberg leikur
Skrifta-Hans.
Alþýðuflokksmenn!
Verzlið, að öðru jöfnu, við þá
sem auglýsa f blaði flokksins.
Prentsmiðjan Gutenberg.