Dagskrá II - 20.07.1901, Qupperneq 4
DAGSKRÁ II.
sá þ;ið í bollnnum mínum að ég
mundi verða hamingjusöm með
seinni manninum og því verð ég að
Jiýta mér að eignast þann fyrri og
Ijúka því af að vera með honum.“
PERLUR.
Það er, nokkuð líkt að velja sér
vín og bók; vinurinn getur verið
glæsilegur og fríður sýnum, en tæl-
andi, töfrandi og freistapdi; bókin
getur virzt fögur en verið ginnandi
og eyðileggjandi. Vinurinn á líkama
og sál; bókin á það líka.
Ilver bók sem þú les; hvert bröf
sem þú fær, er partur af sál þess er
reit.
Sumir vinir eru eins ogskugginn,
meðan bjart er getur maðnr ekki
losnað við hann, en þegar dimt er
orðið, þá sézt hann ekki.
Kærleikurinn er lik.il! að himna-
ríki-
MANNÚÐ.
Munaðarlaus stúlka er Þóra hét
Þórólfsdóttir fór af stað frá íslandi
til Vesturheims í fyrra sumar. Hún
var félaus, en eitthvað af samferða-
fólki hennar hafði lofað að lána
henni farareyri; þegar til Englands
kom var það loforð ekki efnt, en
stúlkan var skilin eftir á hafnarstöð-
inni í Liverpool án þess að nokkur
væri beðinn fyrir hana. Þar stóð
hún & bryggjunni mállaus og
peningalaus, vinalaus og allslaus og
horfði grátandi á eftir löndum sínum
þegar þeir lögðu þaðan af stað. Síð-
an hefir hún að líkindum ráfað um
borgina þangað til hún heflr hnigið
niður önnagna af þreytu cg sorg og
sulti og dáið. Hví hafa blöðin aidret
sagt frá þessu? hví heflr ekki verið
reynt að komast eftir hvað um hana
heflr orðiðí' Hver getur talið öll tár-
in sem húri hefir felt áður en hún
datt niður dauð I ókunnu landi? Hún
var systir okkar allra þótt hún væri
fátæk og munaðarlaus.
STEINN í IIJARTASTAÐ.
Nýlega var ung stúlka íslenzk
tekin föst hér í Winnipeg og ákærð
fyrir ósiðsemi. Þegar það fréttist
siifnuðust nokkrir leikbræður henn-
ar í lcring um hús móður hennar,
sem er einstæðings ekkja, og köll-
uðu þar ihástöfum alls konar bríxl-
yrði með hlátri og gleði. Það var
huggunin i raunum þessarar ógæfu-
sömu konu; það var hluttekningin i
böli þessarar systur, er þeir töldu
brotlega — hafa líklega verið hvítir
sjálflr. „Sá sem engann blett heflr,
kasti fvrsta steininum á hana,“ sagði
Kristur.
Svo virðist sem reykiriga- og blóts-
yrðaskóli sé stofnaður hjá húsi einu
á Elgin ave. í Winnipeg. Það verður
nánar skýrt síðar, ef sú stofnun held-
ur áfram.
VITNISBURÐUR GAMALS
DRYKKJUMANNS.
Döpur augu,*hár á höfði grá,
horfin gleði, flúið æskubrosið;
sálar minnar hjarta er hætt að slá,
harðnað,stirðnað,kalið,dautt ogfrosið.
Utgefandi Sig. Júl. Jóhannesson.
Prentsmiðja Freyju.