Dagskrá II - 21.09.1901, Blaðsíða 1
Nr. 8
I. ÁR.
DAQ5KRÁ II.
WINNIPEG, MAN.—21. SEPTEMBER, 1901.
Dagskrá er nú meira en fjórum
sinnum stærri en hún var áöur, en kostar
jafn mikið, að eins 500. um árið. Hún
kemur út annan hvern laugardag. þetta
blað verður sent ýmsum sem ekki hafa
enn gjörst kaupendur, sem sýnishorn. —
í næsta blaði byrjar skemtileg saga.
DAQSKRÁ.
Sökum þess hversu mjög vel Dagskrá
helir verið tekið, og hve mikla útbreiðslu
hún hefir pegar fengið, sé ég mér nú fært
að stækka hana að miklum mun, án þess
þó að hún hækki í verði. Veit ég að petta
er gleðifrétt löndum mínum. Héðan af
kemur því Dagskrá út annanhvorn laug-
ardag í því broti sem hún nú birtist í. Ég
trúi því staðfastlega að mönnum sé gleði-
efni að lesa óháð blað á okkar kæra móð-
urmáli, málinu sem við elskum öll svo
lengi sem við kunnum að tala og hugsa ;
eina málinu sem nokkru sinni getur snort-
ið allra dýpstu og viðkvæmustu strengi
hjartna vorra; málinu sem það er svo
mjög að þakka, að við eigum eftir part af
okkur sjálfum—part af sálum okkar hinu-
megin hafsins, s.m aldrei getur komist
yfir það og aldrei á að komast það.
Dagskrá heilsar því í nýjum búningi,
full af von og sannfæring um bjarta fram-
tíð og langa. En ekki kippir hún sér upp
við það, þótt að henni verði kastað hnút-
um ; en reyna mun hún að henda þær á
lofti svo hana saki lítið. Dagskrá hefir
fengið lofun á aðstoð góðra manna, er
senda henni ritgerðir öðru hvoru, því hún
hefir þegar eignast töluvert marga vini og
vonast til að þeir fjölgi. Hún vill taka
málstað lítilmagnans og hlinna allstaðar
að “ þar sem lítið lautarblóm, langar til
að gróa.” En hún fylgir einnig þeirri
stefnu^að
Kaupi sér nokkur manns vinskap og vild
því verði, að Island hann svíki,
skal byggja’ honum út í fjandmanna
og föðurlandssvikarans ríki. [fylgd
Dagskrá ætlar aldrei að sigla undir fölsku
flaggi, aldrei að berjast í skugganum, al-
drei að leika á bak við tjöldin, aldrei að
svíkja lit. Hún er til með að standa uppi
í hárinu á þeim eldri sýstkinum sínum,
Heimskringlu og Lögbergi, en tekur feg-
in saman við þau höndum ef í rétta átt er
stefnt og ærlegum vopnum beitt.
William McKinley,
Forseti Bandarikjanna,
SKOTINN TIL BANA.
Föstudaginn 6. þ. m. var Willam Mc-
Kinley, 25. forseti Bandaríkjanna, skot-
inn á sýningunni í Buffalo. Skotið varð
honum ekki að bana samstundis, en hann
dó af þeim áverka 14. þ. m., kl. 2ý4 ár-
degis, og varaforsetinn, Theodor Roose-
welt, tók við forsetastöðunni sama dag.
Sá er níðingsverk þetta vann, er stjórn-
leysingi (anarkisti), af pólskum ættum og
heitir Leon Czolgosz; var hann tekinn
fastur samstundis og bíður nú dauðadóms
í fangelsi ; er þess getið til að hann hafi
verið kosinn til að vinna þetta ódáðaverk
af stjórnleysingjafélagi, er hann tilheyrði.
Eftir síðustu fregnum hafa 18 manns ver-
ið teknir fastir, grunaðir um að vera með-
sekir í þessum voðalega glæp, og á meðal
þeirra er stúlka ein í Chicago, er Emma
Goldman heitir.
Morðinginn vann glæp þenna í afar-
miklum söngskála einum á sýningunni ;
Sfekk hann brosandi framan að forsetan-
um og heilsaði honum með annari hend-
inni, en skaut hann um leið með hinni.
Minnir þetta mann ósjálfrátt á Júdasar
svikin forðum. Nú hefir hann verið, eða
verður eflaust, dæmdur til dauða. Dag-
skrá telur það rangt ; hún viðurkennir
þetta sem eitt hið argasta níðingsverk, en
er eindregið á móti líflátsdómi í öllum til-
fellurn. Lífið er eign, sem enginn hefir
leyfi til þess að taka af öðrum ; lífið er
tækifæri til að iðrast og bæta ráð sitt,
og lög sem koma í veg fyrir það, eru röng ;
líf hvers einasta manns á að vera frið-
heilagt. Á meðan lögin sjálf telja sér það
samboðið að svifta menn lífi, á meðan er
það í raun og veru í sjálfu sér ekki glæp-
ur að drepa, því ekki telja þau (lögin) sig
vinna glæp. Með því að deyða þennan
mann, finst mér Bandaríkjaþjóðin lýsa
því yfir, að verkið hafi ekkert verið ljótt,
og til þess að sýna að svo sé, ætli hún að
feta í fótspor morðingjans og drepa líka.
það er hryllilegt.
Sorg og söknuður hvílir nú yfir hverju [
húsi um öll hin víðlendu Bandaríki, sem
von er, og sýna allar mentaðar þjóðir
hluttekning sýna. En undarlegt virðist
það þó, að Englendingar skuli taka sér
nærri dauða eins manns, því ekki er þetta
mikið hjá drápum þeirra í Afríku. þeir
senda hluttekningar-skeyti ekkju hins
myrta forseta, en hvað vilja þeir segja um
allar ekkjurnar í Afríku ? Ritstjóri Dag-
skrár samhryggist ekkju McKinleys, en
ekki fremur henni en bænda-ekkjunum í
Transwaal. Hann býst við að þær geti
átt eins ástríkt hjarta, eins viðkvæma sál,
og eigi því um alt eins djúp sár að binda.
Hann hlær að uppgerðartárum þeirra, sem
þykjast gráta yfir ógæfu eins, en steypa
sjálfir þúsundum manna í sömu ógæfu.
— McKinley var gáfaður maður og sann-
kallað stórmenni; er því skaði mikill að
honum, þótt sum blöðin vissu af fáum ær-
legum taugum í honum eftir að hann var
nýkosinn.
Blaðið, sem skammast sín fyrir að aug-
lýsa ritstjóra sinn, segir að morðinginn sé
jafnaðarmaður (socialist), en það eru til-
hæfulaus ósannindi. Mangi þarf að lesa
betur!
Sannleikur
sem einhver þarf að segja.
Margir hafa spurt mig hvort ég ætlaði
ekki að halda áfram guðfræðisnámi og
verða prestur ; ég hefi svarað því neitandi,
og ástæðan er sú, að ég trúi ekki sumum
atriðum, sem lúterska kirkjan kennir. Ég
hefi lítið hugsað um trúarbrögð þangað til
í fyrra vetur; síðan hefi ég hugsað um
þau rækilega. Eitt af aðalatriðum í kenn-
ingu lútersku kirkjunnar er eilíf útskúfun.
því betur sem ég hugsa um það því lengra
færist ég frá því. það er nú mín hjartans
sannfæring að mjög fátt af fólkinu trúi því
og ékki prestarnir sjálfir, en hræsnin er
svo mikil að þessu er leynt. Ég trúi á
réttlátan guð; ég neita að það sé réttlæti,
að hegna eilíflega fyrir stundar-yfirsjón.
Ég trúi á kærleiksríkan guð ; ég neita að
kærleikur komi fram f því, að kvelja sín
eigin börn í eilífum eldi. Ég trúi á hegn-
andi guð, en ekki hefnandi; miskunsaman
guð, en ekki harðstjóra ; góðan guð en
ekki illan. Fordæmingarkenningin spill-
ir fyrir kirkjunni, rífur hana niður. Ut-
skúfunarkenningin er orðin úrelt ; prest-
arnir eru flestir horfnir frá henni, en vegna
hræsni kannast þeir ekki við það. Ég
kom nýlega í kirkju ; þar var dr. Ólafur
Björnson ; presturinn lýsti því yfir skýrt
og skorinort, að enginn gæti orðið sálu-
hólpinn sem ekki hefði rétta trú-—þrenn-
t-