Dagskrá II - 21.09.1901, Page 3

Dagskrá II - 21.09.1901, Page 3
D A G S K R Á II. heit sín og skyldur viö hana. J)a8 er pó svo komiö fyrir vínsölunni í Canada aö ekkert nema glæpur—brot á lögum ríkis- ins—-getur bjargaö drykkjustofunum þar, en guö má vita hvort Laurier lætur sér Þaö fyrir brjósti brenna ? Spádómur pessi er greinilega kominnfram; Laurier framdi glæpinn. ‘ ‘ Sagan talar. Einstaklingar hafa dáiö svo miljónum skiftir fyrir áhrif víndrykkjunnar—paö sannar sagan. Kambyses persakonungur fyrirfór sér vegna drykkjuskapar—pað sannar sagan. Alexander mikli dó sem præll ofdrykkj- unnar—það sannar sagan. Cajus Marjus dó sem útskúfaöur drykkju maður—þaö sannar sagan. Keisararnir Tiberius, Kalikúla, Kládius, Neró o. fl., dóu sem yfirkomnir drykkju- menn—þetta sannar sagan. Trajanus keisari, einhver allrabesti maö- ur, varö aö láta þaö boð út ganga aö eng- inn skyldi fara eftir skipunum frá sinni hendi eftir miðjan dag, þá var hann altaf oröinn útúr drukkinn—þetta sannar sagan. Svona mætti telja þúsundir og tugi þús- unda. HVAÐ ER BARN ? Enskt blað hét nýlega verölaunum fyr- ir bezta svar við þessari spurningu. Sum svörin hljóöa þannig : 1. Mannlegt blóm sem ennþá er ósnort- iö af hendi sorgarinnar. 2. Sambiöill föðursins að ást móður- innar. 3. Töfra-afl, sem breytir húsi í heimili. 4. Sólgeisli heimilisins, sem rekur burtu Ahyggjurnar. 5- Læsing á keðju kærleikans. HARÐÝÐGI. I Nýja-íslandi eru aðalsamgöngufærin hundasleðar á veturna—því stjórnin hefir hingað til haft nýlenduna útundan og ekki skeytt um aö koma þar á járnbraut.— Hundar þeir sem beitt er fyrir sleðana lifa oft viö hin mestu harmkvæli. þeir eru reknir áfram á daginn meö svipuhöggum °g verða aö draga þunga sleöa, en á nótt- unni eru þeir hafðir bundnir við staura með hlekkjum úti í brunafrosti. Liggur Það í augum uppi hvílíkar kvalir þeir taka ut- Hér í Winnipeg hefi ég einnig séð það, að stálpaöir drengir hafa ekiö á hjól- sleðum á sumrin og beitt fyrir einum hundi, er svo hefir verið illa haldinn, að hann var lítiö annaö en beinagrindin, og ema hressingin hefir veriö svipuhögg og blótsyröi. þetta er skrælingjaháttur, sem íslendingar ættu aldrei að láta um sig spyrjast. ÍSLAND. Tíðarfar kalt og óþurkasamt; fiskiafli góöur, heilsufar í betra lagi. Samþykt í neöri deild alþingis frumvarp um kjör- gengi kvenna og undanþágu peirra manna er segja sig úr ríkiskirkjunni, frá því að greiða fé til hennar.—Líkur til að banka- málið hafi framgang. — Valtýskan sæla samþykt; þingrof og nýjar kosningar því sjálfsagöar næsta ár. Sagt er að þjóð- frelsisflokkurinn muni hefja stjórnarbar- áttu af nýju á næsta þingi þótt afturhalds- menn hnýttu þenna óheillahnut 1 sumar, og þeim er treystandi til þess.—þorsteinn Gíslason á í 2—3 meiöyrðamálum og Jón Jónsson, ritstjóri Eldingar, í öörum 2-3; þaö er vandi að vera ritstjóri heima, þar má ekkert segja. — Landspítala á aö byggja í Reykjavík.—Búnaöarskólinn í Ólafsdal lagður niöur og alt selt upp í skuldir.— Stórstúkuþing Good-Templara mjög merkilegt í sumar; ákveöiö aö reyna að koma á vínsölubanni á næsta þingi; Indriði Einarsson endurkosinn Stór- Templar. Reglunni er borgiö í hans höndum, einkum þegar hann hefir sér viö hliö Guöm. lækni Björnsson, séra Har- ald Níelsson, Sigurö barnakennara jóns- son, sérajens Pálsson, Borgþór Jósefsson, Sigurö Jónsson fangavörö, Ólaf kennara Rósinkranz og Jón Árnason prentara. pessir eru allir í framkvæmdarnefnd og er hún mjög vel skipuð.—20. júlí gjöröi ofsarok á austurlandi, sleit upp báta og skemdi; einn bátur fórst á Vopnafiröi með 3 mönnum frá Færeyjum; heyskaöar víöa. —C. Tulinius ræöismaöur (konsull) á Fáskrúðsfirði látinn. — Brú á Hörgá í Hörgárdal vígð 22. Júní; Þaö er hengibrú og kostaði 19,000 kr.—Stefán Kristins- son frá Hrísey kosinn prestur aö Völlum í Svarfaðardal.-Enski ferðamaöurinn bred W. W. Hovvell druknaði í Héraösvötnum 3. júlí. Hann var alkunnur íslands-vin- ur.—22,000 kr. hefir veriö lofað af ýms- um til ullarverksmiöjunnar á Akureyri.— Ágúst Bjarnason hefir fengið 2,000 kr. styrk í 4 ár af sjóöi Hannesar Bjarnason- ar til þess að halda áfram heimspekis- námi.—Herra Einar Helgason garöyrkju- maöur farinn aö rækta skóga á íslandi og er útlit fyrir aö þaö takist vel.—þjóö- minningard. var haldinn 1 Reykjavík 2. ág., forseti Tryggvi Gunnarsson; ræðu- menn: Tryggvi Gunnarsson, Jón Jakobs- son, séra Matthías og Jón Ólafsson. Há- tíðin fór vel fram. Tvær systur voru í boöi; önnur var ný- lega orðin ekkja, hin var gift manni, sem var austur í Indlandi. Maður, sem var 1 boðinu, sat við hliö ekkjunnar, en hélt aÖ það væri systir hennar. “O, dæmalaust er heitt hérna inni,” sagði ekkjan \ið sessunaut sinn. “Já, það er satt, ensamt er heitara þar sem maöurinn yöar. er núna. ” Ekkjan leit á hann þeim augum sem hann aldrei gleymir. Skósmiðurinn :—“J>að er best fyrir þig að fá þér selskinnsskó.” “Já, en heyrðu, er það vatnshelt ? Skósmiöurinn : — “Auðvitað, selurinn sem lifir í sjónum ! heldurðu aö honum dygöi skinn, sem læki ? “þaö er satt; já, ég ætla að fá mér sel- skinnsskó.” í norsku blaöi sem heitir ,, Húsmóöirin birtist nýlega eftirfarandi grein: , ,þær stúlkur sem hér segir, ættu ekki að hafa leyfi til aö giftast: 1. J>ær sem eru upp meö sér af því að þær kunni ekki aö falda vasaklút; hafi aldrei á æfi sinni búiö um rúm; viti ekkr hvernig eigi aö fara að því að elda graut eöa sjóöa kartöflur. 2. J>ær stúlkur sem þykir meira gaman að því að sitja undir hundi eöa ketti en barni. 3. J)ær sem vilja kaupa öll húsgögn ný á hverju ári eða jafnvel hverjum mánuöi. 4. J)ær sem aldrei fá nóg af skemtun- um, aldrei hugsa um hvað þær kosta og aldrei þekkja gildi peninganna. 5. þær sem heldur vilja deyja en hætta aö fylgja allri tízku. 6. þær sem halda að allir karlmenn séu annaðhvort englar eöa djöflar. 7. J>ær sem álíta aö öll heimilisstörf eigi aö vera unnin af vinnukonunum. ,“J)aö er merkilegt,” sagði Hinrik og leit illilega á konuna sína, ‘ ‘ að aldrei skuli nokkur skapaöur hlutur geta veriö hér á réttum stað ; ef ég legg eitthvaö þar sem það á aö vera, þá er þaö rifiö og tætt eitthvað í burtu ; hvenær skyldir þú geta lært aö halda reglu á heimilinu ?” “Hvað vantar þig núna, góði minn?” “Kallaöu mig ekki góöa þinn ! Ef þér pætti álíka vænt um mig eins og hundmn þarna, þótt ekki væri meira, þá mundirðu reyna aö gjöra heimiliö dálítiö skemti- le°ra fyrir mig. Hvar er hatturinn minn ? Ég hengdi hann á naglann þegar ég kom heim, en ég heföi nú reyndar átt aö vita, aö hann var ekki vísari þar en úti á götu.” ‘ ‘En heyrðu góöi......” [ “Enginn góði! hvar er hatturinn minn?

x

Dagskrá II

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.