Dagskrá II - 28.01.1902, Qupperneq 4

Dagskrá II - 28.01.1902, Qupperneq 4
4 D A G S K R Á II. AFSÖKUN. Segja skal sögu hverja eins og hún gengur. pað heflr oröið lei'ðinlegur drátt- ur á útkomu þessa blaðs. Ég hefi verið svo önnum kafinn við annað verk, að mér var með öllu ómögulegt að koma því út í ákveðinn tíma. Menn mega ekki skoða þetta sem nein feigðarmörk á Dag- skrá, því hún hefir víst aldrei verið meira bráðlifandi en nú. það verður reynt að sjá svo til, að framvegis berji hún að dyr- um þegar hún á að gera það. þetta er í letur fært til þess, að menn leggi þessa skuld á herðar mér, en ekki ritstjórans, því að honum er að engu um þetta að kenna. M. PÉTUKSSON. EINOKUN. þegar ffjótt er álitið gegnir það furðu, hversu lítið er keypt hér vestan hafs af íslenzkum bókum, en sé nánar athugað liggur ástæðan í augum uppi. Landar hafa hér ekki fula vasa fjár, þótt líðan þeirra sé viðunanleg, en verð á íslenzk- um bókum er svo hátt, að engri átt nær ; |*er eru sumar %, % eða jafnvel helm- ingi dýrari hér en heima. þetta leiðir af því, að tveir menn í Vesturheimi hafa einkaleyfi til að selja bækurnar og sam- komulag þeirra með það að halda bókum í þessu háa verði, spillir fyrir sölu þeirra og stendur í vegi fyrir því, að eins margir kaupi og ella mundu gera. Bækur sem allir þurfa að kaupa og mundu kaupa,eru svo dýrar, að mörgum er frágangssök að eignast pær. Orðab5k Geirs Zoega kost- ar 4 kr. en er hér seld á 6 kr. og 50 aura; kenslubók sama höfundar kostar 2 kr. en er hér seld á 4 kr. 50 aura. ‘ ‘Saga Steads of Iceland” mun vera seld heima á 18 kr. en hér á þrjátíu krónur. ísafold kostar heima 4 kr. en hér 5 kr. og 60 aura og svona er fleira. Eina ráðið til þess að koma í veg fyrir einokun f bókaverzlun er að panta bækurnar að heiman með að- stoð einhvers góðs manns þar; en það verður að gjörast á laun, þótt ljótt sé, því frá bóksölunum fást þær ekki; þeir eru valdir að þessari skaðlegu einokun með óskynsamlegum og óheillavænlegum samningum. KOLBEINN þORLEIFSSON, sem fór heim til íslands í haust frá Winni- peg er látinn. Hann var fæddur að Stóru- Háeyri 12. júlí 1869; fór í lærðaskólann í Rvk. og upp í fjórða bekk; tók búfræðis- próf á Hólaskóla 1890; kvæntist 1891 Sig- ríði Jónsdóttur frá Loftsstöðum og átti við henni 3 dætur, er allar lifa. Kolbeinn sál. var sonur þorleifs ríka á Háeyri. Hann var góður drengur, ærlegur maður í hugsun og einlægur ættjarðarvinur; en það sannaðist á honum að af er vinátta þegar ölið er af könnu. Hann var félaus í seinni tíð, og sneru þeir þá við honum baki, er næstir honum vildu vera ineðan alt lék í lyndi. WINNIPEQ. Nýkominn er heiman frá Fróni cand. theol. Sigurður Magnússon. Nýlátnir eru tveir íslendingar hér í Wiinnipeg, þeir Ólafur Ólafsson og Björg- ólfur Vigfússon. Nýlega hefir fréttst að látinn sé á ís- landi (eystra) Sigurður Einarsson, sem áður var hér í Winnipeg. Ritstjóri Dagskrár hefir verið og er á ferð meðal íslendinga í Norður-Dakota, í erindum fyrir blaðið. Er hans von heim aftur innan fárra daga. Séra Bjarni þórarinsson fór vestur til Argyle (Baldur) í síðustu viku og jarð- söng þar ekkju þórðar heitinsMagnússon- ar í Hattardal, fyrrum alþingismanns. Fjórða Nóvember síðastl. andaðist að Húsavík, Man., ekkjan Sigríður Jónsdótt- ir, 77 ára að aldri. Hún var móðir þeirra Sigurðar Sigurðssonar, Húsavík P.O., og Mrs. Sigurbjargar Hinriksson í Winnipeg. Ef einhverjir fslendingar hér í bænum vilja láta kenna börnum sínum að lesa ís- lenzku, þá býðst hr. Hjálmur Árnason til að gjöra það fyrir væga borgun. Heiinili hans er að 753 Ross Ave. Lögberg sem út kom 7. þ. m. segir að Grettisljóð og Gönguhrólfsrímur séu fyr- irlestrar. Sama blað segir að Mynsters hugleiðingar, prédikanir séra Jóns, reikn- ingsbók Eiríks Briem og ritreglur Valdi- mars Ásmundssonar séu ljóðmæli. Sama blað segir að Ólafs saga Tryggvasonar og Ólafs saga helga séu íslendingasögur. þeir sem vilja eignast söguna “Eiríkur Hansson” geta snúið sér til H. S. Bardal í Winnipeg eða Jónasar S. Bergmanns að Garðar og fengið bókina fyrir ekkert. Sjá auglýsing í Lögbergi 7. þ.m. Stúdentafélagið ætlar að leika eftir þrjátíu hundruð ár (bíða eftir búningum sem gjörðir verða á 49. öld) og breyta tímareikningnum þannig, að í Nóvember verði að minnsta kosti 49 dagar. Saman- ber auglýsing í Lögbergi. Jónas Pálsson hefir skrifað grein 80 ár- um áður en hann fæddist. Sjá Lögberg. Af Heimskringlu 7. Þ- m. má sjá, að hún hefir tekið upp nýja timatalið Lög- bergs; þar er talað um 47. Nóvember. ‘ ‘Kona lagðist nýlega og dó, en er nú á góðum batavegi,” segir Heimskringla næst síðast. þau eru farin að verða fróð- leg íslenzku blöðin í Winnipeg ! MINNI HLUTI. Hvað er minnihluti ? Allar þær hetjur sem hamingjan hefir sent heiminum til framfara, hafa verið í minnihluta. þú getur ekki bent á nokkrar umbætur í fe- lagslegu, pólitísku eða trúbragðalegu til- liti, sem ekki hefir haft framgang fyrir blóðuga baráttu einbeitts minnihluta. jað er minnihlutinn, sem hefir hafið mannkynið upp allar þær tröppur sem það hefir komist. það er minnihlutinn, sem hefir komið til leiðar öllum sönnum afreksverkum, sem mannkynssagan getur um. Á meðal allra þjóða finst það, að safnað hefir verið saman ösku látinna letja, sem börðust í minni hluta, til þess- að geyma hana í gullkerum minninganna sem þann helga dóm, er allir beygja sig fyrir. Minni hluti! Ef einhver beitir sér fyrir rétt mál, pótt rétturinn sé leidd- ur undir böðulsöxina, en ranglætiö sitji purpuraklætt í hásætinu, þa er þó samt bjarmi framundan. þótt allra !ingur bendi á þig með háði og fyrirlitning, þótt allra varir formæli þér, ef þú hefir rétt- lætið þér við hlið, þá hopaðu hvergi. Láttu það aldrei draga úr þér kjark, að þú sért í minnihluta. John B. Gough. TINDASTÓLL, ALTA, 6 Jan.. 1902. Snjólaus jörð, vagnfæri ekkert, sleða- færi slæmt— Ársfundur Albertasafnaðar haldinn 4. þ,m. Afráðið að senda köllun til Péturs Hjálmssonar, sem nu er á prestaskólanum í Chicago. Skemtisam- koma var á gamlárskvöld á Hólaskóla að tilhlutun lestrarfélagsins ‘ ‘Iðunn”; skemt- anir söngur, ræður, upplestur og hljóð- færaspil; tombola á undan skemtununum en dansað á eftir til dagrennings, hreinn ágóði $25. 50. Jólatré á annan í jólum á Tindastól, jóladagskvöldið á Sólheimer, aðfangadagskvöldið hjá Jóhanni Sveins- syni, Burnt Lake.—Vandað gullúr og vel eturgrafið með fangamarki sinu fékk skáldið St. G. Stephansson á aðfanga- dagskvöld jófa í heiðursgjöf frá prentfé- lagi Heimskringlu, sem viðurkenning fyr- ir margra ára ritsmíð, í bundnu og ó- bundnu máli, í dálkum blaösins. Með heillaósk til pín og Dagskrár. JÓHANN BjÖRNSSON Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson. Cand. Phil. Skrifstofa aö 358 Pacific Ave._____ PRENTARI M. PÉ:TURSSON.

x

Dagskrá II

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.