Dagskrá II - 26.03.1902, Síða 2

Dagskrá II - 26.03.1902, Síða 2
2 D A G S K R A II. menn aö haga sér hvernig kringumstæö- urnar eru, en ekki eftir pví, hvernig pær ættu að vera. þeir segja að vér sampykkj um ranglæti stjórnarinnar, ef vér hlýöum pví aö greiða atkvæði. það er rangt. Ef ræningi bindnr pig, auðvitað án heimild- ar, og pú reynir að losa pig úr peim bönd- um, sampykkir pú pað pá, að ræninginn hafi haft rétt til aö binda þig? Nei. Stjórn- in hefir bundið fólkið þessum ranginda- böndum; það reynir að losa þau af sér með því að fá nóg atkvæði til að vinna málið, þrátt fyrir alt og alt, en það viður- kennir ekki rétt stjórnarinnar með því. þá er þessu atriði svarað Næst er ástæðan sú, að lögunum verði ekki framfylgt á meðan þessi stjórn situr að völdum. En má ég spyrja pá sem þetta mæla, hversu lengi þeir ætli að bíða eftir stjórn, sem viljugframfylgir vínsölu- bannslögum, án þess að vera knúð til þess af fólkinu? Hvorugri þeirri stjórn sem nú er uppi, verður trúað til þess. Og þótt ég óski þess af alhug að óháð, óspilt stjórn komist hér að völdum í stað hinna, þá hefi ég ekki svo fagrar vonir, að ég vilji bíða með bindindismálið þangað til. þessar báðar ástæður eru því einskis- virði. En svo er aðalatriðið það, sem hér segir. Setjum sem svo, að fjöldi bindindismanna neyti ekki atkvæðisrétt- ar síns 2. apríl; setjum sem svo, að at- kvæði falli þannig að hefðu þeir komið fram þá hefðu lögin verið samþykt; Þykj- ast þá ekki þessir menn hafa neitt á sam- vizkunni? þykjast þeir þá ekki hafa drýgt synd á móti bindindismálinu? þykjast þeir þá hafa staðið við það heit sitt að stuðla til þess með orði og atkvæði að afnema öll lög, er vínsölu leyfi ? þykjast þeir þá standa eins vel að vígi í barátt- unni á eftir? þykjast þeir þá hafa rétt til að vænta eins mikils trausts í þessu máli þegar til alvöru kemur síðar meir? þykjast þeir þá hafa verið trúir bindind- ismenn? Mundu þeir ekki fá ásökunar- sting í hjartað þegar bræður þeirra gætu sýnt þeim það og sannað að málið hefði tapast einungis fyrir þá sök að þeirra at- kvæði kom ekki fram? það er ómögu- legt að bindindismenn tapi neinu við það að greiða atkvæði, fyrst þau verða greidd á annað borð; það er ómögulegt að þeir græði neitt á því að sitja heima. það getur verið að þeir bíði ósigur þótt þeir komi fram—en þeir geta líka hlotið sigur. það er víst að þeir bíða ósigur ef þeir draga sig í hlé. í nafni grátandi kvenna og barna, sem líða fyrir drykkjuskapinn, er skorað á alla rétthugsandi menn að greiða atkvæði með vínbannslögunum 2. apríl; í nafni lands og þjóðar; í nafni þeirra eigin drengskapar, í nafni heil- brigðrar skynsemi, í nafni allra ærlegra og mannlegra tilfinninga, í nafni guðs í himninum er skorað á þá að greiða at- kvæði. það er sorglegt að vita menn svo vonda að ganga upp að atkvæða borð- inu til þess að fylla flokk þeirra er vernda vínsölu með öllum hennar afleiðingum, en það er nærri því enn þá hryggilegra að vita menn svo ósjálfstæða að sitja heima þegar um annað eins mál er að ræða. Reynum öll að láta það tímabil, sem byrjar í sögu Manitoba 2. apríl, verða bjart en ekki dimt. Reynum það! LESIÐ þETTA. “Vonin lagði saman vængina, leit aft- ur og varð að iðrun(( segir Mrs. Cross. Bindindismenn áttu fagrar vonir þegar pau lög voru sampykt, er nú á að greiða um atkvæði 2. apríl. En þegar þeir sjá stein lagðan í götuna, þá er eins og von þeirra leggi saman vængina og láti hugfallast. En ef litlu munar 2. april, og sigur næst ekki, þá lítur von þeirra aftur og verður að iðrun. þá iðrar þá þess að hafa ekki gjört skyldu sína — að hafa drepið lögin. “Gjörðu alt sem fþínu valdi stendur, hvað sem aðrir gjörai( segir Cary. Ef binindismenn neyta ekki atkvæða nú 2. april, þá gera þeir ekki það sem í þeirra valdi stendur; þá hljóta peir að ásaka sjálfa sig á eftir. Ef þeir gera alt mögu- legt, er ærlegt að falla, en að falla vilj- ugur er lítilmenska. ‘ ‘þeir eru þrælar sem ekki þora að fylgja sannleikanum á móti ofurefli(i segir Low- ell. Bindindismenn segja að við ofurefli sé að etja í atkvæða greiðslunni. það er satt; en einmitt það að berjast þótt við ofurefli sé að ræða, sýnir óvinunum að kjarkinn brestur ekki, sýnir þeim að hugur fylgir máli, að alvara er í orðum, hugsun í heila, sýnir þeim að viljinn lifir. “Blessun þessdags, sem liðinn er, kem- ur aldrei til mín aftur<( segir Tennyson. Blessun sú, er 2. april getur fært bindind- ismönnum, ef þeir neyta afls síns, kemur ef til vill aldrei aftur á meðan þessi kyn- slóð lifir. Ef vérlátum tækifærið ónot- að mun oss iðra þess á eftir; vér getum unnið ef vér greiðum atkvæði, hljótum að tapa ef vér gerum það ekki. “Líttu ekki hryggur áþað liðna, gjörðu sem bezt úr pví sem yfir stendur; pað er pín eign“ segir Longfellow. Vér lítum með sorg á pað hvernig farið var með lög- in af stjórninni, en pað hefir enga þýð- ingu. Nú liggur einungis fyrir að gjöra svo gott sem hægt er úr pví sem er, ekki því, sem hefði verið. Nú verða atkvæði greidd, og hví þá ekki að gjöra pað sem hægt er? Allir sem trú hafa á vínsölu- bannslögunum, og allir, sem telja pessi lög spor í áttina, ef þau fást, eru siðferð- islega skyldir að greiða atkvæði 2. april. “Aðal guðspjall lífsins er petta, pektu skyldu pína og gjörðu hanai( segir Carlyle. Bindindismenn og allir sannsýnir menn yfir höfuð, pekkja þá skyldu, að peir eiga að vinna að útrýming alls t er þjóð og lanái er til niðurdreps. Allir viðurkennaað undir þeim kringumstæðum sem nú eru, gjöri vínsalan meira ilt en gott; sé pjóð og landi til niðurdreps. þeir sem því ekki greiða atkvæði með lögunum 2. april, pekkja skyldu sína, en gjöra hana ekki. “Menn gjöra minna en peir eiga að gjöra, ef peir gjöraekki alt sem peir geta” segir Carlyle. Allir sem atkvæðisrétt hafa geta neytt þess 2. april; ef þeir gjöra það ekki, hafa þeir pað á samvizkunni að hafa gjört minna en peir áttu að gjöra. Vill nokkur bindindismaður heyra pann punga dóm uppkveðinn í eigin samvizku að hann hafi gjört minna en hann átti að gjöra og gat gjört? ‘ ‘þeir bíða aldrei ósigur, sem falla í or- ustu fyrir rétt mál(( segir Byron. “En bölvuð séu spor pess, er undan merkjum flýr<( ségir Napoleon. Vér bíðum ekki ósigur, pótt lögin verði feld 2. apríl, ef vér höfum gert alt sem vér gátum. þá getum vér, án þess að ásaka sjálfa oss, tekið til baráttu á ný, því vér berjumst fyrir rétt mál. En ef vér ekki reynum, finst mér að ásökunar hljóð heyrist í hverju spori sem vérstfgum upp frá peirri óheillastund, et vér látum hugfallast og

x

Dagskrá II

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.