Dagskrá II - 26.03.1902, Blaðsíða 3

Dagskrá II - 26.03.1902, Blaðsíða 3
D A G S K R A II. 3 svíkjum málefni vort. Guö forði oss frá l>ví. “Sigurinn tilheyrir peim sem aldrei preyt- ist aö reyna, jafnvel þótt litlar séu líkur lil sigurs(1 segir Napoleon. Hver mundi hafa trúað pví, aö Luther gæti eins mik- iö og hann gjöröi, pegar hann hafði á móti sér bæöikeisaraogpáfavaldiö?Áræði hans, kjarkur, óþreytandi elja, hvíldar- lausar tilraunir, óbifanleg staðfesta, ó- dauðlegt traust á góðu málefní, óskeikul trú á guð í sjálfum honum, lifandi áhugi, takmarkalaus ásetningur um að gjöra alt mögulegt, og meining orða og kenninga sýnd í verlcum. þetta voru alt t>ær her- sveitir sem Luther réði yfir, og hann vann sigur. Hann átti stundum við annað eins að berjast og vér nú, en hvenær skyldi hann hafa tekið pað ráð, að leggja árar í bát? Aldrei. Hann vissi pað að þótt hann félli, þá mundu spor sín í sandi tímans, eins og Longfellow segir, vekja aftur starfsprána hjá þeim, er á eftir kæmu, ef á þeim sporum sæist að þau sneru altaf fram — aldrei aftur- “Efasemdir vorar eru svikarar, sem láta oss tapa því, sem vér ef til vill hefðum eignast ef vér hefðum reynt. Að þora ekki að reyna, er sama sem að þora ekki að lifa," segir Sheakspear. Má vera að vér töpum 2. apríl þótt vér greiðum at- kvæði, en gjörum vér það ekki, þá er ó- sigurinn vís. Eigum vérað láta vfnsal- ana sletta oss því í nasir að vér höfum okki nent að reyna? “Tilraunir, jafn vel án vonar, skapa mönnum nýja vegi, leiða fram í þeim krafta, sem þeir sjálfir vissu ekki af,” segir Franklín. Reynum að vinna; látum aldrei ósigur vorn verða fyrir aðgjörðaleysi, vonleys, kjarkleysi. “Hikandi menn láta grautinn kólna í spæninum frá diskinum upp að munnin- um,” segir Cervantes. Ef vér reynumst óákveðnir eða hÍKandi í því að greiða at- kvæði 2. apríl, þá á þessi málsháttur sann- arlega heima á oss. Sýnum það, að hvernig sem að er farið, hvaða rangind- um sem vér verðum beittir, þá verði ó- sigurinn þó sem næstur sigri og aldrei sjálfum oss að kenna. “Hver sem ekki er með mér, jihann er á móti mér, ” segir Kristur. [^JJá, hver sá, sem ekki greiðir atkvæði 2. apríl, hann gefur vínsölunni sitt atkvæði. Hún þarf einu atkvæði færra til þess að geta haldið áfram, fyrir hvert það atkvæði, sem menn draga í hlé. J)eir eru því beinlínis sama sem að greiða atkvæði með vínsölunni. Vill nokkur sannur bindindismaður hafa það á samvizkunni? Ég vona ekki. GAMLA SAGAN. í sambandi við atkvæðagreiðsluna 2. apríl, hefir alt mögulegt verið gjört til þess að mæla á móti vínsölubanni yfir höfuð og fá sem flesta til þess að halda enn þá vernd yfir þeirri verzlun. Um það skal farið fáum orðum. Tilfinning manna hefir sagt þeim að þáð væri ekki rétt að vernda það með lögum, sem önn- ur eins óheill hefir stafað af og vínsöl- unni. Vér vitum það öll að þúsundir manna glatalífi sínu árlega fyrir vínsöl- una. Vér vitum það vel að hún er völd að sárum, sem aldrei gróa. Vér íslend- ingar vitum það vel að margir af vorum efnilegustu mönnum féllu og falla fyrir henni. Vér vitum það vel að hún rændi oss öllu því mikla og góða, sem lengri og bjartari lífdagar hefðu framleitt í sálu Kristjáns Jónssonar og gefið íslenzku þjóðinni. Vínsalan er orsök í dauða hans. Vér vitum það vel að vínsalan svifti oss Gesti Pálssyni á bezta aldri og dró úr stórvirkjum hans á meðan hann lifði. Vínsalan var orsök í dauða hans. Vér vitum að árlega kemur það fyrir í þeösu ríki að eiginmenn lífláta konur sín- ár aj völdum vínsölunnar. Vér vitum að vínsalan liggur eins og ljón við hverjar hýsdyr svo mæðurnar þora tæpast að hleypa út sonum sínum; saklausu börn- unum sínum. Vér vitum að konur, já, þúsundir kvenna opna hurðina með hálf- um huga þegar mennirnir, sem þær elska, sern hafa svarið þeim vernd og forsjá, trygð og ást, koma ölvaðir heim á kveld- in; þær eru hræddar um að þeir mis- þyrmi þeim, þegar þær hafa soltið heima allkn daginn og langar til að njóta hvíld- ar; að þeir muni misþyrma blessuðum saklausu börnunum sínum. Já, þetta vitum vér alt og á hvaða grundvelli get- um vér þá verndað vínsöluna? Heimskringla er keypt af stjórninni til þess að halda fram málum hennar; eitt af málum kennar er vínsölubann, samkvæmt ræðumHugh John, Campbellsog Roblins. Heimskringla er líka keypt til þess áf vín- sölumönnum að flytja 8 boðorð á móti því að greiða atkvæði með vínsölubanni. Heimskringla hefir boðið bindindismönn- um að kaupa sig til þess að flytja önnur 8 boðorð með vínsölubanni. J)etta er nú stefnufesta! Bindindismenn voru of vandir að virðingu sinni til þess að þiggja aðra eins vændiskonu og Heimskringla er orðin. ÍSLAND. Farið að vinna að kolanámi á Færeyjum; þar er sögð gnægð kola, einnig góður eldfastur leir, kopar og fleiri málmar; talið ,víst að sama megi segja um Island. Nú er ekki nema einn pólitiskur flokkur á Islandi; Valtýskan dauð og grafin. það eí stefna Bened. sál. Sveinssonar sem nú er aðeins um að ræða ; en fjærri mætti hláturgyðjan standa þeim manni, sem ekki vaknaði bros á vörum þegar hann heyrir jafnmikinn barnaskap og þann, að ísafold hafi í seinni tíð haldið fram þeirri stefnu !—þurrabúðarmenn nokkrir hafa tekið útinælingar til túnræktunar undir Jökli. — Botnverpingar kringum land all- an veturinn—Rjómabú á að setja á stofn hjá Gísla Einarssyni í Ásum í Hreppum — Fjárverzlun víða miklu betri í haust en í fyrra—Dánir: Helgi Jónsson á Ósbakka á Skeiðum, þorkell Ögmundsson frá Odd- geirshólum í Árnessýslu, Jón Sigurðsson frá Efravelli í Gaulverjabæjarhreppi, Ás- grímur Sigurðsson á Gljúfri í Ölfusi, Ög- mundur Gíslason á Laugarási í Árnessýslu, Vilhjálmur Jónsson Borgfjörð, bróðir Klfemenz bæjarfógeta á Akureyri og Dr. Finns í Höfn, séra Jón Stefánsson á Hall- dórsstöðum í Bárðardal, frá Ásólfsstöðum í Árnessýslu, Halldór Stefánsson frá Gilj- um á Jökuldal.-----Stórum steini kastað innum glugga hjá bæjarfógeta í Reykja- vík, glugginn brotnaði aðeins, að öðru leýti sakaði ekki.—Guðmundur Ásbjarn- arson staðfestur af konungi sem prestur fríkirkjumanna í Reyðarfirði.—Meðalhlut- ur á Stokkseyri 700 kr. frá réttum til jan- úarloka.—Jarðabætur ogtúngræðsla mik- il í Vestmannaeyjum, þar á að byggja ís- hús í sumar.—-Frímann B. Anderson hefir sktifast á við Marconi um að koma þráð- laúsum skeytum milli íslands, Færeyja og Hjaltlands, Grænlands og Canada. Norsk blöð telja líklegt að þaö takist.-Félag myndað í Ölfusi til þess að setja upp tó- vinnuvélar við Reykjafoss í Varmá.------ þessi mannalát hafa frézt að heimán; Jón Jónsson frá Austurvelli og Guðmundur

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.