Dagskrá II - 26.03.1902, Blaðsíða 4

Dagskrá II - 26.03.1902, Blaðsíða 4
4 DAGSKRÁ II. Guöbrandsson, Eyjólfssonar frá Boga, báöir í Reykjavík, [drukknuöu á Kolla- firði; þorgeir Jónsson og Ásgeir Runólfs- son, báðir vinnumenn séra Gísla Kjart- anssonar á Felli í Mýrdal, fórust í snjó- fióði; Oddný Jónsdóttir frá Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu, 19 ára, dó á 'Álafossi, systir verksmiðjueigandans þar; var trú- lofuð þórði Sveinssyni læknaskólapilti. Guðmundur Tómásson frá Skeggjastöð- um í Miðfirði varð úti 20. jan.—Jón Pét- ursson frá Eyri á Seyðisfirði—Sófus Guð- mundsson uppeldissonur Jóns Jakobsson- ar alþ.m., kveikti í púðri og beið bana af. —Símon Friðriksson skipstjóri á ísafirði. —Karólína Friðriksdóttir ekkja Halldórs Jónssonar frá Kirkjubóli.—Sigurður Sig- urðsson frá Efrafelli í Gaulverjabæjar- hreppi, varð úti.— Jósías Björnsson í Haga í Barðastrandasýslu.—Oddný Hjör- leifsdóttir á Breiðabólsstað í Gullbringu- sýslu, Valgerður Benjamjnsdóttir á Ytri- Bakka í Tálknafirði, ekkja Odds Hall- grímssonar í Gufudal.— S. ísleifsdóttir prests frá Arnarbæli.— Gísli Björnsson frá Flateyri við Önundarfjörð.— Bjarni Elíasson skipstjóri í Reykjavík.—Viggo Vedholm á ísafirði.—Guðmundur Einars- son á Seljakirkjubóli á Önundarfirði.— þorst. Guðmundsson í Skálavík á Mjóa- firði.—Eysteinn Jónsson í Hraunsholti og Oddný Steingrímsdóttir á Skógtjörn i Gullbringusýslu. Ú R RÆ Ð U eftir H. W. Grady, 1887. Vinir mínir! Gætið yðar áður en j>ér biðjið um vínsöluleyfi í Atlanta aftur. Opnið ekki áfengis dyrnar aftur. Treyst- ið pví ekki. það er sterkur óvinur, á- leitinn og óhlutvandur í árásum sínum. í kveld ryðst hann inn á friðsælt heimili til þess að rífa upp með rótum ánægju rósirnar af kinnum ungrar og saklausrar konu og á morgun hefir hann komið hausnum, með eitraðri tungu og tönnum inn í þingsalinn. í dag rænir hann brauð- bitánum frá vörum sveltandi barns, á morg- un heimtar hann skatt af stjórnínni sjálfri. Enginn fátæklings kofi er svo lágur í þessum bæ, að hann fari ekki þangað inn; engin stórhýsi svo rammgjör að hann verði útiluktur, ef lögin veita honumfrið- land. Hann er vingjarnlegur þegar hann kemur fyrst ljúgandi, en þegar tangar- haldinu er náð, þá þekkir hann enga vægð né miskun. Hann er svarinn ó- vinur friðar og reglusemi. Morðingi karla, skelfing kvenna. Hann er ský, sem varpar skugga á andlit saklausra barna. Hann er illur andi, sem hefir grafið fleiri grafir, eyðilagt fleiri manns- líf, en allar drepsóttir til samans að með- töldum öllum stríðum. Landar mínir! Ó, kæru landar! þið, sem elskið guð og mannkærleikann, fáið ekki þenna bæ aft- ur versta óvini mannkynsins til stjórnar. Vínið getur ekki orðið neinum til hagn- aðar; það getur ekki endurbætt neinn iðn- að, það getur ekki framleitt neitt fé til lífsviðurhalds. það getur ekki afmáð neitt rangt, skapað neitt rétt. það kem- ur til að eyðileggja; það er óvinur, sem lifir á því [að glata okkar eigin sonum. Hann kemur til þess að leiða mannssálir afvega og eitra mannshjörtun; tæta þau í sundur og ganga á pörtunum. Hann kemur til þess að leggja gráhærðar mæð- ur í gröfina með sorg. Hann kemur til þess að breyta ást eiginkonu í örvænting. Hann kemur til þess að stela saklausa brosinu af vörum barnanna. Hann kem- ur til þess að þagga niður alla gleðisöngva heimilisins og fylla það með þögn og dauða. Hann kemur til þess að eyði- leggja líkama þinn og sál. þetta er sá sem þér eigið með atkvæðum að sýna hvort þér viljið hafa eða ekki. Ég vona svo góðs til guðs algóðs og almáttugs að hann stjórni hjörtum ykkar þegar til at- kvæða kemur, svo þér hvorki sitjið heima né veitið þeim lið, sem alt það gjörir, er ég hefi upp talið. S O R Q. í vonanna vorsælum draumi hún vissi’ um enga þraut, hún skeytti’ ekki ginningaglaumi en gleði og sælu naut. í sakleysi sál hennar brosti og sól í heiði skein, með hríðum og heljarfrosti þá huldu ský ei nein. En hví er nú hjartað grátið og hennar tárguð brá, og ljúfasta brosið látið, sem lifði vörum á? Hvort fengu’ henni fláráð grandað? er flúin gleðin væn? Hún horfir til ljóssins landa með langri og heitri bæn. Ó, horfinn er hann, sem hún unni, og hjarta vonir bjó, af vínsalans bölvunar brunni hann bergði’ — og sál hans dó. Til varnar mót grimd og grandi er gleðin hörpu sló, kom sorgin að lífsins landi og lét það hulið snjó. SlG. JÚL. JÓHANNESSON. Framkvæmdarnefnd stórstúkunnar (I. O. G. T.) í Manitoba hefir samþykt íeinu hljóði áskorun til Templara að greiða at- kvæði 2. apríl. HUQQUN. Hvað varðar mig um mann, sem flatur hraut, sem misti fóta’ á svelli’ og staf sinn braut? hví gat hann ekki gengið betri veg? hví gat hann ekki staðið eins og ég? Hvað varðar mig um systur minnar sár,, þó sorg og dauði stimpli fölar brár og gangi’ hún hjá mér grátin, töturleg? Hví getur hún ei brosað eins og ég? Hvað varðar mig um flæking—förumann þótt forlög drottins kvelji’ og svelti hann og finni’ hann hvorki gull né gæfuveg? Hví getur hann ei stolið eins og ég? Hvað varðar mig um hann, sem aldrei hló sem hryggur lifði, vonarlítill dó og starði’ á dauðans göng — svo geigvæn- leg? Hví gat hann ekki trúað eins og ég? SlG. JÚL. JÓHANNESSON. Almennur fundur verður haldinn á North West Hall mánu- dagskvöldið 31. þ. m. kl. 8, til þess að ræða um atkvæðagreiðsluna sem fram á að fara 2. april. Allir sem áhuga hafa fyrir vínsölubanni og bindindi, ættu að sækja þennan fund. NYTT BLAD. ARNFIRÐINGUR, kemur út þrisvar á mánuði, RÍtstjÓrj þoRSTEINN Erlingsson. Mér voru send nokkur eintök af þessu nýja blaði til útsölu. það er gefið út á Bíldudal, er á líkri stærð og Fjallkonan, skemtandi og fróð- legt og mjög efnisdrjúgt. Kostar einn dollar árgangurinn, borgist fyrirfram. Sölulaun borga ég þeim sem útvega 5 eða fleiri kaupendur. M. PÉTURSSON, 715 Willam Ave., Winnipeg. JÓNAS PÁLSSON, music-kennari, á heima að 525 Sherbrooke Str. WINNIPEG, MAN. Ritstjóri: SlG. JÚL. Jóhannesson. Cand. Phil. Skrifstofa að 547 Ross Ave. PRENTARI M. PÉTURSSON.

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.