Dagskrá II - 30.10.1902, Blaðsíða 1
II. ÁR.
NR. 9.
DAQSKRÁ II
WINNIPEG, 30. OCTOBER, 1902.
t Cbícago.
(Hálfrímuð háttleysa.)
HeiSskýrt er veður og himinn bjartur,
tindra þar stjörnur í tugum þúsunda ;
skyldi nokkur sál í sannleika neita
skygni þess, er svo skæram augum
og mörgum yfir mannheim rennir ?
Líður að nóttu, deyja dagraddir,
lýstar eru götur ljósum tindrandi;
en aö húsabaki og í svörtum sundum
gægjast fram myndir geigvænlegar ;
])ær teygjast og kiprast af kuldaglotti.
Stígur draumgyðja niður frá drottins
sölum ;
stöðvar hún fót sinn við húsdyr hverjar
og andar hlýtt á alla glugga,
svo ylur færist í harmfrosin hjörtu
örþreyttra manna, sem inni blunda.
Já, svefnþögul nótt er svölun flestum ;
bregður hún sjón fyrir sálaraugu,
framleiðir myndir af frumsköftum heimi,
eins og hann kom frá alföður hendi.
Bjartur var hann í upphafi öllum gefinn
til lífs og nautnar í ljúfu sakleysi,
skyldi þar enginn annars skerf
með valdi taka frá veikari bróður.
En vökumyndir á vegum úti
sýna ljóst hvernig lögum var hlýtt,
sem ritaði drottinn rúnum helgum
í hverja sál, er hann hingað sendi.
Lít ég hvarflandi hugaraugum
um lýstar götur og Ijósvana sund,
sé ég hvar hýmir við húsdyr úti
helblá af kulda, nær hungurmorða
miðaldra kona í klæðum lélegum,
grátandi barni að barmi þrvstir.
Kaldur leikur náttblær um klæðvana limi
og reynir aö ej'ða þeim yl og hlýju,
sem leitar út frá hjarta ástheitrar móður.
En þar er sú uppspretta elds og hita,
sem enginn vetur í frostbönd festir,
svo lengi sem dauðinn leggur ekki
nábönd á sollið negg í brjósti.
Vært sefur auðmannsfrú vafin líni ;
mörg eru á fingrum gull með gimsteinum;
skrautbúin hvíla, hús úr marmara ;
þúsundir dala í dýrri pyngju ;
víldar í löngum svefni,
Þreytt af óhófi og iðjuleysi.
þessi mynd sýnir ístrubelg sitjandi í vagni ; það táknar auðvaldið. Vagn-
hjólin eru dollarar. Auövaldið heidisr ú manni í fangi sér ; það táknar stjórn og
löggjöf sem haldið er með mútum. Stjórnin reiðir til höggs svipu og lemur á
manni sern beitt er fvrir vagninn, það er verkainaðurinn. Ef þið skiljið þessa mynd
rétt, sjáið þið ásigkomuiagið í heiminum eins og það er. Veslings verkamaðurinn!
Lít ég hvarflandi hugaraugum
um lýstar götur og Ijósvana sund ;
sé ég hvar fjalldigurt ferlíki situr,
skapað sem maður, í skrímsli breytt,
það blóð heíir sogið úr iðjumanns æðum,
en legið sjálft í leti og svefni.
Skrímslið er auðvald—engu það hlífir ;
kreistir það stjórnanda sterkum örmum,
heldur honum föstum á fémútum,
lætur í hönd hans harða svipu ;
vanskapað andlit af gleði grettist,
er dynja högg á blóörisa baki
manns þess, er átti öllu að stjórna,
en gjörðist skynlausum skepnum lægri
og beittist sem uxi fyrir auðmanns vagn.
Ó, alfaðir, þú sem þúsundum augna
horfir á þúsundir hi'ygðarmynda,
takt þú úr helköldu harðstjóra brjósti
haröan stein og þar hjarta settu.
Gef honum skilning svo skynja megi
aö lífið á nóg af sól og sumri,
sem allir skyldu í einingu.njóta.
SlG. JÚL. JÓHANNESSON.
það er ósvífnis krafa, þegar bréfberar,
sem hafa óþægilega stöðu og illa launaða,
biðja um dálitla kauphækkun, en það er
föðurlandsást og dánumenska þegar þing-
menn veita sjálfum sér $2000 launahækk-
uii fyrir 6 mánaða svikula þjónustu.