Dagskrá II - 20.12.1902, Blaðsíða 2

Dagskrá II - 20.12.1902, Blaðsíða 2
2 D A G S K R A . einnig inn í fangaklefana. Ég sá t>ær taka Ijósmyndir af mörgum hlutum, og þessar myndir voru svo glöggar, aö ljós- myndir þær sem viS sjáum hér komast ekki í neinn samjöfnuð við þær. Mér þótti sem ég sæi og skyldi uppruna hlut- arins á myndinni. Til dæmis mynd af blómi sýndi hvernig það hafði sprottið, hversu mörg dauð og visin blöð höfðu verið af því sniðin. Og myndin sýndi líka ánægjusvip þess sem hafði ræktað þau. Myndin af gimsteininum sýndi ekki einu- sinni geíslabrotin sem hann kastaði frá sér, heldur einnig atorku mannsins sem gróf hann upp úr skauti jarðarinnar. Hún sýndi og einnig hætturnar sem um- kringdu námamanninn, bæði frá náttúr- unnar hendi, og einnig þær, er spruttu af rángirni prangaranna. Svo þótti mér sem jólaaftaninn væri kominn, án þess þó að ég yröi var við að nein tíma- skifti hefðu orðið og ég sá vísdómsgyðj- urnar frammi fyrir guðinum Alföður, og sýndu þær honum þær ljósmyndir, sem þær höfðu tekið og álitið fegurstar Sú fyrsta sýndi mynd af dýrindis meni, er hefðarfrúr landsins höfðu gefið drotningu sinni. Menið var skreytt dýrindis gim- steinum og var mjög fagurt. Guðinn Al- faðir tók myndina og sagði: “þótt margir hlutir á jarðríki séu fagrir, þá eru þar flestir hlutir sem hafa einhverja galla, og þar sem þið hafið farið niður til jarðar- innar, þá var það samkvæmt hinum föstu lögum tilverunnar, að þið hlutuð að vera háðar þeim eiginlegleikum, sem því ríki tilheyra þann tíma, sem þið dvölduð þar. það er því af sjálfsögðu, að myndir þær, sem þið hafið tekið, hljóta að vera af hlutum, sem þótt þeir séu af jarðarbúum kallaðir fagrir, hafa einhver lýti, og — svo leit hann á myndirnar og sagði : ,,þessi mynd er fögur. Hún sýnir bæði fegurð gimsteinanna, hagleik og list mannsins er gjörði hann og lotning þá er gefendurnir báru til þiggjandans, eða með öðrum orðum, lotningu þegnanna til drottnanna, en hún hefir lýti, hún sýnir lotning borna fyrir Nero, Caligulu og Napoleon Bonaparte, ekki síður en fyrir Alfred hinum mikla eða Oliver Cromwell. Svo kom önnur vísdóms- gyðjan með sína mynd, það var mynd af heiðursmerki er konungurinn festi á þegn sinn fyrir dugnað eða hreysti. Alfaðir leit á myndina og sagði að þessi mynd væri fögur eins og hin. þar sem sú fyrri sýndi lotning þegnanna fyrir drotnunum, sýndi þessi viðurkenning drotnanna fyrir verkum þegnanna, en hún hefði líka sín lýti, því hún sýndi að hin grimmdarfullu verk, sem framin væru svo oft, t. d. í stríðum, væru eigi síður viðurkend með heiðri, heldur en þau verk, er miðuðu til heilla jarðarbúum. þar næst kom hin þriðja með sína gjöf, það var mynd af hring er unnustinn dró á hönd unnustu sinni. Guðinn Alfaðir horfði á myndina .og sagði: þessi mynd er fegurri en hinar tvær, því hún sýnir meiri velþóknan á því hreina og bezta, sem er kærleikurinn, en samt er hún ekki lýtalaus. Myndin sýnir að unnustinn, um leið og hann dregur hringinn á hönd unnustu sinnar, hefir þann einlæga ásetning að verja lífi sínu henni til gæfu, en — hún sýnir líka að oft og einatt er hann að reikna hvað hátt eigur hennar geti lyft sér í mannfé- laginu. þar næst kom sú fjórða. Hún kom með mynd, er sýndi kirkju, og stóð í öðrum enda hennar stórt tré, var það skreytt með margs konar skrauti. Kring- um tréð var hlaðið allra handa munum, og kirkjan var full af börnum, nokkrir menn voru að útbýta þeim munum, sem hlaðið var kringum tréð sem gjöfum til barnanna. Alfaðir leit á myndina og sagði: þessi mynd hefir rneiri fegurð inni að halda heldur en hinar myndirnar, og hún hefir líka stærri lýti. Fegurðin er í fyrsta lagi innifalin í þeim hugsunarhætti, sem kemur fram í því, að foreldrar gefa börnum sínum gjafir til að gleðjast af, en einkum í hinum saklausa gleðisvip barn- anna þegar þau meðtaka gjöfina, en lýtin eru fólgin í því, að sum börnin hafa ekk- ert fengið. Hún sýnir skeytingarleysi foreldra eða umsjónarmanna slíkra barna, og hún sýnir kærleiksleysi og síngirni þeirra, sem að eins gefa sínum börnum en hafa þó af miklu að miðla, og hún sýnir hugsunar- eða kæru-leysi hjá þeim mönnum, er umsjón hafa með slíkum samkomum, í því að hafa ekki eitthvað handa öllum er koma kynnu. þar að auki sýnir hún sorg, og stundum gremju þeirra barna er ekkert fengu, yfir því að vera sett hjá. Sú fimta kom því næst með sína gjöf. það var mvnd af stórum sal, og fólk af ýmsum stéttum streymdi stöð- ugt inn og út úr salnum. Allir sem komu inn höfðu eitthvað með sér sem þeir skildu eftir. þetta voru gjafir sem þeir efnaðri gáfu til þess að útbýta meðal fá- tækra um jólin. Alfaðir leit á myndina °g sagði: þessi mynd er fegurri en sú síð- asta. Hún sýnir meðaumkun með þeim sem bágt eiga, og hún sýnir líka að mjög margar gjafir eru gefnar með ánægju, á- nægju yfir því að gleðja aðra, en lýti hefir hún líka, þau eru fólgin í því aö sumir gefendurnir gefa að eins þær gjafir, sem þeir ekki sjálfir vilja nota og skoða slíkt sem góðverk, en aðallýtin eru inni- falin í því, að fæstir af gefendunum hafa gjört sér það skiljanlegt, að vöntun or- sakast af vansmíði, sé vöntun á jarðríki, þá er vansmíði á fyrirkomulaginu þar, eða þá á náttúrunni. þá kom sjötta vísdóms- gyðjan. Hún kom með mynd er sýndi fallegt heimili. þar var maðurinn, konan, börnin og hjúin að skiftast gjöfum á. Alt sýndi gleðisvip. Alfaðir horfði á þessa mynd og sagði: þessi mynd er mjög fög- ur. Hún sýnir lítinn heim eins og hann á að vera, hér býr friður meðal hjóna, barna og hjúa. það er naumast hægt að segja að það séu lýti á þessari mynd, en hún sýnir vöntun. Hún sýnir enga hlut-_ tekning í kjörum þeirra manna sem eru utan heimilisins. þá kom sú sjöunda og síðasta af vísdómsgyðjunum. Hún kom með mynd er sýndi hrörlegan kofa, inni í honum var aldurhniginn maður er lá sjúkur í rúmi sínu, við fótagafl rúmsins sat kona hans, sem var orðin fullorðin, og fyrir framan rúmið stóð ungur maður, sem var sonur þeirra. Myndin sýndi að þessi hjón höfðu elskað hvort annað, og að þau höfðu leitast við að gjöra hvort öðru lífið sem léttast, og að leiða hvort annað á réttan veg, ef skakt spor var stigið. Myndin sýndi að hinn aldraði maður tók til orða á þessa leið: Ég finn til þess, að þetta verða mín síðustu jól á jarðríki. Sjúkdóm þann er þjáir mig, get ég ekki borið mikið lengur. Ég skil rólegur við lífið, ég hefi haft minn skerf af gleði þeirri sem lífið hefir að bjóða og sem ég hefi fundið mesta í því, að leita sannleikans, og þegar ég hefi fundið hann, breyta samkvæmt honum. Ég hefl fund- ið tryggan vin, sem hefir fylgt mér á lífs- leiðinni. Ég óttast ekki það ókomna, því ég hefi leitast við að breyta sam- kvæmt sannfæring minni. Ég ber engan kvíðboga fyrir þér (og sýndi myndin að hann leit til konu sinnar), því þótt ég skilji lítið eftir af því sem heimurinn kallar auð, þá höfum við safnað fjársjóð, sem er innifalinn í því að við höfum ætíð skoðað alla menn sem bræður og systur. Ég ber heldur engan kvíðboga fyrir þér (og sýndi myndin að hann leit til sonar Síns). Ég er þess fullviss að þú lætar aldrei tæla þig á villuvegi, ég treysti því öruggur, að þú hlífir aldrei því sem þú á- lítur vera rangt, og að þú reynir af fremsta megni að styðja að því sem þú álítur rétt. Að áminna þig um að styðja móður þína, veit ég að ég þarf ekki, þú þekkir svo vel skyldur þínar. Sú jólagjöf sem ég gef ykkur er því sú fullvissa, að ég dey ókvíð- inn.” Myndin sýndi að það smádró af hinum aldraða manni, og þegar hann hafði lokið máli sínu lokaði hann augun- um, eftir nokkra stund lauk hann þeim upp aftur, og mátti þá lesa f þeim hina dýpstu rósemi. Hin aldraöa kona tók til orða: Enga jólagjöf hefðir þú getað gefið mér jafn kæra og þá fullvissu sem

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.