Fram - 01.03.1898, Page 1

Fram - 01.03.1898, Page 1
F ÍSAFIHÐI, MAKZMÁNUÐUB 1898. I. ÁR. „FRÁM“. Þó að kaupfélagsskapur haíi nú staðið hér í ísafjarðarsýslu í 10 ár, og í öðrum hóruðum lands- ins um lengri eða skemmri tíma, verður þó eigi annað sagt, en að þekking almennings á kaupfélags- skap og verzlunarmálum, bæði í ísafjarðarsýslu og annars staðar, só mjög af skornum skammti, og spretta þar af opt og einatt rangir og íljótfærnis- legir dómar. Úr þessu vill blaðið „Framkt að nokkru leyti leitast við að bæta. „Fram“ flytur því stuttorðar, en gagn- orðar, greinar um kaupfólagsskap og verzlunarmál. „Fram“ fiytur fregnir af kaupfólögum, og sérstaklega af „kaupfélagi ísfirðingau, svo greini- legar, sem föng eru á, og rúm blaðsins leyfir. „Fram£í flytur og einatt öðru hvoru ná- kvæmar skýrslur um markaðsverð í útlöndum á innlendum og útlendum varningi. Og margt flytur „Fram£t fleira, sem þarf- legt verður og gagnlegt að lesa. „Fram£t kemur út við og við, og kostar 10 aura eintakið. . A öal-meiiiiö. að er vafalanst aðal-mein íslenzkra kaupfólaga, eins og nú stendur, að þau liafa ekki fé í hönd- um, til þess að borga vörur sínar með fyrir fram að vorinu. Það er sitt livað, að standa með peninga í hönd- um, og semja svo um vörukaupin, eða ganga fyrir erlenda stórkaupmenn, og beiðast vörunnar að láni. Þetta rekur hver maðnr sig á, kaupmenn og kaupfélög jöfnum höndum, og þó kaupfélögin að því skapi fremur, sem tiltrúin til þeirra er yfirleitt litil í útlöndum, og byggist að mestu að eins á til- trúnni til þess, eða þeirra, sem veita þeim forstöðu. Yanaleg kaupmannsrenta í útlöndum er 6 af hundraði; en það er ekki það eina, sem lánþiggjand- inn verður að greiða, heldur er það aðal-reglan, að lánveitandinn veitir lánið með því skilyrði, að hann sé látinn annast um öll vörukaup og vörusölu, og fyrir þann starfann tekur hann svo jafnaðarlega af hvoru um sig, andvirði útlendu og innlendu vör- unnar, 2—2*/2 aí hundraði í ómakslaun, og borgar þó lántakandinn þar á ofan að sjálfsögðu allan kostnað. Þessar útlendu lántökur eru því kaupfélögum og kaupmönnum ærið kostnaðarsamar, og mjmdu þó livorir um sig þykjast góðu bættir, ef ekki fylgdu fleiri anmarkar. _ En það fer nú eptir atvikum, eptir því hvern- ig erlendu umboðsmennirnir veljast, hyort þeir eru góðir menn og samvizkusamir, eður miðlungi vand- aðir; og hvergi á það ef tjl vill betur lieima, en um verzlunarumboðsmenn erlendis, að „misjafn er sauður í mörgu féu/ Eru sumir þeirra næsta hirðulausir um það, hvort þeir kaupa fyrir umbjóðanda sína vandaðar vörur eða vondar, dýrar eða ódýrar, og það hefir jafn vel verið haft eptir einum verzlunarui'fl' íðs- manni, sem ýmsir Islendingar hafa haft viöskipti við, að hann vildi heldur kaupa vörun, dýraij.^i ' að „þá yrðu' umboðslaunin liærriu. Yið ýms vörukaup i útlöndum má ýmis-t ta nokkurra (opt þriggja) mánaða gjaldfrest vaxtalaust (ef kaupandi er seljanda þekktur, sem áreiðahlegur maður), eða þá afslátt nokkurn, mismunandi á hin- um ýmsu vörutegundum, ef borgun er greidd þegar í stað, og gefur þá að skilja, að þegar umbjóða-nd- inn hefir lán tekið, hvort eð er hjá umboðsmanni, eða öðrum, og greiðir af því fulla vexti, bera auð- vitað lionum, en ekki umboðsmanninum, allir slikir afslættir, sem á stundum geta munað all-miklu; en misjafnar eru heimturnar á því fó á stundum. Af þessu vonum.vér, að lesendum vorum só það ljóst, að það er sitt hvað, að kaupa vörur í út- löndum fyrir peninga út í hönd, eða að starfa með erlendu lánsfé, eins og, kaupfólögin islenzku, og mjög margir ísl. kaupmanna, verða að gjöra. Væri landsbanki Islands' svo úr garði gjörður, að kaupfélög, og kaupmenn, gætu fengið þar lán að vorinu, er endurborguðust að haustinu, myndu kaupfólögum, og verzlunarstéttinni, á þann hátt sparast eigi all-fáar „procentur“, er varan yrði þeim ódýrari. Framtíðartakmark ísl. kaupfélaganna hlýtur því að vera það, að komast í svipað horf, eins og t. d. ensku kaupfólögin, aðgeta keypt riimr sínar skuldlaust, að vera einu ári á undan tíinanum, í stað þess að þurfa að jeta fyrir sig fram‘.' Þetta hafa og flest kaupfólögin viðurkennt i orði, og því leitast við að koma á fót svo nefndum stofn- eða vara-sjóðum; en þetta hefir orðið í svo smáum stýl, að eins.l—2"/(l i flestum félögunum, að sá vegur sýnist muni verða ærið langvinnur að takmarkinu. Hvað „kaupfélag ísfirðinga“ snertir, myndi þvi

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/176

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.