Fram - 01.03.1898, Qupperneq 2
2
FEAM.
ekkert veita af 80—100 þús. króna minnst að vorinu;
en vara- og stofn-sjóðir þess gera í fæstum árum
betur, en að hrökkva fyrir því, sem félagið þarf að
hafa fyrirliggjandi að vetrinum, svo sem salt o. íL,
og fyrir því, sem einstakar deildir kunna að skulda
við áramót, og reynast þó ekki jafnan nógir til þess.
Oánægjan.
„Enginn gerir svo öllum líki“, og það mega
kaupfélögin íslenzku sanna, ekki siður en aðrir.
Það er nú heldur ekki við öðru að búast, en
að margt sé enn ófullkomið i kaupfélagsskapnum
hér á landi.
Kaupfélagsstjórnunum er ekki fenginn einn eyrir
í hendur, en heimtað, að þær útvegi félagsmönnum
vörur og peninga, svo tugum þúsunda skiptir, —
allt upp á borgun eptir á!
En það er eins og sumir menn hér á landi
áliti, að erlendir stórkaupmenn séu i þeim vand-
ræðum með að gera fé sitt arðberandi, að þeir
keppist um, að lána það út gegn fisk- eða fjár-
■ 'k&rðum islenzkra bænda, svo að lánbeiðandi geti
rúgörlega skapað þeim viðskiptakostina.
En þetta er mikill misskilningur.
Fjöldinn allur álitur það talsverða áhættu, að
lána fé sitt þannig, gegn loforðum um borgun eptir
á, og gera það þvi ekk-i, nema þeir tryggi sér, að
hafa vel i aðra hönd.
Fyrir því hafa og islenzku kaupfélögin að und-
an förnu nær eingöngu snúið sér að þeim Zöllner og
Vídalín, og það er siður en-svo, að kaupfélögin hafi
skapað þeim viðskiptakostina, þar sem þau* hafa
orðið að láta sér það lynda, aðþeir hafa aldrei unnizt
til þess, ací gera félögunum. j'ullnœgjandi skilagrein fyrir
kaupum sínum á útlendum varningi, sem hverjwn um-
hodsmanni er þb skylt að gera.
Kaupfélagsstjórnirnar íslenzku hafa blátt áfram
tekið við því, sem að þeim var rétt, og borgað það,
sem upp var sett.
Vantar þó ekki, að óánægjan hafi opt verið
megn, út af umboðsmennsku þeirra Zölner &
Vídalins.
En hvert átti að leita?
Forstöðumenn félaganna hér á landi svo að
segja allsendis óverzlunarfróðir menn, og eptirspurn-
in eptir viðskiptum við kaupfélögin engin.
En þetta óheppilega ástand og fyrirkomulag
félaganna hættir mörgum við, að hafa eigi í huga,
sem skyldi.
Einkum eru það stöku efnamenn og stórbændur,
sem reyna að vekja óánægju í félögunum.
Sjálfir skipta menn þessir optast litið eða ekki
við félögin, en nota þau, sem sifellda pressu eða
grýlu á kaupmanninn, og hafa þeirra þannig opt
og einatt mjög mikil not.
Þessir menn ættu því miklu fremur að vera
félögunum þakklátir, eða að minnsta kosti að láta
I, 1.
þau hlutlaus í orði, því að vel gæti svo farið, að
„proeentur“ þeirra hjá kaupmanninum minnkuðu að
mun, ef félagsverzlun hætti.
-----------------
C?ii
11 a Statt. Það myndu margir ætla, eptir hinn
mikla afla, sem Isfirðingar hafa haft í undan
farin ár, að Norður-ísafjarðarsýsla hlyti að vera all-
vel statt hérað, svo að Isfirðingar væru nú þolan-
lega undir það búnir, að geta tekið harðari árum,
ef þau kynni að höndum bera, þvi að þeirra ber
mönnum jafnan- að minnast, þegar vel lætur.
En því er miður, að efnahagur almennings í
Norður-ísafjarðarsýslu mun, þrátt fyrir undan geng-
in góðæri, víða vera mjög bágur, verzlunarskuldir
all-miklar á öllum fjölda manna, en tiltrú og láns-
traust margra af skornum skammti, þar sem afla-
brögð hafa brugðizt svo mjög í vetur.
Ef ekki réttist því fyr og betur úr með afla,
má því telja víst, að deyfð verði í verzlun og við-
skiptum manna á komanda sumri.
En illt er að vita til slíks ástands, eptir góð-
ærin, sem verið hafa.
Það er vafalaust, að tilhögun margra með efni
sin hér við Djúp er ekki, sem vera ætti.
Eyðslan er of mikil i samanburði við það, sem
menn vinna sér inn.
Of mörgum er svo farið, að þeir gæta sín eigi
nægilega, meðan þeir hafa lánstraustið, sem optast
er nóg, og of mikið, í góðu árunum.
En þegar skuldirnar eru komnar, þá er örðugra,
að reisa við aptur.
Ungu ísfirðingar! Þér, sem nú eruð að komast
út i lífið, byrja að taka kaup, byrja að ráða efnum
yðar sjálfir, ástundið dugnað, sparnað og reglusemi,
og varist að sökkva yður i skuldir.
Yðar hlutverk á það að vera, að rétta þetta
hérað við úr því skuldabasli, sem almenningur nú
er sokkinn í.
Kappkostið að vera jafnan skuldlausir og Ijálf-
stæðir menn.
Ef þér fylgið ekki þeim ráðum, sannið þér það
fyr, eða síðar, að skuldafjötrarnir eru hverjum manni
verstu þrældómshlekkir.
----ooogooc------
iertu skilsamur og orðholdinn.
Eitt af aðal-skilyrðum fyrir því, að kaupfélags-
skapurinn geti blessast hér á landi, eins og kaup-
fólögum landsmanna er háttað, er tiltrúin.
Veikist hún, þá er félagsskapurinn i voða.
Deildarfulltrúar taka á móti vörupöntunum frá
deildarmönnum sinum í því trausti, að þeir síðar
veiti hinum pöntuðu vörum móttöku, og borgi þær,
sem lofað er.
Kaupfélagsstjómin pantar siðan vörurnar í því
trausti, að hver félagsdeild efni loforð sín.
Og skiptamaður félagsins erlendis lánar félaginu