Fréttir - 15.10.1915, Side 2
56
.FRÉTTIR
[15. okt.
^jónabanð jóhðnnu.
Eftir Albert Engström.
(Frh.)
Hann var sjómaður, hafði siglt um ut-
höíin og var orðinn lúinn. Eg sá á honum
hendurnar. Þær voru eins og trjábörkur og
það leið langur tími áður en hann kæmi
nokkru lagi á þær. Og svo var hann líka
dálítið gefinn fyrir sopann. En hann vann
baki brotnu milli túranna og hann var gæf-
ur, þvi eiginlega tók hann aldrei til Jóhönnu.
Maður talar ekki um þó að hann kastaði i
hana stígvéli einstaka sinnum, þegar hún
var fram úr hófi bölvuð, en daginn eftir fór
hann með henni að vitja um netin, eins og
ekkert liefði í skorist. Það er eins og karl-
menn þurfi dálítið frelsi, dálitlar frístundir
við og við. Þær tók hann sér auðvitað og
þá fór hann niður á bryggju og hafði gleð-
skap með strákunum. Það voru réttindi
hans.
En nú skal ég segja frá því, hvernig Vest-
erberg dó. Það var einmitt rétt eftir að hon-
um fæddist erfingi. Þau Jóhanna höfðu verið
eina þrjá mánuði í hjónabandi. Vesterberg
vann baki brotnu að voryrkjunum og fékk
sér neðan i því stöku sinnum, en það voru
réttindi hans, og svo fæddist króinn einn
góðann veðurdag. En hvað honum þótti
vænt um króann! Harfn sat tímunum sam-
an við vögguna og gældi við barnið, söng
enskar vísur og spilaði á hárgreiðu, og barn-
ið var líkt honum, svo ekkert var við það
að athuga, að hann sjálfur sagði. En svo
kom bölv.... álafiskarinn þýzki. Hann hét
Trine og var frá Rostock, og hann hafði
laumast burt með ákavíti, og öllum þeim,
sem verzluðu við hann með ál, gaf hann
»pinna«, og Vesterberg var auðvitað með
um þetta, seldi ál og fékk pinna. Segið mér
nú í einlægni, hvers vegna geta ekki Sviar
sjálfír myndað samtök til að kaupa ál? En
Þjóðverjar vita hvernig þeir eiga að haga
sér, þeir hafa nokkurskonar banka á skips-
fjöl, fiskimennirnir fara rakleðis út á skip
með ála sína, fá þá borgaða og pinna í
kaupbæti. Eg hreyfði þessu við Vesterberg,
en hann lést vera heimsborgari og sagði, að
hann mudi heldur selja Þjóðverjum, því
enginn Svíi mundi veita honum pinna.
Skerja-karlarnir skifta jafnan fyrst og fremst
við þá, sem gefa þeim hressingu, hvað svo
sem verðinu líður, er þeir gefa fyrir vöruna.
Svo var það einhvern laugardag að Vest-
erberg hafði selt Þjóðverjanum ál og fengið
nokkur staup í kaupbæti. Þá hafði hann
færst í sjómannshaminn. Hann vildi fá
meira vin og svo ætlaði hann að kasta af
sér klæðum og kafa niður í leðjuna, þar sem
vóru nokkur þús. kíló af ál fyrir. Skipstjóra
fór að þykja nóg um og vildi koma hon-
um á land, en Vesterberg var ekki alveg
tilbúinn með það. Þá brugðu skipverjar
kaðli um búk hans undir höúdum, létu
hann svo síga niður i bátinn og komu hon-
um á land. En hann var kominn í sjómanns-
haminn, og þegar hann var kominn heilu
og höldnu á land og báturinn kominn út
að skipinu aftur, fór hann að hrópa út á
skipið og heimta meira vín, og er minst
varði óð hann fram í sjóinn og fór að
synda áleiðis út að skipinu. En alt í einu
sökk hann. Skipverjar skutu þegar út báti
og náðu honum, en hann lá eins og skata
og var orðinn helblár í framan. Þá gaf sig
þar að Villi Janson, fullur og vitlaus eins
og hann var vanur, og sagði, að hið eina
sem dygði væri að núa á honum iljarnar.
Og hann reif skóna af fótum hans og núði
og núði. Og vatn kom upp úr honum —
fyrir marga ríkisdali — og þeir börðu hann
í bakið og veltu honum á ýmsar hliðar og
toguðu í tungu hans, en alt kom fyrii ekki.
Og svo kom Kalli í Suðurbænum með vagn
og lagði Ostergren á hann. Ostergren var
einnig ölvaður, og er hann sá hvernig komið
var fyrir Vesterberg, sagði hann að best
væri að aka líkinu heim til Jóhönnu. Og
svo settu þeir líkið upp á vagninn og Kalli
settist ofan á magann á því og svo var lagt
af stað. Þegar heim kom til Jóhönnu, urðu
vein og annar gauragangur út af þessu —
en þá sagði eg eins og satt var:
— Þú gast held eg látið þér nægja hann
Eundin, þótt haltur væri! Nú sér þú það
sjálf! Að taka að sér þvilíkan skynskiíting!
Hvaða vit hafði hann á því að fiska eða
fást við skóg eða akur? Þetta hefirðu nú
fyrir heimsku þína! Og þetta var svo sem
alt saman satt, þar sem jörðinni fylgdi mikið
fiski og skógur og akur. Já, en sko, kven-
fólkið! Ivvenfólkið, sko! N.ú situr hún ein
eftir með svolítinn strákhvolp, og áður en
hann er fær um að taka við jörðinni, getur
Jóhanna verið komin nokkrum sinnum
í kirkjugarðinn. Er nokkurt ráðlag í slíku?
Þvílíkur heimskingi!
Það er öldungurinn Sjöberg sem segir
þetta, en ekki eg, þó að svo líti út.
Þetta er sagan um hið skammvinna hjóna-
band Jóhönnu og Vesterbergs. Nógu var
það viðburðaríkt. Jóhanna seldi jörðina og
fluttist til Graseyjar með strákinn. Nú er
runnin af henni mesta víman, því hún er
nú fimtug — en kvenfólkið, sko, það verður
aldrei uppgefið — meira að segja þó það
fái að verða ástfangið ókeypis — það getur
kvenfólkið verið, en það er nú eins ogþað
er fyrir karlmönnum, þeir verða eins og
veiddir í ástarnet kvenfólksins, og þeir verða
að halda áfram, streitast við alt til þess er
þeir deyja.
Endir.
Pórdunurnar í Elsasz
eftir
Fritz Sánger.
(Frh.).
Elsa tók á sig langan krók. Hún læddist
ofur hægt aftan að honum og komst fast að
trénu án þess að hann yrði hennar var. Hún
sá nú vel hvað það var, sem hann hafði
milli handanna: Tvær ljósmyndir, önnur af
konu og hin af barni. Hann hélt svo fast um
myndirnar, að enginn hefði getað hrifsað þær
af honum. Elsa horfði stundarkorn á hann.
Það skein svo innileg blíða úr augnaráði
hans. Særður hermaður á orustuvellinum gat
ekki um annað hugsað en ástvini sína, sem
hann átti heima. Konan var klædd í ein-
faldan búning, og það lék bros um varirnar
á barninu og það hafði blómkörfu í hendinni.
Elsa rankaði við sér. Hún ætlaði að læð-
ast hægt í þurtu, en þá datt henni í hug að
hún ætti eftir að gefa manninum að -drekka.
Hún gekk fast að honum, kraup á kné við
hliðina á honum, helti í glasið og sagði í
hálfum hljóðum: »Má eg ekki —?«
Orðin stirðnuðu á vörum hennar. Maður-
inn hreyfði sig ekki, — hann var dauður!
Elsa krosslagði hendurnar og bað lágt:
»Góði guð, fyrirgefðu mönnunum að þeir
hafa gert þetta!«
Hún gaf mörgum að drekka eftir þetta, og
sá margskonar hörmungar, en altaf stóð henni
augnaráð þessa manns fyrir liugskotssjónum..
Um kvöldið þegar sólin var gengin til viðar„
sáust nokkur hús niðri í dalnum brenna. Það
hafði kviknað í þeim við skothríðina fyrri
hluta dagsins. í fjallaþorpinu var nú alt orðið
kyrt. Særðir menn voru enn í nokkrum hús-
um. Föllnu mennirnir höfðu verið jarðaðir í
tVeim stórum gröfum í kirkjugarðinum; Þjóð-
verjar í annari, Frakkar í hinni. Átta Þjóð-
verjar höfðu fallið en meira en fjörutíu Frakk-
ar. Þýsku hermennirnir í þorpinu dreifðu sér
út um bæinn og spjölluðu við fólkið, og
sögðu frá ferðum sínum.
Yfirforingi einn var í veitingahúsinu og
spurðist fyrir um þá gesti, sem höfðu dval-
ið í þorpinu síðust dagana. Stoller vildi ekki
riQa upp fyrir sér vissar endurminningar, og
vísaði því foringjanum ínn í herbergið, sem-
hái maðurinn hafði búið í meðan hann dvaldi
þar. í klæðaskápnum þar var ýmislegt sem
Kansel hafði skilið eftir, og sem enginn hafði
veitt neina eftirtekt. Foringinn fór að ransaka
það. Veitingamaðurinn fór út að sækja dóttur
sína. »Hún vissi meira en hann um þetta«„.
sagði hann.
Foringinn tók undir eins eftir því, hvað
veitingamaðurinn var stuttur i spuna, og
við sjálfan sig að nú yrði hann að fara var-
lega. Þegar Elsa kom, sat hann út vfð glugg-
anu og las bréf á frönsku.
»Kunnið þér frönsku?« spurði hann, er
hann hafði horft tímakorn á stúlkuna.
»Já«.
»Hvernig hafið þér lært það mál?«
»Eg lSérði það af móður minni«.
»Það er þá ef til vill móðurmál yðar?«
Ef öðruvísi hefði staðið á, þá hefði Elsa
komist í vandræði við að þurfa að svaræ
slíkri spurningu, ekki síst ef herforingi hefði
þá borið hana upp; en nú sá hún ekki nema
mann fyrir framan sig og stóð á sama um.
axlaskúfana, og á þessum hættulegu tímum
vissi hún að nauðsyn bar til að svara skýrt
og skorinort. »Það var mál móður minnar„
og mér er ekki ljóst að það sé nokkuð ljótt
við það«, sagði hún rólega.
»Hvar er móðir yður?«
»Er nauðsynlegt að eg skýri frá því?«
»Já, og því spyr eg aftur: hvar er móðir
yðar?«
»Þar sem hún ætti ekki að vera. Hún er
— — hún er farin!«
»Hvert?«
»Út í ógæfuna«.
»Talið þér ekki þannig við mig. Eg verð
að fá að vita sannleikann; þó að þér takið-
yður það nærri, þá má eg ekki taka tillit til
þess. Við vitum að þessi herra Kansel, sem
hetir búið hér lengi, var mesti þorpari. —
Hvernig oss gengur í ófriðnum er mikið
undir því komið, að við fáum svo réttar
fregnir af öllu sem hægt er«.
»Jæja«, sagðí Elsa og rétti úr sér, »þá
skal eg segja yður alt sem viðvíkur móður
minni. Hún strauk með þessum manni. Okk-
ur þótti vænt um hana og samt gat hún gert
annað eins og þetta!«
Elsa sagði þetta með þeim rómi að foring-
inn hætti að gruna hana um að vilja leyna
einhverju. Hann fann að hér var liann að
ýfa upp gamalt sár, að minna á liðna óham-
ingju og þó varð hann að halda áfram í
sömu átt. (Frh.)