Fréttir - 22.10.1915, Page 1
Hádegis-útgáta.
Verð: 3 aurar.
FRÉTTIR
31. tfol.
D Jig’urinn.
Fult tungl 11,15' síðd.
Háskólafyrirlestrar fyrir almenning:
H.W.: Hetjukvæði kl. 5—6.
H.W.: Danska kl. 6—7.
ókeypis lækning (Kirkjustræti 12):
Utvortis- og innvortis sjúkdóm-
ar kl. 12—1.
Háls- nef- og eyrnasjúkd. kl. 2—3.
V eðurskeyti.
Veðrið í gær:
Loftv. | *< 8 C > Loft £
Vestm.eyjar Reykjavik. Isafjörður. Akureyri . . Grímsstaðir. Seyðisfj. . . þórshöfn . . 755 5 754.9 759.7 762,0 764,6 767,1 A S SA S sv SA 9 6 2 3 3 5 Alsk. Alsk. Heiðsk Skýjað Regn Alsk. 8,8 10,0 7,3 9,o 7,9 8,6
Veðrið í morg'nn:
Loftv. 1 á 1 > <C O •J 1
Vestm.eyjar 753,1 A 5 Regn 7,7
Reykjavík. . 753,1 A 4 Alsk. 7,3
ísafjörður. . 757,2 SA 8 Léttsk. 9,3
Akureyri . . 758.7 S I Skýjað 6,5
Grímsstaðir. 722,8 SA 4 Skýjað 4,o
Seyðisfj. . . 753.8 NA 4 Regn 5,7
Þórshöfn . . 767,1 SA 5 Alsk. 8,6
Höfuðstaðurinn.
Inægjnlegt
er að geta skýrt frá því að það
eru mörg hundruð manns sem
eiga »Fréttir« frá upphafi og
halda þeim saman. í gær var ös
á afgreiðslunni, að fá verðlaunin
þó eiginlega ætti ekki að afhenda
þau fyr en í dag.
Nokkur eintök af blaðinu — 20
fyrstu — fást á afgreiðsiunni fyrir
60 aura. í lausasölu er ekki hægt
að fá lengur á afgreiðslunni 1.
og 2. tbl. Þau eru keypt þar
báu verði.
Fisksala.
t gærdag var kært til heil-
brigðisfulltrúa yfir að seldur væri
skemdur fiskur niðri við bæar-
bryggíuna. Hann brá þegar við,
lét og kalla til héraðslækni og
dæmdu þeir þorskinn skemdan
og var lagt bann við sölu hans.
Að eins lítið var búið að selja
og hafði kostað 12 aura pundið.
Sterling
fór til Breiðafjarðar i gærkveldi.
Meðal farþega var Kristjón kaupm.
Jónsson.
Reybjavík, föstudaginn 33. október,
1915.
Bók, sem allir* verða að eiga.
íslensk þjóðfélagsfræði
eftir Einar Arnórsson ráðherra. Fæst hjá bóksölum.
Símskeyti.
Kaupmannahöfn í gær.
Her Itólgara er nú koniinn í námnnda viA járn-
bráutina sem liggur frá Nalonihi inn í Serliíu.
[Má búast við að hætta sé búin flutningasambandi milli her-
skipa bandamanna og liðs þeirra í Serbíu.]
Kaupmannahöfn í dag.
Rússar vinna nokkuð á.
[Mestum hluta skeytisins hefir verið haldið eftir. Má búast við,
eftir fyrri reynslu, að þar segi frá óförum Englendinga.]
Meðalalýslsbræðsla.
Frú Marta Strand hefir fengið
leyfi bæjarstjórnar til að byggja
bræðsluhús fyrir meðalalýsi við
Sundlaugaveginn.
I. H. Bjarnason
prófessor hefir verið ráðinn til
þess að týna saman lög og reglu-
gerðir, sem snerta Reykjavíkur-
kaupstað. Á síðan að prenta þetta
í einni heild. Fyrir söfnunina og
prófarkalestur greiðast 500 kr.
Heimilisiðnaðarfélag íslands
fær úr bæarsjóði Reykjavikur
200 kr. styrk, gegn því að veita
15 drengjum úr Barnaskóla
Reykjavíkur ókeypis kenslu.
Áburðarfélag Reykjavíknr
hefir farið þess á leit við bæ-
arstjórnina að hún keypti af sér
áburðargryfjur sínar. Hafa þær
kostað félagið um 4000 kr. en
fást nú fyrir hálft verð. Hefir
fjárhagsnefnd bæjarstjórnarinnar
nú málið til meðferðar.
íþróttafélag Reybjavíknr
hefir nú æfingar 6 sinnum á
viku; eru nú 3 flokkar í félaginu
með um 30 menn hver.
Þar eru ýmsir helstu menn
þessa bæar, alþingismenn, bæar-
fulltrúar, læknar o. fl., o. fh og
láta þeir mjög mikið yfir því hve
gott sé að fá sér bað á eftir.
Fermd
verða á sunnudaginn 14 börn
af séra Bjarna Jónssyni.
Guðbranður Jónsson
(dr. Þorkelssonar) liggur þungt
haldinn á sjúkrahúsi í Kaup-
mannahöfn.
Oefin saman.
í gærkveldi gaf séra Bjarni Jóns-
son saman í hjónaband:
Jón Guðnason cand. theol. og
Guðlaugu Bjartmarsdóttur.
Leiðréttingar. Við fyrri hluta
greinarinnar: »Fyrsta Borðeyrar-
verzlun« hafa »Fréttum« borist
þessar leiðréttingar. Brant skipstj.
var ekki talinn launsonur Clau-
sens, eins og þar stendur, enda
nær jafnaldri hans. Er þessivilla
eflaust að kenna skakkri afskrift
á frásögn Jónadabs. Þá hét Borð-
eyrarskipið Meta en ekki Metta
og fórst í Látraröst.
Sfmjréttir.
Borðeyri í gær.
Heybruni. Á þriðjudaginn brann
í Kvíslaseli í Bæarhreppi 30 hestar
af töðu og 100 hestar af út-
heyi. Þetta var kúaheyforði bænd-
anna er þar búa, Halldórs Jóns-
sonar og Jóns Tómassonar, og
skaðinn þeim mjög tilfinnan-
legur. Heyið stóð nokkuð frá
bænum og mun hafa kviknað
þannig í því, að neistaflug hefir
borist í það úr reykháfnum á
bænum, en vindur stóð þaðan á
Leikfélag Reykjavíkur:
sunnud. 24. okt. kl. 8 síðd.
í Iðnaðarmannahúsinu
Alþýðusýning.
Aðgöngumiðar seldir leikd.
í Iðnaðarmannahúsinu frá kl.
10—12 og eftir 2 og kosta:
0,65, 0,50, 0,40, 0,25.
heyið. Þetta gerðist um hádag
en þó varð engu bjargað.
Sláturtíðin er nú á enda hér,
og verður ketið alt sent með
Goðafoss, sem er væntanlegur
hingað á morgun. Júlus læknir
Halldórsson hefir dvalið hér um
hríð við kjötmerkingu en hyggur
að halda suður á laugardaginn.
Bliðviðristíð er hér stöðugt.
Goðafoss á Hvammstanga í dag.
Pétur Sæmundsen verslunarstjóri
fyr á Blönduós, andaðist nýlega
á Akureyri, á áttræðis aldri. Mesti
sóma og atorkumaður.
Eggert Claessen, yfirréttarmála-
flutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulega heima 10—II og 4—5. Simi 16.
Hjartans þakklæti sendi
eg öllum, sem mintust
mín og sýndu mér góð-
vild í orði og verki á sex-
tugsafmæli mínu í gær.
Rv(k 2i. okt. 1915.
Morten Hansen.
Fenningar- og ataæMort,
Qölbreytt og smekkleg, selur
Friðfinnur Guðjónsson,
Laugaveg 43 B.
3nga £ára íárusðóttir,
Bröttugötu 6,
kennir ensku og dönsku.
Heima 6—7 e. h.