Fréttir - 23.10.1915, Page 2
88
F RjÉ T T I R
[23. okt.
Vetrarseta með €$kímóum.
Eftir Vilhjálm Stefánsson.
Þegar V. kom úr fyrstu norðurför sinni
(1906—7) skrifaði hann margar ritgerðir um
hana i mánaðarritið Harper’s Monthly
Magazine, og er þessi ein þeirra. Hann
hafði sagt frá upptökum og aðdraganda ferð-
arinnar i næsta hefti á undan.
Fyrir förinni voru Leffingwell og Einar
Mikkelsen, danskur maður, er síðar leitaði
að Myliusi-Ericksen á Grænlandi. Þeir fóru
skipi, er hét Duchess, norður um Alaska
og brutu það í ísi. Hvernig Vilhjálmi reiddi
af, segir hér nokkuð frá:
í flestum leiðangrum í norðurvegu hafa
verið lærðir menn á dýr og grös og steina.
En í þeirri ferð, sem nú stóð til (1906—7),
skyldi mönnum gert jafn hátt undir höfði
og fuglum eða flskum, þvi að nú var í fyrsta
sinn ráðinn vísindamaður í slíka för, er
hefði lærdóm til að rannsaka um þá þjóð-
flokka, er fyrir kynnu að hittast, ekki síð-
ur en dýrafræðingar og jarðlaga til sinna
rannsókna, og sá, sem þetta ritar, var svo
heppinn, að verða fyrir valinu.
Það virðist ekki óþarfi að geta þess stutt-
lega, að það er ekki síður merkilegt fyrir
sögu mannkynsins, að þekkja ætterni og
atgerfi þeirra þjóðflokka, sem nú eru uppi
á bernskuslceiði, hugsunarhátt, sköpulag og
siðu (ethnology) heldur en fornar leifar um
háttu þeirra (archæology). Vér finnum axir
og soðkatla af steini í haugum og hellum á
Englandi og í mölinni á Signubökkum og
megum af þeim hlutum skynja nokkuð um
athafnir forfeðra vorra, sem nú eru löngu
gleymdar. En hugarfar og háttu þeirra
skynjum vér best með því að rannsaka þær
þjóðir, sem eru uppi á vorum dögum og
svo afskektar, að þær eru á sama reki og
forfeður þeirra, sem eru undir lok liðnir
fyrir æva löngu.
Það fólk, sem forvitnast átti um í þetta
sinn, voru Eskimóar fyrir austan fljótið
Mackenzie. Um þá er minst kunnugt allra
þjóðflokka á meginlandi Ameríku. Sumir
þeirra hafa aldrei séð hvíta menn, en í
nokkrum bygðarlögum þeirra finnast fáein-
ir svo víðförlir, að komið hafi í »eftirlegu«
búðir Hudson’s Bay félagsins. Að visu hafa
þeir, sem búa næstir árósunum austan meg-
in, haft mök við hvita menn öðru hvoru í
síðastliðin 20 ár, en hugarfar og hættir þeirra
hafa engum breytingum tekið fyrir það.
Sjóleiðin um Bæringssund, austur að norð-
urströnd Alaska, að Mackenzie-ósum, er
löng og hættuleg, sem hver og einn getur
séð af uppdrætti landsins, sá er nokkuð
þekkir til, hvernig tilhagar í norðurhöfum.
I annan stað er það ljóst, að frá Edmonton
í norðvesturhluta Canada, þar sem járn-
brautir þrýtur, má láta berastfyrir árstraumi
eftir Mackenzie-fljóti, beint norður í bæki-
stöðvar þessara Eskimóa. Sú leið er skemst,
auðveldust og skemtilegust allra leiða, sem
liggja norður í heimskautslönd.
Þá leið hafa fáir farið, enda sést þar ekki
ræktað land né hvítra manna bygð, en út-
sýni er þar viða yndisfagurt. Áin sjálf er
um 3 mílur (enskar) á breidd, og brunar
milli hárra bakka með 3 mílna hraða á
klukkustund. Þó en mér nær að halda, að
fáir finnist svo fróðir í New York, að þeir
viti, að hún er stærri en Hudson-fljótið, og
að þeir séu ekki margir i Lundúnum,
sem vita, að hún er til. Eg hitti skipstjóra
af elfarskipi á Yukon-fljóti, og barst í tal
milli okkar, hvort fljótið væri stærra. Hann
gerði ekki nema kíma að mér, þegar eg
sagði honum, 'að Mackenzie-áin væri svo-
litla vitund stærri. Sá fljóta-jöfur hefir haft
aðdáanlegt lag á því að komast hjá umtali
í bókum og manna munni.
En þó áin sé fáum knnn, og Indiánar,
sem búa meðfram bökkum hennar, virðist
undarlegir ókunnugum, þá hæfir ekki að
lýsa þeim hér. Það hlýðir jafnvel ekki að
hefja lýsingu Eskimóa með þeirri frásögn,
því að það er fátt skylt með þeim og Indí-
ánum, og fljótið kemur lítið við sögu Eski-
móa, með því að þeir halda sig við sjávar-
síðuna og sækja lífsuppeldi sitt í sjóinn.
Eg drap á það í frásögn minni um leið-
angurinn, hvað til þess kom, að eg kaus
heldur að fara landveg en sjóveg, en ástæð-
an var sú, að mér þótti ekki ólíklegt, að
skipið mundi mæta einhverjum farartálma
á hinni löngu leið frá Victoria í B. C. norður
um Bænngssund og aldrei ná að komast
þangað, sem ferð minni var heitið. Þetta
reyndist og svo. Það brotnaði við Flaxman-
ey fyrir norðan Alaska, og hefir þetta tíma-
rit áður sagt frá þeim tíðindum. (Ritgerð
um það eftir Vilhjálm birtist í febr. hefti
tímar. Harper’s Monthly). Eg beið eftir því
við árósinn lengi sumars, en það kom aldrei,
sem vonlegt var. Eg hafði þá meðferðis einn
utanyfirfatnað þunnan, 200 skothylki og
byssu, blýant og vasabók og myndavél með
sárfáum »plötum«. Fram til 1. sept. var eg
gestur landsmanna, en þá settist eg upp
hjá þeim og gerðist heimilismaður þeirra
Eskimóa, sem kölluðust Kogmoliik.
(Frh.)
PórdumirDar í Elsasz
eftir
Fritz Sánger.
(Frh.).
»Bróðir minn er í hernum, en hann er
ekki á vígvellinum, hann gætir herfanganna
í Úlm«.
»Það er ekki hættulegt«.
»Nei, en mér þætti betra, að við ættum
einhvern á vígvellinum«.
»]?ykir þér ekki vænt um bróðir þinn?«
»Jú, hvað heldurðu«.
Elsa hætti snöggvasl að vinna og leit út á
götuna. »Þau þekkja ekki stríðið«, hugsaði
hún. »Þau vita ekki hvernig það er, og
þó er það svona nálægt þeim«.
Soffia fór að hugsa um, hvernig hún ætti
að fá stúlkuna til þess að vera hjá þeim.
»Frænka mín, sem lengi hafði verið hjá
okkur, er nýfarin burtu. Hún hafði verið
hjá okkur frá því að eg var á áttunda ár-
inu. Hún kom til okkar, þegar foreldrar
hennar dóu, og mér hefir ekki þótl eins vænt
um neinn síðan móðir mín dó«.
Nú heyrðist fallbyssuskot í fjarska.
»Hvað er þetta?« spurði Elsa og lagði frá
sér vinnu sína.
»Veistu það ekki? Það eru fallbyssurnar í
Elsasz. Við heyrum til þeirra allan daginn«,
sagði Soffia og hélt áfram að vinna.
»Svo það eru fallbyssurnar í Elsasz. Veistu
hvað það merkir?«
»Það merkir það, að ófriður stendur yfir«,
sagði Soffia og hélt áfram við vinnu sína.
Enn heyrðust tvö skot.
Elsa stóð upp. »Veistu hvað stríð er?«
Soffía svaraði eins og hún hafði heyrt aðra
segja: »Stríð er það, sem við notum til þess
að sýna heiminum, að við höfum á réttu
að standa«.
»Elsa hristi höfuðið. »Nei, það er miklu
meira. Þá missa menn feður sina og mæður.
Þá eru morð framin á götunum um hábjart-
an daginn. — Við heyrðum áðan þrjú fall-
byssuskot; veistu hvað þau hafa gert mörg
börn föðurlaus, og hve mörg hús hafa hrunið
til grunna fyrir þeim?«
Soffía var staðin upp. Hún tók um báðar
hendurnar á Elsu og sagði: »Vertu kyr hjá
okkur, eg skal reyna að vera þér góð, svo
að þú getir gleymt öllu því illa, sem fyrir
þig hefir komið«.
Blíðleikinn í röddinni var ómótstæðilegur.
Elsa lofaði henni að leiða sig út að glugg-
anum.
Soffía fann að hún var að vinna sigur og
vildi nota hann sam best. »Eg skal láta mér
þykja svo vænt um þig, að engin óhamingja
geti komist til okkar«.
»Mér þótti einu sinni vænt um mann;
hann varð fyrir sprengikúlu og misti báða
fæturna«.
»Guð sé oss næstur!«
»Getur maður gleymt slíku?«
»Eg veit ekki«, svaraði Soffía hugsandi.
Nú heyrðust þungar dunur; það hlaut að
hafa verið skotið úr mörgurn fallbyssum í
einu. Drunurnar héldu áfram að heyrast,
þannig, að ekki var hægt að heyra hvert
einstakt skot, heldur rann það saman í eitt
langt hljóð. Þetta stóð yfir nokkrar sekúndur.
Elsa fölnaði. Hún gekk að stólnum, þar
sem kápan hennar hafði legið frá því um
morguninn. Hún tók kápuna og gekk til
dyranna. »Eg þakka ykkur fjarska vel fyrir
viðtökurnar og hvað þið hafið verið mér
góð, en eg leita friðarins, og þó að gott sé
að vera hjá ykkur, þá finst mér samt eg
vera of nálægt ófriðnum. Eg get ekki verið
hjá ykkur, eg verð að halda áfram«.
Hún opnaði dyrnar og fór út. Hún lokaði
dyrunum hægt á eftir sér og lagði af stað,
langt, langt, eitthvað út í óvissuna.
Soffía horfði á eftir henni út um gluggann,
þangað til Elsa hvarf fyrir næsta horn. Þá
settist hún og sagði lágt við sjálfa sig: »Og
mér sein hefði getað þótt svo vænt um hana«.
Elsa hélt áfram þangað til hún komst yfir
hálsinn, sem var hinum inegin við dalinn.
Þar voru frjósamir akrar. Kornið var full-
þroskað og blómin á trjánum voru sprungin
út. Þó að fallbyssuþrumurnar heyrðust þang-
að við og við, þá datt engum manni í hug
að veita því neina sérstaka eftirtekt. Hver
gekk að sinni vinnu, eins og ekkert væri um
að vera. Það var nýstárlegt fyrir Elsu að
sjá hvað allir voru rólegir.
Hún spurði mann, sem hún mætti: »Eigið
þér ættmenn í hernum?«
Hann svaraði: »Eg á tvo drengi þar«.
»Líður þeim vel?«
»Þeim hefir nógu lengi liðið vel. Mér finst
nú vera kominn tími til að þeir farí að fá
skeinu á skrokkinn«, sagði maðurinn og leit
á stúlkuna. »Hvaðan kemur þú?«
»Eg kem frá Elsasz, þar sem stríðið er«,
sagði Elsa og hélt átram.
(Frh )