Fréttir - 25.10.1915, Page 2
98
FRÉTTIR
[25. okt.
Vetrarseta með €skimðam.
Eftir Vilhjálra Stefánsson.
(Frh.)
Eg hafðist við um haustið á Hellunesi
(Shingle Point) fyrir vestan árósinn, við
sjálft hafið. Þeir, sem þar búa, eru sömu
þjóðar og hinir er austan megin búa, en
hafa haft mikil mök við hvalara síðan 1889;
þeir sitja á vetrum í Herchel-eyjum, einum
60 milum vestar, og hjá þeim hafði dvalið
langdvölum húsbóndinn á því heimili, sem
eg hallaðist helst að; hann hafði hlotið nafn-
ið »Roxy« hjá einhverjum hvalaranum og
talaði ensku sæmilega.
Á Hellunesi kyntist eg fyrst hinu yndis-
Iega heimilislífi Eskimóa á heimili þessa
hálf-enska »Roxa«, og er sannast frá því
að segja, að það er furðu líkt því sem best
þykir og sjaldnast finst hjá minni þjóð
(Bandaríkjamönnum). Eg ætlaði þetta í
fyrstunni stafa frá trúboðum á Herchel-
eyjum, en þeim var Roxy handgenginn um
margt ár. En eg sannaði það síðar, þegar
eg fann aðrar austar, sem höfðu engin
kynni af hvítum mönnum, að Eskimóar
eru siðprúðari að eðlisfari, gæfari og meiri
góðmenni um flest, en vorir landsmenn.
En þessa hluti skildi eg ekki fyr en eftir
margra mánaða samveru, er eg var orðinn
þeim handgenginn og kunnugur tungu
þeirra og hugarfari. Skal nú hverfa þar frá
og víkja að því síðar í frásögunni.
Þetta fólk, sem eg lenti hjá, lifði eingöngu
við fiskveiðar. Villidýr fundust þar að visu
inn á landi, en svo miklu óvisari til við-
urlífis en sjávaraflinn, að enginn fékst til
að elta þau nema unglingarnir, og það rétt
sér til gamans. Mér var svo farið frá blautu
barnsbeini, að mér þótti vondur fiskur,
bæði á bragð og lykt, og mátti varla heyra
hann nefndan. En nú var ljóst, að þegar
veturinn fór i hönd hlaut eg að lifa við
fisk — og hann saltlausan. Eg átti dálítið
bágt með að komast upp á það i fyrstunni;
fyrstu vikuna át eg einmælt og lagði ekki
í fiskréttinn fyr en undir kvöld, eftir gilda
þingmannaleiðargöngu á túndrunni, (en þvi
nafni nefnast mýrar í heimskautalöndunum,
með holtum og börðum, frosnar fyrir neð-
an svörð, árið um kring), til þess að skerpa
Iystina. Þegar einn mánuður var liðinn,
gat eg fengist við fiskinn, hvernig sem hann
var tilreiddur á Eskimóa visu, — nýjan
eða úldinn, hráan, soðinn eða steiktan.
Við höfðum ekkert fyrirmyndarsnið á borð-
siðunum og hvorki hnífa né matforka.
Heimilisfólkið var níu alls, með kvenfólki
og krökkum. Þeim var mikil raun að þvi,
hve lítið eg borðaði, og matbjó íiskinn eins
vel og það kunni. Fósturdóttir húsbóndans
hét Navalluk, 14 vetra mær; hún var því
vön, þegar sást til min á börðunum, undir
sólarlagið, að taka sjóbirting og steikja hann
á teini við eldinn, svo að hann væri til
þegar eg kæmi heim. Þegar henni þótti
hann hæfilega steiktur, þá tók hún disk,
sem Roxa hafði áskotnast, sleikti hann
breinan (því að það þekti hvítra manna
siði, og vildi ekki annað heyra, en eg hefði
disk); þar næst breiddi hún handklæði á
jörðina, lét þar á matinn og sagðist vona
að eg hefði betri lyst en í gær, og stund-
um, að þetta væri fallegasti fiskurinn, sem
hefði veiðst þann daginn.
Margir hafa orðið til þess bæði fyr og
siðar, að breiða það út, að hreinlæti meðal
Eskimóa sé stórum minna en nú gerist hjá
oss — og þó eru borðsiðir þeirra liklega
ekki ólíkir því, sem gerðust hjá forfeðrum
vorum á dögum Arthurs Bretakappa. Eg
hefi ekki tilgreint ofannefnt atvik í því
skyni að árétta þær frásagnir. Það er ljóst,
að diskaþvotturinn er öðruvisi hjá oss; hitt
vildi eg öllu fremur láta lesandann finna,
að viðvikið, þó lítið sé, ber vott um góð-
vild og gott innræti.
Fiskiverið hjá Hellunesi er tæpar 3 þing-
mannaleiðir austan Herscheleyjar og 20
mílur fyrir vestan vestustu kvísl Mackenzie-
fljótsins; það er i þjóðleið þeirra, sem
sækja til eyjarinnar frá austurbakka fljóts-
ins og af eyjunum milli kvíslanna, bæði
vetur og sumar. Bátar fóru fram hjá á
hverjum degi, flestir aðfengnir hjá hvala-
veiðamönnum og einstaka fyrir vinnu á
skipunum. Á þessum bátum hafa Eskimó-
ar lært sjómensku og skortir ekki áræði
né lag við alvana sjómenn.
Margir af bátunum lögðu að landi við
Hellunes til skrafs og matar, en sumir
reistu tjöld á landi og lágu þar í nokkra
daga, svo að þar voru löngum frá 10—14
tjöld í einu. Því gafst mér tækifæri til að
sjá háttu Eskimóa, þegar margir búa sam-
an; það var siður þeirra fyrmeir að færa
sig saman og búa í hverfum á veturna, en
nú er sá siður lagður niður; nú býr hver
sér, bæði vetur og sumar, og er langt á
milli bæjanna, jafnvel hátt upp í þing-
mannaleið.
(Frh.)
Pórduiiurnar í Elsasz
eftir
Fritz Sánger.
(Frh.).
Um miðjan dag leit út fyrir óveður. Þá
var uppi fótur og fit á öllum í sveitinni.
Allir þurftu að reyna að bjarga hveitinu
undan rigningunni. Elsa bauð þeim fyrsta
sem hún hitti, að hjálpa til við vinnuna og
var það fúslega þegið. Þegar vinnunni var
lokið og hveitið var komið undir þak, var
henni boðið að koma inn og borða mið-
degisverð.
Hún hefði getað fengið að vera þar kyr.
En þrátt fyrir óveðrið, heyrðust þangað við
og við fallbyssudunurnar.
Undir eins og óveðrinu slotaði, hélt hún
áfram ferð sinni, í áttina til Schwarzwalds-
fjallgarðsins. Áður en kvöld var komið, komst
hún að Qallgarðinum, en enginn vegur lá
yfir hann. Þá beygði hún út af veginum og
gekk niður í daJ, sem hún sá þar og kom
um kvöldið til þorpsins, þar sem móðir liðs-
foringjans bjó. Henni datt í hug að leita á
náðir hennar, en enn þá heyrði hún til fall-
byssnanna.
Dalurinn smáþrengdist, þorpin smámink-
uðu, og varð lengra og lengra á milli þeirra.
Fjöllin hækkuðu eftir því, sem innar dró
í dalinn, og skógurinn þéttist.
Hæðirnar smáfjölguðu milli hennar og
heimilisins. Það heyrðist minna og minna
til fallbyssuskotanna, og oft nam hún staðar
og hlustaði til þess að gera sér grein fyrir,
hvort það væri veruleiki eða ímyndun há-
vaðinn, sem hún heyrði úr fjarska. Það var
komið kvöld, þegar hún loks kom að þorpi
einu; það var eitt af þessum frægu fjalla-
þorpum í Schwarzwald. Þar sá hún hóp af
lítlum stúlkubörnum, 7 til 12 ára gömlum.
— Allar voru þær að pijóna og sungu við
vinnuna.
Elsa heyrði til þeirra úr Qarlægð. Söngur-
inn hafði miklu meiri áhrif á hana, heldur
en börnin, sem sungu og hlógu á milli.
Hláturinn var skær og hreinn. Það geta
engir hlegið þannig, nema börn.
Börnin hlupu til hennar undir eins og þau
sáu hana. Þau vissu ekki hvaðan á sig stóð
veðrið. Þau voru því ekki vön, að gestir
kæmu til þorpsins. Þau hniptu hvert í annað
og sögðu við Elsu: »Hefir þú vilst?«
Elsa leit á barnið, sá, að það var lítil
stúlka, með dökk augu; henni fanst hún
þekkja hana. Alt í einu skildi hún, hvað um
var að vera. Hjartað barðist í brjósti hennar.
»Hvar er faðir þinn?« spurði hún.
»Pabbi er i stríðinu«.
Elsa tók í öxlina á barninu; henni fanst,
að þetta gæti varla átt sér stað. »Hvað er
hann að gera í stríðinu?«
»Hann á að gæta þess, að vondir menn,
sem vilja gera okkur ilt, komist ekki yfir
Rín. Veistu hvar Rín er?«
»Já, eg veit hvar Rín er, og >eg veit líka
hvar stríðið er. En hvar er móðir þín?
Barnið benti á hús, sem var rétt hjá.
»Þarna situr hún«.
Þar sat kona á bekk. Hún hafði pott fyrir
framan sig með kartöflum í, og flesjaði þær.
Elsa leit á hana og þekti hana undir eins.
Hún slepti barninu, og hugsaði um, hvort
hún ætti að segja henni frá því, að hún
hefði séð föður hennar dauðan, liggja upp
við tré, og hafa myndina af henni í hendinni.
»Nei, eg get það ekki«, sagði Elsa lágt við
sjálfa sig. Hún lyfti upp barninu og kysti
það og tárin streymdu úr augum hennar.
Hún hélt áfram hröðum skrefum.
Það var komin nótt, þegar hún kom að
húsi lengst uppi i Schwarzwalds-íjöllunum.
Hún var mjög þreytt og svöng; það fann hún
best, þegar hún var komin inn í húsið og
nógur matur hafði verið borinn á borð fyrir
hana.
Sonurinn i húsinu var i hernum, og undir
eins og hún var vöknuð næsta morgun,
spurði fólkið hana spjörunum úr, hvað væri
að frétta af vígvellinum, hvort Þjóðverjar
hefðu mist marga menn o. s. frv.
Hún sagði frá öllu, eins og best vissi, og
allir fundu innilega sárt til meðaumkunar
með henni. Hún bafði leitað friðarins, en
þegar hún hafði sagt frá öllu, sem fyrir hana
hafði komið, hafði hún einnig raskað friði
fólksins í húsinu.
Hún bauðst til að vinna hjá fólkinu. Það
var þakksamlega þegið. Hún stundaði vinnu
sína svo vel sem hún gat, og reyndi jafn-
framt að sætta sig við þær hörmungar, sem
yfir hana höfðu dunið, en hún gleymdi þeim
ekki.
Stoller kom skyndilega heim eitt kvöld í
ágúst. Hann bafði ekki sannað sakleysi sitt.
Þvert á móti hefði hann vel mátt vita, að
hann var nógu sekur til þess að franski her-
rétturinn hefði getað sakfelt hann og látið
skjóta hann. En herrétturinn hafði ekki mátt
vera að að kveða upp dóminn. Eftir orustu
í nánd við Thann, höfðu Þjóðverjar náð öll-
um farangri frönsku liðsveitarinnar og þýsku
föngunum, og þar á meðal Stoller.
(Frh.)