Fréttir - 27.10.1915, Blaðsíða 2
106
F R É T Tjl R
[27. okt.
Vetrarseta með €skimóum.
Eftir Vilhjálm Stcfánsson.
(Frh.)
Margt skipið liggur þar sandi orpið, en
yfir ekkert þeirra hafa gengið slík auðnu-
brigði sem skrælingja-ferjuna Penelope.
Skipshöfnin hafði sig brott von bráðar til
sinna átthaga, en Stein gerði sér hús, þar
sem hann var kominn, og sat þar um vetur-
inn. Þar er nógur reki til eldiviðar, en ilt
til veiða fyrir ísum, þegar hausta fer. En í
sjálfum árósunum og austan megin þeirra,
er veitt á ísi allan veturinn bæði í net og á
dorg.
Á auðu veiða Eskimóar með þeim hætti,
að þeir festa annan enda nets við hæl á
landi, en ýta hinum endanum út með stöng
afarlangri, 60—80 feta. Fiskur er tregur
meðan nótt er björt, en landburður, þegar
dimma fer, sjóbirtingur, síld og fleiri tegundir.
Fjögur net voru til á okkar heimili, 60 feta
löng, og það kom fyrir, að við fengum 2—
3000 fiska á einni nóttu.
Kvenfólkið gerir að, undir eins og fiskur-
inn kemur á land, og kasar hann í gryfjum;
timburflekar eru hafðir yfir þeim til að verja
fiskinn fyrir hundum. Vertíðin byrjar
snemma sumars, og því vill verða ólykt úr
gryfjunum, þegar út á líður. En mörgum
Esldmóum þykír fiskur bestur, þegar farið
er að slá í hann, álíka og sumum annara
þjóða mönnum þykir góður stækur ostur
og úldið dýraket. Eg á kunningja, sem
hafa vanist á að boðra súrmjólk hjá hjarð-
mönnum í Asíu og engisprettur í Afriku,
og likt fór mér; þegar fram liðu stundir,
þótti mér hrár fiskur stórum betri úldinn
heldur en nýr.
í vetrarferð.
í byrjun Októhermánaðar fór að trjósa
á vötnum og víkum og brátt lagðist vetur-
inn að. Eg smávandist á háttu landsmanna;
í miðjum október lagði eg ullarfötin niður
og klæddist skinni frá hvirfli til ilja eins
og þarbornir Eskimóar. Eg saknaði aldrei
neins vetrarklæðnaðar, sem tíjðkast í siðuð-
um löndum, og sama sögðu sjófarendur,
sem eg hitti síðar og sátu þann vetur 30
mílum vestar á ströndinni. Til vetrarsetu
með Eskimóum i heimskautalöndum þurfa
hvítir menn engan viðurbúnað — ekki
neitt nema sæmilega heilsu.
Um miðja Októberm. kom hópur Eski-
móa ofan af landi og sögðu dýraveiði nóga.
Þeir kölluðust »Nana tóma« og áttu heima
fjórar þingmannaleiðir suður í landið i
Klettafjöllum, þar sem vötnum veitir vestur
til Yukon. tJað var afráðið, að við Hellu-
nesjungar skyldum senda tvo hundasleða til
þessara veiðimannabúða, með því að þeir
lofuðu okkur eins miklu dýrakjöti beinlausu,
eins og við gætum dregið með okkur, en
það er um 60 fjórðungar á hvern sleða með
6 hundum fyrir, þegar langt þarf að fara.
Mig fýsti vitanlega að fara þá för, til að
venjast vetrarferðum áður en hörkur legðust
að fyrir alvöru, með þvi að eg ætlaði þær
yfrið erviðar og hættulegar.
Margir hugsa, að ekki þurfi annað á sleða-
ferðum með hundum, heldur en að sitja
á sleðunum, veifa svipunni og láta hund-
ana hlaupa. Þetta kann að vera svo sum-
staðar í Labrador og umhverfis gullnám-
urnar í Alaska, þar sem stígar eru troðnir
og veitingahús við-hvern stíg. En norður
við haf er öðru máli að gegna og alstaðar
þar sem engin umferð er eða mannabygð.
Þar má ekki ætla hundunum að draga
meir en nauðsynlegan farangur og nesti og
ef í lausasnjó kemui eða nokkuð er á fót-
inn, verður að ýta á eftir og þykir gott, ef
ekki verður að beita sér fyrir sleðann og
draga jafnt og þétt.
Þessir veiðimenn áttu sleða sínavið Hellu-
nes frá því um vorið og voru komnir til
að sækja þá. Þeir höfðu fjóra og við tvo,
svo að sex voru sleðarnir, allir hlaðnir fiski
sem mest mátti. Færð var þung af lausa-
mjöll og því var ferðinni þann veg háttað,
að einn gekk á undan á þrúgum, en sleð-
arnir héldu í slóðina í halarófu og drógu
allir, bæði hundar og menn. Þá dagana var
sjaldan meiri kuldi en 19 gr. C. og mædd-
umst við af hita, er þungt var að draga í
ófærðinni.
Þegar fjöllin tóku við, fórum við þröngan
dal eftir árisi, því að öðru vísi verður ekki
komist um fjöllin; því varð leiðin krókótt
og sóttist seint. Oft urðum við að fara upp
á bakkana til að komast hjá vatnsuppgangi
á ísnurn. Árnar botnfrjósa í þetta sextíu
stiga frosti, en vatnið leitar á í hallanum og
flöir yfir ísinn og verður að gæta sín vand-
lega að reka ekki niðnr úr tvískinnungnum,
því þar af getur komið hættulegt kal.
Við fórum 10 mílur fyrsta daginn, héld-
um þó áfram í tima, og eftir átta daga
komumst við upp á hæstu brúnina; þá fór
að halla suður af og sóttist betur leiðin, og
9. daginn náðum við að kvöldi dags suður
að skálum veiðimannanna. Peir stóðu við
eina þverá ígulfljóts (Porcupine) nafnlausa,
í skógarlundi, líklega þeim nyrsta, sem til
er í þessari heimsálfu.
(Frh.)
Pórdunömar í Elsasz
eftir
Fritz Sánger.
(Frh.).
Nú bafði Schanni fengið upplýsingar, sem
hægt var að byggja á.
Hann fór sér ekki óðslega að neinu. Þegar
hann kom niður í dalinn, stóð hann stund-
um hálfan daginn á veginuin og spurði þá
sem fram hjá fóru, hvort þeir vissu ekki
neitt um stúlkuna.
Schanni var 12 daga á leiðinni, þangað til
hann fann þorpið þar sem Elsa var. Hún
hafði unnið baki brotnu ýmist úti eða inni
við. Þegar Schanni kom var hún úti við
vinnu sína. Hann þekti strax af lýsingunni
á klæðnaði hennar, að þetta mundi vera
Elsa, þó að hún hefði ekki látið uppi, hvað
hún héti.
Honum var boðið glas af vini og drakk
hann það með mestu ró, áður en hann fór
að leita liana uppi, þar sem hún var lijá
hinu vinnufólkinu.
Att í einu stóð hún frammi fyrir honum
og þau urðu bæði nærri því jafnhissa. Elsa
hafði viðarbagga á bakinu og körfu i hend-
inni. Hún nam staðar og rak upp stór augu.
Allar hinar hræðilegu endurminningar liðinna
daga stóðu henni alt í einu fyrir hugskots-
sjónum.
Schanni hafði fuflkoinið vald yfir sér. Elsa
var nærri því eins og hann hafði hugsað, að
eins þekti hann ekki þetta flóttalega augna-
tillit.
Hann vitdi segja eitthvað fallegt við hana.
»Faðir þinn biður að heilsa þér!«
Undrun hennar óx. »Pabbi —? Ert það
þú, Schanni?«
»Já, Elsa«.
»Hvar er pabbi?«
Schanni gekk nær henni. »Faðir þinn er
heima«.
»Heima? Á eg enn heimili?«
»Já, Elsa; allir i þorpinu, og þar á meðal
faðir þinn, bíða eftir þér«.
»En stríðið, Schanni? Þó að þorpið hafi
staðið þegar þú fórst, þá getur það nú verið
rústir einar«.
»Nei, Elsa; það er ekkerl stríð nálægt
þorpinu. Við rákum Frakka burtu, og faðir
þinn er kominn heim aftur og hefir nú gert
við það af húsinu, sem eyðilagðist við spreng-
inguna. Það er búið að jarða vinnumanninn.
Þú áttir að hugsa um leiðið hans, af því að
hann átti engan að, en þú hefir ekki gert
það, og þvi er það ekkert annað en moldar-
haugur. Það er líka leiðinlegt heimilislífið
heima hjá þér. Eg gæti ekki átt þar heima.
Faðir þinn sér aldrei glaðan dag og talar
varla við nokkurn mann«.
»Er þetta nú alt saman satt?« spurði hún
eins og barn, sem sögð hefir verið saga.
Það er alt eins og eg hefi sagt þér. Vín-
berin eru þegar þroskuð, og því er nú mikið
að vinna heima hjá þér. Manstu ekki hvað
þér þótti gaman við vínuppskeruna í fyrra?«
»Jú«, sagði Elsa stúrin á svipinn, »en þá
var Frans líka heima«.
Nú vissi Schanni þegar í stað hvað klukk-
an sló. »Frans var á svo góðum batavegi
þegar eg fór, að eg efast ekki um að hann
getur hjálpað til við uppskeruna«.
»Nú trúi eg þér ekki framar, Schanni;
Frans varð fyrir sprengikúlu og misti báða
fæturnar«.
»Hafi svo verið«, sagði Schanni rólegur,
»þá hlýtur hann að hafa fundið þá aftur og
grætt þá við; því að þegar eg sá hann síð-
ast, þá var hann á fótum, en stinghaltur og
gekk við staf, og lék við hvern sinn fingur«.
»Er þetta alveg satt, Schanni? »Mér var
sagt —«.
Schanni tók franskt dagblað upp úr tösku
sinni. »Þetta blað keypti eg þegar eg kom
til Sviss um daginn, lestu þessa grein!«
Hann benti henni á staðinn og Elsa las.
Þar var sagt frá því að Frakkar hefðu unnið
allan dalinn sem var hjá þorpinu í Vogesa-
fjöllunum. íbúarnir í þorpunum hefðu ráðist
á liðsveitirnar, og því hefðu öll þorpin í
dalnum verið lögð í eyði.
»Sagan um að fæturnir hafi verið skotnir
undan Frans, er víst álíka sönn og þessi
saga. Trúir þú mér ekki betur en lygafregn-
inni, sem þú fékst?«
Elsa leit á hann, og fann undir eins að
hann var henni vinveittur. »Jú, Schanni; eg
trúi öllu sem þú hefir sagt mér. Og eg fer
lieim með þér — heim til pabba«.
Það var orðið áliðið dags þegar þau komu
heim til þorpsins. Öll umferð var hætt um
göturnar og einungis á fáum stöðum logaði
ljós í húsunum, þó var ekki búið að slökkva
í »Vínviðnum«. Elsa herti gönguna þegar hún
sá að Ijós var í liúsinu. Hún fann ekki til
þreytu. Schanni kærði sig ekkert um að fylgj-
ast með henni. Hún gekk hægt inn í húsið,
og opnaði hljóðlega stoíudyrnar.
(Frh.)