Fréttir - 04.11.1915, Qupperneq 1
Ilúdegis-útgáta
Verð: 3 aurar.
34. tt>l.
Reykjavík, flmtu<laginn 4. nóvember.
1910.
m
f)
0
t)
£1
Símfréttir.
Kaupmannahöfn í dag.
Svartfellingar hafa unnid sijfur á Austurríkis-
niönnnm, tekiö 4 fallbyssur óg ÍOO fanga.
Étalir hafa náö l*od«oIa hæöum.
Rússar vinna enn nnkkuö á í Galizíu.
Dagurinn.
Háskólafyririestrar:
B.M.Ó.: Sólarljóð kl. 5—6.
J.J.: Verslunarsaga ísl. 7—8.
A.J.: Schiller kl. 9—10.
Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2.
Afmæli: Hólmfríður Valdimars-
dóttir, verslunarmær.
V eðurskeyti.
Veðrið í gær:
Loftv. |vindm.|| c; 0 >4 a 5
Vestm.eyjar Reykjavík. . Isafjörður. . Akureyri . . Grímsstaðir. Seyðisfj. . . Pórshöfn . . 770.1 76(5.2 768,8 769,3 731.5 768.6 766.1 V s SA NA O O 4 2 1 0 2 Regn Alsk. Léttsk. Skýjað Skýjað Skýjað Alsk. 5.3 3,7 4.4 4,0 -4-0,5 3,9 2,1
Veðrið 1 morgnn:
> s « a
0 .j c > X
Vestm eyjar 767,0 N 1 Alsk. + 5,2
Reykjavík. . 767,2 0 n +6,2
ísafjörður. . 763,7 SV 6 0 + 7,4
Akureyri . . 764,5 s 2 Léttsk. +5i°
Grímsstaðir. 727.8 Hálfh. -5-i,5
Seyðisíj. . . 764,5 O Heiðsk +4,6
Pórshöfn . . 764,1 V 3 Alsk. + 5‘2
Geymið blöðin. í nóvember-
lok fá allir geflns hina ágætu
Söguþætti Gísla Konráðssonar (bók-
hlöðuverð 75 au.) sem sýna á
afgreiðslunni að þeir eigi öll blöð-
in af Fréttum frá 21. tbl. og þar til.
Höfuðstaðurinn.
Skýrsla Hjálpræðlsherslns.
Síðastliðið ár hélt herinn hér
1254 samkomur trúarlegs efnis,
og hafa 47 813 manns sótt þær.
4700 manns hafa fengið gistingu
á hæli hersins og 579 máltíðir
hefir herinn gefið fátækum.
Dorkasbandið gaf fátækum börn-
um 125 flíkur og hjúkrunarkona
hersins hefir stundað 375 sjúkl-
inga alt endurgjaldslaust.
Sjálfsafneitunarvika
Hjálpræðishersins stendur nú
yfir.
Hófst 31. f. m. og er lokið 6.
Þ- m.
Þessa daga leitar herinn styrks
hjá bæjarmönnum.
Um sálarrann8óknir og trflar-
hugmyndir ætlar prófessor
Hairál'dur. NlélsVón að flyljá érindi
í Bárubúð á sunnudaginn kl. 5
e. h. Gerir hann þess grein í er-
indinu, hvernig sálarrannsóknir
síðustu tíma hafi þegar haft mikil
áhrif á skilning manna á ýmsum
helstu trúarhugmyndum kristn-
innar, og muni gera það enn meir,
er þekkingin á svo nefndum »dul-
arfullum fyrirbrigðum« eykst.
Bókmentasaga Grikkja.
Fyrirlestrar Bjarna docents eru
nú byrjaðir, var annar i röðinni
í gær. Fáir hafa verið áheyrend-
ur, en vonandi fer þeirn fjölgandi
þvi margt ér að græða á þeim.
Fyrirlesarinn talar upp úr sér en
les ekki af blöðum eins og ann-
ars er titt.
Pinglesin afsöl í dag.
1. Landsbankinn selur 20. f. m.
Viggó Jónssyni húseignina
nr. 22 við Bergstaðastræti.
2. Steinunn Stefánsdóttir selur
20. f. m. Landsbankanum
húseignina nr. 119 við Lauga-
veg.
3. Guðmundur Magnússon o. fl.
selja 28. f. m. Guðrúnu
Bergsson húseignina nr. 41
við Skólavörðustíg.
4. Erfingjar Guðjóns Jónssonar
málara selja 1. f. m. Gísla
Gíslasyni húseignina nr. 20A
við Skólavörðustíg.
5. Guðmundur Böðvarsson
selur 28. f. m. Reykjavíkur-
bæ 41,8 fermelra lóð við
vesturgafl hússins nr. 9 við
Grundarstíg.
6. Bæjarstjórnin makaskiftir 30.
f. in. við Engilbert Magnús-
son 26,2 fermetra lóð fyrir
37 fermetra lóð við Lindar-
götu 1 og gefur 27 krónur
á milli.
Follux
er enn í Noregi. Hafði orðið
bilun á vélinni og er nú til að-
^érðar.
Aðkomandi í bænnm:
Konráð Konráðsson læknir,
Nielsen kaupm. frá Eyrarbakka.
Pétur Oddsson, kaupm. í Bolung-
arvík, Jóhann Magnússon bóndi
á Hamri.
Flóra
fór frá Bergen i fyrradag.
Litla búðin
Með því nafni er nýopnuð tó-
baks- og sælgætis verslun í Þing-
holtsstræti 1.
Breyting á skipun launanefnd-
arinnar.
Launanefndin tók aftur til
starfa hér í höfuðstaðnum nú
um mánaðamótin. Jón Jónatans-
son á Ásgautsstöðum er kominn
að austan og Jósef Björnsson al-
þm. að norðan. En Pétur á
Gautlöndum vantaði. Stjórn Kaup-
félags þingeyinga synjaði honum
um leyfi til þess að vinna frekar
að störfum nefndarinnar, enda
hafði hún aldrei gefið samþykki
sitt til þess, að hann tæki þar
sæti. Varð því sá endir á, að
Pétur varð nú að segja sig úr
nefndinni, eða þá að hætta for-
mensku Kaupfélagsins — og kaus
hann hið fyrra.
Landsstjórnin hefir skipað Hall-
dór Daníelsson yfirdómara i stað
Péturs og tekur hann þegar til
starfa.
Auk þessara þriggja, sem þegar
er getið, eiga þeir sæti i nefnd-
inni Jón Magnússon bæjarfógeti
og Skúli Thoroddsen alþm.
Ogautan.
Nýr Breiðafjarðarbátur.
Breiðfirðingar ern nú í þann
vcginti að köma sfér up'p nýjum
Rliklar birgöir af
Coopers bailyjum
hjá
G. Gíslason &. Hay
Reykjavík.
bát til umferðar þar um flóann.
— Það er mótorbátur allstór,
75—85 smálestir brúttó, og er
vélin með ca. 90 hestöflum. Yfir-
bygging er á bátnum og nokkuð
farþegapláss.
Báturinn er smíðaður í Khöfn
undir umsjón Nielsens fram-
kvæmdarstjóra. Skipstjóri er ráð-
inn Oddur Valentínusson, og fer
hann líklega út í mars til að
sækja bátinn.
Báturinn er eign hlutafélags, en
væntanlega verður ferðunum hald-
ið uppi með styrk úr landssjóði.
Undanfarin ár hafa ýms skip
verið leigð til þessara ferða á
Breiðafirði, en oft hafa þau verið
ófullnægjandi.
Flutningur um flóann er mjög
mikill vegna þess að önnur skip
fara sjaldan lengra inn á Breiða-
fjörð en í Stykkishólm. Vonandi
bætir þessi bátur úr brýnustu
samgönguþörfunum þeirra Breið-
inga.
Utan aj lanði.
Hey úti. Hingað kom í gær
Páll Ólafsson bóndi á Heiði í
Mýrdal. Segir hann haustið hafa
verið mjög votviðrasamt þar
eystra, einkum í Austur-Mýrdal.
I Hafa ekki komið nema tveir
þurrviðrisdagar þar síðan um
höfuðdag og eru mikil hey úti
enn.
Austur á Síðu hefir verið held-
ur skárra, en þó eru þar einnig
hey úti. Slætti var þó ekki lokið
síðar en vant er.
Páll H. Gislason kaupmaður
sendi héðan vélarbát fyrir tveim
dögum til Eyrarbakka með 50
smálestir af vörum. Báturinn
komst austur heilu og höldnu.
Á átjánda þúsund fjár hefir ver-
ið slátrað í Borgarnesi í haust.
Séra Bjarna Einarssyni sóknar-
presti í l’ykkvabæjarklausturs-
prestakalli var veitt iausn frá
embætti 26. f, m., er það frá næstu
fardögum að teija.
t .. ,