Fréttir - 04.11.1915, Side 3
.4 nóv.]
FRÉTTIR
143
)OOCXXX)OOOIOIOOOOOOOOOOOC
FRÉTTIR
koma út á hádegi hvern dag.
Ritstjóri: Elnar Gunnarsson.
Hittist daglega heima (Laufásv.
17) kl. 3—4. Sími 528.
Afgreiðslan er f Aðalstræti 8
uppi, gegnt )>Reykjavíkurkaffl«,
opin kl. 11—3 og 4—6. Sími 529.
Auglýsingar má afhenda
i afgreiðsluna eða í prentsm.
Gutenberg, Sími 47í. Einnig er
tekið við smáauglýsingum (gegn
borgun) virka daga:
í tóbaksbúð R. Levi’s. til kl. 11
síðd. og verzl. Kaupangi til kl.
8 siðdegis.
iio 000000000008
„NAP0LE0N“ heitir besti vindiliinn
fæst í LIVERPOOL. Reynið hann.
Massagelæknir
Guðm. Pétursson.
Heima kl. 6—8 e. m. Simi 394.
Garðastræti 4 (uppi).
Massage • Rafmagn - Böð - Sjúkraleikfimi.
Brúkuð
islensk Jrimerki
keypt hæsta verði á
Prakkastíg- 7.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
X Naumastofa %
X V örtihússins. X
X Karlmamifatnadir best saumaðir. X
X B°st efni. Fljótnst afgreiðsla. ♦
♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦
Kækui*.
Gunnar Gunnarsson: Ormarr
Örlygsson, 8 blbr., 132 bls. og
Danska frúin á Hofi, 8 blbr.,
123 bls. — Reykjavík 1915. —
Bókaverslun Sigurðar Krist-
jánssonar.
Eigi er það sök Gunnars Gunn-
arssonar, að bækur hans hafa
eigi komið fyrr út á íslensku en
á öðru máli. Hinu er um að
kenna, að nýjum höfundum er
tekið svo illa hér, að bóksalar
þora eigi að leggja í útgáfukostn-
aðinn. En vonandi verður það
nú hættulaust, úr því að Danir
hafa viðurkent manninn. Er það
vel að liann nýtur einhverra að.
það er naumast rétt, sem sést
hefir hér í blöðum, að hér sé urn
þýðingar að ræða. Því að eg
þykist þess fullviss, að höf. hafi
frumritað bækurnar á islensku,
skrifað þær jafnhliða á íslensku
og dönsku.
Sögur þessar eru þegar kunnar
almenningi af umtali blaðnnna
um dönsku útgáfuna, og þarf því
eigi að fjölyrða um þær hér. Eg
vil þó láta þess getið, að sögur
þessar hafa mjög marga kosti
fram yfir fjöldan af þeim skáld-
sögum, sem koma nú út. Eink-
um má geta þess, að þær halda
lesöndum vel vakandi bæði sakir
þess, að efnið er að mörgu ný-
stárlegt og frásögnin góð. Líkist
stíll höf. að mörgu leyti Hall
Caine. Lesandinn íinnur og ljóst,
að höf. er mikið niðri fyrir og
að hann skrifar til þess, að láta
aðra menn sjá það, sem þar býr,
en eigi til þess eins, að fá rit-
laun. Kostir þessir koma ljóslega
fram í þessum tveim sögum, en
þó mest og best í þriðju sög-
unni úr þessum ættarsögnum,
Gesti einej'gða. Almenningur þarf
að eignast þessar bækur og geyma
þær, því að þær þola vel meira
en eiun lestur.
B. J. f. V.
Eftir Amazonfljóti
frá upptökum til ósa.
(Frh.)
Að morgni hins níunda dags
gengum við upp á liáa fjallsbrún;
þaðan var vitt útsýni og lituð-
umst við um þaðan. Komum
við þá auga á mýrlenda sléttu
suðaustur frá því svæði, sem við
höfðum farið um. Við urðum
að fara i hátfhring fyrir dálitla
jökulbreiðu til að komast þangað.
Þegar við komurn í náttstað að
kvöldi, hafði sá hópur sem haldið
hafði í norðvestur, þá sögu að
segja, að hann héldi að hann
hefði fundið upptökin. Eftir sögu
þeirra að dæma hélt eg aö þeir
hefðu fundið upptökin og lofaði
þeim að við skjddum allir halda
þangað að morgni.
Við vorum venju fremur glaðir
þegar við settumst að snæðingi
um kvöldið. Við þóttumst hafa
himinn höndum tekið, jafnvel þó
við hefðum ekki nema veika von
um að dvölin á þéssum óvist-
lega stað væri bráðum á enda.
Upptök Amazon fljótsins.
Við höfðum stöðugt gætur á
loftvoginni, en þegar við litum
síðast á hana um kvöldið, sáust
engin merki þess, að veðurbreyting
væri í nánd. Næsta morgun vor-
um við snemma á ferli, lögðum
áhöldin á bakið og lögðum á stað
áleiðis þangað sem ferðinni var
heitið; staðurinn var á að giska
í tveggja mílna fjarlægð. For-
ingjar fararinnar, þeir sem komið
höfðu þar daginn áður, bentu
okkur á ofurlítið stöðuvatn eða
tjörn. Úr henni runnu tvær
smásprænur til suðurs og runnu
út í mýrarblett sem var þakinn
hávöxnu stargresi. Þótt tjörnin
væri á fjalls öxl, sáum við þó
strax að hún hafði ekkert af-
rensli vestur á bóginn og þar gat
Vilcanota ekki haft upptök sín.
Við skiftum okkur því og fórum
saman tveir og tveir til að kanna
umhverfið. Eftir litla stund köll-
uðu tveir af félögum okkar í á-
kafa og eg flýtti mér til þeirra.
þeir stóðu skamt hver frá öðr-
um og störðu á litla tjörn á dá-
litlum rana, en á bak við var
fjallið jökli hulið. Engin minsta
bára sást á tjörninni og hvergi
vottaði fyrir afrensli. En þegar
betur var aðgætt, seitlaði vatn í
gegnum urðina við vestur bakk-
ann og í hundrað faðma fjarlægð
mátti vel heyra óminn af kvik-
andi vatnsæðum. Hér voru etstu
upptök, hér var vagga hins kvik-
andi fljóts.
(Frh.)
JÓII Quðnason
cand. theol.
Laugaveg 33
kennir ormku, þýsku o. fl.
Heima kl. 4-5 og eftir 8 á kvöldin.
Frá Belg’íu.
Briissel i júni 1915.
Það eru nú liðnir tíu mánuðir síðan
Belgía, eða mestur hluti hennar, komst
undir yfirráð Újóðverja. Það er því eigi
fjarri Vegi, að gefa dálítið yfirlit yfir þá at-
burði, er síðan hafa gerst, og markað hafa
svo mikilvæg Spor í sögu þessa lands.
Pegar Pjóðverjar tóku Belgiu herskildi
í fyrra mun varla nokkur Belgi hafa trúað
þvi, að þeir gætu haldið henni svo lengi,
sem raun er á orðin. Sú trú, að Þjóðverj-
ai’ mundu brátt verða reknir burt úr land-
inu, gerði það og að verkum, að þeir báru
harm sinn betur þá en þeir gera nú. Flestir
Belgir höfðu í byrjun stríðsins þá föstu
sannfæringu, að hið sterka Vígi þeirra, Ant-
NVerpen, mundi standasi umsát og árásir
niánujjum saman> Qg þegar hún var fallin
1U u þeir því fastlega, að bandamenn
inundu bráðlega hrekja Þjóðverja burtu
þaðan. eru þejr komnjr Dfan af
þvi. Nú trúa þeir þvi tæþlega lengtir, að
107
slík undur og kraftaverk geti gerst. En
lausnar vænta þeir samt, og ætla að hún
muni koma frá Ítalíu. Þeir trúa því statt
og stöðugt, að skamt muni höggva í milli,
eftir að Italía hefir gripið inn í stríðið, —
þá muni Belgía íljótt ná sínu fyrra frelsi.
Petta er nú tíðasta umræðuefnið hér meðal
Belga, og fæslir Pjóðverjar munu gera sér
mikið far um að svifta þá þeim sælu von-
um. Pað mundi heldur ekki takast. Menn
eru oft svo ótrúlega staðfastir í trúnni á
það, sem þeir vona. — Alþýða manna í
Belgíu hefir verið glapin og gint alla tíð
síðan stríðið byrjaði, og þá fyrst rankar
hún við sér aftur, er leiðtogar hennar setja
sér að verkefni, að útrýma öllum þeim
heimskulegu og röngu kenningum, er þeir
undanfarið hafa básúnað út um alt.
í Brússelarblaðinu »Le Bruxellois« kom
nýlega út grein eftir frægan háskólakennara
um þetta efni. Þessi lærði maður tekur
sérstaklega til meðferðar slúðursögurnar,
sem menn fylla hver annan með á götu-
hornunum, og síðan breiðast út um alla
borgina með sama hraða og eldur um sinu.
Hann segir að nýlega hafi í nágrenni við
sig sú fregn gengið fjöllunum hærra, að
Þjóðverjar væru að hörfa til baka; það væri
þegar búið að hrekja þá til Enghien. Það
fylgdi með að ekki væri að marka þó að
108
þessa væri ekki getið í blöðum eða aug-
lýsingum Þjóðverja; satt væri það eigi að
síður. Og það átti að vera sannfrétt, að
Frakkar og Englendingar væru búnir að
leggja undir sig Brabant-héraðið. Það er
óþarfi að bæta því við, að engin minsta á-
tylla var fyrir þessu, og að því eigi að síð-
ur var trúað eins og nýju neti, — eins og
líka gleðisvípurinn á andliti manna næstu
daga á eftir bar vott um. En þegar þeir
svo fengu vissu fyrir því, að þeir hefðu
hlaupið e tir Iygafregnum, þá var svo sem
ekki að sj i á þeim nein hrygðarmerki. Þeir
sögðu bai a að þetta hefði »farið milli mála«.
Það sem gefur þessum lygasögum mestan
byrundirvængi, eru flugritog prentaðir blaða-
sneplar, fullir af allskonar kynjasögum, sem
laumað er út meðal fólksins. Margar af
þeim sögum stafa frá frönskum blöðum,
svo sem »Figaro« og »Matin«. Það eru á-
takanlega fjarstæðar sagnir af hugleysi, svik-
semi og grimd þýsku hermannanna og
öðru slíku.
En þrátt fyrir alt þetta hefir þýska stjórn-
in i Belgiu gert alt sem i hennar valdi
stendur, til þess að koma öllu aftur í reglu-
legt horf. — Landsstjórnin hefir skipað
nefnd manna, sem eiga að reyna að finna
ráð til þess að reisa úr rústum fjárhag og
atvinnuvegi Belgíu. Núna sfðtistu mánuð-