Fréttir - 31.12.1915, Blaðsíða 2
368
FRÉTTIR
[31. d«c.
íslensku símamennirnir.
Eftir
H. de Vere Stacpoole.
(Frh ).
Magnús setti hljóðan. Skyldi það vera Svala?
Gat hún hafa breyzt svona á hálfu þriðja ári?
Stúlkan, sem hann skildi við, var í peysuföt-
um, ung og óframfæiin og sannarlegt af-
sprengi þjóðar sinnar, sem leit út fyrir að
verða imynd kvenlegrar fegurðar með aldrin-
um. En þessi stúlka í bátnum var einhver
hefðarmær.
Hann sá, þólt báturinn væri enn i nokk-
urri fjarlægð, að þessi prúðbúni kvenmaðnr
gat ómögulega veríð Svala. Hann varð enn
sannfæiðari um þetta þegar báturinn kom
nær. Hann gat ekki séð framan í hana af
því að hún var með barðastóran hatt, en
hann þurfti ekki annað en að sjá limaburð-
inn og búninginn. Annaðhvort var þetta út-
lend ferðakona, sem ætlaði að halda áleiðis
með »Botníu« eða þá einhver »dama« úr
Reykjavík.
Báturinn lagði nú að stiganum og fólkið
gekk upp úr honum. Það fór sér hægt, því
að það varð alt af að vera að taka undir
kveðjur kunningjanna, sem lutu yfir há-
stokkinn.
Fyrstir komu nokkrir sjómenn með körf-
ur og ætluðu þeir eitthvað vestur á firðina.
Rar næst kom fylgdarmaður, sem skimaði
um alt eftir ferðalang þeim, er hafði simað
til hans frá Reykjavik, og loksins kom Stefán
Gunnarsson.
Stefán var hár maður vexti og hér um bil
hálf-sjötugur. Hann var svartskeggjaður, og
minti höfuð og andlit helst á spámenn Gyð-
inga. En höfuð þetta hafði ekki annað að
geyma* en framúrskarandi þrályndi, fyrir-
taks vit á laxi og fáeinar torskildar vísur úr
fornsögunum.
Þetta þrályndi hans hefði oftlega orðið
Frá Póllandí.
229
ástæðum sem og ákvörðunum og aðgerðum
yfirherstjórnarinnar.
Hver sem les i kvöldblöðunum hinar
reglubundnu dagskipanir yfirherstjórnarinn-
ar, getur naumlega ímyndað sér hve undur-
samlegt og óskiljanlegt það er, að hann skuli
hafa þarna fyrir augunum á prenli öll ein-
stök atriði hinna fjarlægu viðburða svo að
segja á sömu stundu, sem þeir gerast. Það
er ekki auðið að láta veraldarsöguna skrifa
sig sjálfa jafnóðum sem atburðirnir gerast
nema með inni ítrustu kostgæfni og árvekni.
Sumarmánuðirnir liðu og fóru leið sína
eins og Rússarnir. Það var ekkert áhlaupa-
verk að hirða akrana jafnóðum og þeir
náðust og herinn var á fleygiferð. Verður
það afreksverk nóg í búnaðarkafla í sögu
styrjaldarinnar. Þar sem hinir flýjandi fjand-
menn höfðu ekki getað brent jarðargróðan
til ösku eða eytt honum á annan hátt, þar
höfðu þeir að minsta kosti flutt með sér
uppskeruáhöldin og jarðyrkjuvélarnar, eða
mölvað þau í sundur eða sökt þeim í fen.
Einnig var algerður skortur á verkafólki,
þvi að landslýðurinn var allur á burt. Hvað
var þá til ráða? Það vóru myndaðar Iand-
búnaðarnefndir undir handleiðslu búfróðra
berforingja og embættismanna og þær tindu
honum að fótakefli, ef hann hefði ekki notið
konu sinnar, þvt að henni átti hann alla
sína velgengni að þakka, eins og margur, en
nú var hún dáin fyrir nokkrum árum.
Stefán kom strax auga á Magnús og heils-
aði honum, án þess að brosa við honum —
hann brosti aldrei —, en svo alúðlega, að
það var hverju brosi betra. Magnús tók
undir kveðjuna eins og feiminn skólapiltur,
því að hann varð alveg utan við sig, þegar
liann sá ungu stúlkuna bak við hann.
Víst var það Svala!
Hann -sá það undir eins, þegar hún stóð
þarna fyrir framan hann, enda þótt hún
væri jafn-ólík stúlkunni, sem hann mundi
eftir, og fullorðin æðarkolla er nýskriðnum
unga. Andlitið var mjög frítt, dálítið úti-
tekið, einbeitt á svipinn og viðkvæmt.
En það, sem öllum fanst mest um, var
munnurinn.
Það var ósveigður Amorsbogi, í stærra
lagi og varirnar þrýstnar, eins og þær væru
mótaðar af guðinnblásnum myndhöggvara
og hefði getað valdið jafDvel helgum mönn-
um þungra drauma ^og gert þá æra og ör-
vita at löngun til að kyssa hann.
Það sást að eins á dökt hárið útundan
stráhattinum, en líkami^hennar var ítur-
vaxinn og yndislegur og naut sín vel í dökk-
gráa, nærskorna kjólnum, sem hún var í.
Ekki bar hún glófa og?|voru hendurnar
freknóttar, en mjallhvítar og þriflegar.
Allur framgangur hennar vaF' þannig, að
Magnúsi féll allur ketill í eld. Hún hafði feng-
ið á sig hefðarkonu snið að öllu leyti og
bar sig hið tígulegasta bæði að klæðnaði og
látbragði, svo að hún til heyrði auðsjáanlega
alt annari mannfélagsstétt en hann.
»Það gleður mig að sjá þig aftur«, sagði
Stefán, »og mér er sagt, að þér hafi farnast
vel. Þú sérð, að Svala er líka komin til að
heilsa þér«.
Hann vék sér dálítið til hliðar og Svala
rétti honum höndina brosandi.
»Velkominn heim til Skarðsstöðvarl« sagði
230
saman það sem til var af ljáum, sigðum,
herfum og þreskivélum, steyptu upp aftur
og gerðu við það sem skemt var, en út-
veguðu hundruðum og þúsundum saman
það sem á vantaði og var það flutt til þeirra
á nýjum herflutningabrautum. Innan skams
mátti líta heila hópa af herteknum Rússum
ganga út á akrana sem friðsama verkamenn.
Gufuvélarnar gleyptu í sig öxin og þeyttu
frá sér korninu, en myllurnar, knúðar af
eim og vindi, tóku að hreifa hina ryðguðu
hjólása á ný og hluta sundur kornið. Skamt
þar frá lagði reykinn allan sólarhringinn úr
baksturofnunum, er fyltu forðabúrin með
rúgbrauði og seinna með hveitibrauði, er í
fyrstunni vóru bökuð úr hveiti til helminga,
þar næst að þremur fjórðu og að síðustu
úr tómu hveiti. Þurftu nú mötulestirnar
ekki að fara langar leiðir til brauðfanga,
því að þær gátu nú tekið úr forðabúrunum
i grendinni matvöru þá, sem þýzkir fram-
leiðendur höíðu unnið úr pólskum jarðvegi
með rússneskum vinnukrafti og sendu hana
síðan í allar áttir til hersins.
Nú er farið að hausta og veiðimennirnir
sveima um hænsagarða höfðingjasetranna,
slétturnar og skógana og loftið kveður við
hún. »Alt af gefur þér jafnvel. Manstu það,
að þegar við fórum á sjó saman, þá var alt
af gott veður þá dagana, sem þú valdir?«
Það fór mesta feimnin af Magnúsi þegar
hann þrýsti hönd hennar, en ekki glaðnaði
neitt yfir honum.
»Já, þá var nú gaman að Iifa«, sagði hann.
»Eg vona að fiskurinn sé eins og hann var,
eða er ekki svo? En hérna er með mér vin-
ur minn, Eiríkur Eiríksson, Helgasonar i
Reykjavík«.
Eiríkur heilsaði þeim feðginum.
Nú talast menn við á íslandi um langar
leiðir. Þegar maður stendur fyrir utan síma-
stöðina í Reykjavík og lítur upp í loftið, þá
skyldi maður ætla, að maður væri kominn
til Chicago, slíkur aragrúi sem þar er af
símaþráðum, því að héðan eru símasambönd
við bæi, þorp og kaupstaði út um alt land.
Stefán vissi vel um þá félaga, því að dag-
inn áður hafði fógetinn talað við hann i tíu
mínútur eða lengur, og enda þótt hann væri
ekki einu í þeirra hóp, sem tilbiðja auðvaldið,
þá heilsaði hann Eiríki ekki óhlýlegar fyrir
það, að hann var maður vel efnum búinn.
En fyrir Svölu var það svo, að í fyrstu
var hún hrifin af vexti og vænleik þessa
íturmennis, en því næst greip hana tilfinning,
sem hún hafði uldrei orðið vör við áður í
nærvist karlmanna — henni fanst einhvern
veginn, að þarna væri andstæðing að mæta.
(Frh.).
í friðaráttina.
Danskur blaðamaður átti í f. m. tal við
ritstjóra austurríska blaðsins »Neues Wiener
Tageblatt«, Wilhelm Singer. Er Singer rit-
stjóri mjög mikilsmetinn maður og for-
maður »alþjóðabandalags blaðamanna«.
Singer ritstjóri kvað upp úr með það í
blaði sínu í haust, að hann æskti friðar
231
af skothríðinni. Koma þeir sigri hrósandi
til hersveitanna með afla sinn, akurhæns,
héra og hirti og eru kafrjóðir af kuldanum,
hreyfmgunni og veiði-áhuganum.
(»Hamburger Fremdenblatk.)