Fréttir

Tölublað

Fréttir - 31.12.1915, Blaðsíða 4

Fréttir - 31.12.1915, Blaðsíða 4
970 FRETTIR [31. d«s. Framtíðarsamband Þýskalands og Austurríkis. Nú fyrir nokkru komu ýmsir verslunarfróðustu menn Þýska- lands og Austurrikis saman á fund í Vínarborg til þess að ræða um hagsmunasamband þessara rikja i framtíðinni. Fundur þessi hefir vakið allmikla athygli víða erlendis og þykjast menn nú sjá, að hér sé verið að stíga fyrsta framkvæmdaskrefið í þá átt, að gera Þýskaland og Austurríki- Ungverjaland að einni germanskri heild. Þessi hugmynd, að mynda nán- ara samband milli þessara ríkja, hefir verið á döfinni alla tíð síð- an striðið hófst. Hefir mikið verið um hana rætt i þýskum og austurískum blöðum, og jafn- vel verið ritaðar um hana stórar bækur. En upptök sin á hún að rekja til þess bróðurhugar, sem stríðið hefir myndað milli þjóðanna og eins til þess að menn þykjast sjá, að eigi muni fjandskapareldur óvinaþjóðanna útdauður, þótt vopnin verði lögð niður. En vitanlega er mjög erfitt að koma þessari hugmynd í fram- kvæmd, svo að eigi sé hagsmunum annarshvors ríkisins hætt, og þá einkum Austurríkis, er stendur Þýskalandi að baki í flestum verklegum efnum. Ef svo fer, sem menn giska helst á, að fyrsta sporið í þessa átt verði það, að koma á tollsambandi milli ríkj- anna, þá má vera vel um búið, því þess er að gæta, að í Aust- urriki ægir saman mörgum þjóð- flokkum, sem eigi er víst að kynnu vel svo nánu sambandi við Þýskaland, þó að barist hafi þeir ötullega við þess hlið í ófriðnum. Annars hafa miðveldin svo oft vakið undrun manna með dugn- aði sínum í þessum ófriði, að engan skyldi kynja, þótt þau fengju yfirstigið alla þá örðug- leika, sem tálma öruggu sam- bandi milli þeirra. n. FRÉTTIR koma út á hádegi hvern dag. Ritstjóri: Elnar Gunnarsson. Hittist daglega heima (Laufásv. 17) kl. 3—4. Simi 528. Afgreiðslan er á Laufásvegi 17, opin kl. 10—10. Sími 528. Auglýsingar má athenda i afgreiðsluna eða i prentsm. Gutenberg, Sími 471. Einnig er tekið við smáauglýsingum (gegn borgun) virka daga: í tóbaksbúð R. Leví’s. til kl. 11 síðd. og verzl. Kaupangi til kl. 8 síðdegis. Sími 528 Sölutorgið Sími 528 Minsta angl/sing'averð 15 anr. einn sinni; kr. 1,50 80 sinnnm. Rúm fyrir tvo, samandregið, selst með tækifærisverði. Afgr. v. á. Rjúpnabyssa ágæt til sölu með góðu verði. Afgr. v. á. lúda, ýsa og karíi og NÍld söltuð og reykt til sölu. Semja ber við B S. Kjarval, Kirkjustræti 8 B. Leiftur fást á afgr. Frétta.— Send eftir pöntun. Sími 528. Veggmyndir margar ljómandi falleg- ar tegundir, fást mjög ódýrt. Afgr. v. á. Reykingaborð, besta nýárs gjöf fæst með tækifærisverði. Afgr. v. á. f II Vandað silki i slifði og svuntur nýkomið i BÁRUBÚÐ. ■------------------------------II Fiðla sérlega góð fæst með gjaf- verði. Afgr. v. á. Orgel, píano, fiðla, grammófón, guitar og klarinett til sölu með sérstöku tækifærisverði á Lauga- veg 22; ýmsar nótnabækur til sölu á sama stað. „NAP0LE0N“ heitir besti vindillinn fæst i LIVERP00L. Reynið hann. Sjakketföt á tæplega meðalmann fást afaródýr. Afgr. v. á. Fuglabyssa óskast til kaups. Afgr. v. á. Divan tvífóðraður sérlega góður til sölu mjög ódýr. Afgr. v. á. Steinolian er ávalt ódýrust í stór- um og smáum kaupum í versl- uninni »Von«. Hingad setja. menn tmð sem þeir vilja soekja. menn J>að sem þeir vilja kaupn. Etfgert Claessen, yfirréltarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—II og 4—5. Sími 16. Bogi Brynfólfsnon yflrrétturmálaflutning'Hmadur. Skrifstofa Aöalstræti 6 (uppi). Tals. 250 Skrifstofutími frá kl. 12—1 og4—6síðd. ijrúkuð íslensk jrímerki keypt hæsta verði á FRAKKASTÍG 7. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ Glamlar og nýjar ♦ J sögu* <>s frædibæk> ^ ^ ur, innlendar og erlend- + ♦ ar, eru seldar með 10— ♦ ♦ 75°/o afslætti í Bókabúð- J | inni á Laugave^l *5Í. ^ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ 1000 nýárs-kort mjög fjölbreitt úrval, fæst með gjafverði. Afgr. v. á. Karlmannaföt, nærri ný fást með gjafverði. Afgr. v. á. Divan-beddi nýr til leigu. Afgr. v. á. Dyratjald úr perluþráðum, mjög skrautlegt, til sölu með lágu verði. Afgr. v. á. Myndastyttur, veggmyndir, o. fl. er best og ódýrast í mynda- versluninni á Laugav. 1. Sófi, borð, stólar til sölu með tækifærisverði. Afgr. v. á. Gasnetin með kórónumerkinu endast best. Fást hjá Jónasi Guðmundssyni, Laugaveg 33. Sími 342. 235 hesku liðsforingja, tjöldin tætt niður og hina óttasiegnu hermenn flýjandi yfir brúna í skjól fjallanna. Fjöllin eru mjög tilkomumikil og leikur um þau hvitleitur úðinn úr fljótinu, en upp úr honum mæna hamrar, klettar og tindar i blárri móðu, eins og þau hefðu verið lit- uð í sterkum lit. Þessi litblær sézt aldrei á Qöllunum þegar norðar dregur. Yíir þessu öllu svífa skýin á heiðtæru vesturloftinu og ér líkast þvi, sem snjórinn á allraefstu fjallatindunum spegli sig i þeim. Heyrist nú skothríðin án aíláts gegnum móðu þessa, einkum til fótgönguliðsins, en fjöllin norðan til i dalnum taka undir, rétt eins og bardag- inn stæði þar líka. Sækja sumir fram, en aðrir hopa undan eins og á leiksviði í leiks- lok. Týnir þar margur lífi sínu í þessum hildar- og heljar-leik og skilur eftir ástvini og ættingja. Annars er það merkilegt hvað daglega lífið og glaðværð þess hefir getað haldist ósnortið af hinni geigvænlegu alvöru alt í kring. Þarna sé eg nú t. d. þrjá serbneska stráka, sem eru að totta fyrstu vindlingana sína og hafa sjálfsagt fundið þá einhversstað- ar innan um herbúðirnar. Þarna eru tvær stúlkur i marglitum röndóttum kjóium, að sækja vatn i ána og bera vatnsföturnar í herðatré. 236 Mér verður gengið ofan að ánni. Þar eru þýzkir dátar að sundleggja hesta sína. Situr einn á baki og teymir hest við hlið sér, Þar eru serbneskar konur að þvo ull- arþvott og standa úti i vatninu upp i hné. Það er líka bezt að standa hér í mölinni og baða hendurnar i straumnum til þess að geta fundið »anda« fljótsins og áttað sig á hlýjunni, sem er í veðrinu um þetta leyti árs. Hér hafa Tyrkir og Serbar borist á banaspjótum fyrir 600 árum]og um það leyfi leið hið mikla serbneska keisaradæmi undir lok, en hverning hér verður umhorfs eftir 600 ár — það veit enginn. Nú, á þessum tímum, eru þýzkir hermenn að sundleggja hesta sína i fljótinu. Það eru hetjuliðar nú- tímans, sjálfsagt skyldir hinum eldri, jafn Ijósir á hár og skegg og jafn útiteknir og langt frá heimilum sínum í ókunnum lönd- um. — En nú ganga þeir ekki á mála og lifa engu ævintýralífi. Nú þjóna þeir hinu mikla föðurlandi og fylgja heilagri köllun sinni, líða skort á mörgu, leggja lífið í söl- urnar og fá ekkert að launum nema með- vitundina um það, að hafa stutt og eflt hina sameiginlegu framtíðarhugsjón Þýzka- lands. Nú heyrist söngur hermanna, sem eru að leggja aí stað úr hýbýlum sínum til fram- hersins, en landsmenn koma út í dyrnar 237 og hlusta á þá álengdar. Þeir hafa líka hraustum mönnum á að skipa, en horfa þó undrandi á þessa fjörlegu og vasklegu norðanmenn. Nú svífur flugvél niður eins og hvítur blettur á bláum undirlit, fleigir frá sér bréfi, hefur sig upp aftur og held- ur síðan til óvinanna á ný. Brúarsmiðirnir eru að gera við trébrúna, sem hvílir flöt á sjö slólpum í ánni, og heyrast hamarshöggin innan um byssu- skotin. Serbar hafa sprengt brúna og að- gerðin er ekki nema hálfnuð, en nú má ekki bíða, því að hersveitir og herfylki þurfa að komast yíir um. Eru fylkingarn- ar svo þéttskipaðar, að hvergi bregður góm- stórum ljósum»bletti fyrir í þessari dökkleitu mannaröð. Það er eins og ólgan og æðis- gangurinn frá bardögum fram hersins berist alla leið hingað og Þjóðverjar elta Serba um holt og hæðir, dældir og dali með þess- um feikna hraða, sem einkennir þetta serb- neske strið. Þegar orusta er úti á einum stað, þá er eins ogauðnin, sem eftir verður, dragi að sér heila herskara og óteljandi manngrúa með einhverju heljaraíli og knýi þá áfram til nýrra viðureignar. Ef maður stendur fyrir neðan brúna og horfir upp á við, þá verður maðar ekki eins var við þennan ílýti á mönnum og skepnum og standi maður við brúarsporðinn, þá sýnast

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.