Fréttir - 26.03.1916, Side 3
[26. mars.
FRÉTTIR
475
Frosin ýsa
fæst'nú daglega i Ísliusí
Jóns Zoéga,
iími 128. Bankastræti. Sími 128.
F'i*æ og Úlsírði
sel eg eins og undanfarin ár. Svo sem:
Grasfræ, Gulrófnafræ, Fóðurrófnafræ, Blómfræ.
Allskonar Matjurtafræ og Útsæðiskartöflur, sem reynsla er fengin
fyrir að eru fljótvaxnar, liarðgerðar og uppsberuríkar.
Verð 8 kr. pr. 50 kgr. Pöntunum ufan af landi fylgi borgun.
Óskar Halldórsson,
garðyrkiumaður.
Box 4ðð. BeyUjavík. Sími 4SS.
Sýnishorn aj galkanliji.
Æfilok hestanna.
Fyrirskipunin hljóðaði þannig,
að hlaða skyldi skotfæravagnana
og hafa komið þeim til skotgraf-
anna við B. í dögun daginn eftir
án nokkurrar hlífðar við hestana.
Lestarstjórinn tók sirkil upp úr
vasanum og mældi út á kortinu.
Það þurfti að komast 60 kíiórn.
á 20 klukkutímum og um áning-
ar var ekki að ræða; auk þess
varð að fara með þessi þyngsla-
æki eftir bröttum og blautum
fjallastígum. »Svona — hafið þið
alt til!« Hann klappaði á hálsinn
á einum hestinum og strauk
ennistoppinn frá augunum. Hesl-
urinn fikraði við höndina á hon-
um með snoppunni fremur af
leik en hungri. Það er gott, hugs-
aði lestarstjórinn, að þú veizt
ekki hvað fyrir þér liggur. Nú
eru vagnarnir tilbúnir. Lestar-
stjórinn brá upp hendinni og
lestin lagði af stað. Vegurinn
sýndist engan enda ætla að taka;
hestarnir drápu niður höfðunum
hálfsofandi og þrömmuðu áfram,
ökumennirnir sátu skakkir í sæt-
um sínum með hálflokuð augu
og þeir sem ríðandi voru heykt-
ust sarnan í hnakknum. Þó voru
þeir þreyttari en svo, að þá gæti
dreymt, því að heilabúin voru
ber og snauð eins og galtómt
herbergi. Eina huggunin var, að
sólin hélt líka leiðar sinnar eftir
braut sinni um himinhvolfið.
Stundum hrukku þeir upp þegar
einhver vegieysan tók við eða
komast þurfti yfir vað eða graut-
fúna brú. Þeir hottuðu þá á
hestana eða fóru að kýta hver
við annan og hrestust við það.
Eftir augnabliks hviid var haldið
áfram út í næturmyrkrið. Hest-
arnir toguðu í vagnana dauð-
þreyttir en auðsveipir og báru
sinn kross möglunarlaust alla
liðlanga nóttina. Ef einhver við-
staða varð, titruðu rennsveittir
skrokkarnir, en þeir kveinkuðu
sér ekki og gerðu verk sitt. Öku-
mennirnir sárkendu í brjósti um
þá, hálfskömmuðust sín fyrir
þeim og tautuðu fyrir munni sér,
að það væri fullmikið að leggja
þetta á þá, en við því væri nú
ekki hægt að gera, því að fyrir-
skipununum yrði að blýða; alt
og allir væru í bersýnilegri hættu
ef skotfærin kæmust ekki á sinn
stað um morguninn. Ætli að
slcepnurnar hafi skilið þá? En
það var þó bót í máli, að öku-
mennirnir gálu ekki séð hið
raunalega augnaráð þeirra í næt-
urmyrkrinu. Hestarnir hertu á
hverri taug og hverjum vöðva,
þrömmuðu áfram á helstirðuiji
fótunum og fetuðu veginn livern
kílómeterinn af öðrum, en ekki
er ólíklegt, að þeir hafi borið
eitthvert skyn á ánauð sína og
þrælkun.
Vagnarnir kornu í tæka tíð og
breytti nú farmur þeirra ónjdum
járnhólkum í geigvænlegar og
sigursælar hervélar. Tólf hest-
arnir drápust þar í hesthúsi einu
og voru sumir þeirra rnjög þjáðir
þegar þeir voru látnir þar inn.
Það hleypur of vöxtur í hjartað
við áreynsluna og gætir þess ekki
meðan verið er að pína hestana
áfram, en svo veikjast þeir þegar
þeir fara að hvílast. Þeir hafa
gert skyldu sína og verða nú að
gjalda þess. Er það æði mörg
skepnan, sem liefir látið það á-
sannast á vegleysum þessum, að
hún var trú alt til dauðans.
Drengur,
röskur og áreiðanlegup
óskast nú þegar til sendiferða í
prentsmiðjuna Gutenberg og —
ef til vill — til prentiiáms
síðar.
1*orí Bryn|ólfssoii
yflrrcttarniálnilntningsmnánr.
Skrifstofa Aöalstræti 6 (uppi). Tals. 250
Skrifstofutimi frá kl. 12—1 og4—6síðd.
orgils Sfaííanói.
Því er þögn
Um Þorgils leiði?
Vóru fuglar flognir,
Söngmenn sömu
Sumardaga,
Og honum heimagangar.
Settist svell
Að silfrinboga
Fossins uppi í fjalli.
Hugðu hann
í Heljar greipum
Glaumar Gjallarbrúar.
Hann úr Helju
Hafa numið
Auðnur íslands bænda:
Önn og íþrótt —
Orf í hendi
Sögu-bók í barmi.
íslensk Iðunn,
Endurborin,
Þreyr að Þorgils haugi.
Leyfir Landást,
Landminnugri,
Unnusta sinn, Eilífð.
— Átti eg í austri
Erfiljóða
Vísa átt. í vestri
Beið, en biðin
Brást mér. — Farðu
Sæll af þingi, Þorgils.
16-1.T6.
Stephan G. Stephansson.
(»Lögberg«).
Stökur.
Illa hallár högum manns
lieiðin mjallar kalda,
fyllir allar lautir lands,
leiðir falli valda.
Kári byrstur kveður óð,
klæðin ristir hörðu,
meðan þyrstir þjóð í blóð
þrengist vist á jörðu.
M. Markússon.
(»Lögberg«).
Örin og ljóðið.
Eftir Longfelloiv.
í loft upp eitt sinn ör eg skaut,
og ekkert vissi’ eg hvert ’ún þaut;
svo geyst og hátt ’ún ílaug mér frá,
að festa mátti’ ei sjónir á.
í vindinn Ijóð af vör mér hraut,
og vissi ekkert hvert það þaut;
því fám mun sjón svo gefin góð,
að geti flug sitt þreytt við ljóð.
Eg löngu síðar sá i eik
hvar sárbeitt örin mín stóð keik;
og ljóðið orðrétt hefi eg heimt —
í hjarta vinar fann það geymt.
Jón Runólfsson.
(»Lögberg«).
« LAUFIN®
1. ár.
Reykjavík 26. mars 1916.
9. tbl.
Grullinlokka,
priusessau úr linotuuui.
(Frh.).
Gullinlokka roðnaði af gléði;
konungurinn brosti ánægjulega,
því honum þótti lofið gott, og
yfirhirðmærin klappaði Alinlang
á kinnina og sagði, að hann
væri reglulega vel mentaður,
ungur maður. Öll hirðin sagði
það sama.
Nú vildi Gullinlokka kon-
ungsdóttir fá að vita, hvort
hann hefði nokkurn tíma unn-
ið nokkurt hreystiverk.
Hann svaraði blátt áfram og
yfirlætislaust, að það væri alt
undir því komið, hvað henni
þóknaðist að kalla hreystiverk.
»Til dæmis að taka«, sagði
hann, »hefi eg varið föðurleifð
mína fyrir ellefu bræðrum, ogy
var sá minsti þeirra þrefalt
stærri en eg, og í dag neyddi
eg tvo, hvern öðrum óviðráð-
anlegri, til að þjóna mér«.
Prinsessunni þótti stórmikið
koma til þessara hreystiverka,
og dáðist mjög að hetjunni
litlu, — en auðvjtað hafði hún
enga hugmynd um, að föður-
leifðin var ekki annað en poka-
skjatti með pjötlum, og þjón-
arnir horaður asni og eigandi
hans.
»Þetta er ágætt«, sagði hún;
»farðu nú og leitaðu móður
mína uppi. — Þegar það er
búið, skal eg undir eins giftast
þér«. — Hún rétti honum hend-
ina og brosti blíðlega.
Konungurinn sagðist vera
harð-ánægður með hann sem
tengdason, og gæti hann haft
upp á drotningunni væri ekk-
ert því til fyrirstöðu að þau
giftust.
»Jæja!« sagði Alinlangur, »það
er velkomið að eg leiti að
henni; en ef eg skyldi finna
hana, verð eg að geta séð á
einhverju, að hún sé sú rétta,
— og hún verður að geta vit-
að, hvort það er satt, að þið
hafið sent mig til hennar. —
Eg þyrfti að hafa eitthvað með
mér, sem hún á«.
Þá kom Gullinlokka með
saumakassann hennar mömmu
sinnar, þann sem hnotan var
geymd i, — hún hafði sem sé
alt af legið þar kyr. — Galdra-
nornin hafði heyrt, að drotn-
ingin var gerð útlæg, og þorði
aldrei að koma i höllina til að