Fréttir - 09.04.1916, Qupperneq 3
[9. apríl.
FRÉTTIR
497
Hersöngur þegnskylduliðsins
eftir Víga-Giúm.
Þegar árdagseldar brenna
austurloft og skuggum renna,
vekja lið til víga skal
vinnustjórans hanagal.
Vinstri hægri, vinstri hægri, vinstri
hægri. Fylkið þétt.
Vinstri hægri, vinstri hægri, vinstri
hægri. Standið rétt.
Sundur fjöll og hálsa holið,
harða kletta sprengið, molið.
Látið sigursöngva hátt
syngja rekustálið blátt.
Vinstri hægri o. s. frv.
Höggvið, stingið holtarætur,
hundasúrur, skollafætur.
Yfir þenna voða-val
vegur frægðar liggja skal.
Vinstri hægri, o. s. trv.
Af því að margir hafa spurt skal þessa getið — að til þess
eru ýmsar ástæður þótt ekki séu stórar allar, en mest um gerir
annríki ritstjórans, sem hefir annað stærra fyrirtæki að sjá um,
en það er Fjallkonuútgáfan er nú hefir fengið á þriðja þúsund
viðskiftavini. Væri ekki sú ástæðan myndu hinar ekki truila út-
komu blaðsins.
Núið stírur strax úr augum. —
Stæltum vöðvum, hraustum taug-
um
beitið rétt við reku-slag,
róman verður hörð í dag.
Vinstri hægri, o. s. frv.
Axlið reku! — Raðir beinar. —
Reigið hausinn, vaskir sveinar,
brjóstið upp og inn með kvið
orðalaust að hermanns sið.
Vinstri hægri, o. s. frv.
Þegar raðir réttar standa,
röskir neytið beggja handa,
hermannlega hersinum
heilsið þið með rekunum.
Vinstri hægri, o. s. frv.
Fram! — Með reku- feldum brandi
frægð og heiður vinnið landi,
gróinn tætið sundur svörð,
sindri gneistum eggin hörð.
Vinstri hægri, o. s. frv.
Þegar hnígur sól í sæinn,
soltnir gangið þið i bæinn;
hálmi á að hermanns sið
hvíldar síðan njótið þið.
Vinstri hægri, o. s. frv.
Það er fegurst fremd og sæla
fyrir ekkert kaup að þræla,
best að svelta sig i hel,
svo að hinum líði vel.
Vinstri hægri, vinstri hægri, vinstri
hægri. Fylkið þétt.
Vinstrihægri, vinstri hægri, vinstri
hægri. Standið rétt.
Ágætt hergöngulag hefir verið
samið við vísur þessar. Verður
það prentað við fyrsta tækifæri
og hvortveggja sent út um land
alt, svo að bæði kvæði og lag séu
orðin lýðkunn, þegar þelta dæma-
lausa velferðarmál þjóðarinnar,
»þegnskyldan«, kemst á laggirnar.
Til íastra íMnli
■
Fréttir sækjast ekki eftir fleirum íöstum áskrifend-
um innanbæjar en þegar eru komnir, þar sem lausasalan
er yfirhöfuð betri og það fyrir bæði seljanda og kaup-
anda. En sem þakklætisvott fyrir trygð við blaðið fá
hinir föstu áskrifendur gefins 1. heftið af Grænlandsför
Vigfúsar Sigurðssonar með ágætri mynd höfundarins
(myndin er seld sérstök fyrir 75 aur.) um leið og þeir
greiða tillagið fyrir aprílmán. (50 aur). En áskrift sú
gildir meðan 30 blöð eru að koma út af dagiegri útgáfu.
Blöðin sem koma út við og við eru als ekki reiknuð
þeim. — Lausasölukaupendur stöðugir myndu eins fá
Grænlandsförina, ef kostur væri á að vita hverjir þeir eru.
G. Gíslason & Hay, Ltd.
Reykjavík.
Talsímar: Heildsalan 481. SKrifsttofan 281.
Hafa birgir ueðantöldum yörnm, sem.
seljast kaupmönnum og kaupíélöjfum:
^ LAUFIN ^
1. ár.
Reykjarfk 9. apríl 1916.
11. tbl.
Hveiti, margar teg.
Hrísgrjón, 2 teg.
Rúgmjöl, danskt og enskt.
Rúgur, danskur.
Bankabygg.
Hálfbaunir.
Maismjöl.
Mais, heill.
Molasses-fóðurmjöl.
Kafíi, 2 teg.
Te.
Cacao.
Vindlar og vindlingar,
margar tegundir.
Reyktóbak, margar góðar teg.
Munntóbak,
Neftóbak.
Handsápur, margar tegundir.
Grænsápa.
Kristalssápa.
Þvottasápa, »Balmoral Cleanser«.
Eldspítur.
Vefnaðarvörur, margskonar.
Skófatnaður.
Smjörlíki, 3 tegundir.
Kex í tunnum.
Brauð í kössum.
Döðlur.
Rúsínur.
Ávextir, niðursoðnir.
Ávaxtasulta.
Niðursoðin' mjólk.
Pappispokar, margar tegundir,
allar stærðir.
Prentpappír.
Bárujárn, galv. ni'. 24 og 26.
Þaksaum, galv.
Þakpappi.
Manilla.
Hverfisteinar.
Hverfisteinar.
Línubelgir.
Leirrör, 6”.
Málningavörur.
Broddnaglar.
Ljábrýni.
Sauðaklippur.
Cper-baðlyf, lögur og dupt.
G ulliulokksi.
priiisefsísaii ór linotnnni.
(Nl.).
Ef þér aflur á móti látið okk-
ur fara í friði, legg eg við dreng-
skap minn að segja aldrei
nokkrum manni hvar eg fann
drotninguna og getið þér þá
verið óáreittur það sem eftir er
æfinnar hér í fjallinu«.
Þegar er dvergakonungurinn
heyrði þessa ræðu, sá hann það
vænst ráða, að sleppa Alinlang
með drotninguna, en sagði, að
hann yrði þó fyrst að sjá fjár-
hirsluna sína.
Þar var hrúgað saman svo
miklu af gulli og gimsteinum,
að haugurinn nam við loftið.
»Fyltu alla vasa þína«, sagði
konungurinn við Alinlang. »Það
sér ekki högg á vatni«.
»Gefið mér einungis hnefafylli
yðar af gimsteinum í hálsband
handa unnustunni minni; ég er
harðánægður með það«.
Og það gerði konungurinn.
Nú kvöddust þeir konungur
og Alinlangur með mestu bliðu,
og Svartur fylgdi þeim sið-
an út.
Fyrir neðan Qallið beið asn-
inn bundinn. Alinlangur setti
drotninguna á bak; þau héldu
af stað og mættu bráðum þjón-
inum. Hann tók litla húsbónd-
ann sinn upp á öxl sér, og þau
komu öll heilu og höldnu til
hallarinnar.
Enginn getur lýst gleði Gull-
inlokkn, þegar hún sá móður
sína, og konungurinn varð alls-
hugar feginn að fá drotninguna
aftur.
Nú var búið til brúðkaups og
mikið um dýrðir í ríkinu. Prins
Alinlangur var nú orðinn reglu-
legur prins, og átti með tíman-
um að verða konungur.
En í upphefð sinni og gleði
gleymdi hann ekki gömlum vin-
um. Eiganda asnans gerði hann
að konunglegum yfirasnahirði,
og föður sinn, skraddarann, lét
hann koma til hirðarinnar og
sitja þar í sóma og yfirlæti, alt
til æfiloka. Bræðrum sínum
fyrirgaf hann alt, sem þeir höfðu
gert honum til miska og gerði
þeim aldrei nokkurt mein.
Flestar isl. afurðir keyptar hæsta verði. Tilboð óskast.
*