Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttir

Issue

Fréttir - 16.04.1916, Page 2

Fréttir - 16.04.1916, Page 2
500 FRÉTTIR [16. apríl. íslensku símamennirnir. Eftir H. de Vere Stacpoole. (Frh.). Einhverju sinni var Eiríkur að vinnu á grasblettinum framan við húsið. Það var að eins örlítill blettur með fáeinum runnum; en á íslandi er varla nokkurt tré til, og gera menn þar sér að góðu, að hafa dálítinn gras- blett og telja stikkisberjarunna með stórviðum. Hann leit nú upp og sá hvar Svala kom eftir götunni og rann Hlenni með henni. Hlenni var mórauður tóuhvolpur, sem mað- ur norðan af Ströndum hafði gefið Svölu sumarið áður. Hún ól hann á sauðamjólk — önnur mjólk var ekki fáanleg i Skarðsstöð — og hann elti hana eins og rakki þegar hún leyfði honum að fara með sér. Hún staldraði við og yrti á Eirík, en Hlenni hljóp snuðrandi fram og aftur. Stundum settist hann á afturlappirnar eins og hundar gera þegar þeir eru að snikja eitthvað. »Nú fer bletturinn yðar bráðum að fríkka«, sagði Svala. »Hvar er Magnús?« »Hann er i róðri með Gísla. Eg er svo latur í dag; eg ætlaði mér að ljúka við þurk- reilinn en varð svo uppgefinn að bisa við grjótið og fór þá að dunda við blettinn«. Þau töluðust við nokkra stund, en svo hélt Svala áfram eftir fjörunni og Eirikur tók aftur til vinnu sinnar. Skömmu síðar kom Svala hlaupandi aftur og Hlenni hoppandi á eftir henni. »Það er hafísjaki úti á firðinum«‘ sagði hún. »Eg hefi aldrei séð eins fallega sjón, Komið þér að horfa á hann, en bíðið þér rétt á meðan að eg fer heim með Hlenna«. Hún hljóp áfram en Eiríkur fór í jakkan sinu. Hafisjaki er einn hinn sjaldséðasti hlut- ur á Breiðafirði. Þau ár koma fyrir, að Húnafióa og firðina á Norðurlandi fyllir af hafis, en á Breiðafjörð og Faxaflóa kemur hann aldrei. Það er als einu sinni svo að sögur fari af, eða hið óttalega sumar 1695, að ísland var alt innilukt af ís, hver fjörður fullur og ís fyrir ölluin annesjum nema Snæ- fellsnesi. Svala kom nú hlaupandi og skunduðu þau ofan í Qöruna. Stóðu þar allmargir á bryggj- unni, þar á meðal Stefán. Þar sást jakinn drifhvítur á fagurbláum halfletinum og líklist skipi undir seglum. Hann var stærri en Máfaklettur. Stefán hafði brúkað bátinn sinn eitthvað um morguninn og lá hann við bryggjuna. Svala horfði lengi á jakann, en því næst varð henni litið á bátinn. »Eg ætla að sigla út að jakanum til þess að skoða hann í nánd«, sagði hún. »Hver vill koma með mér? Vilt þú koma, pabbi?« »Eg iná ekki vera að því«, sagði Stefán. »Eg þarf að hyggja að nýju laxanetunum og þú gerir ekki annað en að eyða tímanum, því að þetta er bara ísjaki og er fallegastur í fjarlægð«. »Eg hefi aldrei komið að haíísjaka«, sagði Svala, »og eg vil ekki láta þetta tækifæri ganga úr greipum mér«. »Eg skal gjarnan fara með yður ef þér óskið þess«, sagði Eirikur. »Eg hefi ekkert annað að gera nú sem stendur«. »Farið þið ekki of nærri honum«, sagði Stefán og losaði bátfestina. »Eg hefi heyrt að bjarndýr berist stundum með hafís og gömul saga er til um það, að bjarndýr hafi komið á Skagafjörð með is«. »Við skulum gæta okkar við barndýrun- um«, sagði Svala hlæjandi. Þau ýttu frá og Eiríkur reisti mastrið. Það var ágætt leiði og varð snarpara þegar kom út á fjörðinn. Svala sat við stýri og hélt í klóna, en Eiríkur sat miðskipa og horfði á hvernig Svala stjórnaði bátnum eins og hún væri því verki alvön, enda var hún það. Fátt er unaðslegra en að sigla hagstæðan byr í smásævi. Á Breiðafirði eru vindhviður tíðar og geta siglingar þar verið viðsjálar ef stjórnari er ekki því aðgætnari, en Eiríkur þurfti ekki að vara stýrimann við slíku. ís- firðingar eru taldir góðir sjómenn og vita lika af því, en ekki hefði neinn þeirra þurft að segja Svölu til eða finna að stjórn hennar. Þau sigldu fram hjá Máfakletli. Varptím- inn stóð nú sem hæst og var kletturinn ein- kennilegur tilsýndar. Fuglarnir sátu í röðum utan i klettinum. Teisturnar voru neðstar. Verpa þær eggjum sfnum á beran klettinn og er það hrein furða, að þau skuli ekki öll fara forgörðum. Nú sátu þær hvítdröfnóttar á eggjum sinum og liorfðu á bátinn færast nær. Uppi yfir teistunum vóru álkur og þar fyrir ofan lund- ar í holum sínum, en allra efst vóru rit- ' urnar. Svala kallaði til fuglanna þegar báturinn straukst fram hjá. Eiriki þótti það kynlegt kall. Það liktist því tremur, að einn fuglinn væri að kalla til annars heldur en nokkru hljóði úr mannsbarka. Þó var það ekki hást eins og garg sjófuglanna eða hrínandi eins og tíst landfuglanna. Teistur og álkur böðuðu vængjunum hægt og nokkrar þeirra görguðu lítið eitt. »Eg var að eins að láta þær vita, að það væri eg«, sagði Svala. Eiríkur hélt, að hún væri að segja þetta að gamni sínu. »Haldið þér áreiðanlega að þær þekki yður?« »Breiðafjörður þekkir sína«, sagði Svala, »og fuglar eru minnugir. Sami fuglinn verpir ávalt eggjum sínum á sama kletlinn og þeir eru áreiðanlega kunnugir bátunum, sem eru á íerðinni. Þeir þekkja hvern bát og hvern mann i bátnum. Nú hugsuðu þeir sem svo: Þetta er bátur Stefáns — skyldi Svala vera í honum? — Eg tek aldrei eggin þeirra — og þess vegna var eg að kalla til þeirra«. »Það leit líka helst út fyrir að þeir væru að svara yður«, sagði Eiríkur og trúði þessu hálfvegis (Frfi*) Lífsábyrgðarfélagið „DANMARK“ ar áraiéanlagasta og óóýrasfa íifsáByrgarfdíagió á %2/lorÓurlönóum. Lág iðgjöld! Hár bónus! Nýtísku barnatrygg'ingar! Cf trygói Rœtíir einfíverra fíluta vegnaf Jœr fíann mest öíí iógjöló enóurgreióó. Félagið hefir varnarþing hér.

x

Fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.