Fréttir - 16.04.1916, Page 3
[16. apríl.
FRÉTTIR
501 .
Skulðir kvenna.
í auglýsingum blaða fyr á tim-
um urðu stundum fyrir manni
svo nefndar aðvaranir ærukærra
eiginmanna um það, að lána
ekki konum sínum með því að
þeir gengjust ekki við skuldum
þeirra. Nú á tímum væru þess
háttar aðvaranir marklausar, en
þær eiga rót sina að rekja til
skuldafangelsanna og voru fyrst
tiðkaðar á Englandi.
Það var sem sé alsiða þar í
landi, að eiginmaðurinn fékk
allar eigur konu sinnar til fullra
umráða við giftinguna, en á bögg-
ull fylgdi skammrifi, að hann
átti einnig að taka á sig allar
skuldir hennar og aðrar yflr-
sjónir hennar, eða varð með
öðrum orðum að sætta sig við
að fara i skuldafangelsi í henn-
ar stað ef svo bar undir. I3að
hefir meira segja komið fyrir,
að brúðguminn hefir verir fang-
elsaður sjálfan brúðkaupsdaginn
vegna skulda brúðarinnar, er
hann hafði fengið i heimanmund,
því að það bar eigi sjaldan við,
að konur giftu sig í einni svip-
an þeirra hluta vegna. Var brúð-
gumanum þá varpað í fangelsi
umsvifalaust nema því að eins,
að hann ælti sér einhvern góð-
kunningja, er gengi í ábyrgð fyr-
ir hann.
Þessu til sönnunar er eftir-
fylgjandi saga:
Fertug ekkja og auðug vel
en nízk að sama skapi átti að
borga skuldir manns síns þegar
hann féll frá. Þegar henni hafði
tekist að ginna lánardrotna sína
mánuðum saman með allskon-
ar undanbrögðum, þá mistu
þeir loksins þolinmæðina og
hótuðu hinni ríkilátu konu að
draga hana fyrir lög og dóm.
Reiddist ekkjan þessu svo mjög,
að hún ásetti sér að leika svo
á lánardrotna sina, að þeir
skyldu ekki leita á sig oftar.
Meðan hún var að ráða þetta
við sig bar ungan allslausan Ir-
lending að garði.
»Þetta var blessuð sending«,
sagði hún hlæjandi og neyddi
hinn unga mann, er auðsjáan-
lega var af góðu bergi brotinn,
til þess að koma inn til sin.
Skýrði hún honum frá ætlun
sinni. »Eg skal gefa yður 1000
pund undireins«, mælti hún, »ef
þér giftist mér þegar i stað og
mætið fyrir réttinum sem eigin-
maður minn. Þér hafið bara
gaman af því. Þar næst fáið þér
300 pund á ári meðan þér dvelj-
ið í fangelsinu og enn fremur
500 pund þegar þér verðið lát-
inn laus. Getið þér haft það
upp i ferðakostnað yðar til ír-
lands og skal þetta alt bundið
þeim skildaga, að þér sleppið
öllu tilkalli til allra eiginmanns
réttinda og það svart á hvitu«.
íranum var nauðugur einn
Karlmaimaíöt,
TJng’lingaf öt,
Drengjaföt,
fást í
Bankastræti 11.
(miðbúðinni).
Jón Hallgríinsson.
TV ýiit lcomin
Bókaskrá
F j al 1 konuútgfúf nnnar
fæst geíins á afgreiðslunni.
Liauíásvegi 17
(Skálholtskoti).
Hið góða og ódýra
Stúfasirz
er nú aftur komið í
Kaupang.
kostur, þvi að ekki var betra
að sálast úr hungri. Gekk hin
slóttuga ekkja að eiga hann
þegar sama daginn lögum sam-
kvæmt, en hann var hneptur í
fangelsi og honum haldið þar á
kostnað lánardrotnanna.
Að tveim árum liðnum var
hann látinn laus. Var hann þá
spurður fyrir rétti, að þeirra
tíma sið, hvort hann hugsaði
sér að bæta lánardrotnum sín-
um skaðann að nokkru og neil-
aði bann þvi.
Heimilisráð.
Heimagevt kjötseyði.
Hver húsmóðir getur á mjög
einfaldan hátt búið sér til kjöt-
seyði til heimilisþarfa i sínu eig-
in eldhúsi. 'I'il þess þarf ílát
eða bauk með loftheldu loki og
er látinn í hann glænýr nauta-
kjötsbiti, bauknum síðan lokað
og hann látinn í pott með sjóð-
heitu vatni. Er þetta látið standa
á eldi vissan tíma. Þegar bauk-
uiinn svo er opnaður þá er kjöt-
ið orðið að reglulegu kjötseyði.
Kjötseyði er nú notað á fleslum
heimilum síðan hinn frægi Liebig
fann það upp, en með þessari
einföldu aðferð er hverjum i lófa
lagið að búa sjálfur til kostnað-
arlítið þetta mikilsverða næring-
ar- og styrkingarefni og geta á-
valt átt það nýtt og óskemt.
Sítrónnr.
Það er gott við væru og ann-
ari útsmilun úr hörundinu að
láta nokkra sítrónudropa i þvotta-
vatnið; einnig gerir það hörund-
ið hvítara og mýkra. Það á að
reynast vel við freknum að núa
andlitið með sítrónu undir svel'n-
inn og láta það þorna inn i.
Ekki er þó víst, að öllum geflst
þetta jafnvel og verður hver að
fara eftir því, sem honum reyn-
ist.
Cigarettur.
Það er ómaksins vert að bera saman tóbaksgæðin,
i sambandi við verðið á innlendu og útlendu cigarett-
unum, það atriði fer ekki fram hjá neinum þeim, sem
þekkingu hefir á tóbaki og gæðum þess.
G u 11 f o s s-cigarettan
er búin til úr sama tóbaki og »Three Castle«, sem
flestir reykjendur hér kannast við, en verðið er allt
að 20% lægra.
Sama er að segja um hinar tegundirnar:
ísl. Flagg, JKjóla og Nanna
að þær eru um og yfir 20°/o ódýrari en útlendar
sambærilegar tegundir.
Þetta ættu tóbaksneytendur vel að athuga, og sýna
í verkinu, með því að nota einungis þessar tegundir.
Þær fást í
Leví’s tóbaksverslunum
og víðar.
ar 6aíri art
cflZatreiðsluBóÆ
cFjólu
i gyltu skrautbandi.
cTœsf á JBaufásvagi 11 (Sfiálfíoltsfiofi).