Fréttir

Tölublað

Fréttir - 04.06.1916, Blaðsíða 1

Fréttir - 04.06.1916, Blaðsíða 1
Hádegis- útgáía. Verð: 2 aurar 130. tbl. Reykjavík, sunnudaginn 4. júní. 1016. Klæðaverslun Guðmundar Sigurðssonar Laugaveg 10. Talsími 377. Nýtísku fataefni. Lágt verð. Föt afgreidd á 10—12 kl.tm. Sparið peninga. t*ýsk þjóðmenningarstarfsemi í Belgíu. (Niðurlag). Þó var. öllum undirbúningi lokið innan fárra mánaða og gat hin nýja [stjórn rauða krossins því byrjað fram- kvæmdir sínar eftir tiltölulega stuttan tima, fyrst í Brússel og svo út um landið. Sneri hún sér fyrst og fremst að því, að sjá fólki fyrir atvinnu. Sauma- vinnu og prjón Ijet hún vera heimastörf og lagði konum þeim sem þess óskuðu, til efnið, en greiddi svo tiltekna þóknun fyrir verkið, þegar það var unnið, og því skilað á vissum tíma. Þessi þóknun var miðuð við það sem minst þyrfti til lífsviðurværis. í annan stað kom hún fótum und- ir verksmiðjuvinnu ýmist með þvi, að setja nýjar verksmiðjur á stofn eða reisa við þær, sem áður höfðu verið reknar. í þriðja lagi var komið upp barna-upp- eldisstofnunum og barnahœlum til þess að létta undir með mæðrum þeim, sem höfðu börn í eftirdragi. Þá reyndi hún að bæta úr matvælaskortinum með því að stofna almenn matarhús, þar sem bágstaddar fjölskyldur geta feiigið saðsaman og góðan mat gegn því að sýna meðmæli frá hinum þýzku eftirlitssystrum, sem kynna sér heimilisástæður almennings. Það er komið undir álitiþýzks umsjónarmanns, hvort matur þessi fæst gefins eða gegn vægri borgun, en umsjónar- maður þessi hefir hliðsjón af umsögn þýzkra kvenna, sem rannsaka ýtarlega allar umsókn- i þá átt, er koma til rauða krossins, og segja álit sitt um, hvort beiðandi sé gjafaþurfi eða ekki. En til þess að geta styrkt fjölskyldurnar sem bezt að verða má, hefir nú fyrir skömmu verið stigið spor i nýja átt, með því að koma upp vöruhúsum, sem gefa fjölskyldum þeim, er vinna heimavinnu eða reglubundna verksmiðjuvinnu, kost á góðum og ódýrum nauðsynjavörum. Þessar eru þá yfirleitt fram- kvæmdir þær, sem gerðar hafa verið fyrir tilstilli landsstjórans til hjálpar nauðstöddum belg- iskum fjölskyldum, sem ekki eru þá svo ofstækisfullar, að þær vilji alls enga þýzka hjálp þiggja. En landstjórinn hefir gengið feti framar. Hann hefir látið reisa vinnustofur á vissum stöðum og tvisvar sinnum stofnað til sýn- inga, til þess að fræða belgiska alþýðu. Hafa verið haldnar tvær stórar umferðasýningar, önnur með nafninu »móðir og barn« og hin neínd »starfsemi kon- unnar í þjóðarþarfir«; hefir bel- giska þjóðin tekið þessum sýn- ingum mæta vel. Nú er verið að undirbúa þriðju sýninguna, sem á að heita »verkamannavá- trygging«. Er einkum vert að beina athygli manna að henni í laudi, þar sem þess háttar al- mennings tryggingarstofnanir eru enn þá í barndómi, og þar sem Hknarstarfsemi, þegar hún ann- ars nokkur hefir verið, hefir orð- ið dS’flokksmáli einu, sem flokks- foringjarnir hafa svo notað sem pólitískt agn við kosningar. En hin þýzka stjórn í Belgíu er laus við allan flokkadeilu-ó- þverra. Hún ber eingöngu heill þjóðarinnar fyrir brjósti og verð- ur hver óvilhallur maður að játa, að hún hefirbæði mátt og vilja til þess að framkvæma áform sin. En hvernig sem á alt er litið, þá sýnir þessi skýrsla það ber- lega, að rauði krossinn belgiski hefir þá fyrst farið að vinna í anda frumkvöðuls síns, þegar hinn þýzki landstjóri tók stjórn hans og umsjón sér í hendur. Málhreinsun. III. Langvínnur lasleiki minn hefir valdið því, að ég hef ekki verið skrifandi í liðugarníu vikur, og er þvi langt um liðið, frá því er ég skrifaði síðast um þetta efni. Qg nú er égívafa um, hvort ég eigi að halda áfram eða ekki. Blöðin öll halda áfram í hverri viku að koma með sömu mál- leysurnar, sem ég hefi verið að vara við. Það er eins og að skvetta vatni á gæs, að brýna fyrir mönnum að forðast vit- leysurnar, og það er ekki hvetj- andi til að halda áfram, þegar maður sér alt sitt verk unnið fyrir gýg. Bæði þetta skeyting- arleysi blaðanna og tregða al- mennings við að styðja að út- gáfu orðabókar minnar, með því að gerast áskrifendur að henni virðist helzt benda í þá átt, að íslenzka þjóðin sé nærri einhuga ráðin í þvi, að glata sem fyrst móðurmál voru, og sé hún það, þá er þetta og alt annað starf i móðurmálsins þarfir ekki til annars en skapraunar og til þess að lengja píslarbeð og dauðateygjur íslenzkunnar og væri þá samkvæmt því réttast að hætta allri móðurmáls-kenslu í landinu og láta allan viðrinis- skap í málinu vaða uppi óá- taldan. En þó að ég sé nú svona bölsýnn í svipinn, þá ber þó við stöku sinnum á milli, að ég fæ bréfskeyti, sem bera þess vott, að til er þó enn maður og mað- ur á stangli, sem enn þá þykir vænt um móðurmálið og óskar þess, að áfram sé haldið tilraun- um til að varðveita það. Ég ætla því eftir beiðni yðar að senda yður enn nokkrar lín- ur í þetta sinn. Yfirvega. Orðskrípi þetta er sýnilega sett saman af yfir og vega. Það ætti því eiginlega að merkja: að vega ríflega, láta vei'a um fram rétta vigt, sbr., »gfirvigt«; en nú hefir sagnorðið vega, sterka beyingu: vega, vóg, hef vegið. En málskripis-mennirnir beygja yfirvega með veikri beyg- ingu: Yfirvegaði, gfirvegað, (í stað- inn fyrir: Yfirvóg, yfirvegið, ef rétt væri beygt). Þetta orðskrípi láta menn merkja: að íhuga, hugleiða. Þetta er, eins og flest- ar málspillingar vorar, tekið úr dönsku: At overveje, en Danir hafa aftur tekið orðið úr mið- alda-Iágþýzku éða hollensku. Þetta orð er eitt af allra léleg- ustu og allra óþörfustu dönsku- slettum í máli voru, því að vér eigum þar miklu betri og feg- urri orð alinnlend. 1863,. þegar ég kom í skóla, var orð þetta altílt í tali. Það þarf ekki annað en að líta í Al- þingistíðindin frá þeim árum, til að sjá, hversu þingmenn riðu þessari málleysu hver í kapp við annan. Gisli gamli Magnús- son hamaðist svo móti þessari * dönskuslettu, að hún var alveg útlæg úr skólanum og með at- beina lærisveina hans virtist henni um langa hríð alveg út- rýmt úr ræðu og riti í landinu. Nú síðustu árin er þessi draug- ur farinn að stinga upp sels- hausnum aftur. Og kveður svo ramt af því, að ég hefi jafnvel rekið mig á það hjá jafn mál- fróðum manni og Benidikt Sven- syni í »Ingólfi«. Umhin blöðin er nú ekki að tala. Öll hin blöð- in rembast daglega hvert í kapp við annað við að innleiða þenn- an ósóma á ný í málið. Ég er orðinn svo leiður af að skrifa um orðskrípi og dönsku- slettur og sjá þau daglega end- urtekin í blöðunum, að ég er að hugsa um, ef ég held þess- um málhreinsunargreinum mín- um áfram, að nefna þá í hvert sinni það blað, sem gerir sig sekt í því að endurtaka hér eftir þess- ar málvillur. IV. 2. f. m. bárust mér í póstin- um eftirfylgjandi línur, sem ég tek sem vott þess, að til séu þó einstöku menn, sem gefa gaum umvöndunum minum um málið: »Reykjavík 1. marz 1916. »Háttvirti herra! Af því að mér er kunnugt um að málvarnargreiniryðar í »Frétt- um« eru vel sénar af ýmsum góðum íslendingum, og af því að þær hafa mikil áhrif, þá hef- ir mér dottið í hug að vekja eftirtekt yðar á neðanskráðum, orðum, sem gott væri að þér tækið til athugunar við tækifæri: 1. hef og hefl (= hefur og hcflr). Þessum orðum er daglega ruglað saman á prenti, ann- að hvort af leti eða fáfræði. 2. grein, fleirtala g'reinii', (ekki greinar). Undantekning ef rétt er. 3. Borga. Aðjafnaði eru reikn- ingar »kvittaðir« með orðinu »borgað«, sem er víst rangt i þeirrí merkingu: greitt er réttara. Er ekki svo? 4. Stríð. bersýnilega þýðing á Krig, og Ijótara orð og leið- inlegra en ófriður eða styrjöld. Þar að auki rangt í þessari merkingu? 5. Móðir, hróðir, dóttir. Þótt leitt sé frásagnar, er svo að heyra að fólk viti ekki beyg- ingu þessara orða. Ég liefi sjálfur síðastliðin 20 ár unn- ið að afgreiðslu, þar sem koma 20—40 þúsundir manna á ári. Ég þori ekki að segja hversu marga ég hefi heyrt beygja rétt orðin móðir og

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.