Fréttir

Tölublað

Fréttir - 04.06.1916, Blaðsíða 2

Fréttir - 04.06.1916, Blaðsíða 2
514 FRÉTTIR [4. júní. íslensku símamennirnir. Eftir H. de Vere Stacpoole. (Frh.). Öngultaumarnir eru tveggja metra langir og fjögra metra bil á milli, til þess að þeir flækist ekki saman; verður að vera vel um búið þar sem taumunum er brugðið um öng- ulinn til þess að þorskurinn biti ekki taum- inn sundur, þegar hann kemur á. Það verð- ur að gæta vel að hverjum öngli, hverjum taumi og hverjum lóðarási, alveg eins og líta þarf eftir símaþræðinum, krökunum og keðj- unum á símaskipunum. Styrkur kaðalsins er kominn undir styrkleika hvers einstaks þátt- ar í honum. Það á jafnt við smáfleytur sem hin stærstu hafskip. Það stoða engar misfellur þar sem við sjó- inn er að tefla og honum er jafn auðvelt að mola bryndrekann mjölinu smærra, sem að tæta sundur veiðarfæri fiskimannsins og gera erfiði hans að engu. En þetta er lífsins gangur. Altaf og alstað- ar gjalda menn breyskleika sinna og komast i ógöngur þeirra vegna, fyr eða síðar — og það jafnvel óbreyttir menn eins og þeir Magnús og Eiríkur. XII. Svala verður ástfangin. Stefán var ekki heima þegar Svala kom, svo að hún gat ekki jafnstundis sagt honum frá æfintýri sínu á ísjakanum. Hún gat því ekki minst á þetta, fyr en um kvöldið, þegar þau voru að borða og þá hafði faðir henn- ar öðru að sinna, svo að hann, gaf því lítinn gaum. Hann var með allan hugann við laxa- kistu, sem verið var að smíða. Stefán var ekki yfirgripsmeiri en það, að hann gat illa hugsað um meira en einn .hlut í senn og og hafði vanalega eitthvert umhugsunarefni. Svala lét sig það engu skifta. Æfintýrið var úti, en endurminningin lifði — glitrandi og fjölbreytt mynd af Breiðafirði og máfunum, fannhvítum isjakanum, vatns- niðnum og öldusúgnum og Eiríkur við hlið henni, efst uppi á jakanum. Hafísjakinn hafði sýnt henni Breiðafjörð slíkan sem hún hafði aldrei séð hann áður. Fjörðurinn kafði birzt henni í nýrri mynd og Eiríkur var orðinn samtvinnaður honum. En það var henni engan veginn tjóst. Ástarguðinn hefir ekki boga og örvar að vopnum, heldur hamar og steðja og er hann öllum leiknari í þvi að smíða fjötra. Nú hafði hann leitt þau á ísjakann og hamrað saman hlekki sína úr öllu skrúði Breiðafjarð- ar, máfunum, eyjunum, Qöllunum, ströndinni, bylgjunum og bátunum. Gerði hann úr öllu þessu Qötur mikinn og lagði á Svölu, en að síðustu bætti hann einum hlekk í, og það var Eiríkur. Héðan í frá var Eiríkur og útsærinn eitt og hið sama fyrir hugskotssjónum hennar. Hún skifti sér því ekki af áhyggjum föður síns og kaus heldur að rifja upp fyrir sér í huganum hina unaðslegu viðburði dagsins en að hafa orð á þeim. Lét hún hann því eiga sig og gekk út til þess að gefa Hlenna. Yrðlingurinn var hafður í kofa við eldhús- dyrnar og sagði hún honum alt af létta með- an hún var að kasta til hans kjötbitunum. Henni var tamt að tala við skepnur eins og skynsemi gæddar verur, en ekki eins og skynskiftinga, og það var sannfæring hennar að Hlenni skildi það, sem hún var að segja honum. Eitt er einkennilegt við Skarðsstöð. Hvar sem maður er staddur, utan húss eða innan, þá er einn sá hlutur, sem aldrei skilur við mann, og það er niðurinn í ánni. Svala gekk til kvílu klukkan tíu, en vakn- aði aftur eftir lágnættið við árniðinn. Það var sami niðurinn, eins og þegar hún fór að hátta, hægur, tilbreytingarlaus og hljómþýður og hann vakti hana nú af svefni. »Eg skal segja þér nokkuð — eg skal segja þér nokkuð — eg skal segja þér nokkuð —« söng áin í sífellu. En þegar hún vaknaði og fór að hlusta, þá hafði áin ekkert að segja. Vindurinn lék um gluggatjöldin inn um opinn gluggann og nú heyrðist niðurinn aft- ur, ýmist hærri eða lægri eftir golunni, sem hann barst með. Hún var orðin glaðvakandi og allur svefn farinn af henni. Þegar svefninn flýr mann, þá kemur hann ekki aftur að vörmu spori og Svala hafði enga þolinmæði til þess að liggja andvaka og bylta sér í rúminu. Hún reis upp, klæddi sig og gekk út. Klukkan var um eitt og þó var kominn dagur. Allir aðrir í Stöðinni lágu í fasta svefni og hvergi var lifsmark að sjá eða heyra, nema í ánni, sem niðaði eins og áður. Nætursólskinið á sér margar dásemdir, en það er bezt að njóta þeirra í einveru. Svala gekk eftir götunni ofan að sjónum og settist á festarhæl. Það var að byrja að falla að og blátær sjórinn streymdi inn. Ekki sást nokkur fugl á flugi — að eins ströndin og eyjarnar, himinn og haf — alt skýrt og greinilegt eins og um hádag, en yfir öllu hvíldi næturkyrðin. Hafísjakinn var horfinn og frönsku skút- urnar voru horfnar bak við Breiðavíkurbjarg. í öllum þessum undrageimi var ekkert að sjá, sem ekki hafði verið þar síðan land reis úr ægi og það var ekki í fyrsta sinni, sem Svala hafði séð Breiðafjörð i þessari mynd. Þarna sat hún og naut næturfriðsælunnar. Ekkert hljóð rauf þögnina annað en sjávarhljóðið þegar aldan gjálfraði við steinana og barst hennj að eyrum eins og árniðurinn og vakti hana af dvala. (Frh). bróðir, eða hversu marga karlmenn ég hefi heyrt beygja rétt orðið dóttir, en það man ég með vissu, því að ég geri mér það að venju, að veita því eftirtekt, að það eru ann- að hvort tveir eða þrír kven- menn, sem ég hefi heyrt nenna að beygja þessi orð rétt. Aftur á móti er það æði mikill hluti landsmanna, sem beygir þessi orð rétt í rituðu máli, og á prenti eru þau rétt með farin að jafn- aði. Þó bregður út af því stundum, svo sem meðfylgj- andi úrklippur úr Norður- landi bera vitni um. 6. Sauðárkróknr er hjá flestum Sauðárkrók í þáguf., meira að segja held ég að sumir inna konunglegu, íslenzku embættismanna, sem þar eiga heima, viti eigi hina réttu beygingu heimilis síns. 7. Frá útlandinu. Enn segja menn að einhver sé nýkom- inn frá útlandinu, að skip sé nýkomið frá útlandinu o. s. frv. i stað þess að segja: frá útlöndum. Það er sorglegt, að enn skuli leynast slikir bleltir á málinu, sem klínt var á það á þeim tim- um, er íslendingar þektu ekki annað land en Danmörku. N. N.« ¥ ¥ Áhrifa af greinum mínum verð- ur að minsta kosti ekki vart, þar sem helzt skyldi, þ. e. í blöð- unum. í stað þess að skilja skyldu sína, að ganga á undan með góðu eftirdæmi, þá eru þau sannnefnd: eiturbyrlar málsins. Annars er þetta að athuga við bréfið: 1. hefir er réttara en hefur i þess- ari merking (hefur er af hefjaj; en þó er rengri myndin nokk- uð forn, og er rótgróin orðin; varla rétt að telja hana óhæfa. 2. grein. í fornu máli mun að eins finnast í flt. greinir; en flt. greinar, er ákaflega göm- ul og gæti verið forn, þótt eigi hittist í ritum. Mörg slík orð hafa tvöfalda fleirtölu- mynd. 3. Borga í merkingunni greiða er orðið svo fast í málinu, að eigi tjáir að raska, enda merk- ingarbreytingin eðlileg. 4. stríð er gott og gilt orð í merkingunni stgrjöld. Kemur t. d. fyrir í Stjórn. 5. Úrklippurnar úr »Norðurl.« fylgdu ekki bréfinu. 6. Þágufallsendingunni i slept. Þetta er altítt, einkum í sam- settum eiginnöfnum, t. d. Laugaveg f. Laugavegi, og mun árangurslaust að amast við því' 7. Útlandið i eintölu er hryllileg dönskusletta. í ápríl 1916. Jón Olafsson. frá útlönðum. Orustur eru nú sem tryltastar víðsvegar. Þjóðverjar sækja nú enn meira á í Frakklandi en áð- ur og vinna heldur á. Austur- ríkismenn vinna hvern sigurinn eftir annan á ítölum og hafa náð aftur nokkru landi og um 30 þúsund föngum. Hyggja þeir að kljúfa ítalska herinn. Þá hafa þeir og í hyggju að leggja nú undir sig Albaniu. Búlgarar hafa haldið inn í Grikkland og virð- ast svo sem Grikkir geti varla setið lengur hjá, án hluttöku í styrjöldinni Loftskipaárásir miklar hafa ný- lega verið gerðar á Englandi af Þjóðverjum og á Ítalíu af Austur- ríkismönnum. Var aðallega ráð- ist á Feneyjar og borgir þar í grend. Klukkunni flýtt. Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland, hafa flýtt hjá sér klukkunni um 1 klukku- stund frá 1. maí, og stendur til septemberloka. Síðar hafa Hol- land, Norðurlönd og England tek- ið upp sömu nýbreytni. Þetta gert til þess að spara ljósmeti. Þenna búhnykk hafa íslending- ar kunnað lengi og útlendingar hæðst að. Litunarefni frá Þýskalandi. Ný- Iega hefir Þýska stjórnin leyft að selja til Bandaríkjanna 15 þús- und smálestir af litunarefnum, og er talið að verð þess sé um 42 miljónir króna. Áður hafði ekki verið flutt af litarefni frá Þýska- landi til Vesturlieims nema prent- litir handa stjórnarprentsmiðjunni í Washington. Prentsm. Gutenbcrg.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.