Fréttir

Tölublað

Fréttir - 05.05.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 05.05.1918, Blaðsíða 3
F R É T T I R 3 Silkisvuntuefni frá kr. 10,45. Silkilangsjöl frá kr. 5,45. Misl. Sumarhanskar frá kr. 1,95. Hvitt og misl. Gardinutau frá kr, 0,65 m. Flauel misl. 2,95 m. Kjólatau ullar 5,85 m. Kvenna og barna Stráhattar nýk. Fiðurhelt Léreft 1,48 pr. m. Dúnléreft 100 cm. br., 1,65 m. Kven-bómullarsokkar 0,98. Sokkabandateygja frá 0,32 m. Brodergarn hv. 0,15. Misl. flauels Molskinn 5,95 m. Bl, Léreft 36 teg. frá 0,68 m. Tvibr. Lakaléreft frá 2,35 m. Fríbr. Lakaléreft frá 1,98 m. Saumavélar með hraðhjóli 58,00. íslenzk flögg, allar stærðir. EGILL JAOOBSEN. Ó T O R A R 2 nýir og ógallaðir hráolíu-skipamótorar „Völand* — 60 hk. og 40 hk. — til sölu hjá O. Johnsen & Kaaber. því sannarlega verið ástæða til, að kennarar hefðu farið vægar í sakir en áður. — En eg spyr, hví er þessi nýbreytni, ásarat fleirum, ekki birt? Eða er þetta gert í heimildar- leysi? Eg ætla heldur ekki að þessu sinni að láta í ljós álit mitt á Mentaskólanum, sem uppeldis- stofnun, hvort að æskumenn þeir, sein hans verða að leita, fái þann áhuga og andlega víðsýni, sem verður að krefjast að skólinn veiti þeim, svo að þeir séu færir um að gerast leiðtogar þjóðarinnar, sem starfandi og dugandi menn. Eða hvað heyrist nú til yngri stúdenta? Láta þeir nokkuð til sin taka um hag og velferð þjóðar- innar í nokkru einasta máli? En óneitanlega gerðu þeir það þó áður. Eg spyr, og vitna til allra hugs- andi manna, sem til þekkja, hvort hér muni ekki vera farið með rétt mál. Eg ætla elcki heldur að þessu sinni að minnast á svonefndu »sjúkravottorðin«, sem húsráðend- ur gefa — eða öllu heldur nem- endur í þeirra nafni — þá dagana sem þeir koma ekki í skóla, og kennurum, lítið síður en nemend- um, er fullkunnugt um, að eru oft og tíðum ósönn og stundum fölsuð. En allir vita, hversu siðspillandi áhrif þetta hlýtur að hafa á nem- endurna. Enda hefur einn af mæt- ustu kennurum skólans látið sér um munn fara, að hann vissi vel að »þessi ósönnu og fölsuðu vott- orð sljófguðu alla ábyrgðartilfmn- ingu pilta«, og hann hefði ætíð barist á móti þessum ósóma. En eg spyr, hví heidur skólinn dauðahaldi í þetta fyrirkomulag, þrátt fyrir það þótt hann sjái, og mætir menn viðurkenni, að það leiki nemendur grátt í siðferðislegu tilliti? Eg ætla heldur ekki að minnast á andlausa endursagna-lærdóininn, sem beitt er bæði heimilt og ó- heimilt, því að í minni tíð í skóla og svo mun vera enn, fór meiri bluti kvöldsins í það að læra ensk- ar °8 þýzkar endursagnir og er þó eigi stafur fyrir hinni síðari, sbr. reglug. 1908 4. gr., og um hina fyni er ekkert ákveðið. En af þessu leiðir margt: sumar námsgreinarnar verða piltar að vanrækja og mun af því stundum stafa núllin, en þó er lakast, að slíkur þululær- dómur eykur ekki dómgreind, þekkingu ega þroska nemenda á nokkurn hátt, fremur hið gagn- stæða. En eg spyr, liggur ekki hér í ein ástæðan til þess, að fræði- mönnum háskólanna finst piltar í seinni tíð óþroskaðri en þeir fyr voru? Rg ætla heldur ekki að minnast á það hér, hversu nauðsynlegt það væri, að Mentaskólanum væri skift í tvær deildir, náttúrufræðis- og máladeild, þvj ag þag ejna veitir fryggingu fyrir fyrir því, að piltar með frumlegar ng sérkennilegar gáfur fái að njóta sín, og að ein- stöku kennurum, sem ota fram sín- um námsgreinum, gefist ekki færi á, að fella þá fyrir það eitt, að þeir eru sérkennilegir og ekki hægt að móta þá í meðal-manns deigluna. En væri skólanum skift, teldi eg sjálfsagt, að Norðlendingar fengju aftur sinn forna skóla, og að ann- ari deildinni yrði skeytt við gagn- fræðaskólann á Akureyri, þvi að þar ríkir að mínu áliti réttlæti og hollur andi, og svo er sem almenn- ur áhugi og gott samlíf nemenda og kennara sé þar landlægt. En því miður hefur mér alt af fundist, að þessir kostir væru horn- reka í almenna Mentaskólanum í Reykjavík, og slíkt mun fleiruin hafa fundist, sbr. Einar Kvaran skáld o. fl., sem um skólann hafa ritað. En nú kem eg að því, sem eg einkanlega ætlaði að tala um og það er það, hvort rétt sé og heim- ilt, að lækka einkanir nemenda fyrir það, að þeir séu óhlýðnir, brjóti á móti góðri reglu í skólan- um, séu svörulir við kennara o. s. frv. En að þetta muni oft og tíð- um hafa átt sér stað, eins og höf- undur greinarinnar í »Fréttum« gefur í skyn, munu mý-margir bæði nemendur og prófdómendur kannast við, að rétt sé með farið, enda munu margir af kennurunum sjálfum ekki þræta fyrir það, að satt sé, og þeir eru til í kennara- hóp, sem halda því fram, að þetta sé eina refsi-aðferðin, sem að haldi komi, því að hana taki piltar sér nærri. Að gefa áminningu o. s. frv. þýði ekkert. En sé það satt, að piltar taki ekki mark á annari refsingu en þeirri, sem bitnar á einkana-gjöf, hvert er siðferðis- gildi skólans þá? En að það sé óheimilt, að láta refsinguna koma niður á einkana- gjöfinni sýnir Ijóslega 22. gr. reglug. skólans frá 13. marz 1908, sem kveður svo á, að fyrir slíkt skuli nemendur sæta áminningu, vera sviftir námsstyrk eða öðrum hlunn- indum eða visað úr skóla um stundarsakir eða fyrir full og alt, ef miklar sakir eru. En á einkana- gjöf má það ekki bitna, enda væri slíkt óréttlátt, ómannlegt og ger- ræðisfult. Óréttlátt af því, að nem- andinn hefur jafn-mikla þekkingu í námsgreinunum, hvort sem hann er bljúgur og hlýðinn eða baldinn og ófyrirleitinn, og bagi hann sér illa, á það að koma niður á sið- ferðis-einkunn hans, en ekki þeim einkunum, sem sýna þekkinguna. Eigi hann t. d. skilið, að fá 6 í ensku, en 2 í siðferði, mun fáum sýnast það rétt, að hann fái 2 í ensku en 6 í siðferði, enda hlýtur slíkt algerlega að ríða í bága við réttarmeðvitund almennings. En óneitanlega munu þess fá dæmi. Eða með öðrum orðum afbrolin látin bitna á einkunnar-gjöfinni einni. Þetta er gerræðisfult sökum þess, að það stuðlar að því, að eyði- leggja nemandann, því að hann finnur, að hegningin kemur órétt- látlega niður, hann hefur sömu þekking og sömu greind, þótt hann hafi brotið eitthvað af sér, því að mannvitið er ekki hægt að skerða, en manngildið má skerða. Hann eyðir sjálfur fé og árum til einskis, og bæði andlegir og siðlerðislegir kraftar hans þverra. Hann er brennimerktur sem flón í augum samborgaranna, stuðnings- menn hans slá af honum hendinni af því, að þeir fá algerlega skakka hugmynd um hann, álíta hann treg-gáfaðan og fáfróðan, en ef til vill hlýðinn og meinhægan. Og óvíst er það, að skoðanir kennara Mentaskólans og styrktar- manna nemenda fari saman um það, hvort réttara sé, að styrkja menn til náms, sem greindir eru en baldnir og ófyrirleitnir, eða þá sem hlýðnir eru og lítilþægir, en treg-gáfaðir. En þetta er ómannlegt af því, að þeir eru hræddir við, að beita þeim rétta aga, sem þeim er heim- ilaður, og þeir eru skyldugir að beita, en í stað þess vilja þeir koma fram í dagsljósið sem rétt- lætið og mannúðin ein. En sé nú þessu farið eins og sagt hefur verið, hljóta allir góðir menn að viðurkenna, að á þessu verðnr að ráða bót, enda er hún auðráðin að nokkru leyti. Tað verður að skipa menn óvið- komandi skólanum til þess að dæma um kunnáttu nemenda við öll árs- próf jafnt bekkjarpróf sem stúdents- próf í Meptaskólanum. Allir próf- dómendurnir eiga að vera óvið- komandi iiema sá kennari sem prófar. Pað fyrirkomulag, sem gilt hefur að þessu, að kennararnir sjálfir séu prófdómendur hver hjá öðrum, verður að nema úr gildi. Það eitt getur^ trygt nemendum, foreldrum og forráðamönnum þeirra, að nemendum sé réttilega gefið fyrir kunnáttu sína, en ekki inn í hana blandað persónulegum geð- þótta kennaranna, siðferðiseinkuun o. fl. Þetta ætti enn fremur að vera kennurunum kært, því að þá losn- uðu þeir undan þeim grun, að þeir beiti ekki þessu valdi sem réttlátlegast og vinsældir skólans mundu aukast. Enda verður ekki séð, að kenn- arar þurfi að ráða meiru um ein- kunnir nemenda, en gefa þeim vetrar-einkunnir og spyrja þá á prófum. Þessa ný-breytni hefðu stjórnend- ur Mentaskólans átt að hlutast til um, að tekin hefði verið upp, því að vissulega er hún réttlátari og hefði orðið vinsælli heldur en þær sem lauslega hefur verið drepið á að framan. Jón Sveinsson.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.