Fréttir - 02.08.1918, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
DAGBLAÐ
95. blað.
Reybjavíb, föstudaginn 2. ágúst 1918.
2. árgangur.
Fastar ferðír til Piigvalla
annan hvern dag frá Nýja
Landi, sími 367. Nýr Over-
land-bíll fæst ávalt í ,privat‘-
ferðir.
Magnús Skaftfeld.
sími heima 695.
Merkisdag’ar.
Khöfn. 1. ágúst, kl. 11
30
Qershöfðingjamorð.
Eichhorn, yfirhershöfðingi Pjóðverja í Ukrajne hefur verið
myrtur.
Smjörliki
kr. 3,00 UílóiÖ
Brauðsölubúðin
BergstaðastrJ 24.
Drengi
vantar til að selja Fréttir.
Allar þjóðir eiga sér merkisdaga,
er þær halda hátíðlega öðrum
dögurn fremur. Eru það ýmist
þeir dagar, er við eru tengdar
minningar um stórviðburði í þjóð-
lífinu, — viðburði, er markað hafa
tímamót á göngu þjóðanna upp
og fram á menningarbrautinni, —
eða afmælisdagar og árstíðir beztu
hierkismanna þeirra og snillinga.
íslendingar héldu þúsund ára
hátíð sína 1874 til minningar um
byggingu landsins, og síðan hafa
^íða verið haldnar hátíðir til
núnningar um byggingu ýmsra
bygðarlaga, og auk þess hér í
höfuðborginni og víðar þjóðhátíðir
eða þjóðminningavdagar, ýmist 2.
ágúst til minningar um stjórnar-
^ótina 1874, eða 17. júní á fæð-
ingardegi Jóns Sigurðssonar. —
^terkismanna annara hefur og
Vetið minst með viðhöfn og há-
hðabrigðum á aldarafmælum þeirra,
e,hnar aldar eða fleiri.
Og svo minnast stórbæir lands-
lns sinna merkisdaga, kvenfólkið
Þess dags, er það fékk jafnrétti að
hestu við karla.
Og eigi mun á löngu líða unz
^Pp rennur einn merkisdagurinn í
sögu landsins, — sá dagur, er
Þjóðin fær staðfest lög um viður-
kenning á fullveldi íslands, en
það verður þá er sambandslögin
verða staðfest, er nú eru á leið-
og verður sá dagur eigi
^instur merkisdagur þjóðarinnar.
Fjöldi fjelaga innan þjóðfélagsins
sína minningardaga og heldur
hátíðlega, eða tekur sér hvíldar
^ gleðidaga, ýmist til minningar
einhver merkisatvik í sögu
féla
.. ,a^sins, eða tengir þá daga við
^legar endurminningar og sögu-
atbUrði
H'
yraðshátíðir og samkomur í
PporfUnar Qg bvatningaskyni til
^jhiskonar framfara eru og haldn-
~T oiargar fyrir forgöngu ung
Danskur rithöjuníur látiun.
Oanski rithöfundurinn Peter Nansen er dáinn.
Peter Nansen var fæddur 1861, prestssonur; gerðist blaða-
maður og síðar rithöfundur skáldsagna og leikrita. Síðan 1903 var
hann forstjóri G. B. N. F. (Gyldendals bókaverzlun í Khöfn). —
ísafirði í gær.
SilðveiÖin.
Fádæma veiði hér vestra, síldveiði og þorskveiði. Veiðst
hafa á 6 dögum á 20 vélbáta fullar 16000 tunnur af síld.
Veiðin jöfn yfirleitt, rúmar 1000 tunnur mest á bát.
Á sama tíma eru aðeins 3000 tunnur síldar veiddar
á Siglufirði. SíldafLi er einnig ágætur á lngólfsfirði og
Reykjarfirði.
Mokafli af þorski á öllu ísafjarðardjúpi, frá yztu mið-
um og alveg heim undir tún á Arngerðareyri innst í
ísafirði.
11
Mikil gleðitíðindi eru símfréttir þessar að vestan — nóg mup af
tunnum þar undir síldina, og vonandi gerir nú landsstjómin þegar
ráðstafanir til þess að bœndur afli sér síldar og lýsis lil fóðurbœtis um
land allt í þessum mikla grasbresti. Væri illa farið, ef hætta yrði
síldveiðunum, meðan nóg veiðist, vegna þess að síldin yrði ekki
seljanleg, fyrir kostnaði útgerðarmanna að minsta kosti.
mennafélaga, svo sem fyrirlestra-
samkomur, iþróttamót, búQársýn-
ingar, iðnsýningar.
Og víða á landinu voru og enda
eru enn »réttirnar« sann-nefndar
héraðshátiðir og gleðifundir, þótt
oft hafi þar sem víðar brunnið
við, að eigi hafi gleðinni verið í
hóf stilt og fagnað, orðið mörgum
að ófagnaði, — einkum í fyrri
daga, er »sá hinn görótti drykkur«
flóði yfir land alt.
Slík hátiðahöld á merkisstund-
um þjóðarinnar og einstakra fé-
laga eru fagur vottur þjóðrækni,
samúðar og einingarkendar. En
einmitt hin sameinandi einingar-
kend allra þjóðfélaganna í landinu
er framkvæmdarrikt lyftimagn, ef
mönnum lærist að skilja þýðingu
þess. Slíkar stundir er vel til þess
fallnar, að auka viðkynningu
manna, og kveðja menn til sam-
vinnu. Er því æskilegt, að hátíða-
gleðin sé meira en stundargleði.
Á hverri þjóðhátíð, hverri félags-
hátíð ætti allir að setja sér eitt-
hvert sameiginlegt mar kmið, strengj a
heit, einhvers til hamingju félags-
ins eða þjóðheildarinnar, og vinna
kappsamlega að því að efna það
heit eða hrinda áhugamáli sinu
áleiðis á ákveðnum tíma, ef auðið
er. Slíkar framsóknar-tilraunir
mega vel takast, ef hugur fylgir
máli og máli framkvæmd. Kven-
fólkið er í þessu efni fyrirmynd.
Pað hefur sett landsspitaiamálið á
stefnuskrá sína og hefur orðið ó-
trúlega mikið ágengt á örstuttum
tima. Ýms félög hafa einnig þegar
notað samkomur sinar og hátíðir
sem hvatningar- og framkvæmda-
stundir innan sinna vébanda og
orðið vel ágengt.
Gleðin verður varanleg og hver
árshátíð því ágætari, sem hún hef-
ur skýrari stefnuskrá, — ákveðinn
tilgang til heilla og hamingju þjóð-
inni, jafnframt nauðsynlegum gleð-
skap og hvíld frá venjustörfum
hversdaganna. Fetta ætti hvert fé-
lag, er hátíð heldur, að hafa hug-
fast og framkvæma. Hver einstakur
félagi vex að manngildi og trausti
á sjálfum sér og trausti annara
við það, að taka þátt í menningar-
tramkvæmdum og göfugri starfa-
stórmensku, og eigi síst, ef það
sem félögin færast í fang, hefur í
för með sér sjálfsafneitun einstak-
linganna í einhverju. Því að hver
sjálfsafneitun, í fögru markmiði og
öfgalaus, hækkar og styrkir veg
og mátt mannsins, gerir hann betri
þjóðfélagsþegn, betri félaga, betri
mann.
Margt bíður ógert i þessu landi,
— biður íslenzkra ágætismanna
með dug og dáð, vald og vilja,
sem vinna í einingu andans að
viðreisn landsins, — manna, sem
eiga að halda uppi í framtíðinni
frægð og heill fullvalda rikis.
Merkisdagarnir eru vel til þess
fallnir, að slíkir menn gangi fram
og hefjist handa.