Fréttir

Útgáva

Fréttir - 10.08.1918, Síða 2

Fréttir - 10.08.1918, Síða 2
2 FRETTIR Marteinn málari. Eftir Charles Garvice. (Frh.) »Jæja, eg hitti þann undarlegasta, glanna- legasta, en jafnframt greiðugasta mann, í póst- húsinu í Greymere, sem eg nokkurn tíma hef rekist á, skal eg segja þér, Guy«, sagði Rósa- munda í einni lotu. »Eg vona að þú hafir ekki farið að gefa þig á tal við hann«, sagði faðir hennar fremur alvarlega. »Að minsta kosti ekki fyr en hann yrti á mig«, svaraði hún. »Hann kom í grænum vélarvagni, var dökkeygður og dökkhærður, á dökkblárri treyju og stuttbuxum, og með falleg sokkabönd til þess að halda uppi um sig sokkunum«. »Já — já! Naumast er það!« rumdi í föður hennar. »Hann var hálf-hranalegur fyrst«, sagði Rósamunda, »en einkum þótti mér undarlegt, að hann vissi hver eg var og hvar eg átti heima. Eg lézt ekki vita hver hann var, og kærði mig ekki um að láta hann fara að ímynda sér, að mér stæði það ekki alveg á sama, eða hefði verið að grenslast eftir nafni hans«. »Ungur maður í grænum vagni?« sagði Guy Fielding. »Mér dettur enginn annar í hug í svipinn en fólkið í höllinni — Gregson held eg að það kalli sig«. »Já, hann er þaðan«, segir Rósamunda, og heitir Tom að fornafni«. »Mér fer nú að þykja nóg um, Rósa- munda«, sagði faðir hennar. »Já, einmitt það«, sagði Guy. »Eg hef oft séð þennan náunga. Hann skiftir hárinu í miðjunni, og er maður í hærra lagi og lag- Iegur«. »Jæja, eg ætla þá að halda áfram sögunni fyrst þú veizt nú hver maðurinn er«, sagði Rósamunda. »Eg stóð í anddyrinu á póst- húsinu og var að hugsa um, hvernig í ósköp- unum eg ætti að geta komist heim án þess að verða gagndrepa, þegar ungan mann í vélarvagni bar þar að. Svona held eg að minsta kosti að það hafi verið, því að eg sá það ekki sjálf; eg var að búa mig undir að leggja út í rigninguna, og var að ráða við mig hvort eg ætti að hafa hattinn minn á höfðinu eða bera hann undir hendinni, svo að hann yrði ekki alveg rennblautur. Þá heyrði eg alt í einu að einhver sagði fyrir aftan mig —« »Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri«, greip bróðir hennar fram í, því að honum þótti hún verða helzt til margorð um þessa smámuni. »Nei, ekki sagði hann það«, sagði Rósa- munda alvarlega, og gaf föður sínum auga, til þess að vita, hvort hann hlustaði á sig, en hann gaf sig allan að matnum og virtist ekki sinna öðru. Hún hélt þá áfram og sagði: »Eg heyrði að einhver sagði fyrir aftan mig, að það væri óþarft af mér að fara að bleyta mig. Eg svaraði honum fremur önuglega, og þá sagði hann eitthvað, sem kom mér til að hlæja — fór eitthvað að afsaka sig, og endir- inn var sá að — ja, hvað heldurðu?« »Að hann flutti þig hingað heim í vagnin- um«, sagði bróðir hennar. »Flutti þig heim í vagninum!« sagði faðir hennar nú og leit upp og starði undrandi á hana. »Að Gregson yngri flutti þig heim í vagni sinum!« endurtók hann. (Frh.) Emden og- Ayesha. (Frh.) Við sögðum þeim að við værum þýzkir, og kváðu þeir sér þykja vænt um það, því að þangað hefði eigi þýzkt skip komið síð- ustu 20 árin. Þeir voru mjög hissa á því, hve skipið var óhreint. Við sögðum að það væri eðlilegt. Við værum að fara umhverfis jörðina, og þyrftum að hraða oss. Oss væri þess vegna ómögulegt að taka fyrir þá bréf til London. Þegar við héldum af stað, gaf yfirforinginn þeim nokkrar kampavínsflöskur, sem við höfðum tekið í ensku skipi!« Ef tekið er að tala um orrustuna i Pen- ang, kemur; hásetunum ekki saman um, hvern veg hún fór fram og hve lengi hún stóð. »Mörg skip höfðu farið fram hjá okkur, og við skildum alls ekki hvernig á því stóð, að ekki var ráðið á þau. Þegar okkur var sagt frá því, hvað foringinn hefði í hyggju, þá skildum við alt. í rauninni hefði okkur ekki veitt af því að hafa hafnsögumann, því að innsiglingin var svo hábölvuð. En til allrar hamingju þekti Lauterbach liðsforingi innsiglinguna eins vel og fingurna á sér. Hann var seinna tekinn til fanga, en er nú strokinn«. Við fengum lítið að borða — súpugutl, mjólk og brauðskorpur. Læknirinn sagði að það væri verra fyrir okkur að vera saddir, ef við yrðum holskotnir. Um miðnætti var alt tilbúið. Eg var tundurskytta og hraðaði mér niður í tundurrýmið. Síðan sigldum við fram og aftur í 5 stundir. Þá skaut eg fyrstu kúlunni á Rússann. »Jemtschuk« lá hér . . .« »Nei, það lá þarna!« Nú tóku þeir að hrinda hver öðrum frá borðinu, og leitast við að sýna mér í víninu, sem helzt hefur niður, hvar »Jemtschuk« hafi legið á höfninni í Penang. IX. Á Ayesha og seglbátnum. »Emden var í rauninni allra mesti sila- keppur«, sagði einn hásetanna. »Ef bún hefði v-erið 8 mílum hraðskreiðari — siglt 26, þá hefði alt farið vel. En okkur er ómögulegt að skilja það, hvern veg því var farið, að hún varðist »Sidney« eins lengi og raun varð á!« »Það var 9. nóvember, sem við gengum á land. Við vorum fáir, enda voru ekki nema liðlega 200 manna á skipinu. Við höfðum aldrei gengið á land til hervirkja fyr en þarna í Keeling. Tveim dögum áður hafði liðið ver- ið valið — allar beztu skytturnar og svo nokkrir sjálfboðaliðar. Yngstu liðsforingjarnir voru með í förinni, af því að þeir höfðu eigi tekið þátt í orrustunni við Penang. Þá voru þeir foringjar á flutningaskipinu. Nú fýsti þá landgöngu, því að vér hugðum að skærur mundu verða með oss og eyjarskeggjum. Loftskeytastöðin var all-stór. Landi minn var stúrinn, er eg veifaði honum úr bátnum — hann hugðist eigi mundu sjá mig aftur, en svo fór, að hann sökk með Emden þann dag, en nú er eg hér heill á húfi!« »En engir féndur voru sýnilegir. Vér höfð- um stráhatt á höfði, og er vér stigum á land, sögðu Englendingarnir: »Þið eruð af Emden. Við höfum búist við komu ykkar vikum saman, og svo fór sem okkur grunaði. Þótt 4 séu reykháfarnir — það kemur ekki að neinu haldi — við höfum frétt af þeirri her- brellu«. Eg held að þeim hafi fundist þetta eins og hvert annað gaman. Vér höfðum með oss fjóra háseta af flutningaskipi, og báru þeir einkennisbúninga vora. Eyjarskeggjar buðu oss 4 hylki af vindlingum fyrir eina ein- kennissnúru, en vér vorum hinir varkárustu. Tveir loftskeytamenn voru 1 för með oss. Englendingarnir sögðu oss hvar stöðin var á eynni, og héldum vér þangað. Loftskeyta- menn vorir tóku nú áhöldin úr höndum Eng- lendinganna, er voru að ljúka við að senda þessi orð: »Hjálp! Emden í nánd!« Er við vorum þarna að störfum, gaf Emden merki: »Flýtið ykkur! Komið fljótt!« Við hröðuðum oss niður að bátnum, en rétt þegar við vorum að leggja frá landi, sé eg sprengikúlu hitta Emden, rétt hjá þriðju stjórnborðs-fallbyssunni. Svartur reykjar- mökkur gaus upp. Þá sagði foringi okkar: »Ef Emden ferst, verðum vér að verjast meðan nokkur okkar stendur uppi! Eða sagði hann það ekki?« »Hver?« »Hver? Þarftu nú að spyrja að því! Auð- vitað Mucke! Skömmu síðar vorum vér her- mennirnir af járnmeisnum orðnir skipverjar á tréspæni. Að eins tveir eða þrír okkar kunnu að haga seglum. Eg kunni að senda tundurskeyti! Já, tundurskeyti; það má nú auðvitað nefna það, en á Ayesha var ekki svo mikið sem þolanlega hægt að koma fyrir vélbyssunum, því að kaðlarnir voru eins og mý á mykjuskán. En svo boruðum við göt á öldustokkinn og stungum þar út byssunum, þegar við bjuggumst til orrustu. Á »herskipi« okkar voru fjórar þessar líka litlu fall- byssur!!« »Eftir viku var orðið Ijóta lífið hjá okkur. Brauð? »Maaíiisch!« (Arabiska: er ekki til). Tóbak? Maafiisch! Við reyktum telauf. Vatns- geymana var engum hleypt í. Við fengum altaf sama skamtinn. Þegar rigning var, þá var látið rigna i segl, til þess að ekkert færi til ónýtis af »blessuðu vatninu!«« »í rauninni fengum við ekkert annað mat- arkyns en hrísgrjón og makrónur, og alt soðið í sjó. Ekki bætti það um þorstann — og vatn, Maafiisch!« »Nafn skipsins höfðum vér málað yfir. Ef vér komum í nánd við eilthvert skip, stóðu að eins nokkrar hræður á þilfarinu og gláptu á okkur. Þeir héldu víst að við værum kaup- skip. En ef nokkur liefði ráðið á okkur, þá hefði hann fengið varmar viðtökur. »Ef við mætum Japana«, sagði foringinn, »þá gerið þið ykkur ekki þá skömm, að láta nokkurn mann komast lífs af!« En því miður mætt- um við þeim aldrei 1« »14. desember bittum við »Choising«, og tveir dagar liðu, unz unt var að komast á milli skipanna. Þá skal eg segja yður, að það voru ljótu bölvuð lætin á Ayesha. Kyndara- greyin urðu alveg utan við sig, og töldu okk- ur glataða menn, þegar þríhyrnan rifnaði — þeir klifruðu upp um allar rár og börðu og böðuðu öllum öngum, svo að það var alveg hræðilegt; — þeir voru ekki vanir öðru eins og þessu!« »Haltu kjafti, óhræsið þitt! Við kyndararn- ir erum nú verra vanir en seglaslættinum á óhræsinu henni Ayesha!« »Þú skalt nú bara láta það bíða, að segja nokkuð ljótt um Ayesha. Þegar við urðum að sökkva henni, þá lá við, að þið færuð að skæla!« »Það var líka reglulega sorglegt. Við höfð- um skorið í sundur höfuðböndin til þess að sigl- urnar brotnuðu. En þær stóðu eftir sem áður«. (Frh.)

x

Fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.