Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 10.08.1918, Qupperneq 4

Fréttir - 10.08.1918, Qupperneq 4
4 F P E T T I R Eldspýtur ÆL %/ Bækiir. hef eg- nú fyrirlig’g'j andi. H. Benediktsson Reykjavík. S í m i 8 S í m i» e f n i: (tvær línur) Pessar bækur óskast keyptar: Ernst v. d. Recke: Ijyriske Ðig'te. Hall Caine: I )en evig'e Stnd. Ljóðmæli og leilcrit S»i**-. Péturssonar. / Ljóðmæii Eggerts Olafssonar, Magn. Stephensen, Jóns Thoroddsen, og Magn. Grímssonar, Brynj. Oddssonar. Nokkur ný og brúkuð (viðgerð) hljóðfæri, Ritstjóri Frétta vísar á. harmonium og píanó til sölu sömuleiðis mikið úrval af nótum. J-lljóðfærahús "Reykjavíkur. Samsæti er ákveðið að halda herra Arna Egg’et'tssyni erindreka íslands í Vesturheimi, næstkomandi þriðju- dagskvöld, 13. þ. m., kl. 81/*, í Iðnaðarmannahúsinu. Peir sem vilja taka þátt í samsæti þessu eru beðnir að skrifa sig á lista í Bókaverzlun ísafoldar, og vitja aðgöngumiða þangað, í síðasta lagi á laugardag. Reykjavík, 7. ágúst 1918. Forstöðunefndin. Nýútkomid: íslenzkH simamennirnir eftir II. de Vere S8tJiopooIe. III bækur, hver annari skemtilegri. 1. bókin /jerist í Japan, hinar 2 ú Islandi. Hö/undurinn varð trœgur a Englandi jyrir þessa bök. „©Trétíir" &ru Bazta auglýsingaBlaéié. Prentsmiðjan Gutenberg Guy Boothby: Faros egypzki. 274 klukkan rúmlega sex. Heldurðu, að þú getir verið ferðbúin svo tímanlega?« »Já, auðvitað get eg það«, svaraði hún innilega. »Þú þarft ekki annað en að segja mér hvers þú óskar og geri eg þá alt að vilja þínum«. »Við fáum okkur léttivagn«, sagði eg, »og ökum til einhverrar járnbrautarstöðvarinnar, sem ekki ber mikið á. Þar förum við svo í lestina og forðum okkur frá þessum Faros«. Litlu síðar bauð eg henni góðar nætur og sló klukkan þá tvö, og fjórum tímum síðar áttum við þá að komast í lestina, sem flytja átti okkur til frelsis og fullsælu. En skyldi okkur nú hepnast þelta? XV. Eg var svo hræddur um að eg kynni að sofa yfir mig, að eg fór alls ekki í rúmið, heldur settist í hægindastól og rej'ndi að lesa í bók þangað til komið væri að tilsettum tíma. Síð- an lagði eg bréf á búningsborðið og lét i það svo mikið af peningum, sem eg hugði nægja fyrir veru mína í gistihúsinu, stakk fáeinum hlutum, sem eg vildi gjarnan hafa með mér, í vasa minn, aðgætti hvort eg hefði ekki alla peninga mína á mér og læddist svo ofan stig- 275 ann. Var eg svo heppinn, að ekki varð á leið minni nema einn einasti þjónn og leit hann upp frá vinnu sinni, þegar hann varð mín var, en tók strax til hennar aftur, án þess að skifta sér frekar af mér. Valeríu sá eg hvergi, og með því að mér var ókunnugt um, hvar herbergis hennar væri að leita, fór eg að hugsa um, hvað eg ætti að taka til bragðs, ef hún skyldi nú hafa sofið yfir sig. En til þess að gera þjóninum grein fyrir, hvers vegna eg væri svona snemma á fótum, þá spurði eg hann leiðar til dómkirkjunnar og um hvaða leyti morguntíðir væru siingn- ar þar. Hann var naumast búinn að svara mér þessu, þegar eg sá hvar Valería kom með fiðlukassa sinn í hendinni. Eg ávarpaði hana á ensku, stakk fáeinum gullpeningum i lófa þjónsins og gengum við síðan út úr gistihús- inu og héldum til torgsins. Mér til mikillar gleði sá eg að þar var kominn léttivagninn, sem eg hafði beðið um kvöldið áður og vor- um við eftir skamma stund komin til braut- arstöðvarinnar, sem eg hafði kosið mér. Keypti eg okkur farseðla í snatri og flutti lestin okkur nú burt frá Pragjj og manni þeim, sem við óskuðum svo innilega að aldrei bæri okkur fyrir augu framar. Gat naumast heitið að við skiftumst á orðum fyrst framan 276 af á leiðinni, því að þessi flótti okkar var svo mikið áhyggjuefni, að við gátum tæplega fest hugann við annað, en þeim áhyggjum létti smám saman, þegar við fundum að okkur- var óhætt í lestinni, og óx okkur hugdirfð við hverja mílu, sem við komumst áleiðis. Þegar við náðum til Dresden, voru ekki aðr- ar manneskjur í þessari álfu sælli en við. Tveim tímuin síðar komum við til Berlínar og yfit'gáfum lestina þar, og vorum við þá orðin gerólík því, sem við höfum verið þegar við lögðum upp frá Prag. En ekki vildum við eiga neitt á hættu samt sem áður, því að við urðum öruggari með hverri mílunni, sem við fjarlægðumst Faros, ogþess vegna hafði eg sett mér að komast til Berlínar í einni lotu í stað þess að nema staðar í Dresden eins og við höfðum ætlað okkur í fyrstunni. Klukkan var eitthvað um sex þegar við komum til Berlínar og sáust engin þreytu- merki á Valeríu, enda þótt við hefðuin verið samflej'tt tíu tíma eða meíra á ferðinni. »Hvað skal þá gera?« spurði hún. »Fá okkur eitthvað að borða«, svaraði eg. »Já, láttu mig sjá fyrir því«, sagði hún og brosti yndislega. »Þú mátt ekki gleyma þvi, að eg hef víða farið og þekki líklega Norð- urálfuna jafnvel og þú þekkir Lundúnir«. »Þá er bezt að eg láti þig annast um það«,

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.