Fréttir - 11.08.1918, Page 3
FRETTIR
3
(Framhald af 1. síðu).
smælingjum að eignast þarna lóðir
og reisa þar hús, með þvi herfi-
lega fyrirkomulagi sem er á fast-
eignalánum í lánsstofnunum vor-
um. Nokkrir efnamenn hafa þegar
tryggt sér þar lóðir og eigi mun á
löngu líða, unz lóðir eru þar allar
seldar, — svo marga eigum vér
efnamennina og smekkmennina, er
fagna munu tækifærinu að ná í
lóð á svæði þessu.
Hér er fyrsta sporið stigið til
þess að koma á fyrirmyndar húsa-
skipun og húsagerð í samræmi við
umliverfið. Og þótt öllum þorra
manna verði um megn að búa svo
um sig, þá er enginn vafi á því,
að fegurð, þrifnaður og heilnæmi
á þessum stað hvetur aðra til að
gæta hins sama hjá sér eftir efnum
og ástæðum.
Og vér skulum einnig vona að
á Sólvöllum fylgi' það fegurð og
ytri þrifnaði, er oss vantar yfirleitt
mest og enginn má án vera.
En það er heilnæmt andlegt
andrými, — lifsloft samúðar, sál-
göfgi og kærleika.
Þá fyrst má segja um Sólvöllu,
að þeir »beri með sóma réttnefnið«.
Hrað er í tréttum?
Willemoes
fór í fyrra kvöld vestur og norð-
ur um land. Farþegar voru Vigfús
Einarsson stjórnarráðsfnlltrúi til
Austfjarða, Magnús Kristjánsson
landsverzlunarstjóri til Akureyrar,
Guðm. Ólafsson yfirdómslögm. til
ísafjarðar, Magnús Gislason yfir-
dómslögm. og Jón Stefánsson rit-
stjóri o. íl.
I
Qrangir
ósfiast iil að 6ara út
„%3réitiru nú þagar.
Gullfoss
er væntanlegur í dag. Farþegar
Garðar Gíslason og Carl Olsen
heildsalar, Vilhelm Knudsen, Axel
Kristjánsson o. fl.
SíldTeiðarnar
ganga mjög stirt. Veður hafa
hamlað þeim vikuna sem leið.
— Er áætlað að alls muni vera
komnar á land milli 50 og 60 þús.
tunnur.
mun verða fyrsti stýrimaður á J
Gullfossi.
Almenningseldhúsið.
Borgarstjóri hefur nú fengið
skeyti um að áhöld til þess muni
fást útflutt frá Danmörku. Er þess
þá að vænta, að liðkist um fram-
kvæmdir þessa þarfa fyrirtækis.
Skósniiðju
ællar bærinn að setja á stofn
bráðlega. Er það gert samkvæmt
ályktun fátækranefndar og svo til
ætlast, að skóviðgerðir verði þar
eitthvað ódýrari en hjá skósmið-
uin bæjarins.
Spejderen
dráttarbátqrinn norski sem lagði
af stað með seglskipið í eftirdragi,
varð að snúa aftur vegna mótvinds
þegar hann kom suður fyrir landið.
Votviðri
✓
eru nú byrjuð. í gærdag rigndi
mestallan daginn og rigningarlega
lítur út í dag.
I)oris
saltskipið sem hingað kom á
dögunum mun að líkindum fara
austur á Seyðisfjörð með það af
farminum, sem ekki er lagt upp
, hér.
Strand.
Einmastrað seglskip strandaði í
Vestmannaeyjum á föstudagskvöld-
ið 9. þ. m. — Hafði timbur o. fl.
meðferðis til Reyðarfjarðar.
Laus prestaköll.
Þessi prestaköll eru auglýst laus:
Staðarhólsþing, Bjarnanes og Mos-
fell í Grímsnesi.
Alþingi
hefur verið stefnt saman 2. sept.
n. k. Mun starf þess nær eingöngu
verða það að leggja fullnaðarsam-
þykt á sambandssamningana milli
Danmerkur og íslands. Þingmenn
rnunu koma með Sterling í lok
þessa mánaðar að austan og norð-
an. Mun svo til ætlast að þingið
standi ekki lengur en svo sem
vikutíma, svo að þingmenn kom-
ist aftur af stað með Sterling i
ferðinni vestur um land.
Borg
er komin til Leith og mun að
líkindum taka þar kolafarm og
ýmsa smávöru.
Eldspýtur
hef eg1 nú fyrirliggjandi.
*
H. Benediktsson
Reykjavík.
S í m i S Símuefni:
(tvær línur) „GEYSIR“
Póróltur Bech
sem. var skipstjóri á Willemoes
Ritstj.: Gaðm. Guðmundsson.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Guy Boothby: Faros egypzki.
277
svaraði eg, »enda hefur enginn maður nokkru
sinni haft yndislegri leiðtoga«.
»Eg mundi vara þig við að vera að slá
mér gullhamra ef öðru vísi stæði á«, svaraði
hún og klappaði glaðlega á öxlina á mér,
»en nú liggur svo vel á mér, að eg tek það
ekki upp fyrir þér og annars verður þetta í
seinasta skiftið, sem eg kem fram sem mat-
móðir þín. Upp frá því verður það þín skylda
að sjá mér farborða, en nú skulum við
koma«.
Hún fór með mig frá járnbrautarstöðinni
út á götuna og gengum við all-langan spöl
unz við komurn að matsöluhúsi.
»Húsbóndinn hérna er gamalkunningi
minn«, sagði hún, »og þó að hann sé kunn-
ugur Faros, þá mun hann ekki segja honum
frá, að við höfum komið hingað«.
Við gengum þar inn og spurði Valería
einn þjóninn, hvort búsbóndinn væri heima.
Fór hann að svipast eftir því. Við biðum á
meðan og gat eg ekki annað en tekið eftir því,
hve hinir gestirnir sem þarna voru staddir,
dáðust að fegurð og yndisleik lagskonu
minnar. Þar á meðal voru nokkrir liðsfor-
ingjar og var mér skapi næst að segja þeim
til siðanna fyrir það, hvernig þeir gláptu á
Valeríu, en þá heyrði eg að einhver kom
þrammandi og sté þungt til jarðar og kom
278
þá inn til okkar einhver sá akfeitasti og
sílspikaðasti maður, sem eg hef nokkru
sinni augum litið. Hann gekk á lausaskóm,
hafði rauða hettu á höfðinu og langa pípu í
munninum. Hann var alrakaður og hafði
margar undirhökur hverja niður af annari,
svo að hvergi sá í hálsinn.
»Þér kannist líklega ekki við mig, herra
Schúncke«, sagði Valería um leið og hann
heilsaði okkur.
»Kæra ungfrú mín«, sagði hann. »Eg bið
yður margfaldrar fyrirgefningar á því, að eg
kom yður ekki undir eins fyrir mig«. Að
svo mæltu leit hann eins og hálfskelkaður í
kring um sig og bætti við: »En eg sé herra
Faros hvergi. Er hann ekki með yður, eða
kemur hann von bráðar?«
»Nei — það vona eg, að ekki koini fyrir«,
sagði hún og bætti við í hálfum hljóðum:
»en eg veit, að mér er óhætt að treysta yður,
herra Sehúncke. Sannleikurinn er sá„ að eg
strauk frá honum«.
»Herra trúr!« sagði gamli maðurinn.
»Strukuð þér frá honum! Nú — mig furðar
nú raunar ekkert á því, en þér megið ekki
láta hann vita, að eg hafi haft þau orð.
Annars er mér óskiljanlegt, hvernig þér hafið
enzt til að vera svona lengi með honum, en
auðvitað er það hlutur, sem mig varðar
279
ekkert um. Já — já! Mikill asni get eg verið!
Hér stend eg og þvaðra og blaðra í stað
þess að spyrja um hvað yður þóknist«.
»Okkur langaði til að fá eitthvað að borða«,
svaraði hún, »og enn fremur vildum við
mælast til þess að þér létuð þess ógetið, að
við hefðum hingað komið, ef herra Faros
skyldi spyrja um okkur hér«.
»Nei, auðvitað fer eg ekki að segja frá því
og þið skuluð fá þá beztu máltíð, sem hér
er kostur á«, svaraði hann. »Og enn fremur
læt eg ykkur borða i mínu eigin herbergi,
þvi að þar getið þið verið í næði. Mér þykir
svo undur vænt um að fá að sjá yður aftur,
kæra ungfrú min«!
»Pað er fallega talað og gert af yður«,
sagði Valeria, »og eg er yður mjög þakklát
fyrir alt það ómak, sem þér gerið yður
okkar vegna«.
»Og það er ekki þakkarvert — og hver
veit nema að þér veitið mér þá ánægju að
leika fyrir mig á hljóðfærið yðar. Eg sé, að
þér hafið tekið það með yður og það minnir
mig á svo margt. Mér er sem eg sjái þann
gamla — jæjanú, við skulum þá koma, því
að annars verð eg að þessu skrafi fram á
nótt«.
Við fylgdum honum þá eftir til herbergis,
sem var i hinum enda hússins og fór hann