Fréttir

Eksemplar

Fréttir - 16.08.1918, Side 3

Fréttir - 16.08.1918, Side 3
FRETTIR 3 Kréttir. Kosta 5 aura eintakið í lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. Anglýsingaverð: 50 aura hver centimeter í dálki, miðað við Qórdálka blaðsíður. A < íí r e i ð s 1 ii í Austur- stræti 18, sími 316. Yið anglýsingnm er tekið á af- greiðslnnni og í prentsm. Gntenberg. Útgefandi: Félag í Reykjavík. Ritstjóri: Guðm. Guðmnndsson, skáld. Sími 448. Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega kl. 4—5 virka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. tsjekko-Slovakar. Bretar hafa viðurkent Tsjekko-Slovaka sem bandamenn í ófriðnum. ' ' % fú suðurvígstöivniium. Hvað er í tréttum? Austurríkismenn hafa hrundið áhlaupum ítala. lítsYarshækknii til viðbótar á þessu ári 33* l 2 3/s %> samþykti bæjarstjórn í gær á fundi að leggja á gjaldþegna bæjarins. Njörðnr kom að norðan í gær. Vont veður og hvasst hafði verið fyfir norðan þegar hann lagði af stað en síðan bezta veður. Kastaði vðrpunni að sögn hér fyrir utan, en hún lenti í hrauni og rifnaði. Húseigeudnr við Frakkastíg hafa boðið að leggja fram 1000 krónur til við- gerðar á götunni. Veganefnd áætl- aði að viðgerðin mundi öll kosta um 7000 kr„ og sér ekki fært að sinna þessu að svo stöddu. Sterling á að fara í strandferðina á mánu- Sambanð jtorðurlatsða. Þýzk blöð fagna þvi að Norðurlönd tengist sem traust- ustum böndum sín á milli, með því að það samband verði hemill á brezk állrif á Norðurlöndum. Siglingar Qollenðinga. Samkomulag um siglingar hefur komist á með þjóð- verjum og Hollendingum og taka nú Hollendingar þá og þegar aftur upp siglingar. Talið er líklegt, að Wilhelm stórhertogi i Austurríki verði konungur i Úkrajne. daginn, eins og auglýst er á öðr- um stað í blaðinu. Á hann að taka þingmennina í þessari ferð og vera kominn hingað með þá fyrir 2. sept. frá vesturvígstöðvunum. Áhlaupunum af beggja hálfu hrundið, svo hvorki gengur né rekur. Ba^jabygging. Ólafur Friðriksson spurði um það á bæjarstjórnarfundi, hvort fasteignanefnd hefði hugsað sér nokkurn stað, þar sem leyft yrði að byggja torfbæi ef til kæmi. — Borgarstjóri kvað komið hafa til orða að leyfa land úti á Gríms- staðaholti, en fullnaðar-ákvörðun væri ekki um það tekin. Útsvar „Geirs44. Skipstjórinn á björgunarskipinu Geir hefur kært yfir því, að skip- inu vært gert að greiða 2000 kr. útsvar. í bréfi sínu til niðurjöfn- unarnefndar getur hann þess, að hér sé ekki um neina sérstaka grein að ræða af björgunarfyrir- tæki Switzers, heldur liggi skipið hér á höfninni eins og hvert annað skip og hafi enga skrifstofu í landi. — Niðurjöfnunarnefnd vísaði þess- ari kæru frá sér og bæjarstjórn sömuleiðis. Ál'engisgerð í heimahúsnm. Norsk andbanningablöð reyna að gera mikið úr því, hvað bruggað sé mikið áfengi í heimahúsum þar. Andbanningablöð hér taka þetta fyrir góða og gilda vöru. Önnur blöð segja, að þessar bruggsögur séu mjög orðum auknar, að vísu verði lítið um það sannað, en allar líkur bendi á móti því, að menn séu alment að eyða dýru efni og tíma frá atvinnu sinni til áfengis- bruggunar. Sama mun reynzlan verða hér. — Alment munu menn ekki taka upp á því og því siður halda á- fram að brugga áfengi af þessum ástæðum: 1. Það borgar sig ekki, nema það sé gert að beinni atvinnu. 2. Ef það er rekið að mun, fer ekki hjá því, að það komizt upp. 3. Alment hugsá menn meira um heimili og afkomendur en svo, að þeir óski að láta kunnáttu og verkfæri til áfengissuðu verða, ef til vill, eina arfinn, sein þeir láta börnum sínum og þjóðfélagi effir sig. Símslit. í morgun var slitið alt síma- samband við Seyðisfjörð og útlönd vegna ísingar á þráðunum ein- hversstaðar á Hólsfjöllum. Á Gríms- stöðum var sagt, að þræðirnir væru jafn-gildir staurunum og héngi niðri við jörð. Logn var í morgun út um landið þar sem simasamband náði til. Frederieia kom í morgun með steinolíufarm til Steinolíufélagsins. Kæra hefur komið frá Alþýðuflokkn- um yfir því, að ekki liafi verið lagt útsvar á þá menn, sem feng- ið hafa djrrtíðarlán. Hafa þessir menn þar af leiðandi mist kosn- ingarrétt eins og aðrir er ekki bera útsvar, og er þetta tilefni kærunn- ar. Bæjarstjórn samþykti í gær að vísa málinu til niðurjöfnunarnefnd- ar í þvi skyni, að lagt yrði útsvar á alla er útsvarsfs^fir þættu, þótt þeir hetðu fengið dýrtiðarlán. Höfnin. Þórarinn Kristjánsson hafnar- stjóri hefur gert teikningu að mann- virkjum við höfnina eins og hann leggur til að þau verði. í horninu við Austurgarðinn er ætlast til að fylt verði upp stór skák fyrir kola- og saltgeymslu með skipabryggju út úr vesturhorninu. Þaðan á að fylla mjórri ræmu yfir að horninu á hafnarbakkanum. Tekur hún alveg af steinbryggjuna og bryggj- urnar þar fyrir austan. Skipa- gengur út frá miðjum hafnarbakkanum sem nú er. Frá norðvesturhorni hans haldið áfram uppfyllingu vestur eftir. Verður vörugeymsla á skákinni, sem næst er, með fveimur bryggjum. Þar fyrir vestan kemur skipasmíðastöð hér um bil fyrir neðan þar sem Slippurinn er nú. Þá kemur 'þar næst bátahöfn í krikanum milli Vesturgarðs (Grandagarðs) oglands. Fyrir norðan bátahöfnina út með Vesturgarði verður allbreið ræma fylt upp fyrir uppskipun á fiski og 5 fiskibryggjur þar fyrir framan. Þá kemur stór skipabryggja inn frá norðurenda fiskibakkans og á milli hennar og Norðurgarðsins kví fjrr- ir steinolíuskip og steinolíubryggja jafnhliða meðfram Norðurgarðin- um álíka og kolabryggjan sem nú ér komin við Austargarðinn. Er nú til ætlast að byrjað verði að fylla kolaskákina, og síðan hald- ið áfram með ræmuna vestur að hafnarbakka, eða þá að farið verð- ur í fiskibakkann næst á eftir kola- skákinni. Hvað þessu verki miðar mun nokkuð fara eftir því, hvern- ig gengur að fá efni í sjálf bólverk- in eða frambrúnirnar. Ef til vill verða þær gerðar úr steinsteypu- stöplum, ef járn verður illfáanlegt líkt því sem er í hafnarbakkabrún- inni. Vöndpð steinsteypa ætti að verá varanlegri. Hafnarlánið. Bæjarstjórn lagði samþjkki sitt á 2 milj. kr. bafnarlánið við síð- ari umræðu í gær. Úr erlendum blöðum. Sjálfsmorð Evrópnkynflokksins. Sir Bernhard Mallet hélt fyrir skömmu fyrirlestur í London um fólksfækkun af völdum stríðsins. Fyrir utan hið beina tap fallinna hermanna, væri einkum athuga- vert, hvað fæðingum færi fækkandi í landinu. Árið 1913 fæddust í Englandi og Wales 882,000 börn, árið 1915 voru fæðingar 814,000 og 1917 voru þær að eins 668,000. Með öðrum orðum fæðingar fækka með vaxandi hraða eftir því sem stríðið heldur lengur áfram. — Ástandið kvað ræðumaður þó vera verra hjá Miðveldunum. Fæðinga- fækkanir í Þýzkalandi síðan stríðið hófst mundu vera um 41/* °/o af öllum fólksfjöldanum, í Austurriki 5 °/o og í Ungverjalandi 7 °/o.

x

Fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.