Fréttir - 22.08.1918, Síða 3
frettir
3
JBVéttir.
Kosta 5 anra eintakið i lausasölu.
Fyrir fasta kaupendur 1 kr. ft ménnði.
AuglýBingaverð; 50 aura
hver centimeter i dálki, miöaö viö
fjórdálka blaðsíöur.
Aí greiðsln í Austur-
stræti 18, sími 316.
Við anglýslngnni er teklð á af-
greiðslnuni og í prentsm. Gutenberg.
Útgefandi:
Félng i Reylijíivílí.
Ritstjóri:
Gruðm. Guðmundsson,
Sími 448. ’ Pósthólf 286.
Viðtalstími venjulega kl. 4—5 virka
daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti.
(Framhald af 1. síðu.)
eftir fara, ef vel gengur og skip-
töpum fækkar þar á slóðum, sem
ekki er vafi á.
Útgerðarmenn hér í Reykjavík og
víðar af landinu reka fiskiveiðar
eigi litlar við Vestmannaeyjar og
hafa oft ausið þar auð úr sjó.
Munu þeir fúsir þess, að leggja
talsvert til þess að minni hætta
vofi í framtíðinni yfir bátum
þeirra, er þar eru að veiðum, en
nú á sér stað í stórsævi því og
brimróti, er hvergi er meira við
landið en einmitt þar.
Er það ekki einkennilegt og
ömurlegur vottur um skort verk-
íegrar menningar, að íslendingar
skuli hafa sótt sjó í þúsund ár,
en aldrei átt nokkra fleytu, er
heitið gæti björgunarbátur? Þeir
hafa horft á sægarpa sina hverfa
hundruðum saman á hverri öld í
sjóinn og einatt uppi við Iandsteina,
en ekki haft mannrænu í sér til
þess að fá sér björgunarbát.
Vestmannaeyjabúar eiga mikla
þökk skilið allra góðra manna
fyrir það, að hata gert fyrstu til-
raunina til þess að leysa þjóðina
úr þessum álögum manndáða-
skorts og sinnuleysis.
Fyrirspurn.
Gjörið svo vel, hr. ritstjóri, og
leyfið línum þessum rúm í yðar
heiðraða blaði.
Hve lengi ætlar borgarstjóri að
draga það, að selja mjólk eftir
reglugjörð þeirri, er staðfest var
síðastliðinn vetur, um mjólkursölu
í Reykjavík, þar sem ákveðið er
að mjólk skuli seljast eftir seðlum?
Væri mjög æskilegt að ekki
þyrfti lengur að viðgangast að
óprúttnar ábyrgðarlausar stelpur,
sem mjólkina afgreiða í sumum
sölustöðum, léti þá sem ungbörn
og sjúklinga hafa, og þar af leið-
andi mesta þörf fyrir mjólkina,
fara synjandi frá sér, og jafnvel
visa þeim á dyr, en láta gæðinga
sina hafa mjólk eflir því sem þeir
vilja.
Kona.
Srar.
Borgarstjóri mun hafa ákveðið
að láta reglugerð þessa um mjólk-
ursölu koma til framkvæmda
nœstu daga, — mun og heilbrigðis-
fulltrúi hafa sótt fast, að svo yrði
gert hið allra bráðasta.
Ritstj.
Daglegt lij Svíakonungs.
Daglegt líf þjóðhöfðingja var
æði miklu fjölbreytilegra í fyrri
daga, en nú. Frá fótaferð til hátta-
tíma var öllu stjórnað í þann tíð
eftir bendingu óskéikandi járn-
sprota hinna ströngustu hirðsiða. |
Eigi er ófróðlegt að bera saman
hversu þá var við konungahirðir
og nú. Sér þá gjörla, hversu þjóð-
veldishugmyndir og lífshættir hafa
einnig þar rutt sér til rúms og
rýmt út hinum fornu, en stór-
glæsilegu einveldisháttum.
Á dögum Hinriks VIII. Breta-
konungs hjálpaði sjáltur erkibisk-
upinn af Kantaraborg konungi til
að klæða sig.
Tign og veldi Loðvíks XIV.
Frakkakonungs var mest allra
þjóðhöfðingja þeirrar aldar, og þótt
lengra væri farið fram og aftur í
tíma. Var og hvergi á seinni tím-
um slíkt óhófsskraut á öllu sem
þar, og hvergi mátti þar frá vikja
hirðsiðum í smáu jafnt sem mikil-
vægu. Jafnvel þegar »sólkonung-
urinn« 1 Versölum lá á banasæng-
inni, gleymdi hann ekki ófrávíkj-
anlegum hirðsiðaboðum. Þannig
segir sagan, að er nokkrir þeirra,
er stóðu hjá konungi deyjandi,
tóku að fella tár, revs Irfnn deyj-
andi einvaldur upp við dogg og
mælti með löngum hvíldum: »Vitið
þér eigi, að það er bannað í lög-
um vorum að gráta í návist kon-
ungsins?«
Svo var og i þá daga við hirðir
Norðurlandakonunga, þótt eigi væri
í svo stórum stíl sem hjá Loðvík
XIV. T. d. þoldi eigi Gústaf III.
Svíakonungur nokkra undantekn-
ingu frá hinum ströngustu hirð-
siðareglum, jafnvel ekki í viður-
vist nánustu vanda- og venzla-
manna sinna einna.
Svo sem áður er að vikið, hefur
þjóðveldisandi vorra tíma náð
tökum á og tekist að eyða ýmsum
kátlegum og óþörfum siðareglum
og yfirdreps-lotningarprjáli við
hirðir konunganna, sem gerðu ein-
att líf yfirvaldsdrottnanna leiðinda-
ævi — svo fremi erfðasynd hé-
gómadýrðarinnar var þeim ekki
runnin í merg og blóð.
Að vísu ríkir enn þá Hennar
Hátign hirðsiða-mælisnúran við
hirðir Spánarkonungs og Austur-
ríkiskeisara og að sumu leyti einnig
við hirð Bretakonungs, íklædd öll*
um fornum tildurskrúða. En tím-
arnir leika hana grátt og nýjar
skoðanir gera gys að henni. Nú er t.
d. brosað að þvf, er sagt er frá hirð
Viktoríu, hinnar gömlu og góðu
Bretadrottningar, — að Hennar Há-
tign hafi orðið að sitja í ljósreyk og
eigi mátt skrúfa niður lampakveik-
inn, vegna þess að hirðfrú sú in
göfuga var eigi viðstödd, er em-
bætti þetta hafði á hendi og hafði
tekið það í arf frá móður sinni,
ömmu og langömmu.
Hirðlíf Svíakonunga hinna síð-
ustu hefur lengi verið einfalt mjög
og óbrotið, og konungur sá, er nú
situr að völdum, Gústaf V., er
hinn látlausasti maður og vill í
flestu lifa að svipuðum hætti og
þegnar hans. Ræður því persónu-
leg vild og skaplyndi konungs, en
eigi kænska, að koma sér þannig
i mjúkinn hjá fólki sínu, né held-
ur að hann telji sér skylt að vera
þræll neinna þjóðveldis-hugmynda.
Þær eru honum samgrónar og
meðfæddar. Gústaf V. er í orðsins
réttum skilningi óorgara-konungur
og hátterni hans hið ytra er skugg-
sjá þess eðlis, sem í honum býr,
látlaust og sjálfum sér trútt í hví-
vetna.
Timar ársins eða dvalarstaðir
hafa mjög litlar breytingar í för
með sér um háttu konungs. Þeir
eru hér um bil hinir sömu hvar
sem hann dvelur, hvort sem hann
er í höll sinni í Stokkhólmi, í
Tullgarn eða skrautsölum Úlriku
Eleónóru hinum fornu.
Skal hér nú nokkuð sagt gjör
frá hversdagsháttum og daglegu
lífi konungs.
Klukkan sjö rís konungur úr
rekkju, án návistar eða aðstoðar
hins allraháæruverðasta erkibisk-
ups Svía eða nokkurra hirðmanna
með löngum titlatogum. Eigi bíður
heldur I anddyri eða forsal skari
mikill með óþreyju eftir því, að
hátignin komi fram og láti náðar-
molum góðs morgunskaplyndis
rigna yfir sig.
Að veturlagi fer konungur nokkru
seinna á fætur, venjulega undir
kl. 8, en eigi síðar. Að þrem
stundar-fjórðungum liðnum er kon-
ungur alklæddur og hefur drukkið
tebolla. Fer liann þá út á morgun-
göngu, eða á veiðar, ef hann er
úti í sveit, venjulega 2—3 daga í
viku. Á veturna fer hann á héra-
eða refaveiðar.
Kl. 12 er hann kominn heim
aftur; snæðir hann þá árbít. Tek-
ur hann þá til stjórnarstarfa og
veitir mönnum áheyrn. En ríkis-
ráðsfundir byrja venjulega kl. 11
og standa yfir til kl. 3 þá daga
sem þeir eru haldnir.
Kl. 3Vs leikur konungur að
»tennis«, er hann leggur mjög
stund á, bæði sér til heilsubótar
og fyrir ánægju sakir.
Rúmlega kl. 4^2 ekur hann heim
í bifreið og drekkur tebolla. Og í
þessari dýrtíð er eigi mikið borið
1 það sem er með því, — ekki
svo mikið sem sykurkvoða höfð
ofan á kexið eða hveitibrauðs-
sneiðarnar.
Tekur konungur svo aftur til
starfa og vinnur til kl. 8. — f*á
er hádegisverður borinn á borð og
konungur sezt að snæðingi. Frh.
Dósir undan skósvertu eru
keyptar háu verði í verzluninni í
Austurstræti 18.
Hvað er í íréttum?
Sjóböð
hafa lítið tíðkast hér í sumar,
sem von er, þar sem verið hefur
svo kalt oftast. — Ef til vill er
ekki heldur við því að búast, að
sjóðböð verði alment tiðkuð hér.
Á þessum kalda útskaga sem vér
byggjum er það sjaldan, að menn
beinlínis langar að svala sér í
köldu baði. — En hins vegar er
það mikill skaði, að menn skuli
ekki finna ástæðu tíl að iðka böð
meira en gert er. Það er baðstað-
urinn sem vantar. Framkvæmda-
tnenn bæjarins þurfa að finna ráð
til að bæta úr þessu og byggja
nú sæmilegan baðstað. — Er í
raun og veru sjálfgefið, að hann
á að vera hér með sjónum nálægt
Héðinshöfða og þangað á að leiða
heitt vatn frá Laugunum ti! að
milda sjóinn, svo að böðin verði
notuð bæði vetur og sumar.
Guðmundur Magnússou
rithöfundur gekk í siðastliðnum
mánuði upp á Eiríksjökul og voru
með honum í þeirri ferð tveir synir
Ólafs i Kalmanstungu. Sýni hafði
ekki verið hið ákjósanlegasta, en
kvað fagurt mjög í skíru veðri.
Pórisdalur.
1 frásögninni í gær um ferðina
í Þórisdal höfðu slengst saman
nöfn þeirra Björns Gunnlaugssonar
og Dr. Wunders eins og þeir hefðu
verið samferða. Björn fór í dalinjj,
austanverðan 1835, en L. Wunder
yfirkennari frá Austurríki gekk í
hann sama megin eins og sagt
var árið 1909. Árið 1664 var það
að préstarnir Björn Stephánsson
og Helgi Grímsson gengu i hann
vestanverðan frá Kaldadal til þess
að kristna úlilegumenn, en gripu í
tómt. Er miklu styttri vestri leiðin
en hin esytri. Nafn sitt hefur
dalurinn af þurs einum er Þórir
hét, og Grettir Ásmunðarson heim-
sótti og hafði hjá veturvist í daln-
um, eftir því sem segir í Grettis-
sögu 61. kap.
Kappsláttnr
líkur og haldinn var á Hvítár-
bakkamótinu hafði farið fram á
samkomu austur i Biskupstungum
á sunnudaginn er var.
wNafnlansa félagið«
kalla þeir sig göngumennirnir, er
fóru upp í Þórisdal. Er það þetta
félag sem hefur látið gefa út ferða-
kver það, er getið var um hér í
blaðinu í gær og heitir »Handbók
útilegumanna«.
Gangstéttirnar
við Lækjargötu er nú verið að
malbika. Verður það sjálfsagt hrein-
legra en hellulagningin rneð mold-