Fréttir - 31.08.1918, Blaðsíða 3
FRETTIR
3
JPréttir.
Kosta 5 anra elntakið í lausasölu.
Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði.
Auglýsingaverð: 50 aura
hver centimeter í dálki, miöaö viö
fjórdálka blaösíöur.
Aí greiðsla í Anstur-
stræti 18, sími 310.
Við anglýsing'nm er tekið á af-
greiðslnnni og í prentsm. Gntenberg'.
Útgefandi:
Félaíí í Reyhjavik.
Ritstjóri:
Guðm. Guðmnndsson,
skáld.
Sími 448. Pósthólf 286.
Yiðtalstími venjulega kl. 4—övirka
daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti.
Opinberar símskýrzlur.
I. Loítskeyí;i írá Berlln.
30. ágúst að kvöldi.
Mikil áhlaup Breta á breiðum vígvelli suðaustan við Arras hafa
mistekist. Bardagar háðir hér og hvar norðaustan við Noyon og við
Aillette.
II. Loítskeyti frá París.
31. ágúst (aðfaranóttina miðja).
í gærdag hafa Frakkar hrakið aftur á bak alt til fljótsins fyrir
austan Canal du Nord þann liðstyrk Þjóðverja sem enn þá veitir
mótstöðu. Catigny og Sermaize eru nú á valdi jieirra. Sækja Frakkar
fast fram, hafa farið yfir skurðinn andspænis Catigny og Beaurains,
tekið Chevitly og 89. hœðina, og vaðið inn í Genvry. Nokkru sunnar
hafa blóðugir bardagar staðið í héraðinu fyrir norðan og austan
Noyon. Frakkar halda Happlincourt og Mont St. Siméon.
í bardögum þessum hafa þeir tekið fanga hundruðum saman.
— Milli Oise og Aisne hefur ekki minna gengið á með bardaga.
Við fljótið fyrir norðan Aillette hafa Frakkar tekið C/iamps-þorpið.
Fyrir norðan Soissons hafa þeir náð á vald sitt Chavigny og Cuffies
og er nú herlína þeirra um Lisiéres fyrir vestan Crouy.
„Fffittif lm fitti ít á nfifii
vegna skemtifarar prentara.
MIMI MIMI
Blessuð sólin elskar alt
og
Hreiðrið mitt.
Tvö sönglög eftir Arreboe Clausen.
— Fást í hókaverzluiium. ————
MIMI
MIMI
Hvað er í tréttum?
Lamlsverzlnnin.
Svo hefur mált skilja af frásögn-
um ýmsra blaða, að landsverzlun-
in hafi sett upp útibú á ísafirði,
Akureyri og Seyðisfirði. En þetta
er ekki rétt. f*að er að eins vöru-
geymsla sem sett hefur verið upp
á þessum stöðum. Allri afgreiðslu
á vörum verður stjórnað héðan og
sömuleiðis verður hér öll reikn-
ingsfærsla þar að lútandi, en mun
aftur hverfa undan sýslumönnum
á þessum stöðum. Enda er sagt
svo, að ekki hafi verið bætandi á
störf sýslumannanna, þeir hafi haft
nóg að gera við embætti sín, þótt
ekki væru þeim falin verzlunar-
störf. — Má segja að það hafi
verið mjög þarft að setja vöru-
geymslu á þessum stöðum og
þyrftu þær að vera vel birgar að
nauðsynjum, vegna yfirvofandi
hættu, að isinn loki þar leiðum
þegar minst varir og um langan
tíma í senn.
Veðurlagið bendir á að þeir
straumar hafi nú yfirhöndina í
lofti og legi, að ísár verði ef til
'vill nú mörg ár í röð eða með
skömmu millibili.
Misþyrming
á hesti hafði farið fram á Sterl-
ing núna á ferðinni, þannigað hann
hafði verið særður hnifstungum í
kviðinnhérog hvar. Efnokkur hætta
væri á þvi, að menn tæki sér
þetta athæfi til eftirl$geytni, þá
væri sjálfsagt að beita ströngu.
En slík tillæki sem þetta, eru
sjúkleg og batna varla mikið við
hegningu. Þau stafa hvorki af æði
eða beinni vitskerðingu. heldur
eru nokkurs konar meinloka í
tilfinningalífinu (Mani) sem leitar
sér fullnaegju á þennan hátt. Slíkar
meinlokur eru miklu tíðari en
menn hyggja, þótt þær lýsi sér
ekki allar á sama hátt. Einkum
magnast þær undir áhrifum áfengis,
jafnframt þvi, er blygðunarkendin
lamast.
IJr bréfi
vestan af Dýrafirði frá 21. þ. m.
— í mai var hér frámunalega góð
tið, en með júní tók tíðin að versna.
Vestanátt oftast þangað til í miðj-
an júlí. Þá tók aftur að blása á
norðan og hefur sú átt haldist
síðan. Vindasamt oft til sjáfarins
og kalt. Aðfara nótt 16. þ. m. var
svell með öllum lækjum fram til
dala, og óhætt að segja, að frost
hafi verið í öllum mánuðunum i
sumar. Nú hefur eigi komið regn
í 5 vikur, unz í dag að rigndi
lítið eitt. Heyskapur með versta
móti. Sum tún eigi unt að slá
fyrir grasleysi og kali. Fá menn
mest */3 þess, sem fæst í meðalári
af túnum. Engi betri, þó víða all
illa sprottin.
Sjávarafli hefur verið ágætur og
víða frábærilega góður. Allir eru
hér ósjúkir og fólki líður framar
vonum.
Gripafækkunin.
Svo segja nú fregnir hvaðanæfa
af landinu, að bændur verði að
skerða að mun bústofninn, vegna
lieyleysis. — Afleiðingarnar verða
þær, að nógur matur verður hér
í vetur, en sultur að ári, ef ekki
verða gerðar sérstakar atvarlegar
ráðstafanir.
Alþing
verður sett aftur á mánudag.
— Hæpið samt að »Sterling« verði
kominn með þingmenn að austan
og norðan. Eigi er þess getið, að
önnur mál en sáttmálinn verði
tekin fyrir, en það mál mun nú
orðið svo útskýrt, að það þarf
ekki að kosta miklar umræður,
að fá því til lykta ráðið. —
Aftur á móti gæti komið til mála
að álykta eitthvað um bjargráða-
gæzlu, að gera ráðstaíanir til að
fá að vita nákvæmlega um ástand
landbúnaðarins eftir sumarið, hvað
miklu verður fargað af fé og
hvernig sett verður á heyin — helzt
að vinda bráðan bug að því að
eftirliti verði beitt í því efni, en þá
eftirliti sem er annað og meira en
kák eitt, eins og segja má um
margt »eftirlitið« hér á landi.
Símfregnirnar.
Hingað til hafa komið að eins
þýzkar og franskar símfregnir og
furðar ýmsa á því, að þær ensku
skuli ekki vera með. En það er
vegna þess, að stöðin hér hefur
ekki orðið þess vör, að neinar
slikar opinberar fregnir séu sendar
þráðlaust frá brezku stjórninni.
Yeðrið.
Höfuðdagurinn hafði sínar verk-
anir. í gær var hann kominn úr
rigningar-áttinni í norðan hvass-
viðri með þurki. Á morgun er
Egidíusmessa og er hún einnig
sögð að hafa áhrif á veðráttufarið,
en á hvern hátt það er, munum
vér eigi.
Síldin.
Simfregn frá ísafirði í gær segir
að eitthvað hafi veiðst í reknet af
síld dagana fyrirfarandi. En í gær
var kominn rokstormur að norðan.
Borg
kom í morgun frá Englandi.
Hafði meðferðis kol og eitthyað
lítið eitt af smávöru.
Úr erlendum blöðum.
Ætla Bandamenn að setja her-
stöðvar í Danmörku? — Sænsk
blöð segja frá skrifum, sem birst
hafa i Frakklandi um nauðsyn
sem sé til, að Bandamenn setji lið
á land í Danmörku, og hafi þar
fastar herstöðvar eins og í Saloniki.
Er það einkum Degouy franskur
yfirsjóliðsforingi og merkur her-
málarithöfundur, sem hefur vakið
máls á þessu. Segir hann að hlut-
leysi Dana sé tómt fals og svik
og átelur Breta fyrir það, að þeir
skuli virða það nokkurs — sé þeim
nú illa aftur farið siðustu 100 árin.
Fyrir öld liðinni hafi þeir þó ekki
verið smeikir við Dani. Sé nú kom-
inn tími til þes;s, að láta Dani taka
hreina afstöðu með öðrum hvorum
og Hollendinga sömuleiðis. Eftir
þvi sem Bandamönnum vaxi bol-
magn, þá sé réttara að kreppa að
Þjóðverjum, sem næst landamær-
um þeirra, heldur en að vera að
leggja i dýra liðsflutninga til Hvita
hafsins og Asiu. — Sænska blaðið
bætir því við, að ef til þessa komi
geti fleirum orðið að mæta en
Dönum einum.
Steinsteypn-skipin.
Blöðin hafa áður getið um þá
hina nýju uppfyndingu, að steypa
skipsskrokka úr steinsteypu með
járni i. Eru það Norðmenn sem
hafa byrjað á þessu og stofnað i
því skyni »Beton«-skipasmíðastöð
i Frogner. Tilraunin hefur heppn-
ast svo vel, að Trogner-skipastöðin
hefur sett útibú í Ameríku, og er
fyrsta steypuskipið þar nú þegar
hlaupið af stokkum, og er ætlað