Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 31.08.1918, Qupperneq 4

Fréttir - 31.08.1918, Qupperneq 4
4 FBETTIR til olíu-flutnings. Bandaríkjastjórn- in hefur pantað nokkur slík skip hjá þessari stöð. Bandaríkjamenn leggja hald á þýzkar eignir. Til júlíloka voru Bandaríkin búin að leggja hald á hálfan miljarð dollara af eignum óvinaþjóða. Lausafé var varið til kaupa á stríðslánsskírteinum og var búið að verja á þann hátt nær 43 miljónum dollara. Bardaginn við Sergy. Svo er mælt að bardaginn um landsþorpið Sergy í byrjun þessa mánaðar hafi verið afargrimmur og hafi verið notaðar þar allar tegundir vopna alt niður í skamm- byssur og hnífa, því barist var i návígi. Áttust þar við Bandaríkja- menn og Þjóðverjar. Hafði úrvals- deild úr þýzka lífverðinum fengið skipun um að stöðva framgang Bandaríkjadeildar við Sergy og reka hana aftur j'fir ána Ourq. Höfðu Bjóðverjar svarið að gefast ekki upp og Bandaríkjamenn höfðu einnig heitstrengt * að láta ekki hrekjast yfir ána. Bardaginn var- aði með smá millibilum í 48 kiukkustundir. Þjóðverjar gerðu 14 áhiaup, en Bandaríkjamenn stóðu fastir fyrir og hver herflokk- urinn eftir annan af Þjóðverjum varð að hníga í val, því að eng- inn gafst upp; 300 manna flokkur af Þjóðverjum sem varði Coulon- nesveginn var að Iokum umkringd- ur og sagt að gefast upp, en hann hélt áfram að skjóta þangað til allir voru fallnir fyrir kúlum og byssustingjum. „Blindir fá sýn‘: Suður-józkur kennari í Bordes- holm, Jungjohann að nafni, var tekinn í her Þjóðverja á vestur- vígstöðvunum. Hafði hann verið blindur á öðru auga frá barnæsku. En í orrustu þar vestra særðist hann á höfði og misti þá sjónina á heilbrigða auganu. Tóku Frakk- hann höndum blindan á báðum augum. »Rendsburger Tageblatt« skýrir frá því, að meðan hann var fangi Frakka, gerðu franskir augnlæknar skurð á auganu, er hann hafði áður verið blindur á, og tókát svo vel, að hann fékk sæmilega sjón á því. Var hann svo laus látinn og fékk að fara heim til sín og taka sér 3 mánaða hvíld frá ó- friðarstörfum. * Dýr tryppi. Tveir danskir bændur hafa selt í sumar sitt tryppið hvor hesta- kynbótafélaginu í Skarpsalling. Voru það hest-íryppi og verðið 17.000 kr. á öðru gegn borgun út í bönd, en 25.000 kr. á hinu með skildagasölu. (»HoIstebro Dagbl.«) „Hugfró” Laugaveg 34. Sími 739. Selur í fjölbreyttu úrvali: Tóhaksvörur. iælgæti, Gosdrykki. ÖI, Reykjarpipur, Tóhakspung-a, o. m. fl. ’ Verð hvergi lægra. Vörur sendar heim. Dreng’i vantar til að selja Fréttir. Prentsmiðjan Gutenberg. Frá landsímanum. Frá 1. september að telja, verður þjónustutími stöðvanna: Re}rkjavík, Hafnarfjörður, Borðeyri, ísafjörð- ur, Akureyri, Siglufjörður og Seyðisfjörður, aftur frá kl. 8 til kl. 21 á virkum dögum. Reykjavík, 30. ágúst 1918. O. Forberg. vSS Utilega Handbók útileg-u-manna | fæst í bókaverzlunum # /■\ 8 Auglý Hinn 31. «*igúst og næstu daga verða af- lientir á venjulegum stað nýir kornvöru og sykurseðlar sem gilda frá 1. sept. til ársloka. Gamlir stofnar afhendist um leið. Frá sama tíma verða afhentir nýir steinolfuseölar sem gilda til febrúarloka 1919. G a m 1 i r bráuöseölar falla úr gildi 1. sept., en þó má nota þá meðan á skiftum stendur eða til 6. sept., en þann dag skulu þeir allir vera afhentir á seðlaskrifstofuna. Reykjavík, 30. ágúst 1918. Bjargráðanefnd. Guy Boothby: Faros egypzki. 337 hitti Faros þar fyrir. Hann var nú búinn eins og þegar eg sá hann fyrst hjá Medenham, í silkiflosjakka með svarta kollhúfu og studd- ist við stafinn með gullhúninum. »Vagninn er víst kominn að dyrunum«, sagði hann þegar eg kom inn, »og nú er bezt að við leggjum af stað«. Við gengum ofan í anddyrið, fórum í yfir- frakkana og gengum út. Stigum við þar í snotran vagn og komum eftir tíu minútur í fornfræðingaklúbbinn, sem er líklega skraut- legasti og prýðilegasti klúbburinn í Lundún- um, og veit eg ekki, hvernigFaros hafði tek- ist að fá inngöngu í hann. En það reyndist hér alveg eins og í Pompeji, Kaíró, Lúxor og Prag og raunar í öllum borgum Norður- álfunnar, að Faros virtist vera þar eins og hverjum manni kunnugur. Þegar þjónarnir höfðu tekið við yfirhöfnum okkar, gengum við upp marmarastigann og gegnum forstof- una, sem prýdd var myndum af ýmsum helztu meðlimum klúbbsins bæði lífs og Iiðnum. Borðsalurinn var afar-skrautlegur, hár og mikill um sig, en samsvaraði sér þó vel, og hef eg aldrei komið í fegurri sal. Faros v^ldi okkur borð úti við einn glugg- ann og sást úr honum út á fljótið. Virtist það vera uppáhaldssæti hans. Klukkan átta gat að lita fjölda prúðbúinna 338 og tígulegra manna i sal þessum, en hin skrautlegu húsgögn, myndirnar á veggjunum, þjónarnir í einkennisfötum sínum og hinn dýrmæti borðbúnaður — alt var þetta feyki- leg viðbrigði frá hinu óþverralega gistihúsi »Markgreifanum af Brandenburg« og eins og annar heimur. »Þetta er nú fyrsta hliðin á Lundúnalífinu, sem eg ætlaði mér að sýna yður«, sagði Faros, þegar við höfðum lokið snæðingi og vorum seztir að dýrindis portvíni — »ein hliðin af óhófinu og munaðarsýkinni, sem alt af fer vaxandi í þessari óhemju borg. En nú skulum við halda af stað aftur, ef þér eruð tilbúinn. Við eigum eftir mikið að sjá og skoða, en tíminn er naumur«. Við gengum þá ofan í anddyrið aftur og fórum í yfirhafnirnar. »Má eg ekki bjóða yður einn vindling eins og þann, sem yður féll svo vel i Neapel?« spurði Faros, og tók silfurhylki upp úr vas- anum, en eg tók einn vindlinginn og kveykti í honum og gengum við því næst út að vagninum, sem beið okkar á götunni. Eg varð að kannast við það aftur, að tó- bakið í vindlingnum var fyrirtaks gott og hafði það sömu sefandi áhrifin á mig sem áður, svo að eg leit mildari augum á Faros, en eg var vanur. Reykti eg því annan til 339 með mikilli ánægju og að honum loknum vorum við komnir að leikhúsi einu allfrægu. Eg vissi að leikhús þetta var afarfjölsótt um þetta leyti árs og bjóst því við að okkur mundi veita erfitt að fá inngöngu, en jafn- skjótt sem við komum inn úr dyrunum, kom þar þjónn á iRóti okkur, hneigði sig kurteislega fyrir Faros og sagði að leikhús- stjórinn hefði skipað svo fyrir, að okkur væru ætluð sæti. Fylgdi hann okkur síðan eftir rajóum gangi og visaði okkur til sætis. Hljóð- færasveitin var byrjuð á leik sínum, en ekki var baktjaldið komið upp. Öll baksætin og lofjsvalirnar voru þéttskipaðar fólki en fáir eða engir á innbekkjunum, sem þó eru talin beztu sætin. »Hérna getið þér oú séð höfðingjalífið f Lundúnum frá einni merkilegri hlið þess«, sagði Faros og færði stól sinn framar. »Það skiftir engu, hversu gott leikritið kann að vera, sem sýna á. Mikill hluti áhorfendanna gengur þá fyrst til sæta sinna, þegar tjaldið er komið upp, og truflar þannig af ásettu ráði áhrif leiksins bæði fyrir leikendum og áhorfendum, en slíkt lætur hann sig engu varða og eru það alkunnar venjur stórhöfð- ingja. Þeir eru að ræða einkamál sín meðan leiknum fer fram og það af svo mikilli ákefð

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.