Fréttir

Tölublað

Fréttir - 12.09.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 12.09.1918, Blaðsíða 1
 135. blað. Reykjavík, fimtudaginn 12. september 1918. 2. árgangnr. Dagsr i anstri. íiávja qeT. Oft kveða menn svo að orði, að sagan endurtaki sig, en hitt mnn þó engu ósannara, að sagan er engu líkari, en endalausri röð af öldum sem rísa og falla. Þjóðir ná þroska, þjóðum hnignar og þær fá aftur þroska sinn. Að þessu leyti er sagan endurtekning. En þótt ævisaga þjóðanna sé eigi ann- að en rennandi röð af öldum, þá er þó mismunur á því, hvort farið er af bárufaldi niður í öldudal eða úr öldudalnum upp eftir næsta ölduhrygg. Þá stendst alt á í öfugri röð. Bilið af öldufaldi á öldufald er eigi auðsætt, þar sem um ungar þjóðir er að ræða, og verður því eigi með vissu sagt, hvort það er ætíð jafn breitt. En líkur má telja til þess, að það sé tylft alda hjá oss íslendingum. — Fyrir 656 árum gerðum vér samning við erlendan konung um það, að hann skyldi vera konungur vor. þá var vissu- lega niðurförin hafin fyrir nokkru, en nálægt sex öldum síðar vorum vér komnir svo djúpt niður í öldu- daiinn, að hvergi sá til sólar. En þá tók og ný alda að rísa og höf- um vér verið á uppleið síðan. — Þó inunum vér eiga langt eftir ó- farið áður náð sé næsta öldufaldi. En þótt vér séum enn í.undirhlíð- um þeirrar öldu, þá sjáum vér þó nú morgunroða glóa á bárufaldin- um langt fyrir ofan höfuð vor. Nú stendur aftur svo á að vér tiöfum gert samband um konungs- samband. Oss fór slöðugt hnign- andi eftir hinn fyrra samning, því að þá vorum vér á ferð niður eftir. En nú liggur leiðin upp ogjer sönnu nær, að vér eigum eigi skemra upp nú en niður þá. Og skyldi enginn halda, að vér séum komnir alla leið, þótt nú sé aftur viðurkent fullveldi landsins. Nei, nú hefst vandinn, að geyma vel réttar síns og tignar, að vinna sjálfur allar auðnámur landsins, að stýra sjálfur öllum aflstraumum þess, að lifa svo sem Óðinn kendi: »Sjálfr leið þú þik sjálfan« og fara fyrir og ryðja brautina og móta sjálfur erfðagull fortíðarinnar. Fullveldi vort í konungssambandi við Dani verður nú bráðum viður- kent að fullu. Það er mikil og sjálfsögð bót og gerir oss alt auð- veldara til sóknar og varnar. En menn mega eigi biðja tímann, að bíða lengi eftir sér, meðan þeir sé að njóta gleði sinnar. Þeir verða að halda tafarlaust áfram. Vér sjáum að eins morgunroða yfir fjarlægum bárufaldi langt fyrir ofan og fram undan, langt er eftir þangað sem sólstafirnir falla beint úr há- lofti yfir oss. En stefnan er nú öllum augljós í sólaráttina, því að dagur er í austri. Úr nefndaráliti meiri hlut-a fullveldisnetnda Al- þingis um sambandsmálið. Samauburður á frv. 1908 og lögum 19 L8. Um utanríkismál Danmerkur og íslands hvors gagnvart hinu var eitt ákvæði í 1908 4. gr., er svar- ar til 1918 12. gr., þó svo, að í 12. gr. kemur í rauninni óbeinlínis frarn, að ísland sé fullvalda ríki, en slíkt verður síður ályktað af 1908 4. gr. t 1918 12. gr. er talað um samningagerðir milli íslands og Danmerkur um málefni, sem trauðla mundi samið um milli eins fullvalda og annars ófullvalda ríkis, svo sem dómgæzlu (»Retspleje«), eins og um aðfararhæfi dóma ann- ars ríkis í hinu, framsal afbrota- manna o. s. frv. Sbr. aths. dönsku og íslenzku samningamannanna við 12. gr. Ekki var neitt fyrirmæli 1908 um hagsmunagæzlu hvors landsins i hinu. í 1918 15. gr. segir svo, að hvort land ráði þessu fyrir sitt leyti. Getur ísland því haft sendi- herra, ráðherra eða ræðismann eða umboðsmann með hvaða nafni sem vill í Danmörk. Og Danmörk slíkt hið sama á íslandi. 3. Pegnréttur var sameiginlegur eftir 1908, þó svo að hvort land gat veitt hann svo að skuldbindi hitt. Þessu ákvæði mátti segja upp að 37 árum liðnum, sjá 1908, 3. gr. 5. tl. sbr. 9. gr. Eftir 1918 er þegnréttur þegar sérstakur í hvoru ríki. Sjá 1918 6. gr. 1. mgr. og aths. d. og ísl. nefndarmannanna. 4. Peningasláttan var eftir 1908 sameiginleg, en uppsegjanleg eftir 37 ár, sjá 3. gr. 6. tl. sbr. 9. gr. Eftir 1918 getur ísland, þegar það vill, tekið peningasláttuna í sínar hendur, sjá 1918 9. gr. 5. Hœztarétt gat ísland til sín tekið eftir 1908, ef það gerði breyt- ing á dómaskipun (»Retsvæsen«) landsins. Þetta ákvæði orkaði tví- mælis að nokkru leyti, enda tæp- lega nægilega skýrt, sjá 1908, 3. gr. 7. tl. Eftir 1918 10. gr. tekur ís- land æðsta dómsvaldið í landið skilmálalaust, þegar það vill. Eftir 1908 mátti setja danskan mann dómara í hæstarétt Danmerkur til þess að gæta sérstaklega íslenzkra dómsmála, ef kalla mátti hann hafa sérþekkingu í íslenzkum lög- um og kunnan íslenzkum högum. Eftir 1918 verður slíkur maður að vera íslendingur. 6. Kaupfáninn út á við skyldi eftir 1908 vera sameiginlegur, en segja mátti því ákvæði upp eftir 37 ár. Sjá 1908, 3. gr., 8. tl. sbr. 9. gr. Eftir 1918 tekur samning- urinn ekki til þessa máls, og tekur ísland því sinn kaupfána, þegar er sambandslögin öðlast gildi. 7. Gæzla landhelgi íslands skyldi eftir 1908 vera í höndum Danmerk- ur, þó svo að íslandi var áskilinn réttur til að auka hana eftir sanm- ingi við Danmörk, 1908, 3. gr. 4. tl. Segja mátti þessu ákvæði upp eftir 37 ár, 9. gr. Samkv. 1918 8. gr. tekur ísland gæzlu landhelgi sinnar, þegar það vill. 8. Jafnréltis-ákvæði. Eftir 5. gr. 1908 1. mgr. skyldu Danir á fs- landi og íslendingar í Danmörku njóta sama réttar að öllu leyti. Þetta ákvæði, var alls eigi upp- segjanlegt samkvæmt 9. gr. 1908. Segir og í nefndaráliti milliríkja- nefndarinnar 1908, við 5. gr., að upp úr þessu ákvæði sé svo mikið lagt af hálfu nefndarinnar, að óskað sé að gera það að föstu og óbreyti- leytilegu atriði í sambandi land- anna. í 1918 6. gr. 1. málsgr. er, þótt þegnréttur sé þegar sérstakur, á- kvæði sama efnis og því sörnu verkunaj, en sá er munur, að þvi má segja upp eftir 25 ár samkv. 18. gr. Eftir 1908 voru fslendingar bú- fastir í Danmörku, eigi undanþegnir S j ÓfÖt (Yarmouth) (Amerisk) Manilla (allar stærðir) Botnfarfl. ,HoIzapfel‘ á járn og tréskip bezti botnfarfi sem hingað flyzt Blackvarnish (fyrsta flokks) Bómuflar- seg-ldúkur Saumur afls konar (einnigr strigasaumur) Smergel-léreft Sandpappír Sleggju- og hamarsköft Málningar- vörur Terpentína Fernis Málningar- verkfæri 6. E^lliriÉ5en Símar 605 og 597 herskgldu og því eftir bæði þágild- andi og núgildandi dönskum her- skyldulögum undirorpnir þeirri skyldu. En eftir 1918 6. gr. 2. mgr. eru íslendingar skýlaust herskyldu (Framhald á 3. síðu.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.