Fréttir

Útgáva

Fréttir - 12.09.1918, Síða 2

Fréttir - 12.09.1918, Síða 2
2 FRETTIR Marteinn málari. Eftir Charles Garvice. (Frh.) Þrem vikum síðar voru þau uugfrú Char- lotta Sheldon og Tom Gregson gefin saman I heilagt hjónaband í Lundúnum, og þar af leiðandi fór frú Blair ein til Skotlands, en frú Gregson og maður hennar brugðu sér til Ítalíu, og þaðan var ferðinni heitið til Egyfta- lands. Þessi gifting Tom’s fékk föður hans og Maríu systur hans mikillar undrunar og tals- verðrar óánægju. Þau gátu sizt skilið, hvers vegna Tom sagði Rósamundu upp alt í einu, en hún hafði fallið þeim báðum vel í geð. En Charlotta hafði nú fengið sitt mál fram, og leizt þeim ekki að andæfa því, þar sem hún var kona hin glæsilegasta og af göfugum ættum í tilbót. Charlotta skrifaði Rósamundu fréttirnar og lét drjúgt yfir, en þegar Rósamunda flutti Marteini þær, mælti hún um Ieið: »Þetta gleður mig sannarlega, og eg vona að það verði Tom til gæfu«. »Og heldurðu þá að sambúð hans við Charlottu verði honum nokkur gæfuvegur, þar sem eg er sannfærður um að hann ann henni ekki?« »Það vona eg«, svaraði hún. »Og það efast eg stórlega um«, sagði hann. XII. Brúðkaup Rósamundu átti að fara fram um vorið, þegar náttúran skrýddist sínu feg- ursta skrúði, iðjagrænu og angandi. Alt haust- ið og allan veturinn naut Marteinn sælu til- hugalífsins, og Rósamundu fanst það vera þeir sælustu dagar sem nokkurri mannlegri veru væri auðið að lifa. Marteinn lét umfangsmikla viðgerð og breytingar fara fram á hinum gamla herra- garði, og prýða hann og fága á allar lundir, svo að hann mætli vera boðlegur bústaður og hugþekkur brúði sinni. Rósamunda ósk- aði helzt að brúðkaup þeirra færi fram í kyrþey, en þar var Marteinn á öðru máli, og þótti honum ekki annað sæmandi en að bjóða allri sveitinni. Þau ætluðu sér að dvelja hveitibrauðsdagana í Tyról, og halda þaðan heimleiðis um Sviss. Hafði Rósamunda oft ferðast um meginlandið í æsku, og hlakkaði nú mjög til þess að líta fegurð þess aftur í samfélagi við elskhuga sinn. Síðan Charlotta giftist, hafði Rósamunda alls einu sinni fengið fréttir af þeim hjónum, því að ekki kærði Charlotta sig um að inað- ur sinn og Rósamunda ættu mikil mök sam- an, sem ekki var við að búast. En nokkrum vikum áður en brúðkaup þeirra Marteins skyldi standa, sýktist Gregson eldri, og var þá jafnskjótt símað til Tom’s að koma heim tafarlausl. Brá hann skjótt við, og var kona hans með honum að sjálfsögðu; fylgdi hún manni sínum fast eftir, til þess að vera viss um að hann gæti ekki haft tal af Rósamundu í einrúmi, og var sú varðgæzla að vísu óþörf þar sem Charlotta hafði nú fengið vilja sín- um framgengt. Einu sinni hafði hún hitt Guy Fielding, og hafði hann tekið henni mjög fálega við það tækifæri. Hafði hann einsett sér að gleyma henni með öllu, þegar hún giftist Tom, og þó að honum veillist það hálf-erfitt í fyrstu, þá ætlaði hann ekki að gera sér leik að því að verða á vegi hennar. En það er af Tom að segja, að honum fanst nú loksins að hann mundi geta séð Rósamundu aftur með jafnaðargeði. Að vísu hafði hann ekki mátt hugsa til þess þegar hann fékk símskeytið frá systur sinni, og var þá efst i honum að fara hvergi; en eftir nokkra baráttu við sjálfan sig hélt hann að hann þyrfti ekki að setja þetta fyrir sig, og að sér mundi vera óhætt að hverfa heim í átthagana aftur. Þá var það einn dag að honum tókst að losa sig við varðgæzlu konu sinnar og fara einn sinna ferða. Mætti hann þá Rósamundu án þess að hann ætti nokkra von á því, og fann þá glögt að það var harðari raun en hann hafði ímyndað sér. Þó urðu engin vand- ræði úr samfundum þeirra, því að Rósamunda ^var svo alúðleg og hispurslaus að það gerði honum alt léttara viðfangs. »Jæja, Toml Mikið þótti mér vænt um að hitta þig«, sagði hún, og roðnaði við þegar hún mintist þess, að hún hafði ekki séð hann síðan þau fóru skemtiförina til Moreworth- klaustursins. »Það gleður mig að heyra að föður þínum líður eitthvað betur«, bætti hún við, því að Sir Ralph sendi nálega á hverj- um degi til hallarinnar til þess að spyrjast fyrir um líðun Gregsons eldra. »Já, hann er miklu skárri«, sagði Tom, og var í vandræðum með að halda samtalinu áfram. Þó tók hann kjark í sig og sagði: »Má eg ganga svolitið með yður, ungfrú Fielding?« »Já, eg held það nú«, svaraði hún og bætti við: »Heyrðirðu ekki að eg kallaði þig Tom?« »Jú, þakka þér fyrir«, sagði hann, en vissi ekki vel við hvað hún átti. Þau gengu þegjandi nokkra sturid, en loks- ins fór Tom að slynja því upp, sem honum hafði legið þyngst á hjarta alt frá þeim tima að hann giftist, og liann hafði aldrei getað gleymt, þó að kona hans gerði alt sitt ítrasta til þess að leiða huga hans frá þvi. »Rósamunda«, tók hann til máls, og ávarp- aði hana nú eins og í fyrri daga. »Mér hefur altaf fundist að eg ætti að segja þér frá bréfinu«. »Hvaða bréfi?« spurði hún forviða, og datt í hug hvort hann ætti við uppsagnarbréfið, sem hann hafði skrifað henni. »Bréfinu, sem þú týndir, daginn sem við fórum til Moreworth-klauslursins«, svaraði Tom í stökustu vandræðum, og fanst það hálf-leiðinlegt af sér að vera að minna Rósa- mundu á þetta. En honum ti! mikillar undrunar nam Rósa- munda staðar á miðri götunni og starði á hann steinhissa. »Bréf, sem eg týndi?« hrópaði hún. »Eg botna ekkert í þessu, og hef aldrei týnt neinu bréfi, það eg til veit. Var það bréf til þín? Nei — það getur ekki ált sér stað!« Hún bar svo ört á, og undrun hennar var svo auðsæ, að Tom efaðist ekki um að hún væri algjörlega saklaus af þessu. Fór nú einhver óljós grunur um heiðarleik konu hans að gera vart við sig, en hann bægði þeirri hugsun frá sér fyrst um sinn, því að hann vildi vera óvilhallur og óháður dómari í þessu vandræðamáli. »Já, mér hefur altaf fundist að eg ætti að færa þetta í tal við þig«, sagði hann, og ásetti sér nú að dylja Rósamundu einskis. »Eg ætlaði inér að fá þér bréfið aftur daginn sem eg fann það, og las það ósjálfrátt, en Charlotta réði mér frá því«. »Hvenær sagðirðu að þetta hefði verið?« spurði Rósamunda og vissi hvorki fram né aftur. »Daginn sem við fórum til Moreworth- klaustursins«, svaraði Tom og leit undan, til þess að hún skyldi ekki sjá, hve mikið þetta fékk á hann. »Og hverjum var þetta bréf skrifað?« spurði Rósamunda, og mundi nú að hún hafði feng- ið uppsagnarbréf Tom’s daginn eftir að þau fóru til klaustursins. Henni fór að skiljast það, að hér var ekki alt með feldu, þó að hún vildi ekki samstundis kveða upp úr með það, að hún hefði verið beitt svikráðum. »Bréfið var frá þér til Marteins Dungal«, sagði Tom og horfði beint framan í hana, en svipur hennar lýsti ekki öðru en einlægri gremju yfir þessum flækjum. »Það bréf hef eg aldrei skrifað, Tom«, sagði hún. Tom sá nú að hann hafði mist unnustu sína fyrir svik og fláræði annara, og féll honum það þyngra en orð fá lýst. Eftir nokkra stund sagði hann: »Skrifaðirðu honum þá ekki að þú neydd- ist til að eiga mig vegna peningavandræða föður þins? Að þú aumkaðist yfir mig og vonaðir, að eg fengi aldrei neinn pata af þessu?« Rósamunda hefði ef til vill svarað honum ónotum, ef hún hefði ekki séð, hvað hann tók þetla nærri sér. »Þú hefur verið beittur brögðum, Tom«, sagði hún. »Það er að vísu satt að faðir minn var í slæmum kröggum um tíma, en daginn áður en við fórum til klaustursins kom Mar- teinn sjáltur og tók að sér skuldir þær, sem hvíldu á búgarðinum, og lánaði auk þess föður mínum fé til ýmsra endurbóta á jörð- inni, enda hafa forfeður mínir og Marteins jafnan verið aldavinir og látið eitt yfir báða ganga«. Tom sneri sér undan og stundi, því að honum varð nú ekki að eins Ijóst að Rósa- munda var al-saklaus, heldur einnig að kona hans halði beitt undirferti og yfirdrepsskap, og lagt svo mildð kapp á að ná í sig, að hún hafði gleymt öllu velsæmi, ekki þó vegna hans sjálfs, heldur að eins til þess að kló- festa auðæfi hans. Hann reyndi þó af fremsta megni að bæla niður tilfinningar sínar í ná- vist Rósamundu. »Eg hef gert þér hræðilega rangt til, Rósa- munda«, sagði hann, »og eg er hræddur um, að þú getir aldrei fyrirgefið mér þetta«. Hún lét sem hún heyrði ekki þessi æðru- orð hans og sagði: »Heyrðu nú, Tom! Eg þarf líka að segja þér nokkuð. Þegar þú baðsl mig fyrst að eiga þig, þá hélt eg að eg — elskaði þig, vegna þess, að mér var mjög vel við þig,. Fyrirgefðu mér að eg er að rifja þetta upp aftur, en eg verð líka að gera þér þessa játn- ingu«. Honum sárnaði þetta, ekki vegna þess að bún fór að minnast á liðna tímann, heldur vegna þess að hann hélt að hún ætlaði að fara að segja sér, að hún hefði líka ætlað að eignast hann til fjár. Eklci greip hann þó fram í fyrir henni, og hélt hún áfram á þessa. leið: »Mig langaði til að ganga úr skugga um, hvort tilfinning sú, sem eg bar í brjósti til þín, væri sannfrrieg ást eða að eins innileg vinátta, en eg gat ekki greint það sundur, enda hafði eg enga reynslu fyrir mér í þess- háttar málefnum, þekti mig ekki sjálfa til hlítar, og átti auk þess enga móðurina til að ráðgast við og láta leiðbeina mér. Frh.

x

Fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.