Fréttir

Issue

Fréttir - 11.10.1918, Page 3

Fréttir - 11.10.1918, Page 3
FRETTIR 3 Kréttir. Rosta 5 aura eiutakið í lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á inánnði. Auglýsingaverð: 50 aura hver centimeter í dálki, miðað við fjórdálka blaðsiður. Algreiðsla í Austur- Stræti IT', simi 331. Við auglýsingnm ®r tekið á af- greiðslunni og í prentsm. Gutenberg. Útgefandi: Félag í ReyUjavík. Ritstjóri: Guðm. Guðmundsaon, Sími 448. ‘ Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega kl. 4—5 virka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. einnig getið (sjá eftirmálann). bBrúðkaup munksinsa (Hochzeit des Mönchs), er kom út 1884, er talin enn betri bók og væri því óskandi, að henni yrði einnig snú- ið á íslenzku; er þar sagt frá Dante og hirðmönnum ýmsum í Verona og lætur Meyer þessa hirðmenn einn og einn koma fram í sögunni og endurspeglast lundar- far þeirra í orðum þeirra og at- höfnum á meistaralegan hátt. r>Freisting Pescaraa (»Versuchung des Peskara«) er fjórða rit Meyers, er lýsir afskiftum Karls 5. af Ítalíu. Meyer lætur í sögum þessum sögumann segja frá og nernur sag- an við og við staðar af viðræðum þeirra, sögumannsins og þess, er á hlustar, eins og í »Dýrlingnum«. Sagan fær af þessu persónulegan blæ og verður þægilegri aflestrar. »Dýrlingurinn« er ágæt bók og á þýðandinn þakkir skilið; gegnir furðu, hve miklu hann fær áorkað af ritstörfum innan um öll önnur störf sín. A. J. Trú og- töfrar. Eftir Edv. Westermarck prófessor. (Frh.) Trú og töfrar hafa þannig lifað og þrifist mæta vel langan aldur hlið við hlið. En vaxandi þekking, er brugðið hefur nýju Ijósi á trú- arbrögðin, hetur að lokum dregið fíflahettuna ofan yfir fjölkyngina, er jafnvel hinir voldugu, ódauð- legu Ólymps-tívar titruðu fyrir af ótta í árdaga. II. Nú hefur sýnt verið, að trú og töfrar sameinast einatt í athöfnum þeim, er menn nota til þess að reyna að hafa áhrif á guði sína. Nú ætla eg að taka nokkur dæmi til þess að sýna hið nána samband milli trúar og töfra, er þar kemur í Ijós. Trúin á töframögn hefur sem sé stundum lagt sinn skerf til þess, áð siðir og réttarhugtök, er viðgangast manna á milli, fengi á sig trúhelgi eða trúarhefð. Töframagn getur ýmist verið ^eillavænlegt eða óheillavænlegt. Heillavænlegt töframagn býr í Náð hafa þeir fótfestu á Mont-Saint-Martin og St. Morel og farið fram hjá Liry, Monthois og Challerange, farið yfir Aire og tekið Grand-Pré-járnbrautarstöðina og fjölda fangá. JCljóðfœrasvQ ii þriggja manna, spiíar nú d €&jallfíonunni d fívorju fívöíói Virðingarfyllst c3. ÍDafílsfaé. Æðardúnn i 1 óskast keyptur. Tilboð sendist Carl Höepfner h.f. Rey k:j avík. blessunarorðum, en óheillavænlegt í bölbænum. Blessanir og bölvanir eru upprunalega ekki bænir til nokkurs guðs, — þær eru blátt áfram töfratæki til þess að flytja með óskir sínar og vilja á guði, menn eða málefni, sem blessað er eða bölvað, til þess að áhrifin hríni á þeim í verki. Trúin á slík- an milliburð eða færzlu hugsana á rót sína í hinu nána sambandi sem er milli óskarinnar og hug- myndarinnar um fullnægju hennar. Óskin er skoðuð fræ veruleikans, er beita þarf við dálitlu töframagni, svo gróður verði úr, sem ávöxt ber. Þennan kraft getur óskin fengið á ýmsan veg. Ef hún er borin fram eða jafnvel hugsuð af inanni, er talinn er gæddur töframætti, svo sem er um svo nefnda helga menn, þá er það eitt í sjálfu sér nóg trygging þess að henni verði fullnægt. — Óskin hefur þá sjálf fullnægjuskilyrði í sér fólgið. Sama getur átt sér stað, ef óskirnar eru bornar fram með sérstakri aðferð eða færðar í stílinn sem sérstakar þulur, er yfirnáttúrlegur kraftur er eignaður, — hinar svonefndu töfra- þulur. Augu eða augnaráð stöku manna á einnig sérstakt vald á eða mátt til að flytja áhrínsóskir og fá þeim fullnægt. Og svo er eitt ráð oft notað til þess að »hlaða« óskir yfirnáttúrlegu magni. En það er að blanda í blessunarorðin eða bölbænirnar nafni e\nhverrar yfir- náttúrlegrar veru, einhvers anda eða einhvers guðs og snúa þá um leið óskinni í ákall. Upprunalega mun þó ekki hafa verið ætlast til með þessu að reyna að hafa áhrif á vilja hinnar yfirnáttúrlegu veru, heldur var nafnið eitt talið nægja til þess að hlaða blessunina eða bölvunina töframagni því, er eigi varð bundið í algengum og látlaus- um orðum. Þannig sjást bæði í Gamla testa- mentinu og í Talmud leyfar þeirrar fornu ímyndunar, að gagn sé að nota nafn guðs einnig í bölbænum, sem eru allsendis ómaklegar. En er trúræknin festi dýpri rætur, hlaut sú ímyndun að hverfa úr sögunni. Réttlátur og máttugur guð getur eigi fallist á, að hann og nafn hans sé notað sem viljalaust verk- færi í höndum vondra manna. bölvunin verður því smám saman að bæn, er aðeins verður bænheyrð því að eins, að hún sé makleg. í orðskviðum Salomo’s segir, að ómakleg bölvun fari fram bjá markmiðinu »eins og spörfugl flögrar, eins og svala flýgur, — hún verður ekki að áhrínsorðum.« Og sama gildir um blessunina. Jakob fékk blessun föður síns með brögð- um, og er hann hafði fengið hana, þótti eigi nema eðlilegt að hún rættist á honum, nákvæmlega eins og læknislyf hefur sömu ágætis áhrifin, hvort sem sjúklingurinn hefur keypt það eða stolið því. En síðar takmarkaðist áhríns- máttur blessunarinnar og fór eftir hugarfari því, er blessuninni fylgdi, er hún var fram borin. Svo er komist að orði í Davíðs-sálmum, að sá sem sáir miskunsemi, upp- sker blessun. Nú ber það oft til að einhver guð er ákallaður í sambandi við ákveðnar athafnir; gera menn sér oft í hugarlund, að hann launi eða refsi fyrir þær athafnir, jafnvel hvort sem menn ákalla hann eða ekki. Þar á ofan er oft svo, að bölv- anirnar sjálfar eru gerðar að sér- stökum persónum og eru þá hugs- aðar sem yfirnáttúrlegar verur. Refsinornir Grikkja (erinnys) voru t. d. einatt aðeins persónugerfingar bölvana, er menn lögðu á aðra. Frh. Háttvirtir aðkomumenn og bæjarbúar! Bregðið yður snöggvast inn í verzlunarbúð snar og athugið birgðir og vörutegundir: . Vefnaðarvörur allskonar, Fataefni góð. Prjónavörur fjölbreyttar, Kvenskyrtur með ermum. Hreinlætis og þvottavörur, Pvottabretti. Silkislifsborðar ljóntandi fagrir. Skrautlegir látúnsstjakar. Ferðadúkar (Plaids). Regnkápur. Borðdúkar flosaðir. Rekkjuvoðir. Skólatöskur. Speglar stórir og smáir. Myndablöð og Myndabækur. Klossakassar. Hjólleikföng margar teg. ;fílbúm. Póstkpjalða- og jflynilarammar í mjög stóru úrvali. Sænskir Primusar prímus-nálar og oddar. Saumavólar handsnúnar með hraðhjóli og 10 ára verksmiðjuábyrgð á 65 og 70 kr. eftir gæðum. Fjölbreyttar tækifærisgjafir og margt og margt íleira gott og gagnlegt. Dreng-i vantar til að selja Fréttir.

x

Fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.