Fréttir

Útgáva

Fréttir - 13.10.1918, Síða 3

Fréttir - 13.10.1918, Síða 3
FRETTIR 3 Loftskeyti. I. Berlín, 12. október á hádegi. Áköf skothríð á Douai hófst 10. þ. m. Brezkar eld- kveikjukúlur dundu á borginni og kveiktu víða í henni og í bænum Denain, sem er 10*/» kílómeter að baki víg- stöðvanna. Langdræg stórskotahríð Breta dundi á öllu svæðinu Cambrai—Douai og skemmdi ýmsa staði, er til þessa hafa eigi orðið fyrir skemdum. Einkum skemdust mjög bæirnir Solesmes og Cateau, er nærri eru víglínunni. London: Brezka eimskipið »Leinster« fór frá Kingston 10. þ. m. að morgni með 660 farþega og 70 háseta. Yar það tvisvar skotið tundurskeytum. Sumum björgunar- bátunum hvolfdi og fórust þeir er í þeim voru. Reuters-skeyti segir japanska eimskipið »Hiranu Maru« hafa verið kafskotið. Bjargaði gmerízkur tundur- spillir 29 farþegum. Önnur fregn segir að af 250 manns hafi 28 komist af, — þar af 11 farþegar: 3 Bretar, 7 Hollendingar og 1 Belgi. »Daily Mail« £veður þetta verk nýrra U-báta, er hafi voldugri tundurfæri en áður hafi þekkst. Loftskeyti frá Paris náðust ekki i gær kl. 3, vegna óvenju-mikilla og einkennilegra loft-truflana. Mun það standa í sambandi við Kötlugosið. éCIjöðfœrasveii þriggja mannaf spiíar nú á ^jallRonunni á Rverju Rvöíói Virðingarfyllst ©H. ^DaRísteó. Kréttir. Kosta 5 nnra eintakið í lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. AuglýBingaverð: 50 aura hver centimeter í dálki, miöað við fjórdálka blaðsíður. Ai tjreiðsla í Anstur- strœti 17, sími 831. Við anglysinírnm er tekið á af- sreiðslunni og í prentsm. ttntenberg'. Útgefandi: Félag í Koykjavlli. Ritstjóri: Guöin. GuðmundSHOii, flkáld. Simi 448. Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega kl. 4—5 virka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. Hvai eru |íir ai haíast ai? Andstæðingar sambandslaganna saka samninganefnd, þing og stjórn um að hafa svikist að þjóðinni með því að flýta svo mjög samn- ingagerð og afgreiðslu laganna. En það segja þeir fyrst nú, — þeir þykjast vera að »lýsa mein- bugum« á síðustu stundu. heir þögðu í júlí, þögðu í ágúst, þögðu i september — allir andstæðing- arnir utan þings, nema »Njörður« og sá er eitthvað tísti í »Vísi« meðan ritstj. hans var fjarverandi. En á síðustu stundu svíkjast þeir aftan að sjálfstæði landsins, reyna að stinga þjóðinni svefn- þorn, koma henni á óvart með röngum staðhæfingum, röngum skýringum, tortryggnis-getsökum og ósannindum, til þess að vega að fullveldi landsins og fána. Þeir ætla að koma að fslend- ingum óvörum Og ginna þá með ópi og óhljóðum til fjörráða við frelsi sitt — liggja á því lúalagi, að þyrla upp ryki staðlausu stafa, er enginn er tími til að átta sig frá því er þeir byrjuðu gaura- ganginn. Og þessir herrar eru að víta það, að málinu sé flýtt of mjög. hað situr helzt á þeim! Því að hvað erti þessir herrar að hafast að? Jú, þeir eru að varna oss full- veldis-viðurkenningar. Þeir eru að stuðla að því, að ísland verði enn sem fyrri talið »óaðskiljanlegur hluti Danaveldis«. Þeir eru að varna oss að fá fána vorn viðurkendan farfána, þvi að þeir vita vel, að það fæst ekki öema samningar takist. Þeir eru að neyða oss til að viðurkenna í lögum danskan þegn- rélt áfram hér á landi, eins og vér höfum hálft í hvoru orðið að gera, svo sem segir í annari grein i þessu blaði. Þeir eru að ginna oss til að kasta frá oss sigri, er loksins fæst eftir alda baráttu við ofurefli. Þeir eru að tæla oss til þess að sýna þá lítilmensku, að láta alt Sltja við það sem nú er — status ^00 — þótt ekki fáum vér kröfum 'orum fullnægt, svo að þjóðin öll og — þeir sjálfir með — verði að athlægi alþjóða heims eftir öll stóru orðin fyrr og siðar. Og þeir eru að varna oss því, að fá borgið hlutleysi ættjarðar- innar á þessum hættutímum. Hvað gengur þeim til? Víss-vitandi er óhugsandi, að þeir vilja gera ættjörð sinni slíkt mein. Það kemur ekki til mála. En hitt dylst engum skynbærum manni, að »sjáandi sjá þeir eigi og heyrandi heyra þeir eigi né skilja«. Sanir á yHþiagi. Einhver J. Sv. er í E. Þ. að bera kvíðboga fyrir, að Danir verði hér alþingismenn og tali dönsku á þingi, ef sambandslögin komist á. Ef þessi J. S. vill hafa fyrir því að líta í stjórnarskrána, er nú gildir, mun hann sjá, að sarokvæmt henni geta ekki að eins Danir, heldur og Svíar, Norðmenn, Bretar, Rússar, Tyrkir, Kínverjar og Japanar o. s. frv. orðið hér alþingismenn, er þeir hafa verið hér búsettir í 5 ár og eitthvert kjördæmi sendir þá á þing. En íslenzku mundu þeir verða að mæla, því að sama yrði yfir þá að ganga og íslendinga. Zil €inars gamia. Heldur hefur þú liðléttinga í þjónustu þinni, Einar sæll. Rök- leysu-smásálin eða K.......... lætur þig kosta upp á prentun á heilum dálkitil þessi að segja mönnum það, sem allir vissu, að hann þorir ekki að skrifa undir nafni. Hinu víll smásálin einnig koma að um enska blaðið, að hún hafi getað talið nokkur mannanöfn þar. Þá er Ingólfur Arnarson aftur- genginn og kominn í þjónustu þína. Og þótt hann sé nýstaðinn upp úr gröf sinni, þá er hann þegar orðinn gagnkunnur sam- eignarpésanum. Og auk þess er hann mjög fróður um marga hluti. Til dæmis fræðir hann menn um að rikustu fiskimið heimsins sé í landhelgi íslands og aflmestu fossar Norðurálfunnar á íslandi. En því ljósari sem þessi stórsann- leikur er honum, því sorgmæddari er hann yfir því, að nú eigi að viðurkenna fullveldi íslands. Og einkum þykir bonum sárt að 6. gr. sáttmálans viðurkennir íslenzkan þegnrétt og full yfirráð vor yfir innfæddra rétti vorum og lætur hann eigi lengur vera danskan eins og nú er í lögum vorum. Honum þykir auðsjáanlega skömm að því, að taka við öllu þessu. Einaringar segja: 6. gr. sáttmál- ans gerir ísland að sameign Dana og íslendinga, en aldrei láta þeir þess getið, að Danmörk er þá einnig sameign. Þeim þykir Dan- mörk svo lítil, að þeir vilja ekki þiggja liana. Þeir hafa og til þessa gleymt að geta þess, að ef 6. gr. gefur Dönum »fullan rétt á fossum íslands«, þá geíur hún oss og fullan rétt á t. d. bönkum Danmerkur. Þú ættir, Einar sæll, að minna þá á það, þegar þeir rita næst heimsfrægar skýringar sínar, að þeir muni ekki skrifa neitt ver, þótt þeir myndi til síðari línunnar, hvað þeir sögðu í línunni á undan. Þá væri þeir nær því, að verða nafnfrægir í stað þess, að nú eru þeir nafnlausir, ónefnd konungs- gersemi í þjónustu þeirrar voldugu drotningar, sem Hannes kvað um lofkvæðið: »Lútandi sit eg hér, lofkvæði flyt eg þér«, o. s. frv. Þeir stara sig ekki blinda á fána og fullveldi, piltungarnir þínir, Einar minn. Þeir sjá voðann. Danir verða þeim mun betur settir en aðrar þjóðir hér á landi, að þeir fá embættagengi og sveitfesti. Guð einn veit, hvílíkir hópar af Dönum streyma hingað til þess, að verða aðnjótandi embættislaun- anna islenzku! Það er voðaleg freisting. Og hvað segja menn um alla þá skara, sem streyma hingað á sveitina? Og úr því nú sveitar- limir hafa engan atkvæðisrétt, þá má nærri geta, hvort Einaringum þykir eigi atkvæðagreiðslunni mest hætta stafa af þeim. — Rökvísin er eftir góðviljanum! Skrítla. Stássmey nokkur reykvizk fór austur að Gullfossi og var spurð, hvernig henni litist á fossinn. »0-jú, — hann er penl« svaraði hún. i /

x

Fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.