Fréttir

Tölublað

Fréttir - 31.10.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 31.10.1918, Blaðsíða 1
182. blað. DAGBLAÐ ReykjaTÍk, flmtodaglnn 31. október 1918. Athygli op glöggskygni. Hafaldan. iii. Athygli sparar mönnum stórfé. Glöggskygn maður og gjör-hugull lætur aldrei reka á reiðanum. — Hann gefur munum sínum nánar gætur og dregur ekki að gera við það, sem hann sér aflaga fara í tíma. Athygli með ráðnum buga ven- ur menn ósjálfrátt á nýtni, hag- sýni og reglusemi. Gamall bóndi nokkur gekk ekki svo um hlaðið hjá sér, að hann athugaði ekki, hvort eitthvað nýtilegt væri á vegi hans, sem niður hefði fallið, snæris- spotti, .nagli, spýta, skeifubrot. Og hann hirti það jafnan. Hann hírti hvert skeifubrot, er hann sá liggja á vegunum í kaupstaðarferðum sínurn, taldi ekki eftir sér að fara af baki og taka það upp. Og þeg- ar nágrannarnir þurftu á nöglum að halda eða skeifum, sem oft bar til, því að langt var til kaupstaðar, þá urðu þeir fegnir að finna gamla manninn og hlógu ekki að honum. — »Ekki veit eg nú hvort eg á nýja nagla eða nýjar skeifur. En eg get líklega lijálpað þér samt, góðurinn minnl« var vanasvarið hans. Hann fór f smiðjuna rétti gömlu naglana á steðjanum og sauð saman skeifubrotin og gerði úr beztu skeifur, — þau hin sömu er hann varð að aðhlátri fyrir að taka upp og tína. Og með því sparaði hann sér og öðrum marg- an eyrinn, — marga krónuna. Mörg áhöld og verkfæri hafa ónýt orðið vegna þess, að eigand- inn hefur ekki tekið eftir fyrsta gallanum sem á þeim varð, ekki tekið eftir fyrsta naglanum, sem fór úr vagninum, og vanrækt þess vegna að reka annan í hann í staðinn. Jafnvel heil hús, stór og dýr, eru eyðileggingu ofurseld fyrir athuga- leysi eigendanna, sem auðvelt og ódýrt hefði verið að halda við, ef bætt hefði verið úr byrjandi skemd í tæka tíð. — Saumsprettu á fötum, litið slysagat getur orðið dýrt að láta sér yfirsjást og gera ekki við. Svo er um sérhvað eitt, — al- staðar ríður á athygli, ef vel á að fara. Eigi er hennar sfður þörf í við- skiftum við aðra menn, og eigi hvað síst í viðskiftum hinna eldri við hina yngri, foreldra og kenn- ara við börn. Hún er jafnan óhjá- Ég hlustaði’ á hafið hlustaði’ um tunglbjartar nætur. — Glymurinn gnapsins gnagaði hjarta míns rætur. Hugur minn spurði: »Hví er það, sær, að þú grætur?« Ég horfði’ á hafið, horfði á stórsjóarótið, horfði’ á er hafaldan mikla hlæjandi barst upp í grjótið, — líkt, eins og þrekmiklar þjóðir þyrptust á banvæna spjótið. Ég horfði’ út á hafið. — Hugsaði’ um aldnanna sögur. Sá þær á hafinu hefjast, háreistar stefna’ inn í ögur, þjóta í algleymings-æði — eyðast og brotna við gjögur. Pá skildi’ eg þungann, þá skildi’ ég ómsára hljóðið. Sædýpin óráðnu orktu öldunni greftrunarljóðið. — Vesalings hafaldan háa! — — Pað hitnaði’ í æðum mér blóðið. Haföldur háar sem hópist að gjögrum í flaumi! Pið eruð refilstig reknar af ríkjandi máttkari straumi. —-v Alda hin þrúðuga, þunga, þú ert mér líking af draumi. Halldór Guðjónsson frá Lavnesi. 2. árgangnr. Duglegan dreng vantar til að bera út »Frétíir« til áskrifenda. Upplýsingar á afgreiðslunni. Au^lýsinÉum í Fréttir er veitt móttaka í Litlu búðinni í Pingholtsstræti þegar af- greiðslu blaðsins er lokað. Enn fást Fréttlr fjrá upphafl. kvæmileg eigind þess, er uppeldi hefur á hendi. Um það efni viljum vér eigi fjöl- yrða hér, en ráðum öllum ein- dregið til þess að lesa og fœra sér i nyt ágætisbókina: r>Börn, foreldr- ar og kennarara eftir Murphy, sem Jón Fórarinsson fræðslumálastjóri hefur þýtt á íslenzka tungu. Sú bók œiti undantekningarlaust að vera á hverju heimili. Hún ætti að vera lesin á hverj- um vetri, eins og íslendingasögur á góðum sveitabæjum í gamla daga. Á þeirri bók er aldrei of oft athygli vakin, og því er það gert hér. En hana verður líka að lesa með athygli eins og allar bækur. Yfirleitt virðist þvi miður athygli á þvi, er fólk les, hafa aftur farið frá því sem var. Far sem menn koma saman, er umræðuefnið sjaldnast lesnar bækur, eða alvöru- mál þau, er góðar bækur fjalla um. Er það þó eigi lítils virði, að menn ræði efni þeirra og skýri og bendi hver öðrum á þetta eða hitt í þeim. Yrði þá samkvæmin og samvistir betri og gagnlegri, éf slíkt væri umtalsefnið, en hætt væri auvirðilegu hjali um hagi annara og háttu, er títt er að fara með af litilli góðgirni og engum til þurftar né þrifa. /

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.