Fréttir - 31.10.1918, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
3
fundið þær hafa \ið sannleikann
að styðjast, ertu hér með úrskurð-
aður sekur um landráð gegn þjóð-
inni og tilraunir að koma af stað
stjórnarbyltingu. Dómstóll þessi
dæmir þig til dauða og að þú sért
skotinn«.
Keisarinn, er að þessu hafði
reynt að hafa stjórn á sjálfum sér.
yfirbugaðist nú alveg og urðu her-
mennirnir að grípa hann og verja
hann falli. Hinn tötralegi skríll
þarna í áhorfenda salnum klapp-
aði lof í lófa við dómsúrskurðinn;
stóðu þá dómarnir allir á fætur
sem leikendur á sviði og hneigðu
sig til beggja hliða, sem vissu þeir
sig nú vera í augum fólksins sann-
ar hetjur og föðurlands vini. í
millitíðinni hafði keisarinn náð
sér ögn og stamaði með veikri
röddu:
»Verði guðs vilji. En sýnið
iniskunn konu minni og börnum.
Eg mun deyja saklaus af þeim
kærum, sem á mig eru nú bornar«.
Hann reyndi að segja eitthvað
meira, en hávaðinn þarna inni var
nú orðinn svo mikill að ekki
heyrðust orðaskil.
Nær dauða en lífi var nú þessi
fyrverandi valdhafl stærsta keisara-
veldis veraldar borinn út af varð-
mönnunum.
Honum var ekið í kerru frá rétt-
arsalnum tif aftökustaðarins, og á
eftir kerru hans komu fimm aðrar
kerrur, þéttskipaðar herinönnum
Rauðu varðsveitarinnar og dóm-
urunum.
Mér var leyft að vera i kerru
keisarans og gerði eg mitt ítrasta
að tala í hann kjarkinn, er var nú
óðum að þverra við þessa miklu
eldraun, og byrlaði honum af hugg-
un trúar vorrar til síðustu stundar
hans.
Klukkan var nú rúmlega tvö.
Til beggja hliða við keisarann sátu
hermenn úr Rauðu vai;ðsveitinni.
Fyrir utan voru Kósakkar á hest-
baki, Ásjóna keisarans var sem á
liðnu líki.
»Hvert er verið að fara með
mig?« spurði hann annan vörðinn
með hásri röddu. Verðirnir litu
hvor á annan og svöruðu ekki.
Með miklum erviðismunum tók
keisarinn af hálsi sér kross settan
gimsteinum. merktan krúnu keis-
araveldisins fyrverandi. Rétti hann
kross þenna að öðrum verðinum
og stamaði: »Færðu þetta syni
mínum. Berðu börnum mínum
hinstu kveðju mína og segðu þeim
að eg muni hitta þau í lifinu fyrir
handan«.
Vörðurinn gerði sér upp hósta,
virtist verða órólegur og þagði.
Hann horfði á krossinn, svo á fé-
laga sinn og var á háðum áttum
hvort hann ætti að taka við þessu.
»Eg sé, að þú hefur giftingar-
hring á fingri. Þú hlýtur að vera
giftur og ált ef tii vill börn sjálf-
ur. Viltu ekki gera þessa hinstu
bón mína?« hélt keisarinn áfram
i bænarrómi.
Frh.
og tekið fjölda fanga og herfang mikið. Jugo-Slavar sækja
áíMontenegró og er komnir fram hjá Ipek og Diakowa.
IjlutUysingjanejnðin.
Stjórn Hollands hefur mótmælt þýzkum fregnum um
nefnd fulltrúa hlutlausra þjóða, er hafi rannsakað spell-
virkin í Belgíu. Spánverjar hafa einnig mótmælt fregnun-
um fyrir sitt leyti. Sendisveitin spánverska í Brussel
hefur sent frönskum blöðum yfirlýsingu um þetta, og er
aðalefni hennar þetta: wPýzk blöð hafa sagt frá því, að
hlutlaus nefnd, er í séu fulltrúar Spánverja og Hollend-
inga í Brússel, hafi verið kvödd til þess að rannsaka
spellvirki unnin á svæði því, er undanhald Pjóðverja
hefur farið fram á. Pessir fulltrúar mótmæltu kröftuglega
þessari fregn sem algerðri staðleysu, við barón von Lanken,
sem hefur eftir kröfu þeirra látið birta leiðréttingu á
henni í þýzkum blöðum«. Pví er bætt við, að sendi-
herrar Spánverja og Hollendinga haíi eigi tekið sér aðra
ferð á hendur, en að ferðast ásamt matvælanefnd í þarfir
frönsku þjóðarinnar, til þess að gera sér grein fyrir
ástandinu meðal Frakka í borgum þeim, er Djóðverjar
hafa horfið úr.
Ijsngir í Vinarborg.
Frá Zúrich er símað, að hin mesta hungursneyð
ríki í Vínarborg, þar sem allir matvælaaðflutningar séu
teptir til borgarinnar frá Bæheimi og Ungverjalándi.
Blöðin segja að áhyggjurnar út af þessu séu svo miklar,
að allar stjórnmála og hernaðaráhyggjur séu hverfandi í
samanburði við þær.
Sjónleikar í Iðnó
Föstudaginn 1, nóv. kl. 8 síðdegis:
gðnori Semings og Sestnrinn
Eftir llluga Svarta.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag kl. 4—7 fyrir hækkað verð
og á morgun frá kl. 10 árdegis fyrir venjulegt verð.
Sjá götuauglýsingar.
Afgreiðsla „Frétta”
er í Austur^træti \'T9 ními 231.
geri svo vel að snúa sér þangað.
JECaiipenduir geri svo vel að snúa sér þangað.
Unr er tekið við nýjum á^krifenflnm.
„c&rdffir“ eru 6azía auglýsingaBlaéié.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Dreng
áreiðanlegan og hreinlegan
vantar mig strax.
i
Eyjólfur Jónsson
frá Herru.
Hbrengir
ósRast tií að Bera ut
„K&ráttir" nú þegar.
Hvað er í iréttum?
Kötlugosið.
Öskufall mikið varð hér í gær
síðdegis, er hvast var af austri.
Eldblossar miklir voru einnig í
nótt á austurhimin upp öðru hvoru.
í Vík vissu menn eigi í gær til
að nýtt jökulhlaup hefði orðið,
en gosið væri í fullum gangi. Eigi
vissu þeir hvað »Geir« hefði ágengt
orðið austur við sandinn.
V.b. »María«
eru menn orðnir hálfhræddir urn.
Fisksala til útlanda
er nú að sögn frjáls orðin af
öllum fiski sem óseldur er. Hafa
Bretar, að því er mælt er, leyft að
selja hann öllum nema óvinaþjóð-
um sínum. Mun alhnikið enn óselt
af honum, svo að þetta getur
munað nokkru.
Skýrsla
mun í vændum mjög bráðlega frá
útflutn.n. um kjötsöluna til Noregs,
er »Vísir« hefur gert að umtals og
árásarefni á stjórnina. Kvað stjórn-
in vera »hvergi hrædd hjörs í
þrá«, þótt »Vísir« sé ægilegur undir
brún.
Söluturninn
er nú aftur að komast i lag, —
verður þar tekið til starfa þessa
daga. Mun mörgum þykja hagræði
að geta fengið þar sendisveina, er
á liggur, eins og áður var, þar
sem varla er unt að fá mann til
viðviks (í atvinnuleysinu?).
Turninn ér tígulegri miklu á
velli þar sem hann er nú, en
hann virtist á torginu.
Geir
kom að austan í þessu bili. Kom
öllum tunnum á land við sandana.
Kveikingartími
fyrir bifreiðar og reiðhjól í
Reykjavik kl. 6.