Fréttir - 05.11.1918, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
DAGBLAÐ
186. blað.
Reyijayíb, þriðjndaginn 6. nóyember 1918.
2. árgangnr.
Dáinn.
Dáinn — horfinn —, hve dapurt og hljótt!
hann er dáinn, — ’ann faðir minn.
Mamma, hún segir hann sofi nú rótt,
en sjái þó drenginn sinn.
Guð kom hér sjálfur að sækj ann í nótt
til að sýn’onum himininn.
Par ætlar pabbi að byggja sér bæ
og bíða' eftir henni og mér
í grasgrænni brekku við svipmikinn sæ. —
Seglskipið hafflötinn sker.
Ef ég verð þægur þá fleytu eg fæ
og fiska svo eins og hún ber.
Að kvöldi með aflann ég legg svo í land
og lendi við bæinn minn.
Mamma’ er þá komin með kaffi’ ’oná sand
og kyssir þar drenginn sinn
og þakkar guði’ að hann leiddi’ ’ann í land
og leggur mig undir kinn.
Árni Árnason.
Loftskeyti.
I. Urezknr fréttir. London 4, nóv.
liðið réð aðeins á hervígi og járnbrautir utanborgar.
Pjóðverjar sprengdu þar upp járnbrautarstöðina og
byggingar þar í grend, áður en þeir fóru. Síðan hafa
þeir skotið stórskotum á borgina. — Bandaríkjaherinn
tók i gær í sigursælli sókn Harricourt, Belville og fjölda
þorpa, 5000 fanga og ógynni herfangs, yfir 100 fallbyss-
ur. Á 3 dögum hafa þeir sótt fram 12 mílur á lBmílna
vígvelli, náð hæðum, er þeir geta skotið af á járnbraut-
irnar í Montmedy, Longuyon og Conflans. Peir hafa og
tekið mörg hervígi og heilar herdeildir höndum,
— Ástandið í Austurriki — Ungverjalandi er breyti-
legt og óljóst. »BerIiner Tageblatt« birtir þá fregn frá
Wien, er segir að Karl keisari hafi lýst því yfir eftir ríkis-
ráðsfund og flokksforingjafund, að hann ætlaði að segja af sér
keisaratign og fara til Sviss. En ekki er sú fregn opinber-
lega staðfest í Berlín.
— þjóðráð þýzkra Austurríkismanna hefur komið
saman í Wien, og prófessor Lammasch hefur lagt stjórnina
í hendur þess, að því er snertir þýzka landshluta. — í
Budapest er stjórnin í höndum Pjóðráðs Ungverja og er
Karolyi greifi forseti þess.
— Af Þjóðverjum er það að segja, að á þvi bólar í
Bajern, að þjóðina langi til að semja sérfrið, af ótta við
hernaðarinnrás sunnan að.
Serbar hafa tekið Belgrad og Pjóðverjar og Austur-
ríkismenn eru flúnir á norðurbakka Donár. Annar her
Serba er nú á landamærum Bosniu. Öll Serbía er nú
i raun réttri frelsuð úr klóm óvinanna.
Stórblaðið »Evening Sun« í New-York segir, að Wil-
son forseti sé að hugsa um að sækja friðar-ráðstefnu.
Uppskera í Mesópótamiu ágæt undir umsjón Breta-
hers og aðstoð hans. Nálega hálf miljón smálestir korns
er þegar upp skorið.
Sókn bandamanna hraðfara á Flandri í gær. Belgir
sóttu á 15 kílóm. fram með landamærum Hollands.
Norðan Ghent er herlínan nú austan Boosvelde og Evergem,
snertir Ternewzen-skurð við Landerbriigge. Belgir eru
komnir að Ghent. Allir vinna bandamenn mjög á, bæði
saman og hverir í sínu lagi. Milli efri Aisne og Meuse
hafa Frakka og Bandaríkjaher sótt fram 8 mílur á 30
milna svæði og hafa tekið Neuville, Alleux, Noirval, eru
komin inn í Buzancy og Nouart-skóg. Ennfremur tekið
Tpilly-skóg og skógana við Dun hjá Meuse. Frakkar
segja í gærkvöldi Argonne-hérað óvinalaust orðið. Er sú
sókn afarmikilsverð. Pað er þráðbein leið að Metz-Char-
leville-járnbrautinni um Montmedy, sem er aðalflutninga-
braut Pjóðverja við Efri-Aisne, Serre og Efri-Oise. —
Valenciennes var óskemd, er Bretar tóku hana. Bretar
skutu borgina eigi stórskotum og lofther og stórskota-
II. ÐerTín, 4. nóv.
Vopnahlé á su ðurvígstSðvunum.
Wien: Lokið um sinn allri viðureign á vígstöðvum
ítala af því að vopnahlé er komið á. Vopnhlésskilyrði
ítala voru þó allhörð að sögn. M. a. skyldi ófriði öll-
um hætt þegar í stað á landi, á sjó og i lofti. Austur-
ríkismenn verða að afvopnast þegar í stað1 fá aðeins land-
varnarher lítinn, 20 herdeildir mest. En bandamenn fá
yfirráð yfir öllum öðrum her þeirra, höfnum, skipa-
leiðum og vatna, t. d. Doná og ám þeim, ei- í hana
renna. Austurríkismenn verða að fara burt úr og sleppa
öllum herteknum löndum, höfnum, skipum, kafbátum
og hervígjum. En bandamönnum heimilt að hafa setu-
lið í löndum þeirra í víggirtum stöðum öllum. Austur-
rikismenn verða að lála þegar lausa alla herfanga og