Fréttir

Eksemplar

Fréttir - 05.11.1918, Side 2

Fréttir - 05.11.1918, Side 2
2 FRÉTTIR r kyrsetta þegna bandamanna, en fá ekki sína fanga eða kyrsetta menn í staðinn. Járnbrautir, skip og vígdreka nokkra og smærri herskip og fljótabáta fá bandamenn afhenta sér þegar í stað og hertekin kaupför sömuleiðis. Eftirlit fá þeir með öllu, er hernaðarþýðingu hefur og hvert skip Austurríkism., er hittist í förum, má taka sem ræningjaskip. Eiga þeir að segja til, hvar skip sín séu og hvert þau fari. Skilyrðin eru sem sagt mörg og þung, en of langt mál upp að telja. — Þjóðverjar segja, að ekki sé þó svo að skilja, að bandamönnum sé frjálst að ráðast um lönd þeirra inn í Þýzkaland, segja út frá því gengið, að svo sé ekki. En bregðist það, verði að mótmæla því. XII. Brezkar fréttir 15. nóv, þýzkalanðskeisari á jSrnm? »Berlínar Tageblatt« skýrir frá því, að hermálaráðu- neytið þýzka fallist á það, að Vilhjálmur keisari láti af völdum. Blaðið bætir því við, að keisarann hafi grunað þetta og haíi þess vegna horfið skyndilega til vesturvígstöðv- anna, til þess að koma í veg fyrir beinar umræður um afsögnina. »Deutsche Zeitung« segir: »Vér hörmum það, að keisarinn er ekki löngu farinn burt úr Berlín til aðal- herbúðanna, blátt áfram til þess að komast hjá veikj- andi áhrifum er hann verður fyrir þar á alvörustundun- um. Keisarinn á aðvera hjá hernum. Oss þætti eigi nema eðlilegt og í samræmi við sögu Hohenzollernanna, að keisarinn stæði í brjósti fylkingar hersveita sinna í úr- slitahríðinni, ef til þess kæmi«. Barist er á 35 milna línu sunnan Valenciennes. Hætta er á, að þá og þegar verði hersveitir Pjóðverja skildar að og einangraðar. Sókn bandamanna og fanga eykst daglega. XV. XXerlíii 4. nóv. (að kvöldi). Hvað er í tréttum? Sterling kom í gær. Fjöldi farþega var með frá Austfjörðum, að sögn yfir 500. Fjöldi þeirra fór af í Vest- manneyjum og nokkuð i Keflavík. Af þeim sem hingað komu höfum vér heyrt þessa nafngreinda: sr. Magnús Bl. Jónsson á Vallanesi. Benedikt Blöndal ráðunaut frá Eið- um, Sigurjón Jóhannsson Seyðisf. Kristján Wathne Fáskrúðsf. stú- dentarnir Pétur Magnússon og Jón Sveinsson, Kari Einarsson sýslum. Gullfoss kom í gær frá Ameríku. Farþeg- ar: cand Sigurbjörn Á. Gíslason, Magnús Kjaran, Magnús Þorsteins- son og Árni Benediktsson. — Á skipinu voru ailir frískir, inflúenzan rokin burt, það litla sem verið hafði. Sterling á að fara í strandferð austur um land og norður á mánudaginn í næstu viku. Á bæjnrsímanum liggja margar afgreiðslustúlkurn- ar veikar, svo að erviðara er um vik þar þess vegna. Barnaskólanum er lokað vegna inflúenzu. í Gutenberg liggja nú um 30 starfsmenn prent- smiðjunnar í inflúenzu. Fréttir verða því að láta sér nægja að koma út hálfar í dag og liklega næstu daga. Eldur kviknaði á bókbandsverkstofu í prentsmiðjunni Gutenberg kl. lO’/s í dag. Sem betur fór varð þó slökt, þótt ekki mætti tæpara standa að fært væri á staðinn fyrir reyk. Norðangarður virðist vera í aðsigi. í morgun var norðan hvassviðri á ísafirði og áttin sama víðar um land og byl- ur á Grímsstöðum. Frost frá 2 og upp í 6 stig. Ungnr maður góður í skrift og reikningi vill taka að sér skrifstörf i frístundum sínum. Afgr. v. á. Prentsmiöjan Gutenberg. Bækur. Pessar bækur óskast keyptar: Ernst v. d. Recke: Lyriske X>ig-te. Hall Gaine: Den evig-e ^tacl. Ógurleg orusta milli Schelde og Oise. Bretar og Frakkar sækja sækja á á yfir 60 kílóm. svæði, en til- raunir þeirra að brjótast í gegn takast ekki. Víðar segir skeytið áhlaupum hrundið og sókn hnekkt. Svava. Ljóðmæli Magn. Grímssonar, Brynj. Oddssonar. Páll Jónsson: Skiw og sliaggi. Svedenborg: Vísdómur englanna. Ritstjóri Frétta vísar á. Afgreiðsla „Frétta” er í Austur^træti 17, sími 231 .A.Ilg•lý■ísenc^ur• geri svo vel að snúa sér þangað. Kaupendur geri svo vel að snúa sér þangað. JPar er telíiö við iiýjum áskriíendum. Farþegar til Ameriku. I5eir farþegar, sem ætla sér að fara með skipum vorum til Ame- ríkn, eru beðnir að gefa sig fram á brezka konsúlatinu í síðasta lagi 14 dögum áður en skipið fer héðan, til þess að fá fararleyfi. Hf. Eimskipafél. íslands.

x

Fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.