Fréttir

Tölublað

Fréttir - 11.12.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 11.12.1918, Blaðsíða 3
FRETTIR 3 tekið yæri til hljóðfærasláttar af nýju, og anzaði eg því til, að mér findist eigi ástæður gefa, að svo komnu, tilefni til þess, en eg skyldi hitta hana að nýju eftir tvo þrjá daga. Að liðnum þrem dögtím, voru mér af nýju gerð þau boð, að nú skyldi til skarar skríða með hljóðfærasláttinn. Þetta var einmitt í það mund, er flest lík stóðu uppi hér í bæn- um, og þótti mér þetta athæfi með öllu óviðeigandi. Fór eg því og hitti stjórn kaffihússins að máli, og hafði eg áður talað við for- stjóra kaffihússins »íslands« og stjórn kvikmyndahúsanna og þótti þeim ekki við það komandi, að halda uppi nokkrum gleðskap, undir svo hryggilegnm kringum- stæðum.. Var mér sagt að kæmi ekkert við atvinnurekstr- inum, hve mörg lík stæðu uppi. En eg svaraði, að eg vildi bíða, unz ósköpin tækju að réna og aðrir sæju sér fært að hefjast handa, en slikt var eigi nefnandi. Fór eg svo á fund borgarstjóra, herra Ólafs Lárussonar, sem [þá lá veikur í næsta húsi við »Skjald- breið«, og sagði eg honum hversu málum væri komið fyrir mér. — Hann kvaðst að vísu enga heim- ild hafa til þess, að banna hljóð- færaslátt eður aðrar opinberar skemtanir, en kvaðst vera mér samdóma uip það, að það væri brot á almennu velsæmi, að hafa opinberan gleðskap um hönd nú sem stæði, og gaf hann mér, eftir beiðni minni, eftirfarandi yfirlýs- ingu: »Vegna atburða þeirra, sem orð- Kristján O. Skagfjörð Rey kj aví k Umboðssali Heildsali Talslmi 647 Póstholf 41 ! Hefur umboð fyrir hina stóru tóverks-verksmiðju Hall’s Barton Ropery Go. Ltd., Hull sem nú selur mest og bezt tóverk til landsins. R j ú p u r. íshúsið »ísbjörninn« við Tjarnargötu kaupir nýjar, vel skotnar eða snaraðar rjúpur, hvort heldur í stærri eða smærri kaupum. Kaupmenn! Munið eftir að spyrjast fyrir um verð hjá mér á Manila, Yacht-manilla, Tjörukaðli, Sigtóverki, Tjöruhampi o. s. frv. áður en þið festið kaup annarstaðar. S í m i 2 5 9. Til þessa tíma hefur verksmiðjan afgreitt allar pantanir. í heilíisölii til kaupmanna: Eldspýtur (Rowing) Export-kaffi, Chocolade, Konfect, Vélatvistur, Önglar, Skilvindur (Fram og Dalia), Hall’s Distemper, Botnfarfi o. fl., o. fl. Massag-elæknir Guðm. Pótursson Hótel ísland nr. 25 Viðtalstími líl. 1—3 fyrst um sinn. Vátryggið eigur yðar The Brltsh Dominions General Insurance Company, Ltd.. ið hafa hér í bænum síðustu vik- urnar, mundi eg telja það æskilegt, að engar opinberar skemtanir yrðu hafnar fyrst um sinn, þar á meðal, að ekki yrði spilað á hljóðfæri á veitingastöðum. Borgarstjórinn í Reykjavík 19. nóv. 1918. Ólafur Lárusson settur«. En yfirlýsing þessi beit ekki á hlutaðeigendur, heldur heimtuðu þeir með harðri hendi, að eg kæmi ofan eftir um kvöldið til þess að leika, en eg neitaði að gera það, fyr en svo stæði á, að aftur væri hægt að taka til án þess, að sýna skort á velsæmi og nærgætni. — Fám dögum síðar var mér sagt upp starfinu. P. Bernburg. tekur sórstaklega að sér vátrygging á innhúnm, vörum og öðru lansafé. — Iðgjöld hvergi lægri. Aðalumboðsmaður Sími 681. Garðár Gíslason. stóru, þrútnu hendur hans hvíldu í kross á brjóst- inu, eins og hann hefði sofnað út frá bænagerð, og það var sem einhver helgiró hvíldi yfir hinu þreytu- lega andliti. En hann dró andann þungt og óreglu- lega, líkt og veikur maður. Allir litu hann aumkvunaraugum. Karlmennirnir þögðu og konurnar gættu þess að láta ekki hringla í bollunum, er þær skenktu kaffið, »Það var gott að hann sofnaði«, sagði húsfreyjan í Langholti — gömul kona, en ern — sem skenkti kaffið. »Hann var alveg frá sér í morgun, eftir ósköp- in sem á gengu í nótt. Eg held eg hafi bara aldrei séð hann eins reiðan! En hann varð strax rólegur, þegar honum var leyft að koma hingað út til hins fólksins«. »f morgun var hann Méssías«, sagði ein grið- kvennanna hlæjandi — ung stúlka ljóshærð — »hann ógnaði mér með því, að heimsendir mundi verða í dag, og þegar eg sagði að hann væri genginn af vitinu, varð hann svo reiður, að eg varð að flýja«. »f*að má maður heldur ekki segja við hann«, sagði húsfreyja með ásökunarhreim í röddinni; »en eg held að það geti varla talist forsvaranlegt, að láta hann ganga svona sjálfráðan — hreppsnefndin ætti í raun- inni að sjá um hann«. Bóndinn í Langholli leit konu sína ásökunaraug- um. — »Hann gerir ekki svo mikið sem flugu mein, ef honum er ekki strítt«, mælti hann, »og meðan hann getur haft ofan af fyrir sér með því að flakka, er bezt að honum sé leyft það«. Mönnum var nú borið kaffið. Ferðamennirnir stóðu 10 upp hver á fætur öðrum, og tóku á móti kaffiboll- unum, sem þeim voru réttir. Langholts-bóndinn og heimamenn urðu að bíða fcieðan hinir drukku kaffið, og hélt hann því áfram sögu sinni. »Ojá, eg man svo vel eftir honum Hallbirni, þegar hann var ungur. Hann var ekki mikið eldri en eg, og við bjuggum skamt hver frá öðrum. Rað voru ekki margir efnilegri menn í sveitinni en hann. Sagt var að jafnvel presturinn mætti vara sig á honum, að því er lærdóm snerti, og þó rækti hann bústörfin með mesta dugnaði. Móðir hans misti snemma mann sinn, og hann varð að taka við búsforráðum þegar hann var 16 ára gamall. Fimm voru munnarnir, sem fæða þurfti, og meðan hann var með fullu viti, þurfti hann ekki að leita á náðir sveitarinnar . . . Svo kom »ÁIftabani«. Það fór fyrir honum eins og svo mörgum fátæklingum það ár, að þegar hann kom í kaupstaðinn, þá fengust þar engar vörur. Vörubirgðir höfðu verið óvenju litlar um haustið, og þeir ríku höfðu náttúrlega forgangsréttinn, og fengu það sem til var. Hallbjörn varð að bjarga sér sem hann bezt gat, og mjólkin úr kúnum og kindakjötið var náttúrlega helzta viðurværið. Prátt fyrir alt þetta veitti hann flækingum og betlurum viðtöku svo lengi, sem hann gat, og það var ekki fyr en eftir jól, að hann fór að neita þeim um beina, er bar að garði, og þótti honum það ærið sárt, þótt hann yrði að gera það, til þess að þurfa ekki að sjá móður sína og systkini svelta. Þá bar svo við kvöld eitt, að ókunnur beininga- maður barði að dyrum og bað um mat og húsaskjól.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.