Fréttir

Tölublað

Fréttir - 11.12.1918, Blaðsíða 4

Fréttir - 11.12.1918, Blaðsíða 4
4 FBETTIR Um uppeldi. Sraágreinar til fræðslu og Síðustu loftskeyti. Drengjaklossi tapaðist á Laugaveginum í gærkvöldi. Skilist í Gutenberg. vakningar. Eftir Aðalst. Sigmundsson frá Árbót. (Frh.) I uppvextinum — og alt af í lífinu — gilda þau náttúrulög, að hver einstök áhrif framleiða straum inn á við í vitundinni. Hjá þeim, er fyrir áhrifunum verður, mynd- ast við það eins konar andstraum- ur eða mótverkun, sem á útlendu máli kallast reaktion. Sem einfalt dæmi mótverkunar þessarar má nefna það, er eg ávarpa mann, en hann lítur upp og svarar. Sé nú þessi mótverkun veruleg eða að marki — og það verður hún að vera, er um bein áhrif er að ræða, eigi þau að ná lilgangi sínum — þá kemur hún í ljós i aðgerðum barnsins eða framferði — sem gott eða ilt framferði, góður eða illur hugsunarháttur. Við hinn ótölulega aragrúa á- hrifa verða til jafnmargar mót- verkanir. Og það eru einmitt þess- ar mótverkanir, sem foreldrar og kennarar eiga að beina í réttar stefnur. Það er listin í uppeldinu. Það er almeht viðurkent, að höfuðatriði uppeldisins liggi í sið- fræðilegri skapgerð (etisk charakter) — þroska hennar og vexti, — í undirbúningi undir að lifa full- komnu lífl sem hlekkur í þjóðfé- lagskeðjunni, er fyili út í það rúm eða þá stoðu, sem hann er settur i og sé vaxinn köllun sinni, — og í þriðja lagi í undirbúningi undir annað líf. En um það, hversu sá undirbúningur skuli vera, er varla hægt að segja að svo komnu máli, því að varla getur heitið, að vissa sé fyrir, að það lif sé til, þó að flestir trúi á það, — því síður að menn viti, hvern veg því er háttað. Verður þar hver að fara eftir trú sinni, hversu öfgakend og órök- studd sem hún kann að vera. Nú verð eg að vona, að lesar- anum sé það ljóst, að það, sem við köllum uppeldi, er eitt allra- víðtækasta og vandasamasta starflð, sem mannkynið hefir að leysa af hendi. Það, að eignast afkvæmi til að ala upp og gera að fullkomn- um manni, er i raun og veru mesta ábyrgðin, sem nokkur einstakling- ur getur tekið á herðar sínar. En því er ver og miður, að all- ur þorri manna tekur þessa ábyrgð á herðar sér, án þess að hafa nokkra hugmynd um mikilvægi hennar. þekking á uppeldismálum og uppeldisfræði er mjög í molum hjá alþýðu manna og langviðast alls engin. Enda getur heilskygn maður og athugull séð þess merki því sem næst í hverju barnsandliti. (Frh.) Brezkar fregnir í dag (11. nóv.). Ýms ríki miðveldanua hafa leitað til Bandarikjanna um linun á sumum atriðum vopnahlésskilmálanna og úrskurð í landamæradeilum. Bandaríkjastjórn hefur svarað því, að héðan af verði miðrikin að snúa sér til allra banda- manna í sameiningu, Wilson neitai* lieimlboÖiiivi til Þýzkalands. »Echo de Paris« hefur það eftir þráðlausri fregn frá Washington, að Wilson hafi komist að því að Ebert og Kurt Eisner hafi ætlað að bjóða honum til Pýzkalands, en hann hafi sagt að Pýzkaland þyrfti að iðrast lengur synda sinna, og sýna það i verki, áður en nokkur sannur Bandaríkjaþegn gæti tekist þangað ferð á hendur öðru vísi en af beinni nauðsyn, og því mundi hann neita þessu heimboði. KeiíSíai'iim fremur sjíilff*«niorðstilraiiii. »Leipzig Tageblatt« hefur það eftir góðum heimild- um, að uppgjafa-keisarinn, sem þjáist mjög af þunglyndi í Amerongen, haíi reynt að fyrirfara sér. Sagt er að maður einn úr gæzluliði hans hafi á síðasta augnabliki komið í veg fyrir þetta tiltæki keisarans og orðið særð- ur (af skoti?). Yfiryofandi borgarastríð í Berlíix. Borgarastyrjöld er sögð yfirvofandi í Berlín vegna gagnbyltingar sem er í aðsigi. Er álitið að slík styrjöld verði mjög skæð. Komið hafa áskoranir frá þjóðinni til bandamanna, um að þeir leggi hald á landið til Berlínar. Sagt er að bandamenn hafi tilkynt Pjóðverjum, að enginn fridui* verði saminn við þá fyr en landíð sé komið undir áreiðanlega stjórn. Hertogiiin og hertogafrúin frá Bruunsvich eru flúin og eru nú stödd í Gmunden í Efra-Austurríki. Kergiison hershöfðiugi mun bráðlega halda inn í Köln. Bypjendur geta fengið kenslu í ensku, þýzku, dönsku. íslenzku, latínu og fl. Upplýsingar í síma 471 frá kl. 9—11 f. h. Byrjendum gefst kostur á fræðslu í íslenzku, ensku, dönsku. þýzku, latínu og stærðfræði. Simi 471 frá kl. 9—11. Hvað er í íréttum? Embætti. Nú er það orðið víst, sem úður var á gizkað, að Jón Sveinbjörns- son er orðinn einkaritari konungs, en Jón Krabbe orðinn trúnaðar- maður í utanríkisráðuneytinu. Taugaveiki. Á Hvítárbakka geisar nú tauga- veiki. Sem allir vita, er hún hinn mesti og versti vágestur. Stjórnin brá fljótt við og sendi þangað hjúkrunarkonu. Inflúenzan. Inflúenzan er nú víðast tekin að réna, utan í Bolungarvík. Þar er hún all-ill enn. Fólk er orðið heilbrigt á bæjam þeim, er hún kom á í Húnavatnssýslu. Virðist líklegt, að hinum ósýktu héruðum takist að sleppa við inflúenzuna. Vaeri þá vel, og ekki til einskis unnið með sóttvarnirnar, þótt sumir legðu á móti þeim. Taugaveiki? Grunur liggur á, að sjúklingur einn í barnaskólanum hafi tekið taugaveiki. Taugaveikisefni hafa fundist í blóðinu. En talið er, að svo geti ef til vill á þessu staðið, að maðurinn hafi áður fengið tauga- veiki. Sjúklingurinn hefur verið einangraður og farið með hann sem um taugaveiki sé að ræða. Mun eigi þurfa að minna heil- brigðisstjórnina á það, að reisa sem rammastar skorður við því, að taugaveikin breiðist út, ef hér er um hana að ræða. Jarðarför Þorsteins Júl. Sveinssonar fór fram í gær. Vér viljum að gefnu tilefni geta þess, að eigi munu birtar nafnlausar greinar eða fyrirspurnir í blaðinu. Menn geta óhræddir sent nöfn sín, því að engin fær að vita þau nema ritstjóri, ef þess er óskað. „*£ráítir“ Qru Gezfa auglýsingaSlaðið. Kveikingartími fyrir bifreiðar og reiðhjól í Reykjavik kl. 4. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.