Fréttir

Tölublað

Fréttir - 12.12.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 12.12.1918, Blaðsíða 3
FRETTIR 0 i 3 Er nú nokkuð vit i þessu fyrir- komulagi? Sumum er þröngvað til að læra miklu meira en þeir hafa minstu löngun eða getu til, en aðrir fá ekki að læra eins mikið og þeir geta og þurfa að læra. Er nokkuð vit í því, að gáfaðir og ástundunarsamir piltar, sem illa kunna stáerðfræðinámi og lokið hafa gagnfræðaprófi, sitji eftir í bekk, að eins fyrir þá námsgrein, sem þeir hyggjast aldrei nota i lífinu? Hver veit nema þeir þurfi síðar á henni að halda? mun ef til vill verða spurt. Já, hver véit nema þér kæmi einhverntíma vel að kunna stórskipasmið, yfirsetu- kvennafræði og yfirleitt hvað sem er. Þetta og yfirleitt endurskoðun alls skólafyrirkomulagsins þarf að taka til rækilegrar og skjótrar at- hugunar, ef ekki á illa að fara. Lof t skey ti. i ^ Brezkar freg-ni**, London 11. des. Steíimskrá I^loyd Georges í kosningabaráttunni er í 6 aðalliðum sem eru þessir: 1. Að lögsækja keisarann. 2. Refsa illræðismönnum frá stríðinu. 3. Ná sem hæstum herskatti af Pjóðverjum. 4. Bretland sé fyrir Breta bæði í almennum þjóðfélags- málum og iðnrekstri. 5. Að styðja þá sem slysast hafa í stríðinu. 6. Gera landið i heild sinni sem hagsælast íyrir alla borgara þess. Um herskylduua segir Lloyd George að það sé stefna stjórnarinnar að afnuminn verði fastur her bæði í Bretlandi og öðrum löndum og vonandi fáist þessu framgengt við friðarsamningana. Um uppeldi. Mr. Clynes, Smágreinar til fræðslu og vakningar. Eftir Aðalst. Sigmundsson frá Árbót. sem varð mahvælaráðsmaður eftir Bhondda lávarður lést, mun á friðarfundinum verða fulltrúi »brezkrar vinnu« (british tabour). (Frh.) 111. Kennarar. Eins og eg hef áður tekið fram, er það hlutverk kennaranna að gilda í þau skörð, er verða í upp- eldið hjá heimilunum. Og þau skörð eru mörg og margvísleg, eins og von er til, þar sem for- eldrarnir, sem mestan veg og vanda hafa af uppeldinu, hafa tíðast ekki Bardagi hefur orðið skæður í Chemnitz í Saxlandi. Hermanna- ráðið reyndi að afvopna Uklanasveit, en Uklanarnir settu í mót vélbyssur og náðu bænum á vald sitt. Tóku þeir marga fanga og þar á meðal nokkra úr hermanna- ráðinu. hugmynd um, hvað þeir eru að gera. Af þessu liggur í augum uppi, að kennarar verða að vera upp- eldisstarfinu vaxnir. Þeir verða að þekkja barnssálina út og inn, að svo miklu leyti, sem það er mögu- legt, og vita hvaða áhrifum beita skal í hverju einstöku tilfelli. Þeir þurfa að geta gert sér greín fyrir, hverjar mótverkanir hver áhrif or- saka hjá hverjum einstökum nem- enda og kunna að haga sér eftir því. Því betur sem það tekst, því betri verður árangur kenslunnar. Og því betri er kennarinn. Almennast mun vera að telja mikla almenna þekkingu á náms- efninu höfuðskilyrði þess, að vera góður kennari. Sú þekking er vít- anlega góð og bráð-nauðsynleg kennurum, en af því, sem að framan er sagt, vona eg að menn skilji, að hún er ekki einhlít. Meira að segja: Hún er ekki það sem mest ríður á. Það, sem mest ríður á, er þekkingin á barnssálinni. Sú þekking er það, sem kallað er sérmentun kennara. Og hún fæst ekki nema við nám í uppeldis- og sálarfræði og við kensluæfingu — við nám í kennaraskóla. Slíka sér- þekkingu verður að heimta af hverjum kennara — hana á undan öllu öðru. Lýðmentunin hér á landi hefur beðið og bíður enn óbætanlegt tjón af því, að menn hafa ekki lært að skilja, hvers virði sérmentun kennara er. Inn í kennarastéttina hefur verið hleypt mönnum, sem þar eiga alls ekki heima: gagn- fræðingum, búfræðingum, lýðhá- skólafólki — já, og jafnvel uiönn- um, sem aldrei hafa komið inn 13 * karlmennirnir tóku að berja sér til handa, til þess að halda á sér hita. Þá dró gamli maðurinn, er mest hafði talað við Sigtrygg í Langholti, brennivínsflösku upp úr sel- skinnstösku sinni. »Þetta vermir«, mælti hann, og rétti Sigtryggi flösk- una, og gaf honum bendingu um, að rétta hana hin- um næsta. Karlmennirnir litu hana girndaraugum, meðan hún barst mann frá manni, og það lifnaði yfir þeim, er þeir supu á. En konurnar horfðu niðurlútar í eldinn og þögðu. Meðan á drykkjunni stóð, hrukku menn alt í eínu við, og litu út í hornið þar sem Hallbjörn lá. Vatnið hafði runnið inn undir hann og vakið hann. Hann opnaði augun hægt og hægt, og augnaráð hans var ókunnuglegt, eins og hann vissi ekki hvar hann væri staddur. En brátt færðist óttasvipur yfir hið bleika andlit hans. Óttinn var ekki utan að komandi, því hann sat grafkyr, án þess að líta við þeim, er í kringum hann voru, og tautaði eitthvað fyrir munni sér, svo lágt, að það heyrðist varla. Griðkonan gekk til hans og rétti honum kaftibolla með heitu kaffi, en hann leit ekki við henni. »Láttu hann vera, úr því svona liggur á honum«, kallaði húsfreyja til hennar. Griðkonan hristi höfuðið með meðaumkvun, og gekk síðan hægt í burtu frá honum. Nú dundi á stormbviða, hvassari en nokkur hinna fyrri. Niður árinnar var svo mikill, að hann heyrðist gegnum vindgnýinn eins og dynkir hrynjandi hraun- 14 skriðu. Það var sem vatnið væri að steypast belj- andi að bænum í ógurlegri flóðöldu. Unz hljóðið varð alt í einu að draugalegu, skerandi veini, sem hljómaði eins og neyðaróp í fjarska. Allir hlustuðu á þetta með einkennilegri ónotatilfinningu, sem líkt- ist mest myrkfælni. Það var eitthvað leyndardóms- fult og óvenjulegt þetta hljóð. Bóndinn í Langholti misti pípuna úr hendinni, og varð náfölur yfirlitum. Hann hallaði sér áfram með eftirtektarsvip, eins og til þess að heyra betur. Loksins sást, að hann hafði komist að einhverri niðurstöðu. Hann náði sér aftur og kinkaði rólega kolli. »Hún heimtar fórn í dag. Það er ekki um að vill- ast þegar þetta hljóð heyrist«. Allir þögðu, en óttasvipur færðist á andlit þeirra eins og hvarflandi skuggi. Allir þurftu þeir að fara yfir ána, og enginn vissi hvern þeirra armleggur for- laganna hitti. Þegar þögnin var orðin óþolandi, leit gamli bónd- inn, sem áður er um getið, upp og mælti: »Nú ætlarðu víst að hræða okkur, Sigtryggur«, og er hann hafði sagt þetta, setti hann upp meðaumkv- unarsvip, eins og hann væri viss um að orð hans féllu í góðan jarðveg. »Því skal eg aldrei neita«, bætti hann við, og hreimurinn í röddinni var sem hann væri að fræða hitt fólkið, »að til eru óvættir og draugar; eg hef séð of mikið til þess — en að dauð náttúruöfl hafi vilja og vitund, því kemur eng- inn mér til að trúa«. »Dauð náttúruöfl!« endurtók Sigtryggur hæðnis- lega, og leit hann kuldalegu hornauga. — »Hver er

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.