Fréttir

Eksemplar

Fréttir - 12.12.1918, Side 4

Fréttir - 12.12.1918, Side 4
4 F B E T T I‘R fyrir skóladyr, ef þeim þóknast að bjóða sig fyrir lægri laun en sérmentaðir menn. Fræðslulögin girða ekki nægilega fyrir þetta. En úr því verður að bæta sem bráðast. Það verður að taka 'veit- ingarvaldið af fræðslu- og skóla- nefndum og fá það fræðslumála- stjóra og stjórnarráði, — eða girða að minsta kosti fyrir, að nefndirnar vanræki það. Eins og eg hef þegar tekið fram, er þroski einstaklingsins mikið undir því kominn, hvert uppeldi hann fær. Kennarar hafa á hendi mikinnliluta uppeldisstarfsins. Þeir eru því sú stétt þjóðfélagsins, sem þroski einstaklinga og þjóðarheild- ar hvílir lang-mest á. Er því afar- mikið undir því komið, að í þá stétt veljist góðir menn og nýtir — mentaðir í bezta skilningi — og að vel sé við þá gert. (Frh.) Frá liei lín kemur sú fregn, að framkvæmdanefnd hermanna- og verkamannaráðsins í Berlín hafi átt í samningum við stjórnina með þeim árangri að stjórnin sleppi við ráðið framkvæmdavaldinu (— fyrir Berlínarborg?) Bretakón^ur * ' kom heim til London þ. 10. þ. m. frá því að heimsækja lið sitt í Frakklandi og Belgíu, ^endimenn frá stjórninni í Síberíu fengu áheyrn hjá Wilson áður en hann sigldi til Frakklands og báðu um aðstoð fyrir leiðangur sem haíinn yrði frá Omsk til fundar við ýmsar þjóðir (?). 4 hesta mótor til sölu með tækifæris verði. Afgr. vísar á. Hvað er í tréttum? Infiúenzan. Inflúenzan er nú tekin að réna, sem sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Frá Flateyri sendi lækn- irinn, sem þangað var sendur, skeyti til stjórnarinnar. Vildi hann fara að komast suður, því að hann kvaðst ekkert hafa að gera. — I Bolungarvík er ástandið all-ilt. Margt manna hefur dáið út um land. Frétt höíum vér, að 11 menn hafi dáið úr inflúenzunni f Land- mannahreppi eystra. Er hreppur sá fremur fámennur. Margt hefur og dáið í sumum neðri sveitum Árnessýslu. En í hinum efri breið- ist hún lítt út. Drykkjulstin á götuuum. Menn kvarta sáran undan því, hve megn hafi drykkjulætin verið á götunum nú undanfarið, einkum hafi drykkjurútarnir haldið vöku fyrir fólki er ieið fram yfir miðnætti. Auðvitað er hér ekki um marga menn að gera, en nóg er það þó til þess að óhæfa er, að slíkt skuli látið viðgangast. Menn hafa snúið sér til lögreglunnar, en hún hefur rétt að eins bent ólátaseggjunum á að þeir ættu að hafa sig hæga og svo látið þá afskiftalausa. Þegar þeir sáu að aldrei var lengra í sakirnar farið, héldu þeir auðvitað áfram athæfi sínu eins og ekkert hefði í skorist. Hér er augljóst, að iögreglan þarf að taka fast í strenginn og setja menn tafarlaust inn og láta sekta þá, ef þeir ekki hlýða nm- yrðalaust — eins og skylda þeirra er. Mér hefur virst lögreglan miklu hæggerðari og miskunnsamari við menn yfirleitt eftir að bannlögin komust á, heldur en áður, og er það mér hrein ráðgáta hvernig á því stendur, því ég vil ekki að svo komnu máli halda því fram, að hún svíkist urn að gera skyldu sína af því að bannlögin ei'ga í hlut. Sumra manna skoðun er nú samt sú, að mismunurinn á fram- komu lögreglunar áður og nú sé af þeim rótum runninn. Sá lögreglumaður, sem það gerði, getur alls ekki talist að standa sómasamlega í stöðu sinni. Jón Arnason. Ameríkumenn aiisían liínar. Lisðsveitir úr þriðja her Bandaríkjanna hafa nú tekið stöðu á eystri bakka Rínar. Lidssveitir Eistlendiiiga. eru á undanhaldi fyrir liði Bolsévista og eru 40 e. mílur innan landamæranna. Bolsévistar hafa aðstoð frá tund- urbátum fyrir ströndinni. Neiidinefii(I til Póllands hafa bandamenn sent af stað til að ná skýrslum við- víkjandi ástandinu í landinu. Framsal TJiigtyi-lija krafist. Sendiherra Tyrkja í Berlín hefur kraíist þess, að Enver pasha, Talaat pasha og hinir aðrir limir fyrver- andi Tyrkjastjórnar, er hann fullyrðir að dvelji í Pýzka- landi, verði framseldir. Es. Lagarfoss fer hóðan á sunnudaginn 15. desember beint til New-York. Hf. Ejm$kipaféla£ í$laad$. Hreiriar léreft$tu$kur eru keyptar í Gutenberg. Prentsmiðjan Gutenberg. Jólamerkin Thorvaldsensfélagsíns eru nú út komin. Sem menn vita rennur á- góðinn af sölu þeirra í barnaupp- eldissjóð félagsins. Er hin mesta nauðsyn, að styrktur sé sá sjóður. — Ættu því sem flestir að kaupa þessi merki. Efast eg eigi um, að menn bregði vel við. Þá munar eigi um upphæðina, en sjóðinn mikíð, ef vel er gert. Manndauði Dánir munu hér í( bænum af völdum inflúenzunnar 260 menn Er það ærin blóðtaka á nokkrum vikum. Sóthreinsun. Fólk kvartar nú mjög um það hér í bænum, að það fái eigi þrifna reykháfa sína. Höfum vér heyrt, að svo kveði ramt að þessu, að hin mesta hælta geti af stafað, auk óþæginda þeirra, er þetta veld- ur, þeim er í húsunum búa. — Heyrt höfum vér einnig það, að sótarar fáist eigi fyrir þær sakir, hve illa sé verkið launað. En það gæti orðið dýr sparnaður í bæ, sem heita má að í séu því nær eingöngu timburhús. Hvern veg er þessu farið? Ef fólkið, sem hefur kvartað, fer hér með rétt mál, þá rekur nauður lil, að þessn sé sem fyrst kipt i liðinn. „Próttur“ fagnaði fullveldi og fána um daginn. Kom út 1. des. Gat hann eigi fagnað því á betur viðeigandi hátt, en að flytja mynd af glímu- konungi vorum Sigurjóni Péturs- syni, sem eigi hefur að eins.verið fremstur í fiokki að íþróttum, held- ur og unnið mjög að gengi þeirra meðal þjóðarinnar. — Síðan er skemtileg frásögn um Olympíu- förina 1912. Sú ritgerð mnn verða sérprentuð. Spáum vér að hún verði keypt og lesin. Margt er fieira skemtilegt og gagnlegt i »Þrótt«.

x

Fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.