Frækorn - 01.06.1901, Side 3
FRÆKORN.
83
Krists í trúuðum og elskandi hjört-
um. Athöfn þessi átti enn fremur
að bera vitni um hina miklu náð, er
þeir höfðu öðlazt, sem sé fyrirgefning
syndanna, og Drottinn bætir við þetta
fyrirheitinu um gjöf heilags anda.
Þetta fyrirheit náði ekki að eins til
þeirra, sem hlýddu á orð postulans,
heldur og til barna þeirra og allra
þeirra, sem Guð vildi kalia hér til,
jafnvel heiðingjanna, sem í fjarlægð
voru. Ef hinar komandi kynslóðir
Gyðinga vildu taka sinnaskifti og láta
skíra sig í nafni Jesú Krists til fyrir-
gefningar syndanna, þá vildi Guð einn-
ig gefa þeim sinn góða heilaga anda,
og heiðingjarnir áttu.sömuleiðis að fá
aðgang að þessari miklu náð.
Þeir, sem fuslega skipuðust við
ræðu postulans, létu skírast, og þar
bættust við á þeim degi nær þrjár
þúsundir manna.
Pað, að nafn Jesú Krists eitt sam-
an er nefnt hér í sambandi við skírn-
ina, sannar ekki, að postulamir hafi
sleppt nafni föðursins og heilags anda
við skírnina. Þetta var hin fyrsta
opinbera skírnarathöfn, sem þeir fram-
kvæmdu eftir upprisu og himnaför
Krists, og þeir höfðu því ekki getað
gleymt eða óhlýðnazt fyrirskipun
Drottins síns og meistara, sem hann
gaf þeim, áður en hann skildi við
þá, þeirri fyrirskipun, að þeir skyldu
skíra í nafni föðursins, sonarins og
heilags anda. En þegar þeir eiga tal
við Gyðinga, leggja þeir sérstaka á-
herzlu á nafn Krists, því að Gyðing-
ar trúðu að vísu á Guð föður og
heilagan anda, en þeir höfðu fyrirlitið
og krossfest Guðs eingetinn son.
Skírn í Samaríu. Yegna ofsókn-
anna miklu, sem söfnuðurinn í Jerú-
salem varð fyrir, eftir að Stefán var
grýttur, flýðu kristnir menn burt úr
Jerúsalem út um allt Gyðingaland og
Samaríu (Pgj. 8, 1.). Meðal þeirra
var Filippus, sem hafði verið einn af
fátækrastjórunum eins . og Stefán.
Hann kom til borgarinnar Samaríu
og flutti þar lýðnum lærdóminn um
Krist. Fjöldi borgarmanna veitti kenn-
ingu hans eftirtekt, og mikil gleði
vai'ð meðal þeirra, af því að hann
læknaði marga sjúka. „Nú sem menn
trúðu Filippusi, er boðaði þeirn náðar-
boðskapinn um Guðs ríki og nafn
Jesú Krists, létu menn og konur
skírast" (Pgj. 8, 12.). Trúin lifnaði,
þegar fagnaðarerindið var prédikað;
hinir trúuðu, bæði menn og konur,
fundu til þess, að það, sem heyrir
Guðs ríki til, er nauðsynlegast af öllu,
hefur meiri þýðingu en nokkuð ann-
að, og þá einnig skírnin. Þess vegna
létu þeir skírast og uiðu þannig með-
limir í söfnuði Krists.
Skírn hirðstjörans. Pegar Filippus
fór frá Samaríu eftir hoði Drottins
suður á veg þann, sem liggur frá
Jerúsalem til Gasa, hitti hann stór-
höfðingja einn frá Etíópíu (svertingja),